Morgunblaðið - 10.11.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 10.11.2020, Síða 11
sóknar, aðalsafnaðarfundi Hvann- eyrarsóknar, sóknarnefnd Lundar- sóknar og sóknarnefnd Bæjarkirkju. Þar hafi ýmist verið bókaðar stuðn- ingsyfirlýsingar eða bókað að fólk sé ekki mótfallið sameiningu. Í Hvanneyrarprestakalli eru fjór- ar kirkjur, Hvanneyrarkirkja, Bæj- arkirkja, Lundarkirkja og Fitja- kirkja. Ekki er vitað hvenær kirkja var fyrst reist á Hvanneyri en elsti máldagi hennar sem varðveist hefur er frá árinu 1257. Kirkjan sem nú stendur á Hvanneyri var vígð hinn 15. október 1905 og var hún teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni. Síðasti prestur á Hvanneyri var séra Flóki Kristinsson. Hann hætti fyrir nokkru og hefur séra Geir í Reyk- holti þjónustað Hvanneyri síðan þá. Kirkjur hafa staðið í Reykholti frá upphafi kristni. Breiðabólstaðargoð- ar byggðu þar kirkjur og fimm þeirra voru prestar þeirra, þar til sóknin var seld Snorra Sturlusyni árið 1206. Tvær kirkjur eru nú í Reykholti. Reykholtskirkja eldri sem reist var árið 1886 og Reykholtskirkja yngri sem vígð var árið 1996. Uppbygging nýrrar kirkju með áföstu Snorra- safni og fræðasetri hófst 1988. Eldri kirkjan hefur verið í vörslu Þjóð- minjasafns Íslands síðan 2001. Morgunblaðið/Golli Reykholtskirkja yngri Kirkja og Snorrastofa setja sterkan svip á Reykholt. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020 STOFNAÐ 1956 Mark30 plus skrifstofustóll 7.418 kr. án arma 5.706 kr. með örmum TILBOÐ % afsláttur 6 7 0 Verð Verð 3 Mjúk hjól Hæðarstilling á baki Armar hæða- og dýptarstillanlegir, fæst með og án arma Pumpa í baki, stillir stuðning við mjóhrygg Hallastilling á baki Hæðarstilling setu og baks Samhæfð stilling setu og baks fylgir hreyfingu notandans Dýptarstilling á setu Hægt að stilla stífleika setu og baks eftir þyngd notanda Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Einnig til í bláu SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Aðstæður hér í Grindavík, sjáv- arbyggð fyrir opnu hafi, bókstaf- lega kröfðust þess að hægt væri að bregðast við slysum við sjóinn. Árið 1930 var þörfin mikil og er enn, þótt aðstæður hafi breytst. Starf- semin okkar er meðal mikilvægra innviða samfélagsins,“ segir Bogi Adolfsson, formaður Björgunar- sveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Þess er minnst nú að 90 ár eru frá stofnun Þorbjörns sem er meðal þeirra deilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem lengsta sögu á. Í tilefni tímamóta hefur fjöldi mynda úr starfi sveitarinnar – gamalla sem nýrra – verið birtur á sam- félagsmiðlum en mannamót bíða um sinn. Runnu sjóslysin til rifja „Grindvíkingum runnu sjóslysin til rifja. Í rennunni hér úti fyrir hafnarmynninu þurfti að fara í gegnum þröngt sund og fram hjá boðum sem stundum tókst ekki. Fjöldi báta ýmist strandaði hér eða fórst og oft varð mannskaði. Flug- línutæki sem björgunarsveitin fékk og var öðrum þræði stofnuð um sönnuðu fljótt gildi sitt,“ segir Bogi. Slysavarnadeildin Þorbjörn var stofnuð 2. nóvember 1930. Um fimm mánuðum síðar, 24. mars 1931, standaði franskur togari, Cap Fagnes, við Hraunshverfi skammt austan Grindavíkur. Til voru kall- aðir björgunarsveitarmenn sem þarna notuðu í fyrsta sinn á Íslandi fluglínutækin. Línan, sem skotið var úr landi, náði í togarann í fyrstu atrennu og þannig tókst að bjarga áhöfninni í land, alls 38 manns. Fleiri atvik þessu lík komu ekki löngu seinna og árið 1947 var sérstök björgunarsveit stofnuð inn- an Þorbjörns. Á 90 árum hafa björgunar- sveitarmenn í Grindavík unnið kraftaverk með fluglínutækjum. „Nákvæm tala þeirra sem sveitin hefur bjargað er 233 manns,“ sagði Bogi þegar hann sýndi blaðamanni björgunarmiðstöðina í Grindavík. Þar eru á veggjum myndir úr starfinu á ýmsum tímum, meðal annars af strandi skipa og björg- unaraðgerðum við erfiðar að- stæður. Í dag eru í björgunarsveit Þor- björns starfandi um 60 félagsmenn. Um helmingur þeirra er virkur í starfi og á útkallslista. Slysavarna- deildin Þórkatla er öflug og sinnir meðal annars forvörnum og fjáröfl- unarstarfi. Þá er starfandi ung- lingadeild og eru nemendur í efstu bekkjum grunnskólanna í Grinda- vík þar virkir. „Í unglingadeild læra krakkarnir skyndihjálp, mikilvæg atriði í úti- vist og fjallamennsku, fá að prófa sig við sjóinn, fara í ferðalög og fleira. Nokkur úr þessum hópi skila sér alltaf í björgunarsveitina og til þess er leikurinn líka að hluta til gerður,“ segir Bogi. „Sjálfur kom ég inn í þetta starf fyrir um 20 ár- um, þá liðlega tvítugur og fann mig strax. Hef ánægju af útivist, verk- efnin eru fjölbreytt, félagsskap- urinn fínn og því fylgir góð tilfinn- ing að finna að starfið skiptir bæjarfélagið miklu máli.“ Í flota björgunarsveitarinnar Þorbjörns eru þrír stórir bílar, harðbotna björgunarbátur, tveir slöngubátar og jafnmörg fjórhjól og svo mætti áfram telja. Við bryggju er björgunarskipið Oddur V. Gíslason og hefur útgerð þess margsannað gildi sitt. Með betri bátum, öruggari innsiglingu í Grindavík og þjálfun sjómanna hef- ur verkefnum við sjóinn þó fækkað, en þess í stað komið útköll til landsins, svo sem aðstoð við ferða- fólk. Útgerðin er öflugt bakland „Við erum vel sett miðað við margar aðrar björgunarsveitir á landinu hvað varðar tæki. Útgerð- arfélögin hér í Grindavík og stétt- arfélög sjómanna í bænum standa mjög þétt að baki okkur og eru öfl- ugt og mikilvægt bakland. Lions- klúbburinn og fleiri hafa einnig komið myndarlega að málum. Svo þarf alltaf nýjan búnað og efst á óskalista nú eru fleiri drónar og hitamyndavél og vonandi fæst þetta fljótlega,“ segir Bogi Adolfs- son að síðustu. Björgunarsveit fyrir opnu hafi  Þorbjörn í Grindavík er 90 ára  Öflugt starf  Hafa bjargað 233 sjómönnum með fluglínutækj- um  Starf sem skiptir bæjarfélagið miklu máli  Góður tækjakostur og mikilvægir bakhjarlar Ljósmynd/Otti Rafn Sigmarsson Aðgerðir Bátaflokkurinn úr Grindavík við leit á Þingvallavatni fyrir nokkrum misserum. Björgun Skúmur GK strandaði við Hópsnes 3. febr- úar 1987. Fréttin er úr Mbl. Myndina tók RAX. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Strand Jón Baldvinsson RE við Reykjanes 29. mars 1955. Sveitin úr Grindavík bjargaði öllum skipverjunum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Formaður Fann mig í starfinu, segir Bogi Adolfsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.