Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020
✝ Ingibjörg Ás-geirsdóttir
fæddist 1. maí 1938
í Framnesi í Mýr-
dal. Hún lést 5.
október 2020 á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi.
Foreldrar Ingi-
bjargar voru Ás-
geir Pálsson, f. 2.7.
1895, d. 28.7. 1973,
bóndi og Kristín Hólmfríður
Tómasdóttir, f. 10.3. 1893, d.
15.4. 1975, húsfreyja. Systkini
Ingibjargar: Ása Pálína, Stefán,
Margrét, Sigurður, Guðgeir,
Unnur Aðalbjörg og Siggeir
sem einn lifir systkini sín.
Árið 1959 giftist Ingibjörg
Jóni Einarssyni, f. 7.9. 1932, d.
14.6. 1992, kennara í Skóga-
skóla. Börn Ingibjargar og Jóns
eru: 1) Einar, f. 1959. Börn
hans: Ketill, maki Mila Varela;
og Ásbjörg, maki Ari Birgir. 2)
Guðbjörg Andrea, f. 1960, gift
Jóhanni Friðriki Klausen. Börn
þeirra: Andri, maki Breanna
Gary; Herdís, maki Hilmar
Birgir. Sonur þeirra: Friðrik
Úlfur; og Jón. 3) Unnur Ása, f.
1962, gift Skúla Kristinssyni.
Sonur Unnar: Ásgeir Már. Dótt-
ir hans: Ingibjörg. Börn Skúla:
Vík nokkur haust. Loks vann
hún í mötuneyti Skógaskóla
sem ung kona.
Eftir að Ingibjörg og Jón
gengu í hjónaband áttu þau
heimili sitt í Skógum. Hún
sinnti húsmóðurstörfum eins og
þá var títt með fatasaumum á
börn og ýmislegri þjóðlegri
matargerð. Þegar börn hennar
voru öll komin vel á legg hóf
hún að nýju störf í mötuneyti
Skógaskóla og í Reykjavík
starfaði hún samfellt 16 vetur í
Foldaskóla og Laugarnesskóla,
mest við umönnun nemenda. Á
sumrum vann hún lengi á Eddu-
hótelum og í annarri ferðaþjón-
ustu.
Vorið 1993 flutti Ingibjörg
heimili sitt í Laugarneshverfi.
Síðustu ár átti hún gott athvarf
á heimaslóðum í Mýrdal, og
hafði í raun tvöfalda búsetu,
kom þangað með farfuglum á
vorin og fór á haustin.
Frá ungum aldri tók Ingi-
björg þátt í kórstarfi í heima-
sveit, lengst í kirkjukór Eyvind-
arhólakirkju. Hún tók þátt í
kvenfélagi sveitarinnar, var
bridge-spilari og vann til verð-
launa á þeim vettvangi með fé-
lögum sínum. Blómarækt veitti
henni ánægju. Hún hafði unun
af útivist og gönguferðum.
Útför Ingibjargar verður
gerð í Víkurkirkju í Mýrdal í
dag, 22. október, klukkan 14.
Vegna sóttvarnaráðstafana
verða aðeins nánustu aðstand-
endur og gestir þeirra við-
staddir athöfnina.
Aðalbjörg. Börn
hennar: Þórunn
Lilja og Vignir
Freyr; Halldóra
Þórdís, maki Krist-
ján Pálmi. Börn
þeirra: Rósmarý
Þórdís og Loki Ís-
ólfur; og Árni
Kristinn, maki
Andrea Valgerður.
4) Kristín Rós, f.
1964, gift Óskari
Baldurssyni. Börn þeirra: Bald-
ur Freyr, maki Sóley Ósk. Dæt-
ur þeirra: Gabríella Líf og Ísa-
bella Ósk; Hólmfríður Jóna,
maki Andri Már. Sonur þeirra:
Óskar Már; og Ástrós, maki
Kristján Már.
Haustið 1936 fluttu foreldrar
Ingibjargar í Framnes úr bæj-
arþorpinu á Sólheimum. Þar
ólst hún upp með systkinum sín-
um, gekk í skóla sveitarinnar
og átti heimili þar til hún stofn-
aði sitt eigið. Hún byrjaði ung
að vinna algeng sveitastörf og
rétt upp úr fermingu fór hún að
heiman á vetrum til vinnu; í
vistir út í Flóa, síðar á vertíð til
Eyja. Hún sá um matseld hjá
brúarvinnuflokki eftir að sum-
arönnum var lokið í Framnesi
en þar vann hún öll sumur á
þessum árum, og í sláturtíð í
Sjá, nú er liðin sumartíð.
Hennar ljómi, blíður blómi,
hruman áður hressti lýð.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Ingibjörgu Ásgeirsdóttur, móður
minni, samfylgdina með þessu
versi Jóns Þorlákssonar á Bæg-
isá.
Margt er að þakka sem ekki
verður talið. Hún var bæði mann-
vinur og dýravinur. Þótt mamma
bæri tilfinningar sínar sjaldan ut-
an á sér vissu þeir sem þekktu
hana að hún hafði djúpstæða rétt-
lætiskennd, fastar skoðanir sem
hún tjáði af einurð ef máli skipti
og heitt hjarta.
Síðasta sumar móður minnar
var henni allgott framan af en
upp úr miðju sumri tók heilsu
hennar að hraka alvarlega. Fram
til þess tíma fór hún allra sinna
ferða á eigin bíl, sinnti vinum sín-
um og áhugamálum.
Veikindin urðu móður minni,
fjölskyldu hennar og vinum erfið.
Og engu varð um þokað. Síðasta
orusta hennar stóð í rétta tvo
mánuði.
Sár eru haustin,
sárt lauffallið uns nakið
lauftréð bíður vors.
Einar Jónsson úr Skógum.
Það er erfitt að trúa því að
elsku amma sé farin frá okkur.
Sorgin er mikil en eftir sitja
margar góðar minningar sem
okkur þykir óendanlega vænt
um.
Það var alltaf jafn yndislegt að
kíkja í heimsókn til ömmu, bæði í
Framnesi og á Hrísó. Í þessum
heimsóknum gátum við átt góðar
samræður þar sem einstakur
húmor hennar fékk að njóta sín.
Við munum sakna heimsóknanna,
rjómapönnukakanna og alls góð-
gætisins sem amma var þekkt
fyrir.
Við erum sérstaklega þakklát
fyrir síðustu ár þar sem góðum
minningum fjölgaði.
Við vorum heppin að hafa get-
að farið með ömmu til Skotlands í
tilefni af 80 ára afmæli hennar og
eru samverustundirnar þar okk-
ur mjög dýrmætar.
Fjallgangan sem átti að vera
svo stutt gleymist seint en enginn
af okkur var með vatn eða nesti
meðferðis. Úr varð löng ferð og
amma 80 ára fór alla leið með
okkur og sýndi hversu öflug hún
var.
Við kveðjum þig með sorg í
hjarta og munum sakna þín sárt.
Hvíldu í friði elsku amma.
Baldur, Hólmfríður og
Ástrós.
Elsku amma mín Ingibjörg Ás-
geirsdóttir, konan sem ég heiti í
höfuðið á, er haldin á vit nýrra
ævintýra. Í dag, þegar ég skrifa
þetta, eru tvær vikur frá því að
hún kvaddi okkur sem elskuðum
hana svo mikið. Þegar ég hugsa
um tilfinningar mínar eftir and-
látið get ég ekki neitað því að
fyrstu dagana var orðið ósann-
gjarnt efst á blaði, því þó að
mörgum finnist 82 ára vera hár
aldur þá var amma mín ekki tilbú-
in. Hún keyrði enn sjálf um allt
land, gekk um á skvísuskóm með
hæl, málaði pallinn sinn, bakaði
og eldaði besta mat í heimi og
skipulagði bústaðarferðir með
vinkonum sínum. Mér fannst það
ósanngjarnt að fótunum hefði
verið kippt undan þessari ungu
konu. En tíminn er skondið fyr-
irbæri. Á ekki nema tveimur vik-
um hefur þessi yfirgnæfandi til-
finning um ósanngirni breyst í
þakklæti fyrir það að amma fékk
að lifa sínu skemmtilega lífi svona
lengi. Hún lifði lífinu til fulls
næstum fram á síðasta dag og
fyrir það verð ég að eilífu þakklát.
Amma var hörkutól og ég held
að ég hafi aldrei kynnst mann-
eskju sem er jafn samkvæm
sjálfri sér og hún. Sumir myndu
kalla þetta þrjósku en ég er viss
um að það er ekki rétt. Hún hafði
ákveðnar skoðanir og lífsgildi og
fylgdi þeim, óhrædd um hvað öðr-
um fannst. Hún var laumu-húm-
oristi og þegar maður átti síst von
ullu kaldhæðnir brandarar upp
úr gömlu konunni sem fengu mig
til að emja af hlátri.
Ég hef alla tíð verið mikið hjá
ömmu og hef lært mikið af henni
og hennar lífsháttum. Persónu-
leiki hennar var ólíkur mínum og
ég held að henni hafi alltaf þótt ég
vera ansi mikil skellibjalla. En
það hvað við vorum ólíkar varð til
þess að við höfðum þeim mun
meira til að læra hvor af annarri.
Amma kenndi mér að lífið þarf
ekki alltaf að vera á þúsund snún-
ingum á sekúndu, að stundum er
allt í lagi að slaka á. Hún kenndi
mér að baka appelsínuköku sem
ég ætla að baka fyrir barnabörnin
mín. Hún kenndi mér að hætta
aldrei að setja mér ný markmið –
fyrst amma gat hætt að reykja
sjötug og keypt sér snjallsíma og
stofnað facebook áttræð, þá skal
ég aldrei veigra mér við nýjum
áskorunum! Hún kenndi mér svo
ótal margt sem ekki verður upp
talið hér og ég ætla að gera mitt
allra besta til að heiðra minningu
hennar um ókomna tíð með því að
lifa eftir þessum lærdómi.
Amma mín var hlý og góð og
ég sakna hennar svo. Ég sakna
þess að heyra röddina hennar, ég
sakna þess að hlæja með henni,
ég sakna þess að sjá hneykslun-
arsvipinn á henni þegar ég fer í
skellibjölluham og ég sakna þess
að stelast í faðmlag hjá henni. Því
þó að hún hafi stundum verið
sparsöm á faðmlögin þá voru þau
svo góð. Ég fann hlýjuna streyma
frá henni og án þess að hún segði
eitt orð vissi ég hvað henni þótti
vænt um mig. Ég sakna ömmu,
en það er gott að sakna því þá veit
maður að maður hefur elskað.
Ásbjörg.
Ég syrgi Ingibjörgu frænku
mína. Hún var af mörgum nefnd
Imba. Við frænka mín fæddumst
og ólumst upp á Sólheimum í
Mýrdal, mæður okkar voru syst-
ur og stutt ganga milli bæja.
Samskipti heimilanna voru náin.
Mannlýsingar eru vandgerðar
og verða aldrei til hlítar. Imba
frænka mín var falleg og góð
kona. Í návist hennar fann ég
ætíð hennar hugarró og nær-
gætni, en stutt var í glettni í við-
móti og tilsvörum. Allar mínar
minningar um Imbu eru ljúfar.
Fjögurra ára var ég í ferming-
arveislu Imbu á sólbjörtum degi.
Ég man ljúffengar veitingar og
myndatökur. Ég skynjaði glöggt
að frænka mín var glæsileg
stúlka.
Ári seinna man ég æskufólk
Sólheimabæja æfa frjálsar íþrótt-
ir á fletinum vestan við Sólheima-
kirkjugarð, undir leiðsögn þjálf-
ara. Tvennt er þar fast í minni:
Teygjan í buxunum hjá Stebba
slitnaði, en hann hélt hlaupinu og
hysjaði upp um sig, kankvís á
svip. Imba horfði á stóra bróður
og hrópaði: „Hann Stebbi, hann
Stebbi!“ Ég man 100 m sprettinn
hjá þeim frænkum Imbu og Höllu
systur, Imba naut sinna löngu
leggja til sigurs.
Enn ári síðar og þá 1954. Sáu
þau Siggeir og Imba til þess að
við börnin, heima, upplifðum
sæludag á berjamó. Siggeir ók
John Deere, með vel til hafðri
heimasmíðaðri kerru. Í kerrunni
vorum við, krakkarnir fjögur eða
fleiri. Á beisli vélarinnar stóð
Imba, teinrétt, og ekið var út Sól-
heimasand.
Sumarið 1958 man ég þau
Imbu og Jón, nýtrúlofuð, í heim-
sókn. Árum síðar var ég nemandi
Jóns og við vorum samkennarar í
áratug. Börnum þeirra kenndi ég,
nema Guðbjörgu. Oft naut ég ná-
innar vináttu þeirra hjóna, þar
með að veitingar Imbu voru ljúf-
ar í munni, líkt og heima í Fram-
nesi forðum, hjá foreldrum henn-
ar.
Minningar mínar um Imbu,
Jón, börn þeirra og fólkið í Fram-
nesi eru fullar af hlýju.
Tómas Ísleifsson.
Það var snöggt um Ingibjörgu
Ásgeirsdóttur frá Skógum undir
Eyjafjöllum og erfitt að átta sig á
að hún er ekki lengur hér á meðal
okkar; á göngu um Laugarnes-
hverfið eða á öðru heimili sínu á
æskuslóðunum í Framnesi í Mýr-
dal.
Ingibjörg er fjórða „Skóga-
konan“ sem kveður okkur á þessu
ári en samfélagið í Skógum var
eins og ein stór fjölskylda og ríkti
mikil samheldni og samhjálp á
milli heimilanna. Það hefur því
fækkað í hópnum og þau hverfa
eitt af öðru sem stóðu vaktina á
skólasetrinu, kennarar og aðrir
starfsmenn við störf í skólanum
eða á vakt og konurnar að ala upp
barnahópinn. Konurnar í Skóg-
um voru starfsamar og héldu
lengi úti saumaklúbbi enda allar
myndarlegar bæði í bakstri og
handavinnu og þær voru að sjálf-
sögðu einnig í kvenfélaginu í
hreppnum.
Ingibjörg var gift frænda okk-
ar, Jóni Einarssyni, kennara við
skólann, en hann og móðir okkar
voru systkinabörn. Heimili þeirra
Jóns og Ingibjargar stóð ávallt
opið fyrir okkur krökkunum enda
samgangurinn við börn þeirra
mikill. Alltaf tók hún okkur vel og
það var stutt í brosið hjá Ingi-
björgu og þá brosti hún út í annað
því hún hafði góðan húmor. Á
þessum árum þótti ótrúlega
smart að reykja og þar stóð Ingi-
björg framar flestum hinum
mæðrunum; dökkhærð, grönn og
alltaf fín með kaffibolla og sígar-
ettu.
Samgangi móður okkar við
Ingibjörgu lauk ekki þarna á
Skógaárunum því undanfarna
áratugi hafa þær báðar verið bú-
settar í Laugarnesinu og héldu
þær áfram að kíkja hvor til ann-
arrar eins og hér áður fyrr í
Skógum.
Við vottum börnum hennar,
Einari, Guggu, Unni og Stínu og
fjölskyldum þeirra okkar innileg-
ustu samúð.
Dóra, Hjálmar, Hjörleifur,
Oddný og Helga.
Það er skrýtið að hugsa til þess
að Ingibjörg skuli allt í einu vera
dáin. Það er svo stutt síðan hún
var jafn hress og hún hafði alltaf
verið, nýbúin að endurnýja öku-
skírteinið, enda ökufærni og
heilsufar eins og best varð á kos-
ið. Svo stutt síðan hún var heil-
brigð til hugar og handa.
Ég dáðist að Ingibjörgu fyrir
margt. Til dæmis varð ég alltaf
jafn agndofa þegar hún var að
rifja upp bridgespil sem þau Jón
höfðu spilað einhverjum dögum
eða vikum áður – og Ingibjörg
var alltaf með það á hreinu hver
setti hvaða spil út hvenær og
hvað hinir gáfu í.
Ekki nóg með það, heldur gat
hún fabúlerað endalaust um það
hvernig spilið hefði farið ef ein-
hver hefði sett hitt spilið út og
hinir þá gefið þetta og hitt spilið í.
Þvílík snilld.
Mér fannst gott að leita til
Ingibjargar. Kæfugerðin fer lík-
lega út um þúfur þetta haustið
fyrst ég get ekki hringt í Ingi-
björgu eins og vanalega og rifjað
upp aðferðina hennar einu sinni
enn. Í trúnaðarsamtölunum okk-
ar kom vel í ljós hve hún var kær-
leiksrík, réttsýn og óhlutdræg.
Hún var mikil smekkmanneskja
og vandaði vel til allra verka. Ein-
hverju sinni hafði ég orð á því við
hana að ég væri þreytt á þessari
ló og kuski út um allt. „Ertu ekki
bara með allt of mikið af slitnu
taui?“ spurði Ingibjörg þá. „Það
kemur svo mikil ló og kusk af
því.“ En kirkjurottan ég hélt auð-
vitað áfram að nota gatslitin
handklæði og annað tau, þangað
til Ingibjörg lá banaleguna, – þá
henti ég hellingi og keypti nýtt,
eins og Ingibjörg hefði gert. Hún
barst ekki mikið á, en það var sko
aldrei neitt slitið eða óvandað
drasl í kringum hana.
En vænst þykir mér um það
hve dýrmæt hún var henni Ás-
björgu minni, nöfnu sinni. Þegar
Ásbjörg og Herdís voru litlar
nefndi Ingibjörg oft hvað hún
hlakkaði til þegar Ása og Dísa
yrðu nógu gamlar til að taka rút-
una austur til ömmu. En Jón dó
löngu áður en þær náðu þeim
aldri, – og Ingibjörg flutti til
borgarinnar. Hálfu til heilu ári
seinna spurði ég hana hvernig
henni líkaði nú í borginni. „Bara
mjög vel,“ svaraði Ingibjörg,
„nema hvað ég sé aldrei tunglið.“
Einhverjum árum seinna byggði
hún sér bústað við æskustöðvarn-
ar sínar í Framnesi, hvaðan
tunglið sást betur, og keyrði á
milli þessara tveggja heimila
sinna þangað til hún veiktist al-
varlega fyrir ótrúlega fáum vik-
um.
Guð blessi minningu Ingi-
bjargar Ásgeirsdóttur og styrki
þá sem hana syrgja.
Laufey Waage.
Ingibjörg
Ásgeirsdóttir
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru,
KRISTÍNAR H. PÁLSDÓTTUR
hjúkrunarfræðings,
Skipalóni 24, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á
krabbameins- og líknardeildum Landspítalans sem og
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir hlýhug og góða
umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur Friðrik Sigurðsson
Sigrún Sveinbjörnsdóttir Michael Ted Lawson
Páll Arnar Sveinbjörnsson Henny María Frímannsdóttir
Þröstur Sveinbjörnsson Valgerður Jóna Jónbjörnsd.
Jónas Hagan Guðmundsson Jóhanna Sævarsdóttir
Magnús Friðrik Guðmundss. Becky Guðmundsson
og barnabörnin tólf
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar elskulega föður,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS HJARTARSONAR
offsetprentara.
Sérstakar þakkir til starfsfólks A4
Landspítala Fossvogi fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Ásta Jónsdóttir Einar A. Símonarson
Vala Hrund Jónsdóttir Sigfús Kröyer
Sólveig Ásgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu, systur og mágkonu,
SIGRÚNAR JAKOBSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Bylgjuhrauns,
Hrafnistu Hafnarfirði, fyrir umönnun og hlýju
í hennar garð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elín Benediktsdóttir
Björn Benediktsson
Guðbjörg Benediktsdóttir