Morgunblaðið - 02.11.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN
Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR.
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
Hrekkjavökuvika
í Sambíóunum
Sjáðu nokkrar að frægustu Hrollvekjum allra tíma
Það er löngu orðið ljóst aðárið 2020 er ekkert venju-legt ár. Í venjulegu áriþegar út koma góðar plöt-
ur fá þær athygli því hægt er að
kynna þær almennilega, til dæmis
með lifandi flutningi. Í ár er því
öðruvísi farið og eiginlega bara
happa og glappa hvort það næst að
leika á tónleikum. Í upphafi hvers
árs á Íslandi er svo veðrið alls kyns
og það var einmitt eitthvað að
stríða okkur síðasta janúar. Svo
kom bara kófið og setti strik sitt í
reikninginn.
Tónlistarmaðurinn Benni Hemm
Hemm náði að gefa út breiðskífu
31. janúar á þessu ári og hélt út-
gáfutónleika sama dag, rétt áður en
allt svo gott sem skall í lás. Í apríl
bætti hann um betur og sendi frá
sér þröngskífuna Thank You Satan
en í millitíðinni kom út tónlist hans
úr leikritinu
Skarfi. Það er
sem sagt nóg af
tónlist, en skort-
ur á lifandi flutn-
ingi. Þess vegna
er vel þess virði
að benda á góðar
plötur í þeirri von að þær fái meiri
byr undir báða vængi.
Það er vert að minnast fyrst á
textagerðina á KAST SPARK
FAST, en hún er einhvern veginn
bæði fallega ljóðræn og frjáls, og
full af leikgleði. Hana ber að taka
alvarlega án þess að hún sé endi-
lega of hátíðleg. Upp í hugann
koma íslenskir tónlistarmenn frá
ýmsum tímum sem einnig hafa
hlustað á eigin rödd og samið í
hennar anda. Dr. Gunni, múm,
Megas og Risaeðlan hafa leyft sér
að bulla svolítið og leika sér, en
undir leiknum felast oft djúpar og
sammannlegar pælingar. Hver
kannast ekki við að spyrja sig ótal
spurninga og hafa engin svör og
enda á að verða alveg ringlaður?
Benedikt gengst við þessari ringlun
og hún er falleg og sönn. Ringlun
hans er kjarni sköpunarinnar, bæði
í textagerð og í sjálfum tónsmíð-
unum.
Ef textarnir eru leikandi og
stundum bara endurtekin
setningabrot og klifanir (eins og
til dæmis má heyra í „Hef aldrei“
og í upphafslaginu „Bar kar“)
innihalda lögin síst minni leikgleði.
Mér tókst að telja mig í gegnum
„Klessir á SÁÁ“ og það er í 15/16
sem skapar einstaklega óvenjulegt
og flott „hökt“ í lagasmíð, en það
gengur fullkomlega upp. Fyrr-
nefnt „Hef aldrei“ er í 5/4 og með
alveg ljómandi skemmtilegu gít-
arriffi og villtum saxófónum sem
gætu auðveldlega verið í Roxy
Music-lagi. Í laginu „Niðursetn-
ingar“ eru radd-tilraunir í anda
Butthole Surfers, og í sumum ró-
legri og dularfyllri lögunum varð
mér einhverra hluta vegna hugsað
til hins breska Roberts Wyatts,
sem hefur svo sannarlega farið
sínar eigin leiðir, en hann hefur
starfað og gefið út tónlist sem
bæði er progg- og djassskotin. Það
sama mætti segja um þessa plötu
Benna Hemm Hemm, sem er und-
ir áhrifum frá hinu og þessu svo
útkoman er grípandi án þess að
vera klisjukennd. Þarna eru
blásturshljóðfæri og ómstrítt rokk.
Drón og djass. KAST SPARK
FAST er ein af þessum plötum
sem hægt er að hlusta á aftur og
aftur og alltaf heyrir maður eitt-
hvað nýtt. Hún einfaldlega má
ekki týnast þótt árið sé skrýtið.
Hún er allt of góð til þess.
Ljósmynd/BIG
Fullt hús Hver kannast ekki við að spyrja sig ótal spurninga og hafa engin
svör og enda á að verða alveg ringlaður? spyr gagnrýnandi og gefur breið-
skífu Benna Hemm Hemm, KAST SPARK FAST, fimm stjörnur í einkunn.
Sköpun sem fer sínar eigin leiðir
Popp
Benni Hemm Hemm – KAST SPARK
FAST bbbbb
Öll lög og textar eftir Benedikt H. Her-
mannsson nema DAVÍÐ 51, sem er Dav-
íðssálmur nr. 51. Hljóðfæraleikur, söng-
ur og upptökustjórn: Benedikt H.
Hermannsson. Aðrir flytjendur: Tumi
Árnason, saxófónn; Elsa Kristín Sigurð-
ardóttir, kornett; Níels Rúnar Gíslason,
víóla; Ingibjörg Elsa Turchi og Margrét
Arnardóttir, söngur. Arnar Guðjónsson
hljóðblandar og hljómjafnar plötuna.
Myndir á umslagi eru úr myndbandi við
lagið MIKLABRAUT sem Frosti Jón Run-
ólfsson leikstýrði og tók upp.
Alda gefur út, 2020
RAGNHEIÐUR
EIRÍKSDÓTTIR
TÓNLIST
Yfir bænum heima er hug-ljúf saga af unglings-stúlkunni Ástu og fjöl-skyldu hennar á Seyðis-
firði, rólegu lífi þeirra sem
kollvarpast þegar seinni heims-
styrjöldin er skyndilega mætt í
fjörðinn þeirra.
Bókin er um margt áhugaverð
og ef lesandinn
vissi ekki betur
gæti hann vel
trúað því að
hann hefði tekið
upp einhvers
konar ævisögu
eða heimildarit
frekar en skáld-
skap.
Bókin er
þannig nokkuð raunveruleg, alla
vega fyrir lesanda sem ekki lifði á
stríðsárunum, og er auðvelt að
ímynda sér að höfundur segi nán-
ast satt og rétt frá öllu sem fram
fór í lífi seyðfirskrar fjölskyldu á
þessum tíma. Það er því ljóst að
Kristín Steinsdóttir, höfundur
bókarinnar, þekkir sögur af at-
burðum fimmta áratugarins vel
sem og Seyðisfjörð sjálfan, eins og
hún gerir grein fyrir í inngangi
bókarinnar.
Það tók mig dágóðan tíma að
lesa bókina þar sem í hana vantar
alla spennu. Þrátt fyrir að sagan
sé indæl og jafnvel nokkuð
skemmtileg tókst höfundi því mið-
ur ekki að skapa neina eftir-
væntingu eftir því sem gerist
næst. Dagarnir líða hjá á síðum
bókarinnar og þótt sum atriði inn-
an bókarinnar veki tilfinningar er
eftirvænting ekki þeirra á meðal.
Þá eru persónur bókarinnar
margar og er sagan sögð út frá
sjónarhorni þeirra, þótt sögumað-
urinn sé ekki alvitur. Persónurnar
eru allar fremur einfaldar og fær
lesandinn aldrei að kynnast þeim
almennilega og sér á flestum
þeirra einungis eina hlið. Þessi að-
ferð höfundar, að leyfa lesand-
anum einungis rétt að tipla á yfir-
borði persónanna, setur söguna
samt sem áður að einhverju leyti í
samhengi við tímann sem hún ger-
ist á, tíma þar sem fólk sparaði
það að hella úr sínum tilfinninga-
skálum eins og frekar þekkist í
dag.
Höfundi tekst sérstaklega vel að
staðsetja lesandann á stríðsárun-
um á Seyðisfirði og að einhverju
leyti fræða hann um þann veru-
leika sem mætti venjulegu fólki á
þeim tíma, þrátt fyrir að um
skáldsögu sé að ræða. Ekki veitir
af, enda fækkar sífellt þessu
venjulega fólki sem gekk í gegn-
um þá umbrotatíma í íslensku
samfélagi.
Heimildarit eða skáldskapur?
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höfundurinn „Höfundi tekst sérstak-
lega vel að staðsetja lesandann á
stríðsárunum á Seyðisfirði,“ segir
rýnir um sögu Kristínar Steinsdóttur.
Skáldsaga
Yfir bænum heima
bbbnn
Eftir Kristínu Steinsdóttur.
Vaka-Helgafell, 2020. 317 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR