Morgunblaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 32
PRÓFAÐU ÞÆGINDIN OG SLÖKUNINA SEM ÞÚ FÆRÐ Í NÝJU MODULAX HVÍLDARSTÓLUNUM NÝTT Á ÍSLANDI SÆKTU APPIÐ MODULAX OG SKOÐAÐU HVERNIG STÓLLINN LÍTUR ÚT Á ÞÍNU HEIMILI. JAMES STÓLL MEÐ SKEMLI verð 149.900 PANDORA RAFSTILLANLEGUR verð 219.900 Alla Modulax stóla er hægt að sérpanta sem lyftustóla. IRIS RAFSTILLANLEGUR verð 209.900 MODULAX HVÍLDARSTÓLAR HÖNNUN OG ÞÆGINDI Á HVERT HEIMILI ZERO GRAVITY ZERO GRAVITY MODULAX • 3-mótora hvíldarstóll. • Handvirk og þægileg höfuðpúðastilling 42°. • Innbyggð hleðslu- rafhlaða. Endist 250 sinnum fyrir alla mótora. NÝTT! MODULAX MARGAR GERÐIR modulax.be BALDURSNES 6 – AKUREYRI LISTHÚSIÐ – REYKJAVÍK KYNNTU ÞÉR VÖRUÚRVALIÐ OG VERSLAÐU Í RÓLEGHEITUM Á SVEFNOGHEILSA.IS FRÍR FLUTNINGUR UM ALLT LAND GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ Hefðbundnum alþjóð- legum myndlistar- kaupstefnum hefur öllum verið aflýst á árinu vegna veiru- faraldursins. Nokkrar kaupstefnur hafa þó verið færðar á netið og þar á meðal hin vinsæla Frieze London sem stendur yfir í viku frá deginum í dag og geta áhugasamir skoðað á netinu sýn- ingar fjölda gallería sem starfrækt eru víða um lönd. Tvö íslensk taka þátt með vefsýningum: i8 galleríið sýnir og selur verk eftir marga listamenn sem það vinn- ur með, þar á meðal Margréti H. Blöndal, Ólaf Elíasson, Kristján Guðmundsson, Ragnar Kjartansson og Örnu Óttarsdóttur. BERG Contemporary sýnir hins vegar úr- val grafíkverka eftir Dieter Roth. Íslensk gallerí taka þátt í Frieze London-kaupstefnunni á netinu FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 283. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Strákarnir í 21-árs landsliðinu í fótbolta taka á móti Ítölum í undankeppni Evrópumótsins á Víkingsvellinum klukkan 15.30 í dag. Ísland er í harðri baráttu við Ítalíu og Írland um sæti í lokakeppni EM í þessum aldurs- flokki. » 27 Stórleikur hjá strákunum á Víkingsvellinum í dag ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skáldahópurinn Svikaskáld stendur fyrir ljóðasmiðjum í Gröndalshúsi fyrir ungt fólk síðustu helgina í októ- ber og þá fyrstu í nóvember. „Ljóða- smiðja er í raun bara stutt námskeið sem byggist líka á samtali,“ segir Fríða Ísberg. „Við munum lesa ljóð, skrifa ljóð, ræða ljóð og að lokum gefa út ljóð, en í lok hvers námskeiðs verður gefinn út ljóðabæklingur eða -hefti til að sýna hvað það er í raun auðvelt og til að hvetja krakka til þess að vera ekki hræddir við sjálfs- útgáfu.“ Svikaskáld eru Fríða Ísberg, Þóra Hjörleifsdóttir, Sunna Dís Másdótt- ir, Þórdís Helgadóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Melkorka Ólafsdóttir. Þær voru á sama tíma í ritlist í Háskóla Íslands og hafa unn- ið saman og gefið út þrjár bækur síðastliðin þrjú ár, en samhliða því hafa þær allar sent frá sér sín fyrstu verk á síðustu misserum; skáldsög- ur, smásagnasöfn, ljóðabækur og leikrit. Skáldin fengu styrk frá Reykjavíkurborg og Barnamenning- arsjóði til þess að halda ljóðasmiðjur fyrir tíu krakka í einu í mismunandi aldursflokkum, þrjár fyrir áramót og þrjár í byrjun næsta árs. Lesa saman, skrifa og deila Fríða segir að unnið verði með svipaðar aðferðir og þegar þær skrifi eigin bækur. Þær lesi upp ljóð eftir önnur skáld sem veiti þeim inn- blástur, ræði hugleikin málefni, fari síðan afsíðis og skrifi ljóð í tíu til fimmtán mínútur. Komi síðan aftur saman og lesi upp það sem skrifað hefur verið. „Við endurtökum þetta þar til við erum komin með töluvert efni,“ segir hún. Fyrsta smiðjan verður fyrir 13 til 15 ára klukkan 10 til 13 sunnudag- ana 1. og 8. nóvember. Þóra og Sunna Dís verða leiðbeinendur. Önnur smiðjan verður fyrir 16 til 18 ára klukkan 14 til 18 laugardag- ana 31. október og 7. nóvember. Leiðbeinendur verða Sunna Dís og Melkorka. Þriðja smiðjan verður fyrir 19 til 21 árs klukkan 10 til 13 laugardag- ana 31. október og 7. nóvember. Fríða og Ragnheiður Harpa verða leiðbeinendur. Fríða segir að vegna þess hve fáir verði í hverri smiðju verði nándin meiri. Áhersla verði lögð á að lesa saman ljóð, skrifa og deila. „Hug- myndin er líka að vekja athygli á því að hægt er að skrifa í samræðu við annað fólk og leyfilegt að verða fyr- ir innblæstri af öðrum.“ Þannig megi taka frá öðrum og halda áfram með samræðuna. „Bækurnar okkar eru skrifaðar í samræðu og líklegt er að heftin, sem koma út, verði með sama hætti.“ Jafnframt sé tilgang- urinn að kynna möguleikann á sam- vinnu milli rithöfunda. „Rithöfunda- iðjan getur verið ótrúlega einmana- leg og við viljum sýna fram á að það sé hægt að vinna saman, stofna hópa, stofna sjálfsútgáfur og finna ritvini.“ Skráning í smiðjurnar stendur yfir (svikaskald@gmail.com) þar til námskeiðin fyllast. Svikaskáld Í efri röð frá vinstri: Ragnheiður Harpa, Sunna Dís, Melkorka og Þórdís. Í neðri röð f.v.: Þóra og Fríða. Svikaskáld með ljóða- smiðjur fyrir ungt fólk  Hvetja krakka til samvinnu og að hræðast ekki sjálfsútgáfu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.