Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Samræður við ókunnuga gætu reitt þig til reiði. Kannski þú ættir að minnska samskiptin um tíma við þá sem þú þekkir ekki mjög vel. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef þú gengur endalaust á orku þína muntu brenna út og þá verður þú engum til gagns. Það stefnir allt í að þú fáir bónus fljótlega. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ekki láta sjálfsvorkunnina ná tökum á þér. Þú hefur það miklu betra en margir aðrir ef þú setur upp bjartsýnis- gleraugun. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú mátt búa þig undir óvænta andstöðu og þarft að taka á honum stóra þínum til að sigrast á henni. Gættu þess að ganga ekki of hart fram í því að telja aðra á þitt band. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti á vinnustaðnum. Þér gengur allt í haginn og reyndu að sjá það broslega í lífinu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ef fólk gerir lykkju á leið sína til að liðsinna þér, þá ertu samt ekki skuldbund- in/n til að gera slíkt hið sama. 23. sept. - 22. okt.  Vog Orð geta hitt í mark svo farðu þér hægt og mundu að aðrir eiga líka rétt á sínum skoðunum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það gengur ekki að þú hafir allt á hornum þér, bæði við ástvini og vinnufélaga. Prófaðu að gera eitthvað nýtt á hverjum degi í nokkra daga. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér verður treyst fyrir miklu leyndarmáli og mátt alls ekki bregðast því trausti. Þér verður boðið í stutt ferðalag fljótlega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver á eftir að koma þér verulega á óvart í vinnunni svo þú munt sjá að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þetta er ekki rétti dagurinn til að taka áhættu því það eru mjög miklar líkur á að þú misreiknir þig. Láttu ekki skapið hlaupa með þig í gönur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ef þú ert við vinnu í dag máttu bú- ast við miklum töfum. Mundu að ofmetn- ast ekki, þegar hrósinu rignir yfir þig. Þú sérð stundum ekki skóginn fyrir trjánum. „Næstu tvö árin vann ég hjá Hans Fölsgård Agentur í Silkiborg meðan konan mín lauk námi í talmeina- fræði. Haustið 1980 fluttum við svo lands.“ Haustið 1975 flutti fjöl- skyldan til Danmerkur og Sturla lauk námi í rafmagnstæknifræði ár- ið 1978 frá Århus Teknikum. S turla Rafn Guðmundsson fæddist í Reykjavík 22. október 1950, elstur fimm systkina. „For- eldrar mínir ólust upp á Skólavörðuholtinu, pabbi á Berg- þórugötu og mamma á Frakkastíg. Það var því eðlilegt að Holtið og nánasta umhverfi yrði leikvöllur minn fyrstu árin þar sem við bjugg- um hjá föðurömmu minni. Þegar ég var fimm ára fluttumst við í Smá- íbúðarhverfið, sem þá var nánast eins og sveit.“ Þegar Sturla var sjö ára gamall var hann sendur í sveit vestur á Mýrar þar sem hann dvaldi sex sum- ur. „Ég elskaði strax sveitina og vildi helst hvergi annars staðar vera sem verður að teljast dálítið sér- stakt því þarna voru lítil þægindi, hvorki rafmagn, rennandi vatn né traktor fyrsta árið mitt. Hestar gegndu því lykilhlutverki við flest störf. Ég var þó ekki alveg tilbúinn að sleppa sveitinni og réð mig sem vinnumann á Brekku í Lóni sumarið eftir.“ Sturla gekk í Breiðagerðis- og Réttarholtsskóla og var að sjálf- sögðu í Knattspyrnufélaginu Vík- ingi. Á þessum árum var fótbolti spilaður á sumrin en handbolti á vet- urna og því byrjaði hann í hand- bolta. „Þjálfari minn flest árin var frændi minn Pétur Bjarnarson og varð ég nokkrum sinnum Íslands- og Reykjavíkurmeistari í yngri flokk- um undir hans stjórn. Sumarið 1965 fór stór hópur Víkinga í æfingaferð til Danmerkur til að spila fótbolta við jafnaldra okkar. Þarna spiluðum við í fyrsta skipti á grasi í fallegu umhverfi. Frábær ferð sem lengi var í minnum höfð. Til að afla peninga fyrir ferðinni vann ég um veturinn á eyrinni við út- og uppskipun.“ Sturla lauk gagnfræðaprófi 1967 og fór þá á samning hjá föður sínum í rafvirkjun. „Við unnum mikið fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Raf- magnsveitur ríkisins, síðar RARIK. Meðal verkefna var rafvæðing bændabýla á Vesturlandi og bygg- ing háspennulínu í Vík í Mýrdal. Ég lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1971 og ári síðar hóf ég nám í Tækniskóla Ís- aftur heim eftir fimm góð ár í Dan- mörku þar sem við eignuðumst marga góða vini.“ Sturla stundaði síðar nám í verkefnastjórnun hjá Endurmenntun HÍ 2005-2006 og í HR 2010. Þegar heim kom hóf Sturla störf hjá Heklu hf. í eitt ár. Þaðan lá leiðin í Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem hann kenndi á rafiðnaðarbraut einn vetur. Var síðan ráðgjafi við Iðnþróunarverkefni Sambands málm- og skipasmiðja. Þá tók við starf deildarstjóra málmtæknideild- ar Iðntæknistofnunar 1983-1986, í framkvæmdastjórastarf hjá Myll- unni 1986-1988 og hjá Ágæti hf. 1988-1991. Þegar hér er komið sögu fór Sturla út í eigin rekstur sem eig- andi Radíóþjónustu Bjarna 1991- 2002 eða þar til Bílanaust hf. keypti fyrirtækið. Þar vann hann svo sem sölu og rekstrarstjóri 2002-2006. Frá árinu 2006 hefur hann starfað sem deildarstjóri hjá RARIK ohf. „Þó svo að ég hafi ekki orðið bóndi þá hefur sveitin alltaf togað í mig og það eru ekki fáar sauðfjárleitirnar á Arnarvatnsheiði sem ég hef farið í fyrir Miðfirðinga. Áhugi minn á hestamennsku er þessu nátengdur og var ég félagi í hestamannafélag- inu Gusti í mörg ár. Víkingur á stór- an stað í hjarta mínu og um tíma sat ég í stjórn handknattleiksdeildar og seinna í fulltrúaráði félagsins. Ég var einnig virkur í Sjálfstæðisfélagi Kópavogs í mörg ár eða þar til ég Sturla Rafn Guðmundsson rafmagnstæknifræðingur – 70 ára Fjölskyldan Í Sjóböðunum á Húsavík með börnum og barnabörnum í júní 2020 síðastliðinn. Frá vinstri: Sturla, Lisa Marie, Gísli Örn, Eyrún Ísfold, Eyrún Linnea, Marie, Guðrún Jóhanna, Hanna Ísabella og Snorri Björn. Sveitin alltaf togað í mig Hestamaðurinn Sturla á Grett. Myndin er tekin í Gusti í Kópavogi. Grettir er fæddur 2003 á Syðri-Reykjum í Miðfirði Vestur Húnavatnssýslu Til hamingju með daginn 60 ára brúðkaupsafmæli eiga í dag Kristjana Friðbertsdóttir og Hafsteinn Sigmundsson. Séra Jóhannes Pálmarsson gaf þau saman í kirkjunni á Suður- eyri við Súgandafjörð 22. októ- ber 1960. Kristjana og Haf- steinn eiga þrjú börn og barnabörnin eru orðin mörg. Brúðhjónin búa í Kópavogi. Demantsbrúðkaup 40 ára Magdalena ólst upp í Lubin í Pól- landi en býr núna í Kópavogi. Magdalena er með meistaragráðu í líftæknifræði og er doktor í matvælafræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar hjá ónæmisfræðideild Landspítalans. Magdalena hefur áhuga á útivistarferðum, lestri góðra bóka og handavinnu. Maki: Helgi Viðarsson, f. 1969, inn- kaupafulltrúi hjá Íslenskri erfðagrein- ingu. Dóttir: Elín María, f. 2011. Foreldrar: Izabela Stefaniak, f. 1959, d. 2018, leikskólastjóri, og Jerzy Stefaniak, f. 1957, d. 2019, tölvukennari. Magdalena Stefaniak Viðarsson 40 ára Hildur ólst upp í Kópavogi og býr þar enn. Hún er mat- reiðslumaður í Hörðu- vallaskóla sem er stærsti grunnskólinn á höfuðborgarsvæðinu, með yfir yfir 1.000 nemendur og starfsfólk. Helstu áhuga- mál er öll almenn útivera, ferðalög og samvera með fjölskyldunni. Maki: Henry Birgir Gunnarsson, f. 1977, íþróttafréttamaður. Börn: Ísak Daði, f. 2003, Ísabella, f. 2005, og Ísey Ósk, f. 2016. Foreldrar: Hallfríður Ólafsdóttir, f. 1958, leikskólakennari og Sigurður Leifsson, f. 1955, pípulagningameistari. Þau búa í Ásahreppi. Hildur Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.