Morgunblaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Samkomulag náðist um aukinn
sveigjanleika í starfi grunnskóla-
kennara í nýjum kjarasamningi við
sveitarfélögin, sem undirritaður var í
fyrrakvöld. Aldís Hafsteinsdóttir,
formaður Sambands íslenskra sveit-
arfélaga, bindur vonir við að þetta
ákvæði eigi eftir að verða gagnlegt.
Samningurinn kveður á um hækkanir
í samræmi við lífskjarasamningana
og segir hún aðspurð að vegna erf-
iðrar fjárhagsstöðu sveitarfélaga
hefðu þau ekki ráðið við aukinn
kostnað ef samið hefði verið um meiri
hækkanir en lífskjarasamningarnir
kveða á um.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir,
formaður Félags grunnskólakenn-
ara, sagði við mbl.is í gær að nýr
samningur kristallaðist í tveimur
þáttum. „Annars vegar er það lífs-
kjarasamningshækkun í krónutölu,
þannig að kennarar verða ekki af
þeirri kjarabót, og hins vegar var
tryggt í samningnum að farið verði í
að skoða það sérstaklega hvernig
auka má sveigjanleika í starfi kenn-
ara,“ sagði hún. Kennarar fá aukið
svigrúm til að vinna óstaðbundið ýmis
verkefni utan kennslu, s.s. fundi við
foreldra eða aðra starfsmenn.
„Þetta er samningur til skamms
tíma en hann gildir til áramóta 2021/
22 og er það í samræmi við aðra
samninga sem við höfum gert við að-
ildarfélög Kennarasambands Ís-
lands,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir,
sviðsstjóri kjarasviðs Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga. „Þetta er mjög
stór pakki en launahækkanirnar eru
þær sömu og aðrir hafa fengið,
krónutöluhækkanir í samræmi við
lífskjarasamninginn.“
Sveitarfélögin eiga núna eingöngu
ósamið við tónlistarkennara og hjúkr-
unarfræðinga. Niðurstaða atkvæða-
greiðslu meðal kennara um samning-
inn á að liggja fyrir 23. október.
Kennarar fái
aukið svigrúm
Hækkanir í takt við lífskjarasamninga
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í skólastofu Grunnskólakennarar
voru án samninga í 16 mánuði.
HVER restaurant á Hótel Örk
er fyrsta flokks veitingastaður,
fullkominn fyrir notalegar
gæðastundir með vinum,
fjölskyldu eða vinnufélögum.
GIRNILEGUR
OG SPENNANDI
MATSEÐILL
Pantaðu borð í síma 483 4700 | www.hverrestaurant.is
Alexander Gunnar Kristjánsson
Stefán Gunnar Sveinsson
Bergþór Ólason, þingmaður Mið-
flokksins, viðraði þær hugmyndir í
óundirbúnum fyrirspurnartíma á
Alþingi í gær að fólk fengi að ráð-
stafa hluta útvarpsgjaldsins til
einkarekinna fjölmiðla eftir eigin
hentisemi.
Útvarpsgjald næsta árs er 18.300
krónur, sem rennur til Ríkis-
útvarpsins og er áætlað að það
muni skila RÚV fjórum og hálfum
milljarði króna á næsta ári, fyrir ut-
an þær tekjur sem stofnunin hefur
af auglýsingum og kostun.
Bergþór spurði Bjarna Bene-
diktsson fjármálaráðherra hvernig
honum hugnaðist að fólk fengi til
dæmis að ráðstafa tíu prósentum
þess fjár til annarra fjölmiðla, en
slík ráðstöfun gæti skilað þeim
miðlum um 450 milljónum króna,
eða álíka miklu og ríkið veitir
einkareknum miðlum í nýsam-
þykkta fjölmiðlastyrki.
„Þarna væri hægt að hugsa sem
svo að t.d. gætu menn valið þrjá
miðla og þá gæti einhver valið að
styðja Fréttablaðið, einhver Morg-
unblaðið, einhver DV, einhver
Stundina, einhver Kjarnann, ein-
hver Fótbolta.net og svo framveg-
is,“ sagði Bergþór.
Áhugavert en ekki á dagskrá
Bjarni sagði hugmyndina áhuga-
verða en hún væri þó ekki á dagskrá
ríkisstjórnarinnar. „Hún myndi
vekja margar grundvallarspurning-
ar. Eigum við að reka almanna-
útvarp og hvernig eigum við að fjár-
magna það,“ sagði hann. „Það er
ágætt að fá þá umræðu. Sitt sýnist
hverjum um umfang þeirrar starf-
semi, þótt mér þyki sem breið sam-
staða sé um að almannaútvarp þurfi
að gegna ákveðnu lykilhlutverki.
Þetta snýst sömuleiðis ekki bara um
grundvallarspurninguna hvort við
eigum að reka slíkt útvarp heldur
líka hvernig við eigum að gera það
og fjármagna það.“
Bjarni beindi umræðunni því næst
að auglýsingatekjum RÚV, sem skila
stofnuninni um 1.700 milljónum
króna á ári. Sagði fjármálaráðherra
að það þyrfti að halda áfram að ræða
þá stöðu sem Ríkisútvarpið væri í
gagnvart fjölmiðlamarkaðnum, og að
þar væru auglýsingarnar stór þáttur
sem þyrfti að ræða frekar.
Aðrir fjölmiðlar í skugganum
Bergþór sté þá í pontu að nýju og
spurði Bjarna hvort hann teldi ekki
hægt að minnka umfang RÚV að
einhverju marki frá því sem það
væri í dag.
Sagði Bjarni að stofnunin væri
ekki hafin yfir gagnrýni hvað varð-
aði umfang starfseminnar. „Það má
segja að Ríkisútvarpið sé einstofna
stórt tré sem er með ræturnar í rík-
issjóði og lögum um innheimtu
gjaldsins en allir aðrir fjölmiðlar
séu eins og litlar plöntur sem fá
ekki á sig sólina af því að Ríkis-
útvarpið er með svo langar greinar.
Þær plöntur eru aðeins að fölna og
margar hverjar að visna algerlega í
skugga Ríkisútvarpsins,“ sagði fjár-
málaráðherra í svari sínu.
Sagðist Bjarni telja að mikið rúm
væri fyrir umræðu um auglýsinga-
markaðinn, sem væri meginupp-
spretta tekjulindar fyrir einka-
rekna fjölmiðla. „Maður stígur
varla inn á frjálsan fjölmiðil án þess
að menn hefji við mann umræðu,
áður en útvarpsþátturinn byrjar,
eða hvað það nú er, um það hvort
ekki sé hægt að auka andrými
frjálsu fjölmiðlanna til að bjarga
sér sjálfum. Það er nú mjög í anda
sjálfstæðisstefnunnar að hjálpa
mönnum til sjálfshjálpar,“ sagði
Bjarni.
Geti ráðstafað nefskattinum annað
Fjármálaráðherra spurður um ráðstöfun hluta útvarpsgjaldsins til einkarekinna miðla í óundirbúnum
fyrirspurnum á Alþingi í gær Ríkisútvarpið sem „einstofna tré“ sem skyggi á alla aðra fjölmiðla
Morgunblaðið/Eggert
Ríkisútvarpið Staða RÚV gagnvart öðrum miðlum var rædd á Alþingi.
Bergþór
Ólason
Bjarni
Benediktsson
Alls voru brottfarir erlendra far-
þega frá landinu um Keflavíkurflug-
völl um tíu þúsund í september skv.
talningu Ferðamálastofu og Isavia.
Þeir voru 94,5% færri en í septem-
ber á síðasta ári þegar brottfarir
voru tæplega 184 þúsund talsins.
Mikil fækkun átti sér einnig stað á
milli mánaðanna ágúst og septem-
ber, eftir að ferðatakmarkanir voru
hertar, en í ágúst sl. voru brottfarir í
Keflavík tæplega 64 þúsund talsins.
Í umfjöllun á vef Ferðamálastofu
er bent á að ástæður fyrir fækkun
erlendra gesta til landsins það sem
af er ári ættu að vera öllum ljósar,
því allt frá því að áhrifa kórónu-
veirufaraldursins fór að gæta fyrir
alvöru í mars hefur orðið hrun í
fjölda. „Þannig var fækkunin milli
ára um 53% í mars, um 99% í apríl
og maí, 97% í júní, 80% í júlí, 75% í
ágúst og 95% í september […],“ seg-
ir þar.
Um 4.900 Íslendingar fóru utan í
september eða 90,1% færri en í sept-
ember 2019.
121 þúsund Íslendingar hafa
farið utan frá áramótum
Frá áramótum (janúar-septem-
ber) hafa um 121 þúsund Íslending-
ar farið utan en um er að ræða 345
þúsund færri brottfarir en á sama
tímabili í fyrra.
Þjóðverjar voru fjölmennastir
meðal erlendu farþeganna í septem-
ber eða um fimmtungur brottfara.
omfr@mbl.is
54.000 færri frá
landinu í sept.
4.900 Íslendingar flugu í mánuðinum
Brottfarir erlendra farþega frá landinu
Þúsundir farþega, um Kefl avíkurfl ugvöll í jan.-sept.
250
200
150
100
50
0
2019 2020
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept.
Heimild: Ferðamálastofa
121
133
80
139 149
170
252
64
46
610,9
120 126
195
231
184
-95%
-99%
10