Morgunblaðið - 10.11.2020, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020
✝ Maríus Theo-dór Arthúrs-
son, fv. sjómaður
og vörubílstjóri,
síðar fisksali í
Kópavogi í 25 ár,
fæddist í Sóleyj-
artungu á Akra-
nesi 30. ágúst
1924. Hann lést á
dvalarheimilinu
Höfða Akranesi
29. október 2020.
Foreldrar hans voru Arthúr
Eyjólfsson, sjómaður á Akra-
nesi og flokksstjóri hjá
Vegagerðinni í mörg sumur,
f. 14. jan. 1900, d. 1. nóv.
1978, og kona hans Guðrún
Jónsdóttir húsfreyja, f. í
Hafnarfirði 2. mars 1891, d.
12. apríl 1981.
urbjörg Þorvarðardóttir. Þau
eiga fjögur börn; Þórdísi,
Unni Maríu, Harald Hrannar
og Hörpu Melsteð, og tíu
barnabörn. 2) Guðrún Adda,
f. 28. feb. 1948. Maður henn-
ar er Sigurjón Sigurðsson.
Þau eiga þrjú börn; Maríus,
Sigurð og Jónellu, tíu barna-
börn og þrjú barnabarna-
börn. 3) Steinunn Þórdís, f.
16. apríl 1957. Maður hennar
er Finnbogi Hannesson. Þau
eiga fjögur börn; Hannes,
Hauk Þór, Helga Mar og
Heklu Mjöll, og tvö barna-
börn.
Maríus og Þórdís fluttu frá
Akranesi í Kópavog 1968.
Maríus verður jarðsunginn
frá Akraneskirkju í dag, 10.
nóvember 2020, klukkan 13.
Streymt verður frá útförinni
á vef Akraneskirkju. Stytt
slóð á streymið:
https://tinyurl.com/y3xzvbaf
Virkan hlekk á streymið er
einnig að finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Systkini Marí-
usar sammæðra,
Jónssynir, voru
Gísli f. 15. sept.
1914, og Karl Dið-
rik, f. 31. mars
1919, fórst af
slysförum. Sam-
feðra systkin voru
Eyjólfur, f. 7. feb.
1926, Jóna Guðný,
f. 14. ágúst 1927,
Gerða Jónfríður,
f. 26. sept. 1928, og Fanney
Dagmar, f. 15. júlí 1930. Þau
eru öll látin.
Maríus kvæntist 7. júní
1947 Þórdísi Sólmund-
ardóttur, f. 19. sept. 1927, d.
4. nóv. 2014. Börn þeirra eru:
1) Sólmundur Þormar, f. 12.
feb. 1947. Kona hans er Sig-
Nú er hann faðir minn fallinn
af þeirri lífsins braut sem hann
fetaði. Hann gerðist vörubíl-
stjóri ungur, 22 ára, þegar hann
eignaðist sinn fyrsta vörubíl og
gekk í vörubílstjórafélagið
Þrótt á Akranesi. Fyrir þann
tíma var hann til sjós, tók vél-
stjóraréttindi sem gögnuðust
honum til vélstjórnar á öllum
almennum fiskibátum þeirra
tíma. Þegar hann gerðist at-
vinnubílstjóri var aðalvinna
hans á sumrin akstur við vega-
gerð, allt frá Botnsá í Hvalfirði
að Hvítárbrú. Föðurbróðir hans
var vegavinnuverkstjóri á þessu
svæði og faðir hans flokkstjóri.
Móðir mín sá um matseld fyrir
Vegagerðina á sumrin og var ég
alltaf með. Allur flutningur á
vinnumönnum til og frá vinnu-
stað um helgar var þannig að
pabbi setti boddí á pallinn til að
flytja þá. Boddíið var oft notað
þegar vinir og frændfólk fóru í
berjamó og ferðalög. Það var
ekki almennt að menn ættu
drossíur á þessum tíma. Vöru-
bílarnir sem pabbi átti voru að-
alfarartæki heimilisins míns
fyrstu 20 árin og fékk ég þá oft
lánaða á rúntinn. Það kom oft
fyrir að ég keyrði afa í kinda-
kofann sem var rétt utan við
bæinn áður en ég fékk bílpróf.
Pabbi og afi byggðu kindahús í
göngufæri frá heimilinu, það
var alltaf til nóg kjöt allt árið,
fiskinn fengu þeir af bátunum.
Pabbi var alltaf duglegur að
framfleyta fjölskyldunni. Við afi
og pabbi fórum tvisvar til þrisv-
ar sinnum á vori í Akrafjall að
tína veiðibjölluegg, sem mér
þóttu þá mjög góð. Pabbi var
ekki mikið fyrir bókalestur,
hann hafði mikinn áhuga á allri
stangveiði í ám og vötnum, t.d.
Skorradalsvatn var hans yndi.
Þar var hann í sveit sem
krakki, föðuramma hans, Hall-
bera, var ættuð þaðan. Í
Skorradalsvatni veiddi pabbi þá
stærstu bleikju sem veiðst hafði
í heiminum á stöng 1965, á veið-
arfæri frá ABU í Svíþjóð og
fékk mikil verðlaun fyrir. Fót-
bolti og spilamennska áttu hug
hans allan. Hann spilaði fé-
lagsvist 3-4 sinnum í viku og
tók oft verðlaun. Sleppti ekki
leik hjá ÍA í áratugi, spilaði
sem unglingur með knatt-
spyrnufélaginu Kára á Akra-
nesi, þar setti hann mig á fé-
lagsskrá mjög ungan.
Manchester United var hans
breska aðallið. Honum var gef-
inn miði á leik Manchester
United og West Ham í Man-
chester á 90 ára afmælinu sem
honum fannst ógleymanleg
ferð. Þegar móðir mín var á
Dvalarheimilinu Skógarbæ síð-
ustu þrjú ár ævi sinnar heim-
sótti pabbi hana á hverjum
degi, sem sýnir tryggðina sem
hann bar til hennar.
Elsku pabbi, hvíldu í friði.
Sólmundur.
Elsku pabbi, minningarnar
hrannast upp nú við andlát þitt
sem kom mjög snöggt þó svo þú
værir orðinn 96 ára, hress karl
og þótt kraftarnir í fótunum
væru búnir þá var ég viss um
að þú yrðir 100 ára.
Ég rifja upp barnæsku mína,
skemmtilega, ljúfa og góða, ég
alltaf á eftir þér sitjandi í fangi
þínu hlustandi á sögur því alltaf
voru gestir í heimsókn og þá
fékk ég að sötra með ykkur
kaffi með molasykri sem ég
elskaði, þú að æfa mig í hlaupi,
kenna mér að hjóla, ég fékk að
elta þig um allt, sitja í vörubíln-
um hjá þér og fá að stýra, fara í
róður að vitja um rauðmaga og
grásleppunetin, sitja uppi á
bjóðunum þegar þú varst að
beita línu hlustandi á ykkur
trillukarlana, stússast í kindun-
um ykkar afa, spila við ykkur
mömmu á kvöldin, sniglast í
kringum þig þegar þú varst að
gera við vörubílinn á Danna-
verkstæði, já svo sannarlega
voru uppeldisárin mín ljúf og
endalausar uppsprettur ævin-
týra og minninga og ætla ég að
ylja mér við þær um ókomin ár.
Takk fyrir allt pabbi minn.
Þín dóttir,
Guðrún Adda.
„Hvað segirðu nafni“ er
kveðjan sem mætti mér venju-
lega frá afa þegar við hittumst.
Alltaf hress og hafði áhuga á
og vildi ræða hvað við barna-
börnin værum að bralla og
seinna barnabarnabörnin. Fyrr
á þessu ári varð ég svo lán-
samur að eignast barnabarn
sjálfur og skil enn betur að
hamingja og velgengni fjöl-
skyldunnar skiptir öllu, á sama
hátt og afa var umhugað um
okkur.
Minningarnar eru það verð-
mætasta sem við eigum eftir og
í sumar vorum við svo heppin
að ná allri fjölskyldunni saman
þar sem við fögnuðum nýfædd-
um afadrengnum mínum og
fengum að njóta samvista með
þér, langalangafa Ragnars.
Þrátt fyrir hrakandi heilsu og
takmarkanir vegna kórónuveiru
varstu meira en tilbúinn að
koma og vera með okkur. Þetta
er ein af björtustu minningun-
um, fjölskylda af fimm ættliðum
saman í sól og sumaryl.
Mér fannst alltaf merkilegt
þegar ég var yngri hversu mörg
af ömmum mínum og öfum voru
á lífi. Naut ekki nálægðar
langammanna og -afanna mjög
lengi en nóg til að muna vel eft-
ir þeim. Afarnir og ömmurnar;
afi Sigurður og amma Jóna,
amma Dísa og afi Malli voru
náttúrlega meiri partur af líf-
inu, en þau voru öll yndisleg og
get ég seint þakkað fyrir að
hafa átt þau að.
Með afa Malla eru þau öll
fallin frá, sem eru kaflaskipti,
en lífið heldur áfram og handa-
band kynslóðanna tryggir að
minning alls þessa góða fólks
lifir áfram í okkur. Öll höfðu
þau góð og mótandi áhrif á mig,
og okkur öll, sem seint verða
þökkuð.
Bless afi minn,
Maríus (Malli).
Elsku hjartans afi minn. Nú
hefurðu fengið hvíldina 96 ára
gamall og búinn að vera hress
og kátur fram á síðasta dag.
Elsku afi, ég var mikið hjá ykk-
ur ömmu þegar ég var lítil
stelpa. Þið reyndust mér óskap-
lega vel og fékk ég að hanga
með ykkur í fiskbúðinni svo
dögum skipti. Og ekki var það
nú leiðinlegt. Ég fór í nokkrar
útilegurnar með ykkur og svona
gæti ég lengi talið. Nú, svo
kynnist ég eiginmanni mínum,
honum Símoni Tómassyni, og
þið áttuð mjög vel saman. Þið
gátuð talað um veiði og fótbolta
endalaust og fóruð oft í veiði
saman svo ég tali nú ekki um
þær stundir sem við áttum sam-
an í Skorradalnum, sumar eftir
sumar viku í senn við fjögur,
þú, amma, Símon og ég. Þær
stundir eru okkur Símoni mjög
dýrmætar. Elsku afi, takk fyrir
allt sem þú hefur gefið mér og
okkur. Þín er mikið saknað hér
í Lóurimanum.
Strákarnir okkar, þeir Magn-
ús Bjarki, Eyþór og Sólmundur
Ingi, minnast þín alltaf sem
góðs og skemmtilegs manns
sem var alltaf stutt í grínið hjá
og gleðina.
Þórdís Sólmundardóttir.
Maríus Theodór
Arthúrsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GÍSLI HELGI ÁRNASON,
fv. kjötiðnaðarmaður,
Boðaþingi 18, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 13. nóvember klukkan 15.
Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur
viðstaddir. Athöfninni verður streymt á vefnum:
Https://vimeo.com/475660758.
Anna Konráðsdóttir
Kristín Helga Gísladóttir George Sebastian Mikaelsson
Guðmundur Víðir Gíslason Ellen Elíasdóttir
Konráð Valur Gíslason Sif Sveinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR,
Sólvangsvegi 3,
Hafnarfirði,
lést á Landakoti sunnudaginn 1. nóvember.
Hún verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 13.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu
aðstandendur viðstaddir og verður athöfninni streymt á slóðinni
https://youtu.be/dDpjEbClKok.
Hörður Sigursteinsson
Sveinbjörg Harðardóttir Guðmundur Th. Ólafsson
Aðalheiður K. H. Willassen
Jóh. Brynja Harðardóttir Halvard Andreassen
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, amma og systir,
GUNNÞÓRUNN FRIÐRIKSDÓTTIR,
Tóta á Lækjarósi,
lést á dvalarheimilinu Tjörn Þingeyri,
laugardaginn 31. október.
Útförin fer fram frá Mýrarkirkju,
laugardaginn 14. nóvember klukkan 14. Vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir.
Útförinni verður streymt á youtube-rás Viðburðastofu Vestfjarða
og í gegnum mbl.is/andlat á slóðinni
https://www.youtube.com/watch?v=aHtGRiACs2U
Innilegar þakkir til starfsfólksins á Tjörn fyrir góða umönnun.
Helga Ingibjörg Jónsdóttir
Þórunn Hildur Ólafsdóttir
Júlía Friðriksdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts ástkærrar eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGRÚNAR INGIBJARGAR
GÍSLADÓTTUR,
Fagrabergi 28, Hafnarfirði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnlaugur Þorfinnsson
Elskulegur sonur minn og okkar ástkæri,
BÁRÐUR GUÐMUNDSSON
frá Vík í Mýrdal,
lést á líknardeild Landspítalans
laugardaginn 7. nóvember.
Ester Guðlaugsdóttir
Guðlaugur Guðmundsson Ásta Hallsdóttir
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Ester Elín Bjarnadóttir Björgvin Rúnarsson
Ester Guðlaugsdóttir
Elva Ösp Helgadóttir
Sólon Tumi Steinarsson
Ágúst Atli Ólafsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
LÁRETTA BJARNADÓTTIR,
Sunnuhlíð, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
miðvikudaginn 4. nóvember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 18. nóvember klukkan 13.
Bjarni Guðmundsson Britt-Marie Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson Rakel Bergsdóttir
Lára Guðmundsdóttir Hörður Harðarson
Jóhann Guðmundsson Thu thi Nguyen
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur sonur minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
GUNNAR HARALDSSON
framleiðslumaður,
Hjaltabakka 22, Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn
28. október. Útförin mun fara fram 17. nóvember klukkan 15.
Í ljósi aðstæðna verða aðeins fjölskylda og nánustu vinir
viðstödd.
Elín Erlendsdóttir
Elín Bubba Gunnarsdóttir Guðmundur Hr. Pétursson
Haraldur Örn Gunnarsson Anna Margrét Gunnarsdóttir
Elisabet Kelly Gunnarsdóttir Jeremy Wayne Caldwell
Hörður Haraldsson Kristín Magnúsdóttir
Trausti Haraldsson Elín Hauksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Smellt
á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er
eftir birtingu á útfarardegi
verður greinin að hafa borist
eigi síðar en á hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda
þótt grein berist áður en
skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar
sem birtast í Morgunblaðinu
séu ekki lengri en 3.000 slög.
Ekki er unnt að senda lengri
grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt
er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 lín-
ur. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu
aðstandendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og
hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað út-
förin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini,
maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í minning-
argreinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í
tilkynningu er hún sjálfkrafa
notuð með minningargrein
nema beðið sé um annað. Ef
nota á nýja mynd skal senda
hana með æviágripi í inn-
sendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið
minning@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar