Morgunblaðið - 02.11.2020, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020
Faxafeni 8, Sími 588 9890
STOFNA‹ 1925
Gerum tilboð - Eingöngu toppmerki - Matrix - Nordic Track - Proform
Meiri hreyfing fyrir
alla fjölskylduna
Verð 279.990,-
Öll þrektækjalínan okkar er
uppstillt í sýningarsal
og tilbúin til afgreiðslu strax.
afsláttur af öllum
MATRIX æfingatækjum
Eftir snjóflóðin á Flateyri í janúar
síðastliðnum þarf að endurskoða
hættumat undir nokkrum varnar-
görðum sem reistir hafa verið hér á
landi á síðustu árum, að mati Veður-
stofu Íslands. Kemur þetta fram í er-
indi Veðurstofu vegna byggingar-
áforma bæjarfélaga á Vesturlandi.
Rebekka Hilmarsdóttir, bæjar-
stjóri Vesturbyggðar, segir þetta
hafa veruleg áhrif á uppbyggingu í
bænum; breyta þurfi aðalskipulagi
auk þess að finna nýjar lóðir, sem
getur reynst erfitt vegna þess hve
margar lóðir á Bíldudal eru í einka-
eigu.
„Þetta hefur haft heilmikil áhrif á
uppbyggingarplön á Bíldudal,“ segir
Rebekka, en bærinn hafði úthlutað
lóðum áður en umsögn frá Veður-
stofu barst.
„Við urðum að reyna að velja ann-
an stað og það er ekki úr mörgu að
velja á Bíldudal, þar sem það liggur
ekki enn þá fyrir hvenær reynt verð-
ur að byrja á næstu ofanflóðavörn-
um. Þetta hefur töluverð áhrif á okk-
ar vinnu sem hefur staðið yfir í tæp
tvö ár,“ segir Re-
bekka.
Vegna þessa
tekur við þriggja
mánaða ferli sem
felur í sér breyt-
ingu á aðalskipu-
lagi bæjarins.
„Við vorum að
vonast til þess að
fyrsta skóflu-
stungan yrði tek-
in í október en svo verður ekki,“ segir
Rebekka.
Að lokum nefnir hún að nóg sé af
lóðum á Bíldudal en erfitt sé að finna
lóð sem heimilt er að byggja á:
„Á meðal þess sem sveitarfélagið
hefur verið að fást við er að hluti af
góðu byggingarsvæði er í einkaeigu
og það hafa ekki náðst samningar um
það land. Við höfum þurft að snúa við
öllu kortinu. Ég vona að önnur þorp á
landinu eigi ekki jafnerfitt með upp-
byggingu og Bíldudalur,“ segir hún.
Í umsögn Veðurstofu segir að
endurskoða þurfi hættumat undir
nokkrum varnargörðum sem reistir
haf verið hér á landi á síðustu árum
en þar á meðal eru leiðigarðar á Flat-
eyri, Búðargili á Bíldudal, Selja-
landshlíð á Ísafirði, Strengsgil á
Siglufirði, við Hornbrekku á Ólafs-
firði og í Miðstrandarskarði í Nes-
kaupstað.
Veðurstofan telur réttast að ekki
séu að svo komnu máli reistar nýjar
byggingar á svokölluðum A-hættu-
svæðum undir varnargörðum á lóð-
um ofan núverandi byggðar eða nær
varnargörðum en nú er.
veronika@mbl.is
Geta ekki byggt vegna ofanflóðahættu
Endurskoða þarf hættumat undir nokkrum varnargörðum Uppbyggingu seinkar töluvert
Rebekka
Hilmarsdóttir
Kolbrún Baldursdóttir, borgar-
fulltrúi Flokks fólksins, leggur til
að 130 þúsund krónum verði að lág-
marki úthlutað fyrir hvert barn
sem fær rauða niðurstöðu á mál-
könnunarprófi, líkt og skóla- og frí-
stundaráð hefur lagt til.
Á árinu 2018 til 2019 nam úthlut-
unin 107.600 krónum á hvern nem-
anda sem fékk rauða niðurstöðu og
því lögð til 22.400 króna hækkun.
Í tillögu Flokks fólksins, þar sem
greint er frá þessu, er vitnað í nið-
urstöður málkönnunarprófsins
Milli mála og skýrslu innri endur-
skoðunar frá 2019, þar sem sjá má
að 2.294 nemendur hafi tekið prófið
en af þeim hafi 1.997 fengið rauða
niðurstöðu, 327 gula niðurstöðu og
70 græna niðurstöðu.
„Í fjárhagsáætlun 2019 var um
10.544 kr. hækkun á hvert barn, sé
miðað við þann fjölda nemenda sem
þreyttu slík próf á árinu 2018, óháð
niðurstöðu prófa. Ljóst er að út-
hlutun í þennan málaflokk er vel
innan við 130.000 kr. fyrir hvern
nemanda sem er á rauðu,“ segir í
tillögu flokksins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grunnskólar Lagt er til að íslensku-
kennsla í grunnskólum landsins verði efld.
Vilja hækka framlög
til íslenskukennslu
SÁÁ mun hætta
þátttöku sinni í
rekstri spila-
kassa og hyggst
slíta tengsl sín
við Íslandsspil,
en fram-
kvæmdastjórn
SÁÁ samþykkti
þetta nýverið.
SÁÁ er eig-
andi að Íslands-
spilum auk Rauða krossins og
Landsbjargar. Samstarf SÁÁ og Ís-
landsspila hefur verið umdeilt um
árabil en það hefur verið yfirlýst
markmið formanns framkvæmda-
stjórnar SÁÁ, Einars Hemanns-
sonar, að slíta tengslin
Einar sagði í samtali við mbl.is í
gær að slit félagsins við Íslandsspil
væru prinsippmál. Spurður hvernig
tekjutapið yrði bætt svaraði hann:
„Það er óvíst enn þá, ef maður á að
segja alveg eins og er. En þetta
snýst ekki um fjármunina heldur
þann gjörning að taka á móti þessu
fé.
Við höfum þá trú líka að við fáum
enn meiri velvild úti í samfélaginu
eftir að hafa tekið þessa ákvörðun
því það eru mjög margir ósáttir við
að SÁÁ sé að taka við þessum pen-
ingum,“ sagði Einar.
SÁÁ slítur samstarfi
við Íslandsspil
Einar
Hermannsson