Morgunblaðið - 02.11.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020
FERSKT OG GOTT PASTA
TILBÚIÐ Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM!
30 ára Erla Sóley er
Reykvíkingur en býr
núna í Hafnarfirði. Hún
er lögfræðingur og
vinnur hjá sendinefnd
Evrópusambandsins.
Helsta áhugamál Erlu
Sóleyjar er barnaupp-
eldi, enda með barn á öðru árinu, og hún
hefur mikinn áhuga á innanhússhönnun
og hefur gaman af því að smíða.
Maki: Kristinn Páll Teitsson, f. 1988,
íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu.
Dóttir: Marey Ólafía, f. 2019.
Foreldrar: Sólveig Haraldsdóttir, f. 1963,
hjúkrunarfræðingur á taugalækn-
ingadeild Landspítalans, og Frosti Berg-
mann Eiðsson, f. 1963, sérhæfður starfs-
maður. Þau búa í Reykjavík.
Erla Sóley
Frostadóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Í dag er hægt er að umfaðma hluti
sem yfirleitt eru ósnertanlegir. Samræður
geta orðið glaðlegar og borið góðan ár-
angur.
20. apríl - 20. maí
Naut Taktu þér tíma í dag til að íhuga eig-
in stöðu, farðu í naflaskoðun. Komdu eins
fram við alla.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú kannt að njóta lífsins og
menn treysta á þig til skemmtilegra hluta.
Reyndar ganga heimilið og fjölskyldan fyr-
ir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Nauðsynlegar breytingar standa
fyrir dyrum og þú þarft að vera sáttur við
þær áður en þú hefst handa.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Vertu opin/n fyrir þeim tækifærum
sem þér bjóðast í dag. Ef einhver kærkom-
inn bregst þér, hugsaðu þá um það fólk
sem þú dáir mest og reyndu að hugsa eins
og það.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert fær í flestan sjó svo þér er
óhætt að vera stórtækur. Allt sem þarf er
að vera opinn. Gakktu þó ekki of langt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Félagi eða náinn vinur kemur þér
virkilega á óvart í dag. Yfirhöfuð hefðirðu
gott af meira stuði og minni ígrundun.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Einhver telur sig vita hvað þér
er fyrir bestu. Ef þú upplifir erfiðleika á
hinu huglæga sviði, skaltu gera eitthvað í
því.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er ágætt að setja traust
sitt á aðra, en umfram allt átt þú að
treysta á sjálfan þig. Einbeittu þér að því
og það mun veita þér mikla ánægju.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er eitt og annað sem þú
þarft að velta fyrir þér og hugsa til enda.
Partur af því að vera dugnaðarforkur er að
mistakast stundum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það skiptir ekki máli hvernig
eða hvers vegna þér tekst að ljúka verki.
Farðu mjög varlega með upplýsingar sem
þú veitir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft ekki að hafa áhyggjur ef
þú kemur til dyranna eins og þú ert
klæddur. Líttu á björtu hliðar lífsins.
Kraftaverk eru ekki bara möguleg, þau eru
alltaf að gerast.
frekar þegin vegna þroskandi sam-
neytis við klárt fólk.“ Árið 2000 stofn-
aði Bryndís Bóksalaverðlaunin með
vinkonu sinni, Þorgerði E. Sigurð-
ardóttur. Á svipuðum tíma gerðist
hún líka talsmaður samtakanna 102
Reykjavík, sem börðust fyrir flutn-
ingi flugvallar úr Vatnsmýri.
Á árunum 2002-2008 gekk Bryndís
í hjónaband, eignaðist þrjú börn og
flutti á Sæbraut á Seltjarnarnesi. Þar
var hún í menningarmálanefnd bæj-
arins og einnig formaður foreldra-
félags leikskólans í þrjú ár. Þá sat
hún í allsherjar- og menntamála-
nefnd Sjálfstæðisflokksins, var vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir
SV-kjördæmi og skrifaði leikhús-
leikfélögum, vann við heimilisþrif hjá
félagsþjónustunni, sem hvíslari í
Þjóðleikhúsinu, las inn skáldsögur
fyrir hljóðbókasafnið og svo var hún
alltaf í einhverjum hlutastörfum í
bókabúðum. Fyrst í Bókabúð Máls og
menningar en síðar í Eymundsson,
Austurstræti. „Þar kom að því einn
daginn að verslunarstjórinn lét sig
hverfa. Ég tilkynnti næstráðandi yf-
irmönnum að þeir myndu aldrei finna
neinn sem væri nógu vitlaus til að
taka starfið að sér. Þeir buðu mér
stöðuna á staðnum, ég bölvaði í hljóði,
át ofan í mig brandarann og þáði
starfið. Þar með var ekki lengur pláss
fyrir öll fjölbreyttu aukastörfin og
mér tókst einhvern veginn að verða,
það sem vinir mínir kalla, verslunar-
stjóri Íslands og fól í sér einhverja áð-
ur óþekkta fjölmiðlaframkomugleði
ásamt auðvitað einlægri trú á mikil-
vægi íslenskra bóka.“
Kona án titils
Bryndís var verslunarstjóri í rúm
fjögur ár en enn þann dag í dag er
fólk að tengja hana við þessa búð og
þetta starf. „Eftir verslunarstjóra-
starfið varð ég svo vörustjóri ís-
lenskra bóka hjá sama fyrirtæki en
það tengir enginn neitt við það. Ég
var líka alltaf ósátt við þennan titil,
það er alveg ómögulegt að kalla bæk-
ur „vörur“ og stórundarlegt að ætla
sér að stjórna bókum. Ég leit alltaf
frekar á þetta sem svona móttöku- og
umönnunarstarf nýrra bóka og hef
alltaf helst kosið að vera án titils.“ Ár-
ið 2013 hóf hún svo störf hjá Félagi ís-
lenskra bókaútgefenda, þar sem hún
sinnir í raun líka umönnun íslenskra
bóka, með mjög fjölbreyttum hætti.
Virk í félagsmálum
„Það er samt ekki alveg rétt að ég
hafi sagt skilið við aukastörfin. Þau
urðu bara minni hluti launatekna og
B
ryndís Loftsdóttir fædd-
ist 2. nóvember 1970 í
Reykjavík og ólst upp á
Háaleitisbraut þar til
hún varð fimm ára. Þá
fluttist hún í Norðurfell í Breiðholti.
Eftir grunnskólanám í Fellaskóla hóf
hún nám í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti.
„Ég var örugglega svolítið kok-
hraust og er kannski enn. Ég var í rit-
nefnd, menningarmálanefnd og sá
um bóksölu sem rekin var í skólanum.
Ég gegndi líka starfi hagsmunafull-
trúa, tók þátt í uppfærslu leikfélags-
ins og rak um tíma sjoppu í nem-
endaaðstöðunni, með Önnu Guðrúnu,
vinkonu minni.“
Fæddi barn á afmæli mbl.is
Eftir stúdentspróf af fjölmiðlabraut,
í desember 1989, fannst Bryndísi
liggja beint við að hefja störf hjá
Morgunblaðinu. „Mér fannst ég nán-
ast tengjast blaðinu fjölskyldubönd-
um. Það hafði fylgt mér alla ævi, þjálf-
að mig í daglegum lestri og svo deilum
við sama afmælisdegi. Ég átti meira
að segja síðar eftir að fæða frumburð
minn á afmælisdegi mbl.is,“ segir
Bryndís og bætir við að slík hafi tengsl
hennar við blaðið verið.
„Ég hafði það í gegn að fá viðtal við
Styrmi en hann hafnaði atvinnubeiðni
minni eftir stutt spjall. Þess í stað
fékk ég vinnu í félagsmiðstöðinni Ár-
seli, sem ég tók fram yfir starf við
skráningu á innleystum ávísunum hjá
Reiknistofu bankanna. Mér hefur
reyndar, í seinni tíð, þótt svolítið leitt
að hafa misst af þeirri reynslu.“
Bryndís fór ári síðar til London og
lauk leikaraprófi frá The Academy of
Life and Recorded Arts, árið 1994.
Verslunarstjóri Íslands
Eftir heimkomuna vann Bryndís
hin ýmsu störf, hún leikstýrði áhuga-
gagnrýni í nokkur ár. Í dag er Bryn-
dís í stjórn Reykjavíkur Bókmennta-
borgar UNESCO, Miðstöðvar
íslenskra bókmennta og er formaður
stjórnar úthlutunarnefndar greiðslna
fyrir afnot á bókasöfnum og Launa-
sjóðs listamanna.
Gekk í flokkinn eftir partíið
„Ég ætlaði að fagna þessum degi í
góðra vina hópi. Ég var meira að
segja búin að ganga frá því fyrir
löngu að fá að halda afmælisveisluna
hjá einstakri nágrannakonu minni á
Seltjarnarnesi. En sú veisla verður að
bíða betri tíma. Eins og svo margt
annað á þessu ári,“ segir Bryndís og
rifjar upp að eftirminnilegustu af-
Bryndís Loftsdóttir – 50 ára
Í Hörpu Hér er Bryndís með Katrínu dóttur sinni í Hörpu.
„Át ofan í mig
brandarann og
þáði starfið“
Verslunarstjóri Íslands Hér er Bryndís á bókamarkaði á Laugardalsvelli.
Til hamingju með daginn
40 ára Fríða er Reyk-
víkingur en er nýflutt
til Egilsstaða sem eru
heimabær eiginmanns
hennar. Fríða er lög-
maður og starfar sem
slíkur á Pacta Lög-
mönnum á Egils-
stöðum. Helstu áhugamál Fríðu eru fé-
lagsstörf, útihlaup og síðan ljósmyndun.
Maki: Kári Sveinbjörn Gunnarsson, f.
1978, verkfræðingur.
Börn: Sigríður Magna, f. 2011; Svein-
björn Búi, f. 2014 og Ásgeir Skjöldur, f.
2017.
Foreldrar: Ásgeir Thoroddsen, f. 1942,
lögmaður og Sigríður Halldóra Svan-
björnsdóttir, f. 1944, þroskaþjálfi. Þau
búa í Reykjavík.
Fríða
Thoroddsen
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is