Morgunblaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Passamyndir Tímapantanir í síma 568 0150 eða á rut@rut.is Tryggjum tveggja metra fjarlægð og gætum ítrustu ráðstafana Sláum nýjan tón í Hörpu Við óskum bæði eftir áhugasömum rekstraraðilum og hugmyndum einstaklinga að skemmtilegum nýjungum á neðri hæðum í Hörpu Nánar á harpa.is/nyr-tonn . Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það er frábært að fá að sýna í þessu einstaka húsi, í fallegu umhverfi. Húsið er svo vinalegt, það heldur vel utan um verkin og skapar hlýju og nánd,“ sagði Anna Jóa, myndlistar- maður og listfræðingur, þegar litið var inn á sýningu hennar í Nesstofu á Seltjarnarnesi. Sýninguna kallaði hún „Fjörufundi“ og á henni mátti sjá tvær raðir myndverka; annars vegar verk innblásin af ströndinni og ummerkjum um sérstök tengsl menningar og náttúru sem finna má í fjöru og svo úrval verka úr tvímála bók sem Anna var að gefa út. Hamir / Sheaths nefnist hún og byggist á samleik ljóðrænna texta og teikn- inga og vatnslitamynda af fatnaði. Eins og segir á bókarkápu fjalla verkin um klæði og hami hvers kon- ar og tengsl þeirra við híbýli og tím- ans rás. Sýningu Önnu átti að ljúka nú í vikulokin en hert samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins stytti sýningartímann. En þeir sem náðu ekki að sjá sýninguna geta not- ið bókarinnar. Úrval verka úr henni voru í fyrsta sýningarsalnum en í hinum sýningarrýmunum verk tengd brotum úr leirmunum og postulíni sem Anna hefur fundið í fjörum á Vancouver-eyju í Kanada og hér á landi. Í bókinni Hamir eru yfir þrjátíu blýantsteikningar og vatnslita- myndir Önnu. Í eftirmála segir Jó- hannes Dagsson hami sem þessa, fatnaðinn, vera vörn okkar fyrir um- heiminum og „brú milli okkar og umhverfisins um leið og þeir vernda okkur fyrir því. Þeir eru samskipti okkar við umhverfið og þögn okkar gagnvart því.“ Teikningar Önnu sýna fatnað en vísa í ýmsar áttir. Sjálf skýrir hún verkin með þessum hætti í fyrsta texta bókarinnar, „Hamir“: Þetta byrjar með því að ég fer að / horfa á fatnað sem ég hef farið úr og / lagt frá mér. Teikna. / Teikniferlið er leið til að þreifa á / hugsununum. Hætti þegar mér finnst / teikningin orðin forvitnileg, í / ófullkomleika sínum; kalli á íhugun. / Horfi á klæðin eins og landslag. / Línur og hugmyndir kvikna sem ég / áset mér að kanna nánar. / En tím- inn hleypur frá mér. Að gefa hlutunum gaum „Verkin fjalla um tengsl milli sjálfs og hversdagslegs umhverfis“, segir Anna. „Hvort sem er heima hjá mér eða í fjörugöngu rekst ég á þessa hluti, samanvöðlaðan sokk á gólfi eða máð postulínsbrot í flæðar- máli. Verkin eru um það að gefa þessum hlutum gaum og virða fyrir sér form þeirra og ásýnd. Leyfa huganum að reika og ímyndunarafl- inu að fara á flug.“ Anna segist hafa fyrir löngu byrj- að að velta fatnaði fyrir sér og draga upp af honum myndir í teikniblokk. „Ég fór þá að hugsa um fatnað sem hami og hvernig þeir geta eignast hlutdeild í okkur sjálfum. En svo liðu 12 ár og þegar ég tók fram sömu teikniblokkina og hélt áfram að teikna þessa hami, þá skynjaði ég hvernig þeir tengja okkur á sér- stakan hátt við staði og minningar. Ég fór þá að skrifa niður þessa þanka sem birtast í bókinni sem ljóð- rænn spuni. Í skrifunum velti ég fyr- ir mér hvað felist í því að horfa og teikna og sambandinu þar á milli. Og hugsaði um sjálft sköpunarferlið og það sem gerist í því, auk þess að velta fyrir mér eðli fatnaðar og til að mynda hvernig við klæðum okkur í föt til að finna skjól en líka til að tjá okkur. Rétt eins og við getum haft fataskipti getum við líka tekið ham- skiptum.“ Sérstök og náin tengsl Anna er fjölhæfur myndlistar- maður sem hefur unnið með ýmis form en hún útskrifaðist þó á sínum tíma úr málaradeild og leitar alltaf aftur í teikningu og málverk eins og sjá mátti í Nesstofu. En meðal þess sem hún gerði á 12 ára tímabilinu milli teikninga í teikniblokkinni var að nema listfræði og að skrifa mikið um myndlist. Þegar hugmyndin kviknaði að gefa út bók þótti henni samspil mynda og texta mikilvægt. „Það eru sérstök og náin tengsl milli teikningar og sjálfstjáningar, og þess að teikna og skrifa. Hjá mér byrjuðu skrifin um eigin viðfangs- efni að streyma fram í samhangandi ferli sem mætti lýsa sem ljóðateikn- ingum. Bókin myndar sérstakt rými utan um þá frásögn og þær merkingarvíddir sem skapast í sam- spili teikninganna, vatnslitamynda og ljóðrænna hliðarsjálfa þeirra í textaformi. Frásögnin lýsir glímu við hami sem virðast sífellt renna manni úr greipum, rétt eins og tím- inn. Stundum þjappast ummerkin um tímann í áþreifanlegt form en oftast eru þau brotakennd og við það að leysast upp. Þannig fær líka ímyndunaraflið að leika lausum hala,“ segir Anna. Morgunblaðið/Einar Falur Hamir „Hvort sem er heima hjá mér eða í fjörugöngu rekst ég á þessa hluti, samanvöðlaðan sokk á gólfi eða máð postulínsbrot í flæðarmáli,“ segir Anna Jóa. Hún er hér með nokkrum verkanna á sýningunni í Nesstofu. Leið til að þreifa á hugsununum  Anna Jóa hefur gefið út bók, Hami / Sheaths, með samleik ljóðrænna texta, teikninga og vatns- litamynda af fatnaði  „Verkin fjalla um tengsl milli sjálfs og hversdagslegs umhverfis,“ segir hún Rithöfundurinn RagnarJónasson hefur verið ið-inn við kolann í rúmanáratug, fyllt í eyðurnar jafnt og þétt og í dag kemur út Vetrarmein, besta glæpasaga hans til þessa. Höfundur er frá Siglufirði, þar er hann vel kunnugur, fyrstu bækur hans gerðust fyrir norðan og nú er hann aftur kominn á fornar slóðir. Að þessu sinni um páska og að sjálfsögðu fer veðrið versnandi eftir því sem á líður. Snjókoman er samt ekki eins yfirþyrmandi og stundum áður, en það snjóar! Lýsingar Ragnars á umhverfinu og staðháttum gera það að verkum að lesandinn svífur ekki í lausu lofti eins og snjókornin heldur veit hvar hann er og hvert hann er að fara. Sennilega ein besta auglýsingin fyrir Siglufjörð, heima og erlendis. Tengingin við Íslendingabyggðir í Kanada ber líka vott um hug- myndaflug og víðsýni. Vetrarmein er ekki aðeins glæpasaga heldur fjölskyldusaga, frásögn um ástir, væntingar og þrár, fjölskyldur, vini og tengsl í fámenninu. Allt saman tengist þetta með einum eða öðrum hætti og skyldi engan undra, því lífið gengur sinn vanagang í smábæjum eins og annars staðar. Ragnar kemur því vel til skila. Persónurnar eru eins misjafnar og þær eru margar. Ari lög- regluvarðstjóri er í aðalhlutverki. Hann hefur stundum virkað frekar tvístígandi og lítt spennandi karakt- er í fyrri verkum og ýtir sumpart undir þá skoðun, hefur aldrei lært að sigla, þótt það hafi blundað í honum, ekki lært að skíða, blandar ekki miklu geði við íbúana, lauk ekki guðfræðináminu, hefur ekki náð tökum á píanóinu, þrátt fyrir nám, og ekki staðið sig í hjónabandinu, þrátt fyrir vilja til að halda áfram með Kristínu. En það er seigt í honum, vinn- an er honum allt, hann hefur góð tök á viðfangsefninu, hlustar á bragðvísa þögnina og ekki skemmir fyrir að hann er farinn að tala um borgarbörn, aðkomumaðurinn sjálfur. Vetrarmein er vel útfærð glæpasaga, uppbyggingin skipu- lögð, markviss og spennandi, helstu per- sónur trúverðugar og rúsínan í pylsuendanum er leikni Ragnars í að afvegaleiða lesendur. Í góðri glæpasögu er nefnilega ekki allt sem sýnist og góður höfundur kem- ur stöðugt á óvart. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Höfundurinn „Vetrarmein er vel útfærð glæpasaga, uppbyggingin skipu- lögð, markviss og spennandi, helstu persónur trúverðugar og rúsínan í pylsuendanum er leikni Ragnars í að afvegaleiða lesendur,“ skrifar rýnir. Glæpasaga Vetrarmein bbbbm Eftir Ragnar Jónasson. Veröld 2020. Innb., 240 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Hlustað á bragðvísa þögnina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.