Morgunblaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti. Nánar á dyrabaer.is HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Spenna og ringulreið heima fyrir knýr þig til að ræða opinskátt við ættingja og vini. Viðurkenndu takmörk þín. 20. apríl - 20. maí  Naut Njóttu litlu hlutanna í dag. Nýttu þér auka frítíma til að koma miklu í verk. Farðu varlega í allri áhættu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einbeittu þér að þeim verkefnum sem fyrir liggja áður en þú tekur að þér önnur og ný. Tilhneiging til ofgnóttar og öfga liggur í loftinu um þessar mundir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur vanrækt sjálfa/n þig bæði til líkama og sálar og þarft nú að taka þér tak og færa til betri vegar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það liggur í loftinu að þú öðlist nú þá viðurkenningu sem þú svo lengi hefur átt skilið. Hverjar sem undirtektirnar verða, máttu vita að þú hefur lagt þitt af mörkum og mátt vel við una. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Mögulegt er að þú finnir glænýja leið til þess að sjá þér farborða í dag. Börn og unglingar þurfa sérstaklega á upp- örvun þinni að halda eins og stendur. 23. sept. - 22. okt.  VogMeð réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Hamingjusamt heim- ilislíf hjálpar þér að einbeita þér betur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er áríðandi að sinna starfsframanum, en ekki þannig að mann- orðið líði fyrir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu ekki of alvarleg/ur og láttu það bara eftir þér að njóta augna- bliksins. Eftir að vinnu er lokið skaltu reyna að vera í einrúmi og hugsa þinn gang. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt allt hljómi vel skaltu kynna þér smáa letrið til hins ýtrasta svo ekkert komi í bakið á þér. Gættu þess að tala ekki stanslaust um vandræði þín við þann sem ekki getur sett sig í þín spor. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú mátt ekki láta aðfinnslur samstarfsmanna þinna draga úr þér kjark- inn. Ekki stimpla þig misheppnaða/n – heppnin snýr aftur eftir nokkra daga. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er alltaf ánægjulegt þegar góðir vinir reka inn nefið. Ekki eyða mikl- um tíma í smáatriði. okkur í maí 1968 og fluttum til Stokk- hólms 1970 með fyrsta barnið okkar Láru, þar sem ég stundaði nám og út- skrifaðist sem sænskur heilbrigð- iseftirlitsmaður.“ Næstu sjö ár starf- aði Jóhannes sem heilbrigðisfulltrúi við embætti borgarlæknis en var þeg- ar kominn með mikinn áhuga á ljós- myndun. „Ég þurfti að taka ákvörðun um hvort ég vildi verða atvinnumaður í ljósmyndun, þannig að ég sagði upp hjá borgarlækni og fór í ljósmynd- arana á kvöldin á göngum skólans.“ Nemendurnir náðu vel saman og út- skriftarhópurinn hittist enn á fimm ára fresti. Eftir landsprófið fór hann í máladeild MR og þar bættist í vina- hópinn en skólafélagarnir þaðan hitt- ast enn og spila bridds reglulega á veturna. „Á síldarárunum frá 1962 til 64 vann ég við að selja kost í síld- arbáta á Seyðisfirði og safnaði fyrir skólaárin og eitt sumar vann ég í Hvalstöðinni í Hvalfirði.“ Jóhannes prófaði ýmislegt áður en hann fann sína köllun í ljósmynd- uninni. „Ég skráði mig í lögfræði í HÍ, en fann mig ekki þar og tók að mér að vera framkvæmdastjóri Heimdallar í tæpt ár. Ætlaði síðan í dýralækningar og fékk vinnu sem fjósamaður á stórbúinu Laug- ardælum í Flóa og sótti um þrjá skóla í Skotlandi en fékk ekki inngöngu.“ Hann fór að vinna hjá Sjónvarpinu í leikmyndadeild og þar kynntist hann eiginkonu sinni Ásu Finnsdóttur. „Ég var þegar orðinn ástfanginn af henni eftir að sjá hana á skjánum,“ en Ása var fyrsta þula Sjónvarpsins og vann líka sem filmuklippari. „Við giftum J óhannes Long fæddist 9.10. 1945 og var fyrsta barn for- eldra sinna. Hann ólst upp á Vesturgötu 18 og bjó þar uns hann kvæntist árið 1968. Æskuheimilið var síðar flutt og stendur nú á horni Bókhlöðustígs og Miðstrætis. „Á Vesturgötunni var mikill sægur barna og mikið líf og þar kynntist ég æskuvini mínum Jörundi Hilm- arssyni, sem féll frá á besta aldri.“ Jóhannes bar út Morgunblaðið frá tíu ára aldri, en á sumrin var hann í sveit. Sex ára fór hann í tímakennslu hjá Kristínu Ólafsdóttur á Bárugötu. „Hún hafði engin vettlingatök við nemendur sem henni þótti ekki standa sig. Hún dýfði mér í eldhús- vaskinn einu sinni og lét renna hraustlega á höfuðið á mér ískalt vatn því ég hafði ekki lært dýrafræðina nógu vel.“ Jóhannes fór í Miðbæjarskólann og þaðan í Gaggó Vest en vann líka sem sendill hjá SÍS og síðar hjá Vegagerð ríkisins. Þá lá leiðin í heimavist í Skógaskóla. „Þar var allt mjög per- sónulegt og ég gat rætt við kenn- anám hjá Mats Wibe Lund, tók sveinspróf og tveimur árum síðar fékk ég meistararéttindi og við Ása stofnuðum Ljósmyndarann árið 1982, sem var fyrst til húsa í bílskúrnum okkar í Seljahverfi en síðar í Mjódd- inni.“ Jóhannes hefur tekið mikið af tækifærismyndum, auk mynda fyrir auglýsingar og tímarit og fyrir fjöl- mörg fyrirtæki. „Í 25 ár tók ég mynd- ir fyrir fimm borgarstjóra og svo unnum við mikið með Birni G. Björnssyni hönnuði að mjög skemmtilegum stórum verkefnum.“ Fyrirtækið óx og dafnaði, en að sama skapi var þetta mikil vinna og unnið flestar helgar öll árin. „Árið 1994 skiptum við fyrirtækinu upp og Lára dóttir okkar tók við „portrett“- hlutanum, en við héldum áfram í aug- lýsingamyndatökum og með þjónustu við fyrirtæki og stofnanir.“ Jóhannes og Ása létu ekki þar við sitja heldur ákváðu að flytja í íbúð fyrir ofan ljós- myndastofuna og seldu húsið. Þau vildu einfalda lífið og minnka akstur og svo voru þau mikið í sumarhúsi sínu í Grímsnesi sem þau seldu 2015. Jóhannes Long atvinnuljósmyndari – 75 ára Fjölskyldan Hér var öll fjölskyldan samankomin í tilefni gullbrúðkaups Jóhannesar og Ásu. F.v.: Bethany, Chris, Ása Diljá, Guðlaug Sif, Sóley Ásta, Gestur Rúnar, Olga María, Sandra Líf, Lára Bergþóra, Martin, Sigurður, Jóhannes Gauti, Halla Rakel, Guðný Fanney, Lilja Sif, Fannar Freyr, Ása og Jóhannes. Ástfanginn af fyrstu þulunni Gullbrúðkaup Jóhannes og Ása sjást hér stíga dans í tilefni 50 ára hjónabands þeirra árið 2018. Til hamingju með daginn Reykjavík Ásthildur Tryggvadóttir Berg- mann fæddist á Land- spítalanum í Reykja- vík 3. febrúar 2019. Hún vó 3.514 grömm og var 49 cm löng. Foreldrar Ásthildar eru Sara Margrét Bergmann og Tryggvi Þór Einarsson. Nýr borgari 30 ára Ari Viðar ólst upp í Reykjavík í Laugardalnum og býr núna í miðbænum. Ari Viðar er starfs- maður Áss Vinnu- stofu. Helstu áhuga- mál Ara Viðars eru bílar, en þann áhuga fékk hann í arf frá föður sínum. Uppáhaldsbíllinn er Volvo, því þeir eru bæði traustir og góðir. Ari Viðar hefur líka mikinn áhuga á fótbolta og er harður Liver- pool-aðdáandi og missir helst aldrei af leik. Foreldrar: Sigríður Oddsdóttir, f. 1961, móttökuritari Sálfræðinga, Höfðabakka og Hróbjartur Ágústsson, f. 1958, bif- vélavirki. Þau eru búsett í Reykjavík. Ari Viðar Hróbjartsson 30 ára Tryggvi fædd- ist í Reykjavík en ólst upp í Noregi og í Garðabæ. Núna býr hann á Seltjarnarnesi. Hann starfar sem rekstrarstjóri versl- unarsviðs hjá 66°Norður. Helstu áhugamálin eru skíði og golf. Maki: Sara Margrét Bergmann, f. 1990, hjúkrunarfræðinemi við HÍ. Barn: Ásthildur Tryggvadóttir Bergmann, f. 2019. Foreldrar: Iðunn Lára Ólafsdóttir, f. 1963, röntgenlæknir og Einar Þór Bjarna- son, f. 1962, rekstrarráðgjafi hjá Intel- lecta. Þau eru búsett í Garðabæ. Tryggvi Þór Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.