Morgunblaðið - 02.11.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.11.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020 ENGLAND Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Arsenal vann 1:0-sigur á Manchest- er United á Old Trafford í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Sigurmarkið skoraði fyrirliðinn Pierre-Emerick Aubameyang af vítapunktinum eftir að Paul Pogba braut klaufalega á Hector Bellerín inni í eigin vítateig. Mark Aubameyang á 69. mínútu leiksins, hans fyrsta í fimm leikjum, dugði Arsenal til að vinna sinn fyrsta deildarsigur á Old Trafford síðan 2006. Heimamenn reyndu að blása til sóknar á lokamínútunum en tókst ekki að kreista fram jöfnunarmark en leik þessara tveggja stórliða svip- aði lítið til orrusta þeirra á árum áð- ur. Eitt sinn spiluðu Manchester United og Arsenal yfirleitt um topp- sætið en í gær byrjuðu bæði lið í neðri hluta deildarinnar eftir slitr- ótta og ómerkilega byrjun beggja liða á keppnistímabilinu. Manchest- er United hefur sýnt gamalkunna takta undanfarið, liðið var frábært gegn Newcastle í deildinni, vann frækinn sigur gegn PSG í París í Meistaradeildinni og skellti svo toppliði þýsku deildarinnar, Leipzig, í síðustu viku. Enn og aftur virðast lærisveinar Ole Gunnar Solskjær taka tvö skref fram á við og svo eitt aftur á bak. Efasemdaraddirnar um hvort Norðmaðurinn sé rétti mað- urinn í starfið hverfa ekki eftir þenn- an leik, hans hundraðasta sem stjóri United, enda liðið ekki enn búið að vinna heimaleik í deildinni. Hvað Arsenal varðar var þetta langþráður sigur og rós í hnappagat Mikels Arteta sem hefur mátt þola erfiða byrjun í stjóratíð sinni hjá Lundúnaliðinu. Arsenal-menn vilja snúa aftur í Meistaradeildina og til þess þurfa þeir einmitt svona sigra en liðinu hefur gengið illa á útivelli gegn stórliðunum undanfarin ár. Bale hetja Tottenham Gareth Bale skoraði sigurmark Tottenham sem marði Brighton á heimavelli, 2:1, í lokaleik gærdags- ins. Walesverjinn sneri aftur til Tottenham að láni frá Real Madríd í haust en hann gekk til liðs við spænska stórliðið fyrir metfé sum- arið 2013. Hann skoraði 55 mörk í 203 leikjum fyrir Tottenham þar áð- ur en þetta var hans fyrsta mark á þessu tímabili. Englandsmeistarar Liverpool þurftu að hafa fyrir hlutunum þegar West Ham kom í heimsókn á Anfield á laugardaginn. Gestirnir tóku for- ystuna snemma leiks en heimamenn sneru taflinu við og að lokum reynd- ist varamaðurinn Diogo Jota hetjan er hann skoraði sigurmarkið seint í leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrir- liðabandið hjá Everton sem laut í lægra haldi gegn Newcastle á St. James Park í gær. Íslenski lands- liðsmaðurinn lék allan leikinn en gat þó ekki komið í veg fyrir að Everton tapaði sínum öðrum leik í röð, loka- tölur 2:1 fyrir Newcastle. Þá var Jóhann Berg Guðmunds- son ekki með botnliði Burnley sem tapaði 3:0 á Turf Moor gegn Chelsea. Jóhann á við smávægileg vandamál í kálfa að stríða. Fyrsti sigur Arsenal í 14 ár  Manchester United hefur enn ekki unnið leik á Old Trafford í deildinni AFP Sigurmarkið Fyrirliðinn Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki sínu fyrir Arsenal gegn Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir skoruðu báðar í frönsku knattspyrnunni um helgina. Sara skoraði fjórða mark Lyon í sannfærandi útisigri á Mont- pellier en lokatölur urðu 5:0. Skor- aði Sara þar með í öðrum leiknum í röð. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir máttu þola ósigur með Le Havre gegn Guingamp á útivelli, 2:1. Berglind skoraði markið og skoraði einnig í öðrum leiknum í röð. Hefur hún skorað þrjú í sex leikjum. Íslensk mörk í Frakklandi Morgunblaðið/Eggert Marksækin Berglind Björg Þor- valdsdóttir hefur skorað 3 mörk. Orri Freyr Þorkelsson hefur verið kallaður inn í íslenska karlalands- liðið í handknattleik en frá því var greint í fréttatilkynningu sem HSÍ sendi frá sér í gær. Orri Freyr, sem leikur með Haukum, kemur inn í hópinn í stað Bjarka Más Elíssonar, leikmanns Lemgo í Þýskalandi, sem er forfall- aður að því er segir í tilkynningu HSÍ. Margar breytingar hafa verið gerðar á hópnum síðustu daga. Ísland mætir Litháen í Laugar- dalshöll í undankeppni EM 2022 á miðvikudaginn. Bjarki ekki með gegn Litháum Ljósmynd/IHF Landsliðið Orri Freyr Þorkelsson fær óvænt tækifæri með landsliðinu. Spánn Valencia – Real Madrid ...................... 78:86  Martin Hermannsson skoraði 2 stig og tók 1 frákast hjá Valencia. Andorra – Zaragoza ....................... Frestað  Haukur Helgi Pálsson leikur með An- dorra.  Tryggvi Snær Hlinason leikur með Zaragoza. Litháen Siaulai – Juventus ........................... Frestað  Elvar Már Friðriksson leikur með Si- aulai.   Þýskaland RN Löwen – Balingen......................... 36:27  Ýmir Örn Gíslason skoraði 1 mark fyrir Löwen en Alexander Petersson er meidd- ur.  Oddur Gretarsson skoraði 5 mörk fyrir Balingen. Coburg – Magdeburg.......................... 26:28  Ómar Ingi Magnússon skoraði 5 mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist- jánsson 1. Melsungen – Nordhorn....................... 33:28  Arnar Freyr Arnarsson skoraði 2 mörk fyrir Melsungen. Guðmundur Þ. Guð- mundsson er þjálfari liðsins. Bergischer – Flensburg...................... 25:30  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson skoraði ekki. Leverkusen Blomberg-Lippe ............ 26:27  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 1 mark fyrir Leverkusen. B-deild: Bietigheim – Konstanz ................... Frestað  Aron Rafn Eðvarðsson er markvörður hjá Bietigheim. Hannes Jón Jónsson þjálf- ar liðið. Sachsen Zwickau – Kirshhof ............. 34:25 Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Sachsen Zwickau. Spánn Cisne – Barcelona................................ 27:43  Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir Barcelona. Danmörk Skjern – Aalborg ................................. 28:30  Elvar Örn Jónsson skoraði 7 mörk fyrir Skjern. GOG – SönderjyskE ............................ 35:27 Viktor Gísli Hallgrímsson varði 11 skot í marki GOG.  Sveinn Jóhannsson skoraði 8 mörk fyrir SönderjyskE. Viborg – Vendsyssel ........................... 37:19  Steinunn Hansdóttir skoraði 1 mark fyr- ir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 2 skot í marki liðsins. Noregur Drammen – Elverum .......................... 22:33  Óskar Ólafsson skoraði ekki fyrir Dram- men. Oppsal – Aker .................................... 23:x24  Birta Rún Grétarsdóttir lék ekki með Oppsal. Svíþjóð Varberg – Kristianstad ...................... 29:39  Teitur Örn Einarsson skoraði 3 mörk fyrir Kristianstad en Ólafur Andrés Guð- mundsson er meiddur. Lugi – Skövde ...................................... 27:26  Hafdís Renötudóttir kom lítið við sögu hjá Lugi. Sviss Bikarkeppni, 8-liða úrslit: St.Gallen – Kadetten............................25:28  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.   Belgíski knattspyrnumaðurinn Eden Hazard batt enda á 392 daga bið á laugardag er hann skoraði loks sitt annað mark fyrir Real Madríd í 4:1-sigri á Huesca í spænsku deildinni. Hazard kom spænsku meist- urunum í forystu í leiknum með frá- bæru marki, þrumufleyg af 30 metra færi. Real Madríd keypti Hazard fyrir 100 milljónir evra frá Chelsea á síðasta ári. Hann hefur nú skorað tvö mörk í 24 leikjum en 392 dagar liðu á milli markanna. „Ég var ánægður með að komast aftur á völlinn og skora fallegt mark,“ skrifaði Hazard á Twitter- síðu sinni en hann hefur mikið verið frá vegna meiðsla undanfarið. Barcelona gengur mjög illa og er í 13. sæti með 8 stig eftir sex leiki. Liðið er átta stigum á eftir Real sem hefur reyndar leikið sjö leiki. Barcelona tókst ekki að vinna De- portivo á útivelli og gerði 1:1 jafn- tefli. Liðið er án sigurs í fjórum síð- ustu deildarleikjum. Fyrir tveimur vikum tapaði liðið fyrir Getafe. AFP Mark Sergio Ramos fagnar Eden Hazard í leiknum á laugardaginn. Beið í nærri 400 daga eftir marki Anton Sveinn McKee heldur áfram að fara á kostum í atvinnumanna- deildinni í sundi í Búdapest í Ung- verjalandi. Hann lét sér ekki nægja að setja Norðurlandamet tvo daga í röð um síðustu helgi heldur bætti eigið Íslands- og Norðurlandamet í 200 metra bringusundi í 25 metra laug í gær. Anton synti 200 metrana á tím- anum 2:01,65 mínútum, samkvæmt frétt frá Sundsambandi Íslands. Anton varð annar í sundinu, á eftir Þjóðverjanum Marco Koch sem synti á tímanum 2:00,58. Koch á næstbesta tíma sem náðst hefur í greininni í 25 metra laug: 2:00,44 og tími hans um helgina er líklega sá fjórði besti frá upphafi en um leið besti tími ársins. Anton setti eldra Norðurlanda- metið, 2:01,73, fyrir aðeins átta dögum eða á fyrsta keppnisdegi deildarinnar. Hann synti einnig 50 metra bringusund í gær, á tímanum 26,44 sekúndum en Íslandsmetið í greininni er 26,14. þess má geta að hann synti 50 metra sundið strax eftir að hafa synt 200 metra sundið. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í síðustu viku eru aðeins sjö sundmenn í heiminum sem náð hafa betri tíma en Anton í 200 metra bringusundi í 25 metra laug. Anton er mjög nærri tíma þess sem er í 7. sæti á þeim lista. Besti tími Rússans Antons Chupkov er 2:01,57 og er frá árinu 2018. Anton Sveinn mun keppa nokkr- um sinnum í deildinni í Ungverja- landi og syndir fyrir félag frá To- ronto í Kanada. Hann æfir hins vegar að staðaldri í Virginíu í Bandaríkjunum og undirbýr sig þar fyrir Ólympíuleikana. Mögnuð frammi- staða Antons Ljósmynd/Simone Castrovillari Öflugur Anton Sveinn McKee sýnir hvað í honum býr í Ungverjalandi. Knattspyrnumaðurinn Albert Guð- mundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er hann gerði annað og þriðja mark AZ Alkmaar í 3:0-sigri á Waalwijk í hollensku úrvalsdeild- inni í gærkvöldi. Íslenski landsliðsmaðurinn skor- aði tvö mörk á fimmtudaginn var í 4:1-stórsigri á Rijeka frá Króatíu í Evrópudeildinni og hélt uppteknum hætti í gær. Hann spilaði allan leik- inn í liði AZ sem vann sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu en liðið gerði jafntefli í fyrstu fimm viður- eignum sínum. Albert er nú búinn að skora þrjú deildarmörk á leiktíð- inni en hann skoraði líka í síðasta deildarleik, 2:2-jafntefli gegn Den Haag, og hefur því skorað í þremur leikjum í röð. Albert með tvennu annan leikinn í röð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.