Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Andrés Magnússon andres@mbl.is Reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga hefur skilað því áliti að reikningsskil í samstæðureikn- ingi Reykjavíkurborgar standist ekki lög, að ósamræmi sé á reikn- ingsskilum samstæðunnar og reikningsskilum Félagsbústaða og samstæðureikningurinn gefi því ekki rétta mynd af fjárhagsstöð- unni. Bæði Vigdís Hauksdóttir borgar- fulltrúi og Einar S. Hálfdánarson, lögmaður og fyrrverandi nefndar- maður í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar, óskuðu eftir því við sveitarstjórnarráðuneytið að fá álit á reikningsskilunum, en reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga var falið að gera það. Það snerist um að fá upplýst hvort rétt sé að Félagsbústaðir hf., sem eru að fullu í eigu Reykjavík- urborgar, skilgreini fasteignir í út- leigu til einstaklinga sem fjárfest- ingareignir og hvaða reiknings- skilaaðferðum beri að beita vegna þeirra. Eins hvort Reykjavíkurborg sé heimilt að færa ársreikninga Fé- lagsbústaða óbreytta inn í saman- tekin reikningsskil A- og B-hluta. Epli og appelsínur Á mannamáli snýst málið um hvaða aðferðum er beitt við reikn- ingsskilin, hvort Félagsbústaðir eigi að horfa til söluvirðis eigna sinna eða kostnaðarverðs, og hvort Reykjavíkurborg megi beita ann- arri aðferð í reikningsskilunum sín megin. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber sveitarfélögum að gera árs- reikninga sína (á A-hluta) skv. lög- um um ársreikninga. Hins vegar geta sjálfstæðar stofnanir eða fyrirtæki á þeirra vegum (á B- hluta) hugsanlega þurft að gera upp samkvæmt öðrum aðferðum eða alþjóðlegum stöðlum, en þar getur rætt um epli og appelsínur. Því er kveðið á um að á samstæðu- reikningi A- og B-hluta eigi að nota sömu matsaðferðir og í ársreikn- ingi móðurfélagsins. Eins að sama aðferð sé notuð í reikningsskilum við eignamat hjá Félagsbústöðum og hjá Reykjavíkurborg. Í álitinu eru engir dómar felldir, þótt við blasi að reikningsskil sam- stæðunnar voru ekki lögum sam- kvæmt, heldur er því beint til Reykjavíkurborgar og Félags- bústaða að samræma þetta. Þegar það hefur verið gert er ljóst að fjárhagsstaðan verður önn- ur og lakari en samkvæmt fyrri reikningsskilum, þar sem eigna- matið lækkar verulega, en það hef- ur með þessari aðferð hækkað mjög með ört hækkandi fasteigna- verði undanfarin ár og vegið upp auknar skuldir í bókhaldinu. Reikningsskil ekki að lögum  Reikningsskilanefnd sveitarfélaga gagnrýnir reikningsskil Reykjavíkurborgar  Ósamræmi í eignamati borgarinnar á A-hluta og stofnana hennar á B-hluta Vigdís Hauksdóttir Einar S. Hálfdánarson Einkennileg uppákoma varð í borgarstjórn Reykjavíkur í fyrrakvöld, þegar sjálfstæðis- menn óskuðu eftir afbrigðum til að skipta um fulltrúa í end- urskoðunarnefnd borgarinnar en meirihlutinn hafnaði því. Forsagan er sú að Einar S. Hálfdánarson sagði sig úr nefndinni fyrr á árinu vegna reikningsskilaaðferðarinnar, en nú, þegar sú skoðun hefur verið staðfest, vilja sjálfstæðismenn að hann taki þar sæti á ný. Við umræðurnar lét Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í ljós efasemdir um hæfi Einars. Einar er hæstaréttar- lögmaður, viðskiptafræðingur með reikningsskil að sérgrein, löggiltur endurskoðandi og kallaður til sem dómari á því sviði. Rýrð kastað á endurskoðanda BORGARSTJÓRN Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tillaga meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um að taka tilboði fé- lags lífeyrissjóða og fjárfesta í rúm- lega 15% eignarhlut bæjarins í HS veitum verður lögð fyrir bæjarráð í dag. Tilboðið hljóðar upp á 3,5 millj- arða króna. Endanleg ákvörðun um söluna verður tekin á fundi bæjar- stjórnar í næstu viku. Hafnarfjarðarbær á 15,42% eign- arhlut í HS veitum. Meirihluti bæj- arstjórnar ákvað í vor að hefja undir- búning að sölu hlutarins en fulltrúar minnihlutans voru á móti. Niðurstaða ferlisins var kynnt á fundi bæjarráðs sl. mánudag en bæj- arráðsfulltrúar fengu engin gögn af- hent á fundinum eða fyrir hann. Samkvæmt heimildum blaðsins gagnrýndu allir fulltrúar minni- hlutaflokkanna vinnubrögðin. Gögn- in voru send út eftir fundinn, þar á meðal tillaga um að taka hagstæð- asta tilboði, með fundarboði fyrir fund bæjarráðs í dag. Þar verður tekin afstaða til tillögu meirihlutans. Telja sumir fulltrúar minnihlutans þetta allt of skamman tíma til að kynna sér og taka afstöðu til svo flók- ins texta sem tilboðið er. Tilboðið sem um ræðir er frá HSV eignarhaldsfélagi slhf. sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða en meðal annarra eigenda er Ursus, fjárfest- ingarfélag Heiðars Guðjónssonar. Reykjanesbær á 50,1% hlutafjár í HS veitum og HSV eignarhaldsfélag 34,38%. Nái kaupin á hlut Hafnar- fjarðarbæjar fram að ganga mun HSV eignarhaldsfélag eiga 49,8% hlut. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hljóðar tilboðið upp á 3,5 milljarða króna. Það er nálægt mati á verðmæti hlutarins sem rætt var um þegar söluferlið hófst. Hugmynd um íbúakosningu Bæjarfulltrúar eru bundnir trún- aði um tilboðið og það sem fram fór á bæjarráðsfundinum sl. mánudag. „Okkar mat er að sala á hlutnum, fá- ist ásættanlegt verð, muni styrkja stöðu bæjarins verulega og draga úr þörf á lántökum. Það hlýtur að vera fýsilegt á þessum óvissutímum,“ seg- ir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. Í bókun sem fulltrúar Samfylking- arinnar lögðu fram þegar söluferlið var ákveðið kom fram sú afstaða að þrátt fyrir þær efnahagslegu áskor- anir sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir sé sala á samfélagslega mikilvægri grunnþjónustu í hendur einkaaðila ekki rétta leiðin til að standa undir auknum útgjöldum sem þeim muni fylgja. Friðþjófur Helgi Karlsson, fulltrúi Samfylkingarinn- ar, segir vel koma til greina að íbúar komi að ákvörðun um sölu á eign- arhlut bæjarins. Það væri lýðræðis- lega góður kostur. Sigurður Þórður Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins, segist andvígur sölunni. Hann segir að við- urkenna þurfi að rekstur stórra sveitarfélaga gangi ekki upp miðað við núverandi aðstæður og ríkið eða Seðlabankinn þurfi að koma þeim til hjálpar með lánum. Fyrst þá, þegar búið verður að búa til sjálfbært rekstrarmódel og láta reyna á það við nýjar aðstæður, sé rétt að huga að sölu „gullgæsarinnar“, ef á þurfi að halda. Tillaga um sölu á hlut bæjarins til lífeyrissjóða  Hafnarfjarðarbær fær 3,5 milljarða fyrir hlut í HS veitum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hafnarfjörður Andvirði hlutabréfanna í HS veitum verður notað í rekstur og fjárfestingar bæjarins. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Há, þrístrend minningarsúla um stofnun Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, sem stóð á bæjar- hlaðinu á Ystafelli í Köldukinn í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, hefur verið tekin niður. Miklar skemmdir reyndust vera í steyptri súlunni, sem var reist árið 1952 þegar hálf öld var liðin frá stofnun SÍS. Gripurinn er nú í tveimur hlutum og í geymslu á Akureyri. Raunar brotnaði efsti hlutinn af strýtunni þegar hún var tekin af stalli sínum og óvíst hvert framhaldið verður. „Ég tel alls óvíst hvort borgi sig að gera minnismerkið upp aftur, svo illa er það farið,“ segir Hannes Karlsson á Akureyri, formaður SÍS, í samtali við Morgunblaðið. „Verði súlan sett upp að nýju verður það væntanlega niðri við þjóðveg en ekki heima við bæjarhúsin þar sem hún var.“ Rætur samvinnustarfs á Íslandi voru í Þingeyjarsýslu, þar var fyrsta kaupfélag landsins stofnað árið 1882 og Samband íslenskra samvinnu- félaga tuttugu árum síðar. Það var á sínum tíma stórveldi í íslensku at- vinnulífi og teygði anga sína víða. Kaupfélög voru í flestum byggðum landsins og SÍS rak banka, trygg- ingafélag, skipadeild, bílaumboð, verksmiðjur og fleira. Um 1990 þraut Sambandið örendið en fyrr- greindri starfsemi var þó yfirleitt haldið áfram af öðrum í nýju formi. SÍS-merkið á Ystafelli af stalli  Illa farið, brotið og nú í geymslu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ystafell Súlan er há og fléttu- mynstur á hliðum áberandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.