Morgunblaðið - 10.11.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020
40 ára Ásdís Halla ólst
upp á Akranesi en býr
núna í Mosfellsbænum.
Hún er stuðnings-
fulltrúi í Helgafells-
skóla. Ásdís fór í há-
skóla í Bretlandi, í
Newcastle, þar sem
hún lærði dýrafræði.Helstu áhugamál
Ásdísar eru samvistir með fjölskyldunni
og svo er gott að fara í göngutúra með
hundinn. Þá er fjölskyldan hrifin af því að
spila borðspil með vinum.
Maki: Páll Þór Pálsson, f. 1980, fram-
kvæmdastjóri.
Barn: Sindri Dylan, f. 2008.
Móðir: Gerða Bjarnadóttir, f. 1961, bók-
ari hjá Rauða krossinum. Hún býr í
Reykjavík.
Ásdís Halla
Sigríðardóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það sem þú gefur af þér verður að
veruleika. Vertu auðmjúkur gagnvart lífs-
kraftinum og láttu ekki blett á skjöld þinn
falla.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur vakið athygli yfirmanna
þinna með frammistöðu þinni. Láttu undr-
un annarra engin áhrif hafa.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Treystu hugboðum sem þú færð
á fjármálasviðinu í dag. Hugboð þitt um að
þessi útgjöld séu nauðsynleg er rétt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Allar breytingar eru eðlilegur þátt-
ur af tilverunni svo taktu þeim fagnandi.
Sá sem svarar kallinu og réttir út hjálp-
arhönd er ekki sá sem þú bjóst við.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þótt hæfileikum þínum sé ekki tekið
með opnum örmum, skaltu samt halda
áfram. Svo lengi sem þú ert á réttri leið, er
allt í þessu fína.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Mál skipast svo í þína þágu að það
veldur þér ánægjulegri undrun. Taktu
frumkvæðið og hafðu forystu um að leiða
verkið til lykta.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er erfitt að gera svo öllum líki og
reyndar er það sjaldan besti kosturinn.
Málamiðlun er þá nauðsynleg og þér í hag
að hafa frumkvæði að henni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert að brjótast í þeim mál-
um sem þér finnast þér ofvaxin. Njóttu
lífsins eins og þú getur og gerðu eitthvað
skemmtilegt með vinum og ættingjum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Einhver þér eldri og reyndari
gefur góð ráð í dag. Njóttu þess og efldu
styrk þinn fyrir átakameiri tíma.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú upplifir alls konar tilfinn-
ingar núna og munt líklega meðhöndla
þær af kostgæfni. Reyndu að gera hvað þú
getur til að bæta umhverfi þitt og gera
það skilvirkara.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þetta er góður tími til að ræða
vandamálin við maka þinn eða náinn vin.
Vertu sérstaklega á verði gagnvart þeim
sem vilja hnýsast í einkamál annarra.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert nú að taka til í eigin garði og
sérð hvað undir býr. En hálfnað er verk þá
hafið er og vilji er allt sem þarf til þess að
þú náir árangri.
kynntist mörgu frábæru fólki.“ Síð-
ustu þrjá mánuði ársins 2011 var
Ingvar aðstoðarmaður heilbrigð-
isráðherra en þá fór hann aftur í
einkarekstur og var ráðgjafi á sviði
almannatengsla og stjórnendaráð-
gjafar. Þaðan lá leiðin í MBA-nám í
HR þar sem hann útskrifaðist árið
2013.
Ingvar lét hendur standa fram úr
ermum og hann var sá sem keypti
fyrstu skoðanakönnunina sem sýndi
fram á að ef flokkarnir á vinstri
vængnum myndu sameinast í Reykja-
víkurlistanum, þá kæmust þeir í
stjórn, sem varð enda raunin.
Ingvar fór að vinna í einkageir-
anum en tók að sér að vera kosn-
ingastjóri og í kosningastjórnum bæði
fyrir Samfylkinguna og Reykjavíkur-
listann. Hann segist fylgjast mjög vel
með og að hann hafi mjög gaman af
strategíu og áætlunum, orðræðunni
og hvernig myndir eru dregnar upp í
stjórnmálum. Hins vegar henti það
honum illa að eiga að sitja og standa
eftir flokkslínum. „Ég vil bara vinna
með góðu fólki og vinna að góðum
málum og koma þeim í gegn, hvaðan
sem þau koma.“
„Árið 2004 var ég ráðinn fram-
kvæmdastjóri Góðs fólks auglýs-
ingastofu og ég gegndi því starfi til
2009. Starfaði svo hjá Jónsson & Le-
’macks í stutta stund eftir hrun en
varð síðan aðstoðarmaður samgöngu-
ráðherra, Kristjáns Möller, og það
var gífurlega góður skóli fyrir mig og
ég lærði mikið um stjórnsýsluna og
I
ngvar Sverrisson fæddist í
Reykjavík 10. nóvember 1970
og ólst upp í Breiðholtinu.
„Ég var í Fellaskóla alla
mína grunnskólagöngu og
það sem helst stendur upp úr er
hversu góða vini ég eignaðist í hverf-
inu. Blaðamenn voru svolítið að tala
niður hverfið á sínum tíma en þarna
var ógrynni af krökkum og mikil orka
og gaman. Svo var líka fínt að pabbi
var forstöðumaður í Fellahelli.“ Ingv-
ar segist þó alltaf fá sting í hjartað
þegar hann er beðinn um að rifja upp
æskuna, því þá kemur upp sorg yfir
að hafa misst yngri bróður sinn, Frið-
þjóf, sem lést af slysförum, og hafði sá
missir mikil áhrif á Ingvar og fjöl-
skylduna alla.
Besti skólinn
Ingvar fór í MR í þrjú ár en lauk
stúdentsprófi frá FB. „Ég var mjög
ánægður þar og var í leiklist og varð
formaður nemendafélagsins í FB.
Þetta voru fyrstu skrefin í alvöru-
embætti sem maður gegndi á þeim
tíma. FB var stærsti skóli landsins og
nemendafélagið rak mötuneyti. Þarna
lærði ég um rekstur, starfsmannahald
og svo margt sem viðkemur rekstri og
samskiptum. Þetta var ótrúlega mikill
skóli og mikilvægur.“
Eftir stúdentsprófið fór Ingvar í
háskóla í eitt ár en hætti og fór að
vinna. „Eftir að ég hætti í háskóla
vann ég ýmis störf, en á sama tíma
var ég byrjaður að vesenast í pólitík.
Sama ár og ég útskrifaðist úr FB sett-
ist ég fyrir hönd borgarinnar í skóla-
nefnd skólans og sit þar enn sem for-
maður.“
Vill ekki pólitískt þras
Ingvar gekk í Alþýðuflokkinn og
var einn af þeim sem börðust mjög
fyrir því að Reykjavíkurlistinn yrði til
og sat á þeim lista árið 1994 og var
varaborgarfulltrúi til 1998. „Ég var
ráðinn framkvæmdastjóri Alþýðu-
flokksins 1997 og gegndi því starfi til
2000 þegar ég tók þátt í stofnun Sam-
fylkingarinnar. Þarna var ég búinn að
finna einhverja félagsmálafjöl sem
hófst þegar ég var formaður nem-
endafélagsins og ég var valinn for-
maður á fyrsta fundinum í borgar-
málaráði ungra jafnaðarmanna.“
Samskiptin hafa breyst
Ingvar stofnaði svo ráðgjafarfyrir-
tækið Aton árið 2013 og hefur verið
framkvæmdastjóri þar síðan. Árið
2019 sameinaðist það fyrirtækinu JL
og í dag heitir fyrirtækið Aton.JL.
„Við erum í grunninn ráðgjafarfyrir-
tæki á sviði samskipta – samskipta-
félag – en einblínum sérstaklega á
stefnu fyrirtækja og stofnana þegar
kemur að samskiptum við viðskipta-
vini og hagaðila, en miklar breytingar
hafa orðið á þeim vettvangi undan-
farin ár. Við vinnum með hvar og
hvernig upplýsingum er komið á
framfæri í þessu breytta umhverfi á
markaðnum,“ segir Ingvar og bætir
við að fólk velji orðið miklu meira
hvaða upplýsingar það tekur til sín og
samfélagsmiðlar séu bara eitt tæki af
mörgum sem sýna hvernig við eigum í
samskiptum hvert við annað.
Ingvar heldur samt alltaf í sínar fé-
lagsmálarætur. „Ég er formaður ÍBR
í dag og hef verið það frá því 2009. Fé-
lagsmálatröllið getur ekki sleppt því
og ég hef gaman af því að starfa fyrir
íþróttahreyfinguna í Reykjavík.“
Ingvar segir að áhugamálin séu
Ingvar Sverrisson framkvæmdastjóri Aton.JL – 50 ára
Fjölskyldan Hér er Ingvar með Degi Frank, Hólmfríði og Bjarka Hrafni á Ítalíu árið 2015.
„Ég vil vinna að góðum málum“
Fótboltinn Hér er Ingvar með son-
um sínum á Anfield, heimavelli Liv-
erpool. F.v. Dagur Frank, Ingvar,
Bjarki Hrafn og Viktor Marteinn.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Ragna Elísa Gunn-
arsdóttir fæddist 15. desember
2019 kl. 0.03. Hún vó 3.565 g og
var 51 cm löng. Foreldrar hennar
eru Gunnar Steinn Aðalsteinsson
og Sigríður Elísa Eggertsdóttir.
Nýr borgariÁlnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
alnabaer.is
30 ára Magnús er
Reykvíkingur og hefur
alltaf búið þar fyrir ut-
an stutta viðkomu á
Selfossi. Magnús er
tæknimaður og um-
sjónarmaður viðhalds
hjá Hreyfingu. Helstu
áhugamálin eru almenn útivist og þá
helst ísklifur, fjallaskíði og straumvatns-
björgun. Síðan hefur hann mikinn áhuga
á ljósmyndun.
Maki: Elísabet Jónsdóttir, f. 1992, snyrti-
fræðimeistari.
Barn: Kári Freyr, f. 2018.
Foreldrar: Sigurður Magnússon, f. 1965,
rútubílstjóri og Björk Reynisdóttir, f.
1968, starfsmaður á leikskóla. Þau búa á
Selfossi.
Magnús Stefán
Sigurðsson