Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020
Þær ánægjulegu fréttir bár-
ust í vikunni úr höfuðstöðvum
KSÍ að sambandið stefni á að
ljúka Íslandsmótinu 2020, að því
gefnu að takmarkanir á æfingum
og keppni verði afnumdar eigi
síðar en 3. nóvember næstkom-
andi. Það er vel, ég þigg meiri
fótbolta.
Auðvitað hafa verið skiptar
skoðanir á ákvörðun KSÍ. Einhver
félög vildu hætta keppni á með-
an önnur félög vildu ólm halda
áfram og klára tímabilið.
Ég skil að einhver félög á
landsbyggðinni vildu hætta
keppni. Sum þeirra eru að miklu
leyti byggð á erlendum leik-
mönnum og í einhverjum til-
vikum þarf að senda þá heim.
Framkvæmdastjóri knatt-
spyrnudeildar Víkings í Ólafsvík
tjáði sig í vikunni og vildi hann að
mótið yrði blásið af. „Á und-
anförnum mánuðum hefur oft
verið bent á að öll séum við al-
mannavarnir og að hver og einn
þurfi að sýna samfélagslega
ábyrgð í baráttunni gegn þessari
veiru,“ skrifaði hann.
Það er gott og vel, en svo við-
urkenndi hann að ef liðið væri í
fallsæti væri skoðun hans önnur.
Þá væru sóttvarnir eflaust ekki
ofarlega á blaði. Öll félög virðast
fyrst og fremst hugsa um eigin
hagsmuni og virðist staða þeirra
í deildinni skipta mestu um af-
stöðu þeirra til sóttvarnamála og
hvort skynsamlegt sé að halda
keppni áfram.
KR-ingar, sem eru að berjast
um Evrópusæti, vilja halda áfram
á meðan Keflvíkingar, sem eru á
toppnum í Lengjudeildinni, 1.
deild, virðast ósáttir. Það hefði
hentað þeim vel ef mótið yrði
stöðvað og sætið í efstu deild
væri tryggt. Svona er hægt að
halda áfram. Við erum öll al-
mannavarnir, bara aðeins minna
þegar mikið er undir hjá fót-
boltaliðinu þínu.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Evrópumeistararnir í Bayern
München tóku upp þráðinn þar
sem frá var horfið í Lissabon í
ágúst þegar titilvörn þeirra í
Meistaradeild Evrópu hófst í gær.
Bæjarar unnu alla leikina í keppn-
inni á síðasta keppnistímabili og
marga hverja með miklum mun. Í
gær fengu þeir Atletico Madríd í
heimsókn í A-riðli keppninnar.
Atletico hefur reynst mörgum lið-
um erfitt viðureignar en Evr-
ópumeistararnir unnu engu að síð-
ur stórsigur, 4:0. Kannski koma
slík úrslit ekki á óvart miðað við
hvernig Bayern lék andstæðinga
sína þegar síðustu keppni lauk í
ágúst. Ef til vill þykja meiri tíðindi
að Pólverjinn Robert Lewandowski
skoraði ekki í leiknum. Kingsley
Coman skoraði tvívegis og þeir
Leon Goretzka og Corentin Tolisso
sitt markið hvor.
Meistararnir frá árinu 2019 í
Liverpool byrjuðu vel og unnu
Ajax 1:0 í Amsterdam í D-riðli. Úr-
slitin réðust á sjálfsmarki Nicolas
Tagliaficos á 35. mínútu. Ajax hef-
ur selt marga leikmenn frá sér síð-
asta eitt og hálfa árið eða svo og
liðið er svolítið spurningarmerki að
þessu sinni.
Íslenski landsliðsmaðurinn Mika-
el Anderson lék sinn fyrsta leik í
Meistaradeildinni þegar hann kom
in á sem varamaður á 87. mínútu
gegn Atalanta í sama riðli. Ítalska
liðið, sem vakið hefur athygli fyrir
fjörugan sóknarleik síðustu árin,
vann 4:0 og Midtjylland gæti átt
erfitt uppdráttar í riðlinum.
Real Madríd
tapaði á heimavelli
Í B-riðli urðu heldur betur
óvænt úrslit þegar Shaktar Do-
netsk vann Real Madríd 3:2 í
Madríd. Madrídingar voru í hálf-
gerðu áfalli að loknum fyrri hálf-
leik því þá voru þeir 0:3 undir.
Tete og Manor Solomon skorðu
mörk Shakhtar Donetsk og þá
varð franski miðvörðurinn Raphaël
Varane fyrir því óláni að skora
sjálfsmark. Knattspyrnustjórinn
Zinedine Zidane náði að hressa
sína menn við og þeir Luka Modric
og Vinícius Júnior minnkuðu mun-
inn fyrir Real Madrid í seinni hálf-
leik. Federico Valverde jafnaði
metin fyrir Real Madrid í uppbót-
artíma en dómarinn dæmdi markið
af með aðstoð myndbands-
tækninnar.
Manchester City byrjar vel í C-
riðli og vann Porto 3:1 í Manchest-
er. Sergio Agüero, Ilkay Guendog-
an og Ferran Torres skoruðu
mörkin en Luis Diaz kom Porto yf-
ir á 14. mínútu. Olympiacos , lið
markvarðarins Ögmundar Krist-
inssonar, er greinilega öflugt og
vann Marseille 1:0 í C-riðlinum en
Ögmundur var ekki í leik-
mannahópnum. Hann gekk í raðir
liðsins í sumar.
AFP
Stórsigur Létt var yfir leikmönnum Bayern. Hér fagna þeir marki Tolissos.
Evrópumeistararnir slá ekki af
Burstuðu Atletico Madríd Mikael lék í fyrsta skipti í Meistaradeildinni
Íslenska U21 árs
landslið karla í
knattspyrnu leik-
ur við jafnaldra
sína frá Ítalíu 12.
nóvember næst-
komandi á Vík-
ingsvellinum í
Fossvogi í und-
ankeppni EM
sem fram fer á
næsta ári.
Átti leikurinn að fara fram fyrr í
mánuðinum en var frestað vegna
kórónuveirusmita hjá ítalska liðinu.
Er leikurinn afar mikilvægur í riðl-
inum þar sem fjögur lið eru í mik-
illi toppbaráttu fyrir lokasprettinn.
Ítalía er á toppi riðilsins með 16
stig eftir sjö leiki og Írland með
jafnmörg stig eftir átta leiki. Sví-
þjóð er í þriðja sæti með 15 stig
eftir átta leiki og Ísland með 15
stig eftir sjö leiki. Ísland færi því
upp í toppsæti riðilsins með sigri á
Ítalíu.
Ísland á sömuleiðis eftir útileiki
við Írland og Armeníu. Er leikið á
Írlandi 15. nóvember og í Armeníu
18. nóvember.
Sigurlið riðilsins fer beint á EM
næsta sumar og fimm lið af níu í
öðru sæti undanriðlanna komast
líka þangað. sport@mbl.is
Landsleikur í
Víkinni 12.
nóvember
Arnar
Viðarsson
HANDBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Stefán Arnarson, þjálfari Fram í
úrvalsdeild kvenna, viðurkennir að
það sé erfitt að skipuleggja næstu
æfingar liðsins í ástandinu sem nú
ríkir vegna kórónuveirufaraldurs-
ins.
Síðast var leikið í Olísdeild
kvenna hinn 26. september síðast-
liðinn. HSÍ stefnir á að handbolt-
inn byrji aftur að rúlla hinn 13.
nóvember næstkomandi.
Framarar, líkt og önnur lið á
höfuðborgarsvæðinu, mega æfa
undir mjög ströngum takmörk-
unum en leikmenn liðsins mega
sem dæmi ekki kasta bolta á milli
sín.
Á meðan mega lið á borð við
ÍBV og KA/Þór, sem starfa á
landsbyggðinni, æfa án takmark-
ana.
„Þessar reglur virðast breytast
frá degi til dags og það er eins og
einhver ákveðin hentistefna sé í
gangi með þetta allt saman,“ sagði
Stefán í samtali við Morgunblaðið í
gær. „Það er eins og það séu ein-
hverjir þrír eða fjórir sem taka
ákvarðanirnar og stjórna þessu;
hvað má og hvað má ekki, og það
er erfitt að skipuleggja sig í þann-
ig aðstæðum.
Mér skilst að við megum æfa á
morgun og getum þá annaðhvort
hlaupið eða kastað bolta í vegg.
Það segir sig sjálft að þau lið sem
geta æft handbolta standa framar
en þau sem mega ekki æfa eðli-
lega. Það er stór munur á formi og
leikformi því það tekur tíma að
komast í spilform. Það er hins veg-
ar erfitt að segja eitthvað við
þessu því svona er einfaldlega
staðan í þessum veirufaraldri,“
sagði Stefán.
Undarleg rök
Þjálfaranum finnst afar undar-
legt að íþróttafólki sé mismunað
eftir íþróttagreinum en knatt-
spyrnufólk má sem dæmi æfa með
bolta á meðan handknattleiks- og
körfuknattleiksfólk má það ekki.
„Mér finnst þetta mjög undarleg
rök ef ég á að vera hreinskilinn.
Íslandsmótið í handbolta er stopp-
að í mars og svo byrjum við aftur
núna í haust. Aðrar íþróttir fara
einnig af stað, til dæmis enska úr-
valsdeildin, og fleiri íþróttagreinar
í heiminum.
Það eru afar fá smit sem hafa
komið upp sem hægt er að tengja
beint við íþróttir. Þess vegna
finnst manni sérstakt að það gildi
sérreglur um ákveðnar íþrótta-
greinar og mér finnst vanta allan
rökstuðning á bak við þær.
Þótt þú sért að kasta bolta er
alltaf hægt að sótthreinsa hann
bæði fyrir og eftir æfingu og þau
smit sem hafa komið upp í hand-
boltaheiminum hér á landi tengjast
ekki leiknum sjálfum á neinn
hátt.“
Óljóst hverjir stjórna
Þá setur þjálfarinn spurningar-
merki við það hverjir taki stærstu
ákvarðanirnar í sóttvarnamálum á
Íslandi í dag.
„Eins og ég sagði áðan þá skilur
maður ekki alveg hvað býr að baki
þessum ákvörðunum. Tilfinningin
sem maður hefur er sú að það séu
fjórir einleikarar sem stjórni ferð-
inni og það kann aldrei góðri lukku
að stýra.
Þegar fyrsta bylgja kórónuveiru-
faraldursins reið yfir landið var al-
veg ljóst hverjir stjórnuðu ferðinni
og það var skýrt alveg frá upphafi.
Í dag er erfitt að ráða í hvað má
og hvað má ekki og eins af hverju
ákveðnir hlutir eru leyfilegir en
aðrir ekki.“
Framarar eru ríkjandi bikar- og
deildarmeistarar en liðið ætlar sér
stóra hluti á komandi keppnis-
tímabili.
„Okkar markmið fyrir tímabilið
hafa ekki breyst á neinn hátt. Það
er erfitt að ætla að skipuleggja
einhverjar æfingar eins og staðan
er í dag en vonandi, eftir helgi,
fáum við grænt ljós á að geta gert
eitthvað meira.
Það eru flest lið í sömu stöðu og
við og það þýðir ekki að væla yfir
því. Við reynum að gera gott úr
þessu og höldum áfram að gera
okkar besta,“ bætti Stefán við í
samtali við Morgunblaðið.
Einleikarar sem stjórna ferðinni
Markmið Framkvenna hafa ekki
breyst þrátt fyrir æfingatakmarkanir
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason
Þjálfari Stefán Arnarson hefur stýrt kvennaliði Fram frá árinu 2014.
Í kvöld mætast Wales og Færeyjar í
undankeppni EM kvenna í knatt-
spyrnu 2022. Fer leikurinn fram í
Cardiff.
Dómari leiksins verður Bríet
Bragadóttir, aðstoðardómarar
verða þær Rúna Kristín Stef-
ánsdóttir og Eydís Einarsdóttir, og
varadómari verður Bergrós Unu-
dóttir.
Verður þetta í fyrsta sinn sem
fjórar íslenskar konur skipa dóm-
arakvartett í alþjóðlegum leik hjá
A-landsliðum í knattspyrnu á er-
lendri grundu. sport@mbl.is
Tímamót hjá
dómarastéttinni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Dómari Bríet Bragadóttir
dæmir í Cardiff í kvöld.
Þýski knattspyrnumaðurinn Serge
Gnabry greindist með kórónuveir-
una á þriðjudag en hann og liðs-
félagar hans hjá Evrópumeisturum
Bayern München léku í gær gegn
Atlético Madrid í Meistaradeild
Evrópu eins og fram kemur neðar á
síðunni.
Gnabry æfði með liðinu á þriðju-
dag og á myndum má sjá hann í
nánum samskiptum við leikmenn. Í
kjölfar smitsins voru allir leikmenn
liðsins sendir í skimun á ný og svo
heim og fylgdust sóttvarnayfirvöld
vel með gangi mála.
Evrópumeistari
smitaður
AFP
Jákvæður Serge Gnabry er
smitaður af kórónuveirunni.