Morgunblaðið - 02.11.2020, Blaðsíða 6
Upplýsingar í síma 853 1627 og 692 7909
protak@protak • virusvarnir@protak.is • virusvarnir.is
Langtíma
Hægt að panta vikulega heimsókn
Gerum tilboð ef óskað er.
• Stimpilklukkur
• Tölvur
!
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir
athugasemdir við breytingu á aðal-
skipulagi Reykjavíkur vegna áforma
um Nýja Skerjafjörð, íbúðahverfi á
landfyllingu í Skerjafirði á útjaðri
flugvallarsvæð-
isins. Bent er á að
við flutning stað-
setningar grunn-
skóla og með-
fylgjandi lóð, sé
farið nær því
svæði sem stað-
fest er að hafi ol-
íumengaðan jarð-
veg. Heilbrigðis-
eftirlitið ítrekar
að huga verði að
því að strangari kröfur þurfi að gera
til hreinsunar og jarðvegsskipta, þar
sem um starfsemi fyrir börn er að
ræða en ella, og því verði að gera ráð
fyrir slíkum strangari skilyrðum í
skipulagsskilmálum.
Auk þess minnir Heilbrigðiseftir-
litið á að til standi að friðlýsa
Skerjafjörð í heild sinni, en fyrir-
huguð landfylling liggi jafnframt að
verndarsvæðum. Fyrirhuguð land-
fylling fer að hluta til yfir leiru-
svæði sem nýtur sérstakrar vernd-
ar samkvæmt náttúruverndar-
lögum.
Öll viðvörunarljós blikka
Fulltrúar minnihlutans í umhverf-
is- og heilbrigðisráði Reykjavíkur
gerðu bókun vegna þessa, þar sem
þeir minntu á fyrri ábendingar sínar
um þetta. Það sé sérstaklega alvar-
legt þegar um er að ræða svæði sem
ætlað er undir starfsemi fyrir börn,
líkt og nýr skóli. Þeir telja því óá-
byrgt að leggja í uppbyggingu á
svæðinu áður en jarðvegurinn er
hreinsaður og honum fargað á viðeig-
andi hátt.
„Það sem Heilbrigðiseftirlitið
staðfesti er að þarna er olíu-
mengaður jarðvegur, eins og lengi
hefur verið vitað, en að það þurfi að
fara að með sérstakri varúð vegna
hans í nágrenni viðkvæmrar starf-
semi eins og grunnskóla,“ segir Egill
Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, sem situr í umhverf-
is- og heilbrigðisráði. Þar verði eðli
máls samkvæmt börn á ferð og að
leik og því einkar varhugavert ef
jarðvegurinn er mengaður. „Þar
blikka öll viðvörunarljós.“
Hins vegar gætu jarðvegsskipti
reynst erfið, þar sem engin móttöku-
stöð sé fyrir olíumengaðan jarðveg í
landinu.
„Það er svo skrýtið, að Reykjavík-
urborg virðist vera á einhverri
undanþágu varðandi þennan olíu-
mengaða jarðveg, án þess þó að ég
haldi að það séu einhver leyfi fyrir
því,“ segir Egill Þór. „En hvernig
sem því er háttað blasir við að öll
jarðvegsskipti þarna og hreinsun
verða bæði flókin og kostnaðarsöm.“
Í bókun minnihlutans kemur m.a.
fram gagnrýni á að verið sé að
„keyra í gegn“ þessa uppbyggingu.
Egill segir blasa við að borgarstjóri
og meirihlutinn í borgarstjórn leggi
allt kapp á þetta mál og fleiri raunar,
beinlínis í þeim tilgangi að þrengja
að flugvellinum. „Við hittum for-
svarsmenn Isavia fyrr á þessu ári,
þar sem þessi mál voru meðal annars
rædd. Þeir sögðu við okkur að ef
Reykjavíkurborg ætlaði að loka flug-
vellinum, þá væri það bara þannig,
en verst væri ef verið væri að
þrengja að flugrekstrinum smám
saman, skrúfa hægt fyrir súrefnið,
eins og þeir orðuðu það. En það er
nákvæmlega það sem borgin er að
gera.“
Nýi Skerjafjörður á aðal-
skipulag
Reykjavíkurborg áformar að gera
4,3 hektara landfyllingu í Skerjafirði
og mögulega sjóvarnargarð einnig.
Svæðið er rétt austan við núverandi
byggð í Skerjafirði og sunnan af-
lagðrar NA-SV-flugbrautar á
Reykjavíkurflugvelli. Landfyllingin
og uppbygging nýs hverfis þar er
hugsuð sem liður í þéttingu byggðar
og í þágu aukins íbúðarhúsnæðis í
sunnanverðum vesturhluta borg-
arinnar, líkt og aðalskipulag Reykja-
víkur 2010-2030 mælir fyrir um.
Svæðið undir nýja hverfið er í lítilli
vík suðvestan við Reykjavíkur-
flugvöll, en þar er gert ráð fyrir um
1.300-1.400 íbúða hverfi, auk smá-
bátahafnar. Innan þessa svæðis er
gert ráð fyrir landfyllingu þar sem
hluti byggðarinnar mun rísa í 2.
áfanga hins nýja deiliskipulags.
Svæðið sem fer undir landfyllingu
er u.þ.b. 4,3 hektarar og er gert ráð
fyrir að í hana þurfi um 224.000 m3 af
jarðvegi.
Miðað er við að í landfyllinguna
verði notað efni sem fellur til við
framkvæmdir við Landspítala - Há-
skólasjúkrahús, auk efnis frá öðrum
þéttingarreitum vestan Elliðaáa. Við
það minnki umferð vegna efnisflutn-
inga, þar sem efnið er notað skammt
frá í stað þess að það sé flutt á urð-
unarsvæði í útjaðri borgarinnar.
Olíumengun í Nýja Skerjafirði
Heilbrigðisráð Reykjavíkur varar við að nýr skóli í Skerjafirði sé nærri olíumenguðum jarðvegi
Strangari kröfur þurfi til jarðvegsskipta Engin móttökustöð fyrir olíumengaðan jarðveg í landinu
Heimild: Borgarvefsjá, Efla
Nauthólsvík
Háskólinn
í Reykjavík
Sjóskýli
Skeljungur
Flugskýli
Landhelgis-
gæslan N
au
th
ó
ls
ve
gu
r
S
ke
lja
ne
s
Fyrirhuguð landfylling
vegna íbúðahverfis og
smábátahafnar
Fyrirhuguð landfylling
vegna Fossvogsbrúar
Nýi Skerjafjörður
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020
Bókun minnihlutans í umhverf-
is- og heilbrigðisráði:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
og Miðflokksins taka undir al-
varlegar athugasemdir umsagn-
ar Heilbrigðiseftirlitsins varð-
andi Nýja Skerjafjörðinn en
samkvæmt HER er jarðvegurinn
á þessu svæði olíumengaður
eins og fulltrúar minnihlutans
hafa ítrekað bent á, einnig að
fyrirhuguð landfylling liggur að
verndarsvæðum. Það er óábyrgt
að keyra í gegn uppbyggingu á
svæðinu áður en jarðvegurinn
er hreinsaður og honum fargað
á réttan hátt. Tekið er fram að
stangari kröfur eru til hreins-
unar og jarðvegsskipta þar sem
olíumengun er í jarðvegi þegar
um er að ræða starfsemi fyrir
börn. Vel að merkja er engin
móttökustöð fyrir olíu-
mengaðan jarðveg í landinu.
Minnihlutinn
mótmælir
HEILBRIGÐISRÁÐ
Egill Þór
Jónsson
Framkvæmdir Hér má sjá svæðið sem til stendur að fylla upp í í Skerjafirði undir nýja hverfið og uppfyllingaráform vegna brúargerðar yfir Fossvog.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?