Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 2. O K T Ó B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  249. tölublað  108. árgangur  VINSÆL Á NÝ ÞÖKK SÉ TIKTOK FRAMÚR- SKARANDI FYRIRTÆKI GLÁPIÐ Á VARSJÁNA TEKUR OF LANGAN TÍMA 96 SÍÐUR GUNNAR JARL 26RUMOURS 28 Svíar banna Huawei » Sænskum fjarskiptafyrir- tækjum hefur verið gert að fjarlægja búnað frá fyrir- tækinu. » Kínverjar hóta viðskipta- þvingunum en Svíar virðast ekki kippa sér upp við það. » Talið er að hið þjóðhagslega mikilvæga Ericsson vegi þungt í ákvörðuninni, en fyrirtækið er í beinni samkeppni við Huawei. Tvö íslensk fjarskiptafyrirtæki nota tækni frá Huawei í sínum fjarskipta- kerfum, einkum í tengslum við upp- byggingu 5G-kerfis hér á landi. Tals- menn þeirra segja málefni Huawei óþægileg fyrir fjarskiptageirann. Fyrirtækið standi mjög framarlega í tækninni en pólitíkin flæki málið. Sænsk yfirvöld hafa alfarið sett Huawei stólinn fyrir dyrnar og sænskum fyrirtækjum hefur verið gert að fjarlægja tækjabúnað frá fyrirtækinu fyrir árið 2025. Kjartan Briem, framkvæmda- stjóri tækni og innviða hjá Sýn, segir það nýtt að Svíar taki svo róttækar ákvarðanir. Sýn hefur staðið í próf- unum á 5G-tækni og þar hefur verið notast við búnað frá Huawei, en óljóst er hvort svo verði áfram þegar prófanir eru lengra komnar. Stefna á hraða uppbyggingu Nova hefur þegar tekið 5G-senda í notkun, með tækni frá Huawei. For- stjórinn Margrét Tryggvadóttir seg- ir að fyrirtækið stefni á hraða upp- byggingu kerfisins. „Ennþá hefur ekkert komið fram um óeðlilega eða óviðunandi veikleika og því miður virðist umræðan ákaflega pólitísk. Öryggið er ávallt í fyrirrúmi hjá Nova. Það er sjálfsagt að það eigi sér stað umræða um þessi mál en hún ætti að fara fram á faglegum grunni frekar en eingöngu pólitískum.“ Síminn notar sænska tækni Síminn notar tækni frá sænska tæknirisanum Ericsson, eitt ís- lenskra fjarskiptafélaga. Þar á bæ þarf ekki að hafa áhyggjur af Hua- wei-málum nema farið verði í sam- starf með fjarskiptafélögum um end- anlega 5G-innviði í landinu. Erfitt og kostnaðarsamt geti verið fyrir fyrirtæki að þurfa að fara úr viðskiptasambandi við mikilvægan birgi. Stíga þurfi varlega til jarðar. Óþægilegt fyrir geirann  Tveir af þremur fjarskiptarisum á Íslandi nota búnað frá Kínverjum  Sænsk stjórnvöld banna fjarskiptabúnað frá Huawei  Pólitíkin sögð flækja málið MSvíarnir skella símanum »4 & 12 Danska varðskipið Hvítabjörninn var á leið inn Hvalfjörð þeg- ar ljósmyndari Morgunblaðsins smellti af því mynd, en það er ekki óalgengt að danskir varðskipsmenn komi við á Íslandi á leið sinni til Grænlands. Veðrið var ekki til vandræða, ekki frekar en það hefur verið það sem af er októbermánuði. Mánuðurinn hefur til þessa verið óvenjuhægviðrasamur og hitastig er víðast hvar enn nokkuð yfir frostmarki að degi til. Á sama hátt hefur rignt sérstaklega lítið, úrkoma í Reykjavík hefur mælst innan við þriðjungur meðalúrkomu. Í umfjöllun um veðrið fram undan sem lesa má innar í blaðinu kemur þó fram að breytinga á þessu ágæta ástandi er að vænta. Spár gefa í skyn að lægðir séu að verða ágengari og dýpri á næstunni. Í dag gengur í austan 13-18 m/s og enn bætir í í kvöld. Þá er ekki eins gaman að kíkja upp á dekk á varðskipi. »6 Morgunblaðið/Eggert Hvítabjörninn siglir inn Hvalfjörðinn  Málum hjá ákæruvaldinu fjölgaði um 40% á síðasta ári. Sig- ríður Friðjóns- dóttir ríkis- saksóknari óskaði í byrjun árs eftir auknum fjárveitingum til að mæta auknum verkefnum. Taldi hún þörf á að bæta við þremur og hálfu stöðugildi saksóknara og einu stöðugildi skrifstofumanns. Ekki er útlit fyrir að fjárveiting verði aukin vegna áhrifa kórónuveirufarald- ursins á ríkissjóð. Fram kemur í skýrslu ríkis- saksóknara fyrir árið 2019 að 9.626 mál komu til ákæruvaldsins. Ákært var í 85% þeirra. Ákærðir brota- menn voru 2.784. Flestir voru karl- ar á þrítugsaldri. »14 Þarf að bæta við saksóknurum Sigríður J. Friðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.