Morgunblaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við erum að komast inn í nútímann. Verðum með nýja bíla á stöðvum okkar,“ segir Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Ísa- fjarðarbæjar. Liðið er að taka í notkun nýja slökkvibíla sem eru sér- staklega útbúnir til að sinna björg- unarstörfum í jarðgöngum. Styrkir Vegagerðin búnaðarkaupin. Dýrafjarðargöng eru á starfs- svæði Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. Þau verða tekin formlega í notkun á næstunni, væntanlega síðar í mán- uðinum. Vegagerðin og slökkviliðið hafa að undanföru farið yfir öryggis- mál í göngunum og drög að við- bragðsáætlun. Samstaða er um að til að ná ásættanlegu öryggi vegna bruna og slysa þurfi að bæta búnað slökkviliðsins. Geta vaðið reyk Samið hefur verið um að Vega- gerðin veiti slökkviliðinu 85 milljóna króna framlag upp í kaup á nauðsyn- legum tækjabúnaði. Slökkviliðið hef- ur pantað sérútbúinn slökkvibíl til að sinna störfum í jarðgöngum, auk almennra verkefna, og verður hann staðsettur á slökkvistöðinni á Ísa- firði. Er þetta samskonar bíll og slökkviliðin á Akureyri og í Þingeyj- arsýslum keyptu til að þjóna Vaðla- heiðargöngum. Til þess að bíllinn nýtist sem best í jarðgöngum er hann með myndavélabúnað og hita- myndavél þannig að hægt er að aka inn í göng þótt þar sé reykur, til dæmis frá brennandi bíl, hann er bú- inn One-seven-slökkvikerfi og slökkvibyssu að framan og þarf því ekki eins mikið vatn og ella og er með loftbanka fyrir fimm reykköf- unartæki, svo nokkuð sé nefnt. Sig- urður segir að bíllinn sé væntanleg- ur í næsta mánuði. Slökkviliðið hefur þegar fengið nýjan bíl fyrir stöðina á Þingeyri en hún er næst Dýrafjarðargöngum og verður hann væntanlega tekinn í notkun í næstu viku. Hann er minni en Ísafjarðarbíllinn en með hlið- stæðan búnað nema ekki loftbanka heldur hefðbundna loftkúta fyrir reykköfunartæki. Þá hefur verið ákveðið að endurnýja tankbílinn á Þingeyrarstöðinni ekki síðar en eftir tvö ár. Sigurður segir að núverandi bíll sé of stór og þungur og ekkert vatn að hafa í göngunum þannig að keyptur verður minni og hrað- skreiðari bíll með one-seven-slökkvi- kerfi. Minna má á að fern jarðgöng eru á starfssvæði Slökkviliðs Ísafjarðar- bæjar. Auk Dýrafjarðarganga eru það Vestfjarðagöng, Bolungarvíkur- göng og göngin í Arnardalshamri. Endurnýjun á öllum stöðum Sigurður getur þess að búið er að endurnýja slökkvibíl sem staðsettur er á Flateyri og til stendur að end- urnýja slökkvibílinn á Suðureyri með notuðum bíl frá Ísafjarðarstöð- inni. Segir Sigurður að með þessu verði búið að endurnýja búnaðinn á öllum stöðunum og verði það mikil lyftistöng fyrir þá auk þess sem ör- yggi í jarðgöngum muni aukast. Ísafjarðarbær auglýsti gamlan slökkvibíl til sölu, Bedford árg. 1962. Þrjú kauptilboð bárust auk þess sem Samgöngusafnið í Stóragerði í Skagafirði buðst til að taka bílinn án endurgjalds. Bæjarráð ákvað að taka tilboði hæstbjóðanda sem bauð 101 þúsund kr. í bílinn. Nýr sjúkrabíll kominn Slökkviliðið er ávallt kallað út þegar eitthvað kemur upp á í jarð- göngunum, hvort sem það eru um- ferðaróhöpp, eldur eða sprungið dekk. Slökkviliðið stjórnar aðgerð- um ef eldur kemur upp eða eitur- efnaslys verður en aðstoðar annars lögreglu. Mikið og gott samstarf er einnig við stjórnstöð Vegagerðar- innar sem fylgist stöðugt með að- stæðum og umferð í öllum jarðgöng- um og lokar þeim ef þurfa þykir. Fjórir menn eru í fullu starfi hjá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar, auk slökkviliðsmanna í hlutastörfum. Liðið annast sjúkraflutninga og hef- ur endurnýjað samning við Heil- brigðisstofnun Vestfjarða. Það hefur nýlega fengið nýjan sjúkrabíl þannig að búið er að endurnýja stóran hluta þess tækjabúnaðar sem slökkviliðið hefur til afnota. Slökkviliðið fær fjóra nýja slökkvibíla  Vegagerðin styrkir búnaðarkaup vegna Dýrafjarðarganga Ljósmynd/Slökkvilið Akureyrar Öflugur Nýr slökkvibíll Ísafjarðarbæjar er eins og bíll Akureyringa. „Auglýsingin var kostuð af „Konum Íslands“. Þetta var fjöldasöfnun með- al íslenskra kvenna sem styðja nýju stjórnarskrána sem átti sér upphaf á samfélagsmiðlum þar sem lítið hafði birst í fjölmiðlum um þennan við- burð,“ segir Guðný Guðmundsdóttir sýningarstjóri. Auglýsing í Morgunblaðinu í gær vakti nokkra athygli enda mátti af henni skilja að utanríkisráðuneytið og fleiri aðilar styddu undirskrifta- söfnun vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Í tilkynningu í gær var áréttað að svo væri ekki og beðist velvirðingar á misskilningi sem þetta kynni að hafa valdið. Í raun væri þarna listi yfir ýmsa aðila og stofnanir sem hefðu með einum eða öðrum hætti stutt listgjörninginn Í leit að töfrum – tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland eftir Libiu Castro og Ólaf Ólafsson og Töfrateymið. Umræddur listgjörningur fór fram á laugardaginn síðasta, 3. október. Að sögn Guðnýjar samanstóð hann af því að allar 114 greinar stjórnarskrártil- lögunnar frá árinu 2011 voru fluttar í Hafnarhúsinu. „Þar var líka mynd- listarinnsetning sem blandaðist þess- um tónlistarflutningi. Síðan var farið úr listasafninu í kröfugöngu á götum Reykjavíkurborgar sem endaði fyrir framan Alþingishúsið,“ segir Guðný. „Þessi afmarkaði viðburður er studd- ur af þessum aðilum en er sjálfur ótengdur undirskriftasöfnuninni þótt við styðjum hana heilshugar.“ hdm@mbl.is „Konur Íslands“ borguðu brúsann  Misvísandi auglýsing um gjörning List Auglýsingin olli misskilningi. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umhverfisspjöll hafa verið unnin á landi jarðanna Hellna og Múla í Landsveit við lagningu mótorkross- brautar. Brautin er lögð af eig- endum fyrrnefndu jarðarinnar en er hvorki á skipulagi né hefur verið sótt um framkvæmdaleyfi fyrir henni. Helgi S. Gunnarsson, sem á hús í landi Múla, vekur athygli á málinu í færslu á fésbókarsíðu sinni. Hann segir að umfang framkvæmda hafi komið sér á óvart, sérstaklega í ljósi umræðna um landvernd á undan- förnum árum. Helgi segir að mótorkrossbrautin hafi verið lögð í ósnortnu landi, að- allega Hellna, en nái einnig inn í land Múla. „Búið er að aka á mót- orkrosshjólum um gríðarlega stórt svæði, meðal annars í náttúru- perlum eins og Fjártanga við Þjórsá sem og yfir ævaforna slóða og reið- stíga eins og Skógargöturnar,“ skrifar Helgi. Í samtali við Morgun- blaðið metur hann það svo að braut- irnar nái yfir tugi hektara lands. Eigendur Hellna lögðu brautirnar fyrir mót á svokölluðum enduro- mótorhjólum sem haldið var 12. september. Segir Helgi að lítið sé hægt að gera þegar búið er að leggja braut, þá sæki fólk í hana. Vitaskuld þurfi að vera til brautir fyrir áhuga- fólk um þessar íþróttir en þær þurfi að skipuleggja þannig að þær fari ekki inn á ósnortið land, eins og þarna hafi gerst. Ekki á skipulagi Helgi lét skrifstofu Rangárþings ytra vita af þessum framkvæmdum. Haraldur Birgir Haraldsson, skipu- lags- og byggingarfulltrúi, segir að málið sé í skoðun. Hann staðfestir að mótókrossbrautin sé ekki á skipu- lagi og ekki hafi verið veitt fram- kvæmdaleyfi. Hann vill þó ekki full- yrða um viðbrögð sveitarfélagsins fyrr en málið hafi verið athugað bet- ur. Hann bendir einnig á að leyfi heilbrigðiseftirlits þurfi til reksturs slíkrar brautar. Landskemmdir af vélhjólabraut  Sveitarfélagið með málið í athugun Ljósmynd/Helgi S. Gunnarsson Dæmi Vélhjólabrautin liggur víða um land Hellna og inn á land Múla. Ljósmynd/Rangárþing ytra Upphaf Keppni á enduro-hjólum fór fram fyrir mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.