Morgunblaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 27
n eftir á leiðinni
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Íslensku landsliðsmennirnir
með Aron Einar Gunnarsson fyr-
irliða fremstan í flokki höfðu ærna
ástæðu til að fagna vel í leikslok.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020
Eitt
ogannað
Martin Hermannsson og félagar í
Valencia unnu í gærkvöld magnaðan
útisigur á Real Madrid, 93:77, í við-
ureign spænsku félaganna í Euro-
league, sterkustu keppni félagsliða í
evrópskum körfuknattleik. Martin spil-
aði í 24 mínútur með Valencia og skor-
aði sex stig ásamt því að eiga fjórar
stoðsendingar í leiknum. Lið hans hef-
ur unnið tvo fyrstu leiki sína.
Guðmundur Þórarinsson lagði upp
fjórða mark New York City í fyrrinótt
þegar lið hans vann DC United 4:1 í
bandarísku MLS-deildinni í knatt-
spyrnu. Guðmundur lék síðustu 20
mínúturnar og átti góða fyrirgjöf frá
vinstri á 88. mínútu, beint á kollinn á
Keaton Parks sem skallaði boltann
upp í markvinkilinn. New York City,
undir stjórn Norðmannsins Ronnys
Deila, hefur þá unnið þrjá leiki í röð og
er komið upp í fimmta sæti austur-
deildar MLS. Sex efstu liðin í hvorri
deild fara beint í úrslitakeppnina.
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur
sektað knattspyrnudeild KR um 50
þúsund krónur vegna ummæla Rúnars
Kristinssonar þjálfara í garð Ólafs
Inga Skúlasonar, spilandi aðstoðar-
þjálfara Fylkis, í viðtali við Stöð 2
sport og fotbolta.net eftir leik liðanna
í síðasta mánuði. Klara Bjartmarz
framkvæmdastjóri KSÍ vísaði ummæl-
unum til nefndarinnar en Rúnar var
talinn hafa vegið að heiðarleika Ólafs
þegar hann tjáði sig um atvikið þegar
Beitir Ólafsson markvörður KR fékk
rauða spjaldið í leiknum. Rúnar baðst
síðar afsökunar á þeim í viðtali við
Stöð 2.
Knattspyrnudeild Njarðvíkur fékk
einnig 50 þúsund króna sekt vegna
ummæla þjálfara karlaliðs félagsins,
Mikaels Nikulássonar, í hlaðvarps-
þættinum Dr. Football. Þar kvaðst
hann ætla að „brenna Laugardalinn“
ef Beitir Ólafsson markvörður KR
fengi ekki tveggja leikja bann fyrir at-
vikið sem upp kom milli hans og Ólafs
Inga Skúlasonar. Klara Bjartmarz vís-
aði þeim ummælum einnig til aga- og
úrskurðarnefndarinnar.
Handknattleiksmaðurinn Andri
Dagur Ólafsson er genginn til liðs við
Selfyssinga frá Fram þar sem hann
hefur leikið með ungmennaliði félags-
ins í 1. deild. Andri er 21 árs gamall og
leikur sem skytta vinstra megin.
Tvö heimsmet í langhlaupum voru
slegin í Valencia á Spáni í fyrradag.
Joshua Cheptegei frá Úganda sló 15
ára gamalt met Kenenisa Bekele frá
Eþíópíu í 10 þúsund metra hlaupi karla
um rúmar sex sekúndur og hljóp á
26.11,00 mínútum. Letesenbet Gidey
frá Eþíópíu sló tólf ára gamalt met
löndu sinnar Tirunesh Dibaba í fimm
þúsund metra hlaupi kvenna og bætti
það um tæpar fimm sekúndur með því
að hlaupa á 14:06,62 mínútum.
Úrslitin voru frábær fyrir okkur
og þau eru það sem skiptir mestu
máli í þessu,“ sagði þjálfarinn.
Rúmenar minnkuðu muninn úr
vítaspyrnu á 63. mínútu en þeir vildu
fá annað víti undir lok leiksins þegar
boltinn virtist fara í hönd Ragnars
Sigurðssonar innan teigs.
„Ég hef ekki séð vafaatriðin úr
leiknum ennþá. Hvorki vítið né
rangstöðuna sem var dæmd þegar
Alfreð skoraði. Ég talaði við dóttur
mína í símann í leikslok og hún sagði
að þetta hefði aldrei verið víti!“
Íslenska liðið mætir Danmörku í
Þjóðadeild UEFA á sunnudaginn
kemur á Laugardalsvelli og eins og
staðan er í dag er enginn á förum úr
íslenska hópnum.
„Það mun enginn yfirgefa hópinn
fyrr en eftir leikinn gegn Danmörku,
eins og staðan er í dag. Arnór Sig-
urðsson og Jón Dagur Þorsteinsson
koma inn í hópinn úr U21 árs lands-
liðinu. Það fengu einhverjir högg í
leiknum en það er of snemmt að
segja til um meiðsli leikmanna eins
og staðan er núna,“ sagði Hamrén.
Þvílík rútína í liðinu
„Þetta var frábær frammistaða
hjá öllu liðinu,“ sagði Alfreð Finn-
bogason framherji íslenska liðsins á
fréttamannafundinum.
„Við vorum sterkari aðilinn allan
tímann og vörðumst frábærlega. Við
vorum mjög öflugir í fyrri hálfleik og
sköpuðum okkur fullt af færum.
Við vorum búnir að fara vel yfir
þeirra leik og lokuðum á alla þeirra
styrkleika. Varnarlega vorum við
frábærir eins og svo oft áður og
þetta var sanngjarn sigur.“
Alls voru 60 meðlimir Tólfunnar á
leiknum og Alfreð segir að nærvera
þeirra í stúkunni hafi skipt sköpum.
„Það munaði gríðarlega miklu að
hafa Tólfuna á vellinum. Þetta gaf
okkur aukakraft þótt við hefðum
auðvitað viljað spila fyrir fullum
velli. Það var ekki í boði núna og það
var þess vegna virkilega kærkomið
að hafa Tólfuna í stúkunni.“
Íslenska liðið er nú skrefi nær því
að komast á sitt þriðja stórmót í röð
en liðið mætir Ungverjalandi í Búda-
pest í hreinum úrslitaleik 12. nóv-
ember um laust sæti á EM.
„Það er þvílík rútína í þessu liði.
Það þarf varla að ræða saman eða
funda. Þetta hafa meira og minna
verið sömu leikmennirnir í hópnum
undanfarin átta ár, með nokkrum
viðbótum. Það er gríðarlegt hungur í
gamla bandinu að spila þessa leiki og
komast á þriðja stórmótið. Við vitum
að við getum gefið öllum liðum leik
og það var gott að geta stjórnað
leiknum í kvöld,“ sagði Alfreð.
Munar mikið um Tólfuna
Mikill munur á að vera í himnaríki eða helvíti, sagði Hamrén landsliðsþjálfari
Í LAUGARDAL
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Ég er ánægður og mér er létt,“
sagði Erik Hamrén, þjálfari íslenska
karlalandsliðsins í knattspyrnu, eftir
2:1-sigur liðsins gegn Rúmeníu í
undanúrslitum umspils um laust
sæti á EM á blaðamannafundi ís-
lenska liðsins á Laugardalsvelli.
„Ég sagði það fyrir leikinn að ann-
aðhvort yrðum við í himnaríki eða
helvíti í leikslok. Það er mikill mun-
ur þar á og núna erum við í himna-
ríki.
Þetta var hrikalega mikilvægur
sigur fyrir okkur, knattspyrnu-
sambandið og alla íslensku þjóðina.
Ég er virkilega ánægður með
frammistöðuna. Við vörðumst mjög
vel og skoruðum frábær mörk.
sem verða í öðru sæti komast þang-
að líka.
Ísland tapaði útileiknum gegn
Ítölum fyrir tæpu ári, 3:0, og tapaði
einnig fyrir Svíum á útivelli en hef-
ur unnið hina fjóra leikina. Síðast
1:0 gegn Svíum í september. Vegna
mikilvægis leiksins eru tveir leik-
menn úr A-landsliðshópnum, Jón
Dagur Þorsteinsson og Arnór Sig-
urðsson, með 21-árs liðinu í þessum
leik. Íslenska liðið fer síðan til Lúx-
emborgar og leikur þar á þriðju-
daginn. vs@mbl.is
Strákarnir í íslenska 21-árs lands-
liðinu í fótbolta mæta Ítölum á Vík-
ingsvellinum í dag klukkan 15.30
en þetta er algjör lykilleikur í bar-
áttunni um sæti í lokakeppni EM í
þessum aldursflokki sem fram fer í
Ungverjalandi og Slóveníu á næsta
ári.
Írland með 16 stig, Ítalía með 13,
Ísland með 12 og Svíþjóð með 9 stig
berjast um efstu sætin. Írar eiga
þrjá leiki eftir en hin liðin fjóra
hvert. Sigurlið riðilsins fer beint á
EM næsta sumar en fimm lið af níu
Stórleikur strákanna gegn
Ítölum í Fossvogi í dag
Morgunblaðið/Eggert
Tilbúnir Kolbeinn Birgir Finnsson leikmaður Dortmund og Arnór Sigurðs-
son leikmaður CSKA Moskva á æfingu 21-árs liðsins í gær.