Morgunblaðið - 10.11.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 10.11.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Jóhann Ólafsson Ragnhildur Þrastardóttir Fimm létust vegna Covid-19 á Land- spítala um helgina og alls hafa þá 13 látist í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Eru það þremur fleiri en létust í fyrstu bylgju faraldursins. Alls hafa 23 látist af völdum veir- unnar hér á landi. Tíu andlátanna í yf- irstandandi bylgju tengjast hópsmiti sem kom upp á Landakoti, en greint var frá því í gær að það yrði tilkynnt til Landlæknis sem alvarlegt atvik. 16 greindust með veiruna innan- lands á sunnudag en einungis tveir þeirra voru utan sóttkvíar við grein- ingu. Við landamærin voru greind fimm virk smit á sunnudag og tveir bíða mótefnamælingar. 75 voru í gær á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þrír þeirra á gjörgæslu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspít- ala, sagði á upplýsingafundi almanna- varna í gær að hann gerði ráð fyrir því að hægt væri að færa spítalann af neyðarstigi vegna veirunnar yfir á hættustig síðar í vikunni. Páll sagði enn fremur að athugun á hópsmiti á Landakoti hefði verið viða- meiri en talið var í fyrstu en hann hafði gert ráð fyrir niðurstöðu úr þeirri athugun í byrjun vikunnar. Hann sagði drög skýrslu tilbúin en hún yrði í framhaldi rýnd með al- mannavörnum og síðan skilað til landlæknis. Í kjölfarið á athuga- semdum þaðan verði skýrslan kynnt starfsfólki og síðar almenningi. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir reiknar með því að skila í vik- unni tillögum til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir sem taka munu gildi 18. nóvember. Tíu manna samkomubann er í gildi en Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að fara yrði hægt í tilslakanir til að veiran bloss- aði ekki upp aftur. Þórólfur skorar á fólk að fara áfram eftir reglum og leiðbeiningum en þannig verði hægt að halda góða aðventu og jól. Barn í leikskólanum Pálmholti á Akureyri greindist með veiruna á laugardag. Af þeim sökum þurfa 40 börn af tveimur deildum, sem voru innan sama sóttvarnarhólfs á föstu- dag, að vera í sóttkví til 20. nóvember. Sóttkvíin nær einnig til tíu starfs- manna leikskólans. Sýnataka hjá þeim sem eru í sóttkví verður næst- komandi föstudag. Að öðru leyti var leikskólastarf hefðbundið í Pálmholti í gær. Landspítalinn af neyðarstigi síðar í vikunni  Fimm létust um helgina vegna Covid  16 smit á sunnudag og 14 í sóttkví Kórónuveirusmit á Íslandi Fjöldi andláta í viku 12 til 16 Fjöldi andláta frá viku 42 5.101 staðfest smit H ei m ild : c ov id .is 75 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu 16 ný inn an lands smit greindust 8. nóvember 367.577 sýni hafa verið tekin Nýgengi innanlands 8. nóvember: 142,1 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa Nýgengi, landamæri: 15,5 14 daga nýgengi 1.046 eru í skimunar-sóttkví1.060 einstaklingar eru í sóttkví 621 eru með virkt smit og í einangrun 1 1 4 2 2 16.-22. mars 23.-29. mars 30. mars - 5. apríl 6.-12. apríl 13.-19. apríl 1 5 7 12.-18. okt. 19.-25. nóv. 26. okt. - 1. nóv. 2.-8. nóv. 9.-15. nóv. 23 einstaklingar eru látnir Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það er alveg ljóst að það þarf að skýra þetta betur svo engin álita- efni séu uppi um það. Það er verið að vinna að því,“ segir Stefán Ei- ríksson útvarps- stjóri RÚV. Vís- ar hann þar til mats fjölmiðla- nefndar á því hvort RÚV hafi uppfyllt al- mannaþjónustu- hlutverk sitt á árinu 2018, en í matinu kom fram að athugasemd væri gerð við hvernig RÚV skil- greinir kaup sín af sjálfstæðum framleiðendum. RÚV er skylt samkvæmt lögum að verja 10% af heildartekjum til kaupa eða meðframleiðslu á efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Á árinu 2018 var umrætt hlutfall 13,24%, og var stór hluti greiðslna til verktaka. Samkvæmt lista yfir kaup RÚV af sjálfstæðum framleið- endum voru verktakagreiðslur til dagskrárgerðarfólks, framleiðenda og myndatökumanna hjá RÚV meðal þess sem talið var til kaupa af sjálfstæðum framleiðendum. Aðspurður segir Stefán að ekki sé óeðlilegt að aðilar líti málið mis- munandi augum. „Ég held að það sé ekkert óeðlilegt að það séu uppi mismunandi sjónarmið um hvernig þetta á að vera. Það er ekki alveg fullkomið samræmi milli gamla þjónustusamningsins og svo lag- anna um það hvernig sjálfstæðir framleiðendur eru skýrðir. Í samn- ingnum getur fleira fallið þar und- ir,“ segir Stefán. Hafa greitt umfram viðmið Samtök iðnaðarins hafa ítrekað vakið athygli á málinu, en samtökin telja að vegið sé að hagsmunum kvikmyndagreinarinnar. Þá nemi fjárhæðirnar hundruðum milljóna. Að sögn Stefáns er ljóst að koma verður í veg fyrir sambærileg álitaefni í nýjum þjónustusamn- ingi ríkisins og RÚV. Þó skipti mestu máli að stofn- unin hafi greitt umfram fyrr- nefnt viðmið til sjálfstæðra framleiðenda. „Aðalatriðið er að RÚV hefur greitt umfram viðmiðið. Þetta eru það fá tilfelli að það breytir ekki stóru mynd- inni.“ Morgunblaðið/Eggert RÚV Fjölmiðlanefnd gagnrýndi RÚV í mati. Útvarpsstjóri segir ekki óeðlilegt að skiptar skoðanir séu á málinu. Misræmi milli laga og þjónustusamnings  Skýra verður betur ákvæði um sjálfstæða framleiðendur „Þessi samningur er mjög loð- inn. Það verður að skerpa á þessu enda kemur þetta illa við framleiðendur sem eru að berjast við að halda sér á lífi,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður um túlkun RÚV á greiðslum til sjálfstæðra framleiðenda. Aðspurður segir hann erfitt að átta sig á hversu mikið fer til fólks innan stofnunarinnar. „Að rýna í bókhald RÚV er bara ekki nóg, en þessi peningur fer auðvitað allt- af út. Að semja við innan- búðarfólk kemur alveg í sama stað niður fyrir stofnunina,“ segir Friðrik og bætir við að mikilvægt sé að skerpt verði á um- ræddu ákvæði í nýjum þjónustu- samningi ríkisins og RÚV. Skerpt verði á ákvæðinu LOÐINN SAMNINGUR Friðrik Þór Friðriksson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúi á hjúkrunarheimili sem greiðir tæpar 71 þúsund kr. sem kostnaðar- þátttöku til heimilisins á mánuði heldur eftir tæplega 51 þúsund kr. til eigin þarfa. 71 þúsund er einmitt meðalupphæð sem þeir heimilis- menn sem á annað borð greiða til ríkisins vegna dvalar á hjúkrunar- og dvalarheimilum þurfa að borga. Yfir 40% íbúanna eru með það lágar tekjur að þeir borga ekkert og þeir tekjulægstu fá dagpeninga frá rík- inu. Í tilbúnu dæmi í meðfylgjandi grafi sem miðast við meðalgreiðand- ann er gert ráð fyrir að hann hafi lið- lega 157 þúsund kr. í greiðslur úr líf- eyrissjóði og 25 þúsund kr. í fjármagnstekjur á mánuði. Af 182 þúsund kr. heildartekjum fara 131.500 krónur til ríkisins í formi skatta og kostnaðarþátttöku og við- komandi heldur eftir tæpu 51 þús- undi, ef marka má reiknivél á vef Tryggingastofnunar ríkisins. Ef þetta er reiknað yfir á heilt ár sést að kostnaðarþátttakan er 851 þúsund og skattar 727 þúsund og viðkomandi heldur eftir tæpum 610 þúsund kr. yfir árið. Taka verður fram að hjúkrunarheimilið greiðir mat, hjúkrun og lyf fólksins sem þar býr. Íbúar getur notað ráðstöfunar- tekjur til persónulegra útgjalda. Heldur eftir 51 þúsundi Ráðstöfunartekjur íbúa á hjúkrunarheimili Tilbúið dæmi um meðalgreiðanda Á mánuði Á ári Tekjur úr lífeyrissjóði 157.320 1.887.840 Fjármagnstekjur 25.000 300.000 Tekjur samtals 182.320 2.187.840 Afdregin staðgreiðsla -60.625 -727.499 Kostnaðarþátttaka íbúa á hjúkrunarheimili -70.894 -850.728 Ráðstöfunartekjur íbúa 50.801 609.613 Heimild: Tryggingastofnun og reiknivél TR 157.320 kr. 25.000 -60.625 kr. -70.894 kr. 50.801 kr. ráðstöf- unartekjur  Íbúar greiða fyrir hjúkrunarheimili Stefán Eiríksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.