Morgunblaðið - 10.11.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Nú fástSnickers vinnuföt í
Mikið úrval af öryggisvörum
Í nýjasta hefti Þjóðmála er viðtalvið Heiðrúnu Lind Marteins-
dóttur, framkvæmdastjóra SFS, þar
sem rætt er um átök um fiskveiði-
stjórnarkerfið hér á landi og ítrek-
aðar og vanhugs-
aðar hugmyndir um
að brjóta það upp.
Svo segir HeiðrúnLind: „Við höf-
um þó mjög nærtæk
og nýleg fordæmi
fyrir neikvæðum
áhrifum umbyltinga í fisk-
veiðistjórnunarkerfi. Árið 2007
gáfu Færeyingar það út að þeir ætl-
uðu að innkalla allar aflaheimildir
árið 2017 og bjóða þær út. Á þessu
tíu ára tímabili í færeyskum sjávar-
útvegi kom ekki eitt nýtt skip inn í
flotann. Það var engin fjárfesting í
atvinnugreininni því að menn vissu
ekki hvað myndi gerast árið 2017.
Það ár fóru Færeyingar í uppboðen í dag hafa þeir horfið frá
því. Þeim tókst ekki að skapa sátt-
ina með uppboðunum. Uppboðin
skiluðu í einhverjum tilvikum aukn-
um tekjum til ríkissjóðs. Niður-
staðan var þó sú að stóru aðilarnir
keyptu mest og það var engin nýlið-
un, sem var nú ein af megin-
ástæðum þess að fara þessa upp-
boðsleið.“
Heiðrún Lind bendir á að upp-boðin auki samþjöppun, sem
sé augljóst því að sá hafi alltaf „for-
skot sem hefur þekkingu og
reynslu, tækin sem þarf, markaðs-
aðganginn og fjármagnið umfram
þann sem ætlar að koma nýr inn í
greinina og fara að keppa á upp-
boðum“.
Þá hafi færeyskir sjómenn orðiðfyrir vonbrigðum því að þeir
hafi fengið „lægri laun þar sem auk-
ið fjármagn fór í að greiða fyrir
aflaheimildir á uppboðum“.
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
Víti til varnaðar
í Færeyjum
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Matvælastofnun er að vinna áætlun
um skimun minka fyrir kórónuveiru-
smiti. Verður hafist handa við sjálfa
skimunina einhvern næstu daga, að
sögn Sigríðar Gísladóttur, sérgreina-
dýralæknis hjá Mast.
Ástæða skimunarinnar er stökk-
breytt afbrigði kórónuveiru í minkum
á búum í Danmörku sem leiddi til
þess að öllum minkum í landinu verð-
ur slátrað og gripið til umfangsmikilla
ráðstafana til að draga úr hættu á út-
breiðslu á loðdýrasvæðum. Ekki er
grunur um að smit hafi komið upp á
minkabúum hérlendis.
Pelsun er að hefjast
Hér verða tekin sýni af minkum á
öllum minkabúum landsins en þau
eru alls níu. Sýnin verða tekin úr dýr-
um sem hafa verið aflífuð en pelsun er
einmitt að hefjast um þessar mundir.
Sýnin verða greind á Tilraunastöð
Háskóla Íslands í meinafræði á Keld-
um. Notuð verður svokölluð PCR-
greining, sú sama og notuð er við
greiningu smits hjá fólki. Telur Sig-
ríður að niðurstöður muni liggja fyrir
fljótt eftir að sýni verða tekin til
greiningar á Keldum.
Hér á landi eru nú níu minkabú, sjö
á Suðurlandi, eitt á höfuðborgarsvæð-
inu og eitt í Skagafirði.
helgi@mbl.is
Undirbúa skimun á minkabúum
Nokkrir tugir sýna verða teknir úr af-
lífuðum dýrum Sýni greind á Keldum
AFP
Ráðstafanir Verið er að slátra öll-
um dýrum á dönskum minkabúum.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Skortur hefur verið á gúrkum hér á
landi undanfarna tvo mánuði. Í flest-
um verslunum hafa nær engar ís-
lenskar gúrkur verið á boðstólum.
Þetta segir Guðmundur Marteins-
son, framkvæmdastjóri Bónuss.
„Það hefur verið landlægur skort-
ur í tvo mánuði. Skýringin sem við
fáum er útskipti á plöntum garð-
yrkjubænda. Hins vegar er gert ráð
fyrir að framboðið verði nægilegt
um 20. nóvember. Í framhaldinu á
síðan ekki að slitna upp úr þessu,“
segir Guðmundur og bætir við að
eitthvað hafi verið flutt inn af er-
lendum gúrkum. Verslunin hafi þó
reynt að selja innlenda framleiðslu.
Aðspurður segir hann að fjöl-
margar kvartanir hafi borist. „Við
erum að fá alveg helling af kvört-
unum og skammirnar lenda hjá okk-
ur. Að okkar mati hefði sölufélagið
mátt standa sig betur í upplýsinga-
gjöfinni. Þetta er auðvitað bagalegt
enda eiga gúrkur alltaf að vera til.
Það er þó ljós í myrkrinu þar sem
þetta er að komast í lag.“
Landlægur skortur á
gúrkum í tvo mánuði
Skýringin sögð vera útskipti á plöntum
Skortur Erfitt hefur verið að nálgast íslenskar gúrkur í verslunum.