Morgunblaðið - 02.11.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.11.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020 ✝ Svava Sigurð-ardóttir fædd- ist í Reykjavík 22. mars 1931. Hún lést á Hrafnistu Laugarási 18. október 2020. For- eldrar Svövu voru Svanhildur Þórð- ardóttir sauma- kona, f. 3.11. 1897 í Votmúla í Sand- víkurhreppi, d. 13.10. 1981, og Sigurður Magnús Sveinsson, fv. bifreiða- eftirlitsmaður á Reyðarfirði, f. 23.2. 1903, d. 25.12. 1985. Börn hans með eiginkonu sinni Björgu Rannveigu Bóasdóttur eru: Oddný, f. 2.7. 1932, d. 14.3. 1993, Sigríður, f. 24.10. 1933, María, f. 1.1. 1935, d. 6.1. 1935, Sveinn Ásgeir, f. 10.7. 1936, María Þórdís, f. 9.5. 1939, Bóas Guðmundur, f. 26.7. 1940, d. 9.8. 2006, og Karl, f. 17.5. 1942. d. 23.1. 1995, sonur Sigurðar Kristjánssonar bónda í Hrísdal í Miklholtshreppi, f. 5.10. 1882, d. 19.9. 1969, og Margrétar Er- lendsdóttur, f. 27.9. 1899 á Hofstöðum í Miklholtshreppi, d. 9.8. 1985. Sonur Magnúsar er Jóhannes Markús, f. 15.8. 1995, verkfræðingur frá DSU, Dongseo University, Busan, Suður-Kóreu og stundar nú meistaranám á styrk frá skól- anum og mun ljúka því sum- arið 2021. Móðir hans er Sig- ríður E. Jóhannesdóttir, f. 15.1. 1953, kennari. Foreldrar hennar Jóhannes Þór Egilsson, forstjóri Egilssíldar á Siglu- firði, f. 4.7. 1931, d. 28.5. 2011, og Margrét E. Magnúsdóttir, f. 24.11. 1930, d. 22.2. 1996. Svava ólst upp og bjó á Há- teigsvegi uns hún keypti sér íbúð í nýbyggingu í Háaleit- ishverfi. Hún ferðaðist töluvert í gegnum árin, til Kanada, Kanaríeyja, Danmerkur, Sví- þjóðar, Frakklands og Þýska- lands, og þá fór hún mjög eft- irminnilega ferð til Rómar er hafði sterk áhrif á hana. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 2. nóv- ember 2020, klukkan 15. Svava ólst upp við Sóleyjargötu og á Háteigsvegi 18, sem var fjöl- skylduhús. Hún nam þrjá vetur við Verslunarskóla Ís- lands og lauk verslunarprófi, var einn vetur á Húsmæðraskól- anum í Sorö í Dan- mörku. Tók stúd- entspróf frá Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð 1977. Hún starfaði sem dómrit- ari og starfsmaður á skrifstofu borgardómara. Varð síðar starfsmaður, ritari og fulltrúi á skrifstofu Hæstaréttar Ís- lands í 20 ár uns hún lét af störfum. Einn son eignaðist Svava, Magnús Valdimarsson lyfja- fræðing, f. 28.6. 1955, d. 28.1. 2012. Faðir Valdimar Sigurðs- son lögregluþjónn, f. 5.9. 1928, Í dag kveð ég kæra vinkonu. Reyndar hefur mér alltaf þótt Svava vera hluti fjölskyldunnar. Árið 1964 lauk byggingu blokk- arinnar á Háaleitisbraut 115 og í íbúðunum á fyrstu hæð komu sér fyrir þrír ættliðir beggja vegna gangsins. Í íbúðina til hægri flutti Svava ásamt Svan- hildi, móður sinni, og ungum syni, Magnúsi, og í íbúðina til vinstri fjölskylda mín, en ég var þá á fyrsta ári. Báðar eiga fjöl- skyldurnar rætur í Sandvíkur- hreppi í Flóa og var móðir Svövu fædd og uppalin í Votmúla. Þangað fór Svava í sveit sem lítil stelpa. Hún hafði ætíð gaman af því að rifja upp minningar frá þeim tíma og þoldi illa að Flóan- um væri hallmælt. Góðir nágrannar verða aldrei oflofaðir og það tókust góð kynni með fjölskyldunum sem aldrei bar skugga á og héldust þótt mín fjölskylda flytti síðar brott. Það má geta nærri að freistandi hafi verið fyrir litla fætur að trítla yf- ir ganginn, tala nú ekki um þeg- ar ilmandi jólakaka var á leið úr ofninum. Ávallt var okkur systk- inum vel tekið í þessum óvæntu heimsóknum. Svava var sérlega smekkvís og bjó sér fagurt heimili sem gott var heim að sækja. Þá var hún einnig góður kokkur og hvort sem maður kom í kaffi eða mat var fallega dúkað borð. Af- mælisveislur hennar þar sem saman komu ættingjar og vin- konur eru minnisstæðar og á sínum tíma var opið hús hjá henni á gamlárskvöldum. Svava hafði yndi af listaverkum og fögrum munum. Það færðist allt- af yfir mig ró hjá henni, kerta- ljós og kristall og hennar hæga nærvera. Alltaf jólalegt hjá Svövu en aldrei meir en um sjálf jólin. Svava naut bóklestrar og varð dreymin á svip þegar talið barst að ferðalögum erlendis. Svava gætti Ingibjargar, dótt- ur minnar, kornungrar sem besta amma. Með árunum eign- uðust þær sitt sérstaka sam- band. Ég þurfti aldrei að beita Ingibjörgu fortölum þegar hún átti að fara í pössun til Svövu. Svava fylgdi okkur mæðgum um tíma í Frakklandi og heimsótti okkur til Svíþjóðar. Þegar við dóttir mín komum heim til Ís- lands í frí um jól og sumur þá tók Svava á móti okkur með ein- stakri gestrisni og ófáar næturn- ar sem við gistum hjá henni. Ég fékk svona öðru hvoru að frétta af ævintýrum þeirra tveggja yfir árin þótt yfir þeim hafi nú stund- um hvílt dálítil leynd, kímið augnaráð og órætt gaf til kynna að eitthvað skemmtilegt hefði verið gert. Oft var hlegið dátt. Svava trúði á Guð og var trúin hennar máttarstólpi þegar á reyndi. Það var henni erfitt að missa son sinn, Magnús, sem lést fyrir aldur fram. Það hefur létt henni sporin að fylgjast með uppvexti sonarsonar síns, Jó- hannesar Markúsar. Hún bar hag hans fyrir brjósti og naut þeirra stunda sem hann dvaldi hjá henni og að fylgjast með framgangi hans í námi og starfi. Svava sótti á efri árum fé- lagsstarf eldri borgara í Grens- áskirkju. Þá bar hún ávallt sterkar taugar til Háteigskirkju og fjölskylda hennar lagði mikið af mörkum til byggingar kirkj- unnar. Því er vel við hæfi að út- för Svövu fari þar fram. Ég votta Jóhannesi Markúsi og öðrum aðstandendum samúð mína. Blessuð sé minning Svövu Sigurðardóttur. Guðrún Gauksdóttir. Það voru ekki margir sem ég vildi að pössuðu mig þegar ég var lítil – var mikil mömmu- stelpa. Það voru fáar undantekn- ingar en fremst í því liði varst þú, Svava. Þú varst aldrei lengi að finna leiðir til að gera mig að Svövustelpunni. Ég á kærar minningar um samverustundirn- ar okkar á Háaleitisbrautinni. Við drógum fram „stóra kodd- ann“ þinn og alltaf fann ég uppá- haldsnammið mitt í leyniskápn- um í stofunni. Þú vissir hvað mér þótti best. Hjá okkur var mikið grín og glens og vettvangsferðir um nágrennið. Ég gat alltaf treyst á að fá stuðning þinn í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og sama hvernig til tókst þá hvattir þú mig áfram. Ég er svo glöð að Elli, strákurinn minn, fékk að kynnast þér og þú fékkst hann alltaf til að hlæja alveg eins og mig. Auðvitað var alltaf til uppá- haldsísinn hans í frystinum hjá þér. Þú varst mikill dýravinur og svo góð við hundana okkar og þeir máttu alltaf koma með í heimsókn. Ekki skipti máli þó að einum þeirra tækist að naga hornið af flottustu mottunni þinni. Ég kveð þig með söknuði og þakklæti í huga elsku Svava mín. Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Svava Sigurðardóttir ✝ Kristín BjörgEinarsdóttir fæddist í Reykjavík 28. júní 1945. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 25. október 2020. Dóttir hjónanna Guðrúnar Magn- úsínu Brandsdóttur og Einars Jóns Mo- rits Karlssonar (bæði látin). Hálfbræður samfeðra eru Karl Einarsson, Valdimar Ein- arsson og Olgeir Einarsson (allir látnir). Hálfsystur sammæðra eru Svava Ólafsdóttir og Birna Ólafs- dóttir. Eiginmaður Kristínar er Ágúst Ísfjörð, f. 1944. Börn þeirra eru: Ragnhildur Ágústdóttir, f. 1965, maki Ólafur Baldursson, börn þeirra eru Guð- rún Ósk og Helgi. Kristrún Ágústdóttir, f. 1970, maki Steingrímur Ellertsson, börn þeirra eru Ellert og Birgitta en maki hennar er Marvin og sonur þeirra er Einar. Einar Rúnar Ís- fjörð, f. 1972, maki Guðný María Bragadóttir, börn Ágúst og Elsa, en maki hennar er Daníel og sonur þeirra er Aron Gauti. Jens Karl Ísfjörð, f. 1978, maki Maríanna S. Bjarnleifsdóttir, börn þeirra eru Björgvin Árni, Bjarki Rafn og Lilja Kristín. Útförin fer fram frá Linda- kirkju í dag, 2. nóvember 2020, kl. 15. Athöfninni verður streymt á: https://lindakirkja/utfarir.is Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Hlýja, litagleði, hlátrasköll, sögur, ferðalög og glingur eru fyrstu hugsanirnar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um elsku ömmu Stínu. Amma hafði dálæti á því að segja sögur og hafði ég sérstak- lega gaman af því að heyra frá uppvaxtarárum hennar og sögur frá ferðalögum erlendis þegar ég var yngri. Sagan af því hvernig hún og afi kynntust var þó alltaf í uppáhaldi. Eftir því sem ég eltist fór amma að segja mér frá því hvernig það var að ganga með og ala upp fjögur börn og var ynd- islegt að heyra hana segja frá þessum tímum. Þegar ég var ófrísk að Einari mínum fannst mér hún samt ganga fulllangt í lýsingum sínum á því hve stór börnin hennar voru við fæðingu – Jens Karl átti t.d. að hafa verið 25 merkur sagði hún mér og mér leist alls ekki á blikuna. Sennilega var amma aðeins að ýkja eins og oft áður – en þannig gerir maður einmitt góða sögu betri. Verandi eina barnabarnið í langan tíma fékk ég að upplifa dýrmætar samverustundir og al- gjört dekur hjá ömmu Stínu og afa Gústa. Heimili þeirra var eins og ævintýraveröld, fullt af spenn- andi hlutum og sérstaklega þegar jólin nálguðust. Þá voru dregnir fram syngjandi jólasveinar og jólalandið lýst upp í stofunni. Jóla- landið í Blómavali átti ekki séns í heimili ömmu og afa. Svo voru þau með 100 sjónvarpsstöðvar og maður gat horft á teiknimyndir hvenær sem var sólarhrings á Cartoon network – það var sko ekki hægt á hvaða heimili sem var og algjört sport í mínum augum. Ein uppáhaldsminningin mín um ömmu Stínu, og auðvitað afa líka, er þegar ég var pössun hjá þeim í nokkra daga þegar ég var um 10 ára gömul. Þá er kallað á mig fram í stofu og mér tilkynnt að við séum að fara til Kaup- mannahafnar – á morgun! Gleðin var ólýsanleg og ferðin sömuleið- is. Jenni frændi kom með og við skottuðumst um Kaupmannahöfn í dótabúðir og tívolí og hvaðeina. Þessi ferð mun alltaf vera sveipuð ævintýrablæ í mínum huga enda þvílíkt ævintýri fyrir 10 ára stelpu. Amma Stína var á tímabili með mikið dálæti á fjölbragðaglímu, þeim Hulk Hogan og félögum. Mikið sem það var fyndið að fylgj- ast með henni lifa sig inn í glím- una og get ég ekki annað en bros- að þegar ég hugsa til baka til hennar í lazyboy-stólnum með hnefana á lofti: „Koma svo, taka hann!“ Elsku amma, takk fyrir hlýju faðmlögin, sögurnar og allar ynd- islegu samverustundirnar okkar. Ég elska þig af öllu hjarta. Þín Birgitta. Kristín Björg Einarsdóttir ✝ Jytta KathrineÍselda Eiriks- son fæddist 12. október 1927 á Jót- landi í Danmörku. Hún lést 26. apríl 2020. Foreldrar hennar voru Har- ald Laursen, f. 1884, d. 1965, og Olga, f. 1899, d. 1985. Systkin Jyttu voru Karin, f. 1919, Anna, f. 1920, og Børge, f. 1935. Jytta giftist Ólafi K. Eiríks- syni en þau skildu árið 1973. Börn þeirra eru Erik Bo, f. 1949, Alex Örn, f. 1951, sem báðir búa í Danmörku, og Guð- rún Racel, f. 1954, sem er búsett á Ís- landi. Jytta lærði leik- tjalda- og leikbún- ingagerð og starf- aði lengi við Kgl. leikhúsið í Kaup- mannahöfn. Hún hafði mikinn áhuga á andlegum málefnum, kynntist m.a. Jötusystkinum og stofnaði 1985 Norræna heilunarskólann á Íslandi. Ég var svo heppin að kynnast Jyttu er ég tók þátt í námskeiði á vegum Norræna heilunarskól- ans. Þetta námskeið höfðaði til margs konar fólks eins og kenn- ara, hjúkrunarfólks og listafólks en það var þeim sammerkt að hafa áhuga á andlegum málefn- um. Þessi vinsælu námskeið voru mér algjört nýnæmi. Peninga- málin voru mér alltaf fyrirstaða en námskeiðin voru ekki dýr og sagði Jytta að ég skyldi ekki hafa áhyggjur og ég fékk að greiða eftir efnum. Fékk svo leggja mitt af mörkum fyrir Nor- ræna heilunarskólann með því að vélrita námsefni og prenta. Heilarar hafa um aldir unnið með læknum, en ekki á móti þeim, þó líklega telji enn ein- hverjir þessa tegund gera lítið gagn. Heilun læknar ekki alvar- lega sjúkdóma, lærðum við, en hún róar alla vega líkama og sál. Ég get ekki í fáum orðum far- ið út í Norræna heilunarskóla Jyttu, en vildi minnast einstakr- ar manneskju, með geislandi bros sem heillaði alla. Hún var alltaf vinkona og margir nem- endur héldu sambandi við hana og hún reyndi að koma árlega til landsins meðan heilsan leyfði. Ég minnist sérstaklega eins skiptis sem Jytta kom til lands- ins, við hittumst nokkrar og fór- um m.a. í „dömutúr“ eins og hún kallaði það. Einnig fóru þátttak- endur Norræna heilunarskólans, ásamt fjölskyldum og börnum, saman í rútuferðir til Þingvalla og Snæfellsness og fleiri staði sem taldir eru mikil orkusvæði. Þetta voru einstaklega góðar ferðir sem fylltu mann jákvæðri orku og gleði. Ég sakna Jyttu, hún hugsaði ótrúlega vel um okkur nemendur sína. Hún sendi litlar gjafir á stórafmælisdegi, enda hafði hún ekki margar krónur milli hand- anna. Hún gaf þeim sem voru með börn skírnar- eða ferming- argjöf, falleg kort á jólunum. Hún var mér það sem fólk sem stundar indverska íhugun kallar að eiga sinn gúrú, meistara. Hún var sannur kennari, með bjarta brosið. Hafði gaman af sauma- skap og að mála. Hún málaði fal- leg málverk og seinasta skiptið sem ég fékk jólakort frá henni þá var það eftir málverki eftir hana. Bjartir litið, gylltir, bláir, bleikir. Jytta lést í hárri elli í Herlev, Danmörku. Börnum hennar þrem, tengdabörnum og fv. maka, Ólafi Eirikssyni, sem enn lifir, barnabörnum og lang- ömmubörnum votta ég djúpa samúð. Þakka allt og allt. Minning Jyttu lifir í hugum svo margra sem kynntust henni. Norma. Ég kynntist Jyttu árið 1985 þegar hún kom til Íslands og stofnaði Norræna heilunarskól- ann hér á landi. Ákvað ég að fara í hann. Kennt var eina helgi í mánuði og annað hvert fimmtudagskvöld. Skólinn stóð í 7 mánuði. Farið var yfir mikið efni um geislana 7, andlegu sviðin, Hvíta bræðralagið, Meistarana, heilun, endurholdgun, hugleiðslur, orku- æfingar og margt fleira sem of langt væri upp að telja. Og ekki má gleyma Jarðarheilunarþjón- ustunum til heilunar jörðinni og mannkyni öllu einu sinni í mán- uði. Nemendur héldu margir áfram eftir skólann og voru í jarðarheilunarhópum og fjar- heilunarhópum. Einnig var um sumartímann farið á orkustaði á Íslandi svo sem Þingvelli og Snæfellsnes. Þetta var mikið starf hjá Jyttu því hún var í fullri vinnu hjá Kgl. Teater í Kaupmanna- höfn og allt efni þurfti að útbúa og þýða á íslensku. Flogið var svo til Íslands á föstudegi og til baka á sunnudegi í hverjum mánuði. Naut hún aðstoðar dóttur sinnar Racelar með efn- ið. Þetta var frábær tími, við lærðum mikið og hugleiddum, góðir félagar og Jytta jarðnesk- ur engill, sem kenndi okkur og leiðbeindi með mildi, ástúð og sannleika eins og henni einni var lagið. Ég þakka af alhug og öllu hjarta kærleika hennar, sam- hug og hjálpsemi við mig og mína. Við sjáumst hinumegin við tjaldið. Mig langar að enda þessar línur með ljóðinu Óðurinn til ljóssins sem alltaf var farið með í lok jarðarþjónustunnar. Geislandi ljós, glitrandi stjörnur. Megum við verða upplýst. Megi myrkrið víkja úr eðli okkar, svo að við getum litið þig augliti til auglitis. Hjarta gegn hjörtum. Megi ljós okkar lýsa upp jörðina, kærleikur okkar fjarlægja alla illsku og þjáningu, svo að jörðin geti náð takmarki sínu – að verða tindrandi stjarna, gimsteinn í kórónu þína – Ó SÓL LOGOS Kristín. Jytta Kathrine Íselda Eiriksson Elsku afi okkar, við minnumst þín sem gamla, góða prakkaraafa. Við eigum góðar minningar um þig frá fal- legu sveitinni okkar Kvígindis- firði. Við náðum að vera með þér þar nokkur sumur og þær minn- ingar munum við geyma í hjört- um okkar. Þú komst líka oft heim til okkar á meðan þú gast labbað upp tröppurnar. Þú komst í af- mæli, jólahittinga og laugardags- matarboð og ávallt gastu gantast við okkur með glettni og bros í auga. Við fórum líka stundum heim til þín og Steina frænda. Og á jóladag hittumst við alltaf hjá Einar Guðmundsson ✝ Einar Guð-mundsson frá Kvígindisfirði fæddist 27. júlí 1926. Hann and- aðist 26. september 2020. Einar var jarð- sunginn frá Linda- kirkju 30. október 2020. þér og fengum sau- ðahangikjöt á beini, held, afi, að það komi bara með aldr- inum að finnast það gott. Síðustu 4 ár varstu kominn á Eir hjúkrunarheimili því fæturnir þínir voru ekki nógu góð- ir og þú gast ekki verið heima lengur. Við komum oft að heimsækja þig, prófuðum hækj- urnar og skiptumst á að ýta hjóla- stólnum þínum þegar þú varst farinn að nota hann. Þú heyrðir nú ekki mjög vel, elsku afi, og oft þurftum við að endurtaka okkur og tala hærra. Stundum misskild- um við hver annan og hlógum og gerðum að því grín saman. Við eigum eftir að sakna þín, elsku afi gamli. Þú varst ljúfur húmoristi með stórt hjarta. Nú ertu hjá ömmu Gunnu. Bless afi. Innileg kveðja frá afastrákunum þínum Einari Rökkva og Elfari Húma. Einar Rökkvi og Elfar Húmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.