Morgunblaðið - 10.11.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.11.2020, Blaðsíða 27
LANDSLIÐIÐ Kristófer Kristjánsson kristofer@mbl.is Engir áhorfendur verða á Puskás Aréna í Búdapest í Ungverjalandi á fimmtudagskvöld þegar heimamenn taka á móti Íslandi í hreinum úr- slitaleik um sæti á Evrópumeistara- mótinu næsta sumar. Ungverska knattspyrnusambandið var búið að selja tuttugu þúsund miða á leikinn en Viktor Orbán, forseti þjóð- arinnar, boðaði hertar sóttvarna- aðgerðir í gær til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Mið- arnir verða endurgreiddir og völl- urinn verður tómur. Það mun þó ekki aðeins vanta áhorfendur held- ur sterka leikmenn einnig, í bæði lið. Þær fréttir bárust í gær að ís- lenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason myndi sitja hjá og er skarð fyrir skildi hjá liðinu. Arn- ór varð sænskur deildarmeistari með liði sínu Malmö um helgina en strax í kjölfarið greindist fyrirliði liðsins með veiruna. Arnór sjálfur reyndist neikvæður eftir skimun fyrir veirunni en ákveðið var að tefla ekki á tvær hættur og ferðaðist hann því ekki til Þýskalands þar sem landsliðið heldur í herbúðir í Augsburg. „Við tókum þá ákvörðun að ég yrði ekki með og við teljum það vera fyrir bestu, eins leiðinlegt og það er,“ sagði Arnór Ingvi í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er algjör óþarfi að taka einhverja áhættu.“ Ekkert við því að gera Arnór hefur átt erfitt uppdráttar í Malmö á árinu og hefur tímabilið í Svíþjóð verið honum súrsætt, þótt liðið hafi staðið uppi sem sigurveg- ari í keppninni. Hann spilaði sjálfur minna en hann átti von á en hefur engu að síður gegnt mikilvægu hlut- verk í landsliðinu og var í byrjunar- liðinu sem vann sigur á Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins í síðasta mánuði. Það er því að vonum svekkj- andi að hann geti ekki fylgt því eftir með því að spila á fimmtudaginn. „Maður er búinn að bíða eftir þessum leik síðan í mars. Tímabilið mitt hefur ekki verið neitt frábært, ég hef mestmegnis verið farþegi á leiktíðinni hjá Malmö og einbeitt mér að þessum og öðrum leikjum með landsliðinu. Að því leytinu til er þetta tekið frá manni en það er ekk- ert við því að gera,“ sagði Arnór sem hefur þó ekki áhyggjur af strákun- um fyrir stórleikinn. „Ég hef fulla trú á strákunum og við erum að fara á EM, það eru alveg hreinar línur.“ Óvíst er hvort Arnór muni taka þátt í leikjum Íslands gegn Dan- mörku og Englandi í Þjóðadeildinni í næstu viku. Ákvörðun var fyrst og fremst tekin um að hann sæti hjá gegn Ungverjalandi en það er sá leikur sem þjálfarateymið einbeitir sér nú að. Vængbrotnir Ungverjar Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti við Morgunblaðið síðdegis í gær að allir aðrir leikmenn íslenska hópsins væru mættir til Augsburg að undan- skildum Herði Björgvini Magnús- syni og Arnóri Sigurðssyni. Þeir spila báðir með CSKA Moskvu í Rússlandi og voru væntanlegir til Þýskalands í gærkvöldi. Það eru þó ekki bara skörð höggv- in í íslenska liðið en einn lykilmanna mun vanta í lið heimamanna. Miðju- maðurinn Lázlo Kleinheisler verður ekki með liðinu sökum þess að fé- lagslið hans, Osijek í Króatíu, leyfir honum ekki að ferðast í landsleik- inn. Hann þyrfti að fara í sóttkví við heimkomuna til Króatíu og því una forráðamenn félagsins ekki. Klein- heislar á 26 A-landsleiki að baki og spilaði meðal annars gegn Íslend- ingum á EM í Frakklandi sumarið 2016. Ekki leit út fyrir að hinn ungi og bráðefnilegi Dominik Szoboszlai sem spilar með Salzburg í Austur- ríki gæti verið með heldur. Sá er tví- tugur miðjumaður sem á tíu lands- leiki og tvö mörk fyrir Ungverjaland en hann greindist ekki með veiruna í annarri skimun í gær eftir að upp komst um smit í herðbúðum Salz- burg. Hann verður því með. Ekki teflt á tvær hættur hjá íslenska landsliðinu  Leikið fyrir luktum dyrum í Búdapest  Arnór Ingvi Traustason missir af leiknum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tækling Arnór Ingvi Traustason verður fjarri góðu gamni þegar Ísland og Ungverjaland mætast í Búdapest. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020 „Ég er fyrst og fremst sáttur með sigurinn!“ Ef ég fengi tíkall fyrir hvert skipti sem ég hef skrifað þessa setningu eftir kappleik í íþróttum þá væri ég milljónamæringur, jafnvel millj- arðamæringur. Það er svo sem ekkert nýtt að þjálfarar og íþróttafólk almennt tali í ákveðnum frösum. „Við tökum einn leik fyrir í einu og sjáum svo hverju það skilar okkur.“ Þessi frasi er líka í ákveðnu uppáhaldi og hefur ver- ið skrifaður og notaður einu sinni, jafnvel oftar, í gegnum tíðina. Ég spurði einu sinni leikmann hvort stefnan væri sett á Ís- landsmeistarartitilinn eftir að liðið hafði unnið deildina og bik- arinn. „Bikar- og deildarmeist- arar, stefnan er væntanlega sett á Íslandsmeistaratitilinn?“ spurði ég eins og einhver vanviti. „Við erum mjög sátt með þennan árangur til þessa en við erum bara að spá í næsta leik og tökum eitt skref í einu!“ „Jæja,“ svaraði ég en átti samt erfitt með að fela vonbrigði mín með þetta hrútleiðinlega svar. Kórónuveirufaraldurinn hefur gert það að verkum að við- tölin verða oft áhugaverðari en ella, eins leiðinlegt og það er að segja það upphátt. Ég tók viðtal við Benedikt Guðmundsson, þjálfara kvennalandsliðsins í körfubolta á sunnudaginn. Geggjað viðtal þótt ég segi sjálf- ur frá, þökk sé veirunni! Ég fékk enga frasa frá þjálf- aranum. Ég fékk bara nákvæm- lega það sem honum var efst í huga. Hann var reyndar tösku- laus í Grikklandi að fara í mjög erfiða útileiki án lykilmanna og án æfinga eða keppni í sex vikur, en þetta var frábær tilbreyting. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnumaðurinn Helgi Valur Daníelsson hefur skrifað undir eins árs samning við uppeldisfélag sitt Fylki. Helgi Valur, sem verður fer- tugur næsta sumar, gekk til liðs við Fylki á nýjan leik árið 2018 eftir sautján ár í atvinnumennsku en hann hafði þá verið hættur knatt- spyrnuiðkun í þrjú ár. Hann lék þrjá leiki með Fylki í úrvalsdeild- inni í sumar áður en hann fótbrotn- aði illa í leik gegn Gróttu í lok júní. Hann á að baki 104 leiki í efstu deild og þá á hann að baki 33 A- landsleiki fyrir Ísland. Elsti útispilarinn áfram í Fylki Morgunblaðið/Eggert Návígi Helgi Valur í baráttuni í leik gegn Stjörnunni í deildinni í sumar. Knattspyrnumaðurinn Axel Óskar Andrésson hefur verið kallaður inn í U21-árs landslið Íslands sem mæt- ir Ítalíu, Írlandi og Armeníu í und- ankeppni EM á næstu dögum. Axel, sem er samningsbundinn Viking í norsku úrvalsdeildinni, kemur inn í hópinn fyrir varnarmanninn Ísak Óla Ólafsson, varnarmann Sönder- jyskE. SönderjyskE leikur bikar- leik gegn Skive 11. nóvember og Ísak getur því ekki tekið þátt í leiknum gegn Ítölmu 12. nóvember á Víkingsvelli. Axel á að baki 18 leiki fyrir U21-árs landsliðið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Noregur Axel Óskar leikur með Viking í norsku úrvalsdeildinni. Breytingar á U21- árs landsliðinu Anton Sveinn McKee kom fyrstur í mark í 200 metra bringusundi í at- vinnumanna- deildinni í sundi í Búdapest í Ung- verjalandi í gær- morgun. Anton, sem keppir með liði Toronto Tit- ans, kom í mark á tímanum 2:03,41 mínútu og nældi Íslendingurinn í 9 stig fyrir lið sitt með sigrinum. Liðsfélagi hans hjá Toronto Titans, Erik Perssson, kom annar í mark á tímanum 2:03,7 mínútum og Ilya Shymanovich varð þriðji á tím- anum 2:03,96 mínútur. Anton Sveinn gerði sér lítið fyrir og setti Íslands- og Norðurlanda- met síðast þegar hann stakk sér til sunds í 200 metra bringusundi í Búdapest en hann kom í mark á tímanum 2:01,65 mínútur 1. nóv- ember. Þá keppti Anton Sveinn einnig í 50 metra bringusundi í gær og kom í mark á tímanum 26,90 sek- úndum. Það skilaði honum fimmta sæti í greininni en hann keppir svo í 100 metra bringusundi síðar í dag. Þetta er síðasta mót deildarinnar fyrir undanúrslitin sem hefjast 14. og 15. nóvember næstkomandi. Anton Sveinn synti til sigurs í Búdapest Anton Sveinn McKee Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu, á von á mjög erfiðum leik gegn Glasgow City í 2. umferð Meistaradeildar Evr- ópu 18. nóvember næstkomandi en leikurinn fer fram á Origo-vellinum á Hlíðarenda. Valur vann þægilegan 3:0-sigur gegn HJK frá Helsinki í 1. umferð keppninnar en Vals- konur fengu undanþágu frá íslenskum stjórn- völdum til þess að æfa og undirbúa sig fyrir leikinn mikilvæga í gær. „Þetta er gott lið og þær eru búnar að vinna skosku deildina undanfarin þrettán ár sem seg- ir manni ýmislegt,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við erum búin að fá undanþágu frá íslensk- um stjórnvöldum og megum því byrja að æfa í kvöld [í gær]. Við þurfum ekki að æfa á neitt sérstaklega óhefðbundinn hátt þannig séð. Við förum eftir öllum sóttvarnareglum eins og allt- af, erum hitamæld fyrir æfingar og klefarnir eru tvískiptir. Við megum æfa spil og með bolta sem er virkilega jákvætt,“ bætti Pétur við. Liðið náði aðeins tveimur æfingum saman fyrir leikinn gegn HJK, 4. nóvember síðastlið- inn, þar sem sjö leikmenn Vals þurftu að fara í sóttkví eftir landsleik Íslands og Svíþjóðar í undankeppni EM í Gautaborg hinn 27. október. „Við fáum meiri tíma saman núna til þess að æfa en fyrir HJK-leikinn og við erum fyrst og fremst þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að æfa og spila fótbolta í því ástandi sem nú rík- ir,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið. bjarnih@mbl.is Þakklátur íslenskum stjórnvöldum Morgunblaðið/Eggert Þjálfari Pétur fer yfir málin með Hlín Eiríks- dóttur í leiknum gegn HJK í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.