Morgunblaðið - 10.11.2020, Blaðsíða 32
„Gluggi til himins, trúar-
leg mynd máluð á tré,
… lítill himneskur hluti
til okkar kominn, okkar
sem búum á þessari
efniskenndu jörð.“
Þannig lýsti sr. Ragnar
Fjalar Lárusson á sínum
tíma fyrir lesendum
Morgunblaðsins hvað
íkon væri. Nú stendur
yfir uppboð á vef Foldar
uppboðshúss, upp-
bod.is, á rússneskum
íkonum úr einkasafni sr.
Ragnars Fjalars. Margir þeirra voru á sýningunni Rúss-
neskir íkonar sem sett var upp í Gerðarsafni árið 2005.
Íkonarnir eru frá ýmsum tímum, margir frá fyrri hluta
18. aldar og miðri 19. öld. Íkonografía eða það að mála
íkona er aldagömul hefð þar sem hvorki handverkið né
myndmálið hefur tekið miklum breytingum.
Íkonar úr einkasafni sr. Ragnars
Fjalars Lárussonar á uppboði
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Starfsmenn Póst- og fjarskipta-
stofnunar, PFS, aftengdu um 800
úrelt örbylgjuloftnet í Reykjavík í
sumar og um 400 í fyrra, en talið er
að um 3.500 loftnet séu enn til vand-
ræða og valdi truflunum.
„Þetta er tímafrek vinna,“ segir
Sigurður Ísleifsson, sérfræðingur
hjá PFS. Hann byrjaði fyrir um
tveimur árum að aka á sérútbúnum
bíl um íbúðahverfi í Reykjavík til að
leita að úreltum tengdum örbylgju-
loftnetum á húsum. Loftnetin geta
valdið truflunum á farsímasambandi
í umhverfinu, haft áhrif á gæði og
öryggi þjónustunnar, og því þarf að
fjarlægja þau eða taka þau úr sam-
bandi.
Skömmu eftir að íslenskt sjón-
varp hóf göngu sína vann fólk við
það að fara um landið til að finna
óskráð sjónvörp á heimilum svo
hægt væri að rukka afnotagjöld. Nú
er öldin önnur og Sigurður ekur um
bæinn til að draga úr kostnaði fólks
og auka þjónustuna. Sérstakt loft-
net er á þaki bílsins sem hann er á
og inni í bílnum er mjög öflugt
mælitæki. „Hér get ég séð tíðnina
koma upp,“ útskýrir hann. Á
keyrslunni um hverfið merki hann
við það sem hann sjái með mæli-
tækinu. „Ég sé kannski átta stykki í
hverfinu og næst er að finna út hvar
styrkurinn sé hæstur á hverju og
einu.“ Þannig reki hann sig áfram í
leitinni að biluðu loftnetunum.
Miklar truflanir
Þegar áskriftarsjónvarp Fjöl-
varpsins hófst um miðjan tíunda
áratug liðinnar aldar settu margir
upp örbylgjuloftnet til að ná út-
sendingunum. Notkun kerfisins var
hætt 2017 og tíðninni úthlutað fyrir
farsíma. Farsímafélögin hafa sett
upp senda á henni, virk örbylgju-
loftnet hafa móttekið tíðnina og
valdið miklum fjarskiptatruflunum
á hluta farsímakerfa. Helstu ein-
kennin eru minni gæði í talsam-
bandinu, hringingar skila sér ekki í
fyrstu tilraun og samtöl slitna, SMS
ná ekki í gegn í fyrstu tilraun,
streymi höktir og er hægt og al-
menn netþjónusta er líka hæg. Auk
þess bendir PFS á að kostnaður
vegna rafmagns sé hærri en hann
þyrfti að vera og eldhætta sé alltaf
fyrir hendi vegna raftengds bún-
aðar sem sé farinn að bila.
Örbylgjuloftnetin voru sett upp á
suðvesturhorni landsins, frá Akra-
nesi um Reykjanes og austur að
Selfossi. Þótt loftnetunum hafi
fækkað eru mörg eftir og flest í
Reykjavík. „Þau hafa bilað í mjög
stórum stíl og þegar Póst- og
fjarskiptastofnun úthlutar tíðnisviði
er það okkar hlutverk að halda því
hreinu, það þarf að vera nothæft
fyrir farsímafélögin,“ segir Sig-
urður.
Verkinu miðaði vel áfram í sum-
ar, að sögn Sigurðar. Hann vann að
mestu einn við leitina í fyrra, en tvö
teymi með sumarstarfsfólki fengu
miklu áorkað á nýliðnum mánuðum.
Kórónuveirufaraldurinn hefur
sett strik í reikninginn og nú er
ekki farið í hús og aftengt heldur
upplýsingum safnað. „Þegar
ástandið lagast verður hægt að
ganga í verkið,“ segir Sigurður.
Hann bætir við að bréf hafi verið
send til húseigenda vegna þessara
loftneta og þeir almennt brugðist
vel við og aftengt eða látið aftengja
loftnetið. „Fólk hefur verið mjög
virkt, en þetta er mjög viðamikið
verkefni og það er langt í land.“
Frekari upplýsingar eru á vef pfs
(pfs.is/fjarskipti/tidnir-og-taekni/
truflanir/truflanir-a-farsima-
sambandi-af-voldum-orbylgju-
loftneta/).
Örbylgjuloftnet trufla
farsímasambandið
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Leit Sigurður Ísleifsson ekur um bæinn á sérútbúnum bíl.
Hafa aftengt um 1.200 úrelt loftnet Um 3.500 enn eftir
Truflun Örbylgjuloftnet eru til trafala.
ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 315. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason verður fjarri
góðu gamni þegar íslenska karlalandsliðið mætir Ung-
verjalandi í úrslitaleik um laust sæti á EM á Puskás
Aréna í Búdapest í Ungverjalandi á fimmtudaginn.
Liðsfélagi Arnórs hjá Svíþjóðarmeisturum Malmö
greindist með kórónuveiruna í gær og þurfti Arnór að
fara í sóttkví vegna þessa. Í gær tilkynnti svo Knatt-
spyrnusamband Íslands, KSÍ, að Arnór yrði ekki með
gegn Ungverjum en sóknarmaðurinn á að baki 37
A-landsleiki þar sem hann hefur skorað fimm mörk. »27
Missir af leiknum gegn Ungverjum
vegna kórónuveirusmits liðsfélaga
ÍÞRÓTTIR MENNING