Morgunblaðið - 11.11.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.11.2020, Blaðsíða 12
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Lokatölur laxveiðitímabilsins í Eystri-Rangá voru þær langbestu, 9.070 laxar, síðan tekið var að ala laxaseiði í landstöðvum og sleppa í tjörnum við Rangárnar. Þegar seiðin eru komin í göngubúning ganga þau til hafs og snúa ári síðar, eða tveimur, aftur í árnar. Margir hafa velt fyrir sér hvers vegna niður- staðan í veiðinni í Ytri-Rangá hafi verið svo ólík, en þar veiddust 2.642 laxar. Jóhannes Hinriksson, sem var á árum áður veiðivörður við Ytri-Rangá og sá um seiðasleppingarnar, segir að menn telji sig vita svarið og breyting muni verða á strax á næsta ári, árnar ættu þá að verða meira samstíga hvað laxa- gengdina varðar, eins og þær voru á árum áður. Jóhannes er nú framkvæmdastjóri Bergís ehf., félags norsks leigutaka árnnar. Sá leigir veiðiréttinn af bændum sem sjá hins vegar sjálfir um eldi seiða og sleppingar þeirra. Jó- hannes bendir á að ef horft sé til veiðinnar á fyrsta áratug þessarar aldar hafi árnar verið nokkuð samstíga; árið 2007 veiddist heldur meira í Eystri, 7.473 á móti 6.228 í Ytri, en árið eftir var gríðargóð veiði um allt land og met slegið í Ytri-Rangá er 14.315 laxar voru færðir til bókar. Þá veiddust 7.013 í Eystri. Ári síðar veiddust 10.749 í Ytri og 4.249 í Eystri en árið 2010 var talan nánast sama, um 6.200 laxar. Næstu ár á eftir var veiðin yfirleitt betri í Ytri-Rangá en það hefur snú- ist við. Árið 2018 gáfu báðar um 4.000 laxa en í fyrra, sem var alls staðar dapurt, veiddust rúmlega 3.000 í Eystri en innan við 1.700 í Ytri. Seiðin hafa „örugglega hitt á betri sjó“ „Þetta snýst um það hvernig seiðunum er sleppt úr tjörnunum,“ segir Jóhannes. Hann sá sjálfur um sleppingar seiðanna við Ytri- Rangá árið 2006 og árin þar á eftir þegar veiðin var alltaf góð og einstök 2008 eins og fyrr segir. „Matthías Þorsteinsson tók svo við af mér og gerði eins og ég, og eins og Einar Lúðvíksson við Eystri-Rangá og var að skila svo góðum árangri hjá þeim í sumar. Við héldum seiðunum lengi í tjörnunum, fóðr- uðum þau tvisvar á dag og opnuðum tjarn- irnar ekki fyrr en eftir þrjár til fjórar vikur þegar þau voru alveg tilbúin til niðurgöngu. Það urðu mannaskipti við ána árið 2017 og um leið áherslubreyting með seiðin. Farið var að opna tjarnirnar mun fyrr, jafnvel bara eft- ir nokkra daga. Það var talið geta verið enn betra og náttúrulegra. En þessar breyttu áherslur skiluðu ekki nógu góðu. Við sjáum það berlega nú þegar veiðin í systuránni er að margfaldast með þessum hætti en álíka mörgum seiðum er sleppt í árnar.“ Jóhannes segir að í vor sem leið hafi nýr aðili tekið við tjörnunum. Hann hafi hugað vel að þeim og snúið aftur til þeirra aðferða með seiðin sem höfðu virkað svo vel; hélt þeim inni í nokkrar vikur og fóðraði vel áður en þau gengu út, sum seint í júní, úr öðrum tjörnum í júlí. „Þess vegna höfum við nú miklar vænt- ingar um góða uppskeru á næsta ári. Rang- árnar ættu þá að vera svipaðar að nýju, ekki svona mikill munur á göngunum,“ segir hann. Eitt af því sem hefur verið rætt um eftir nýafstaðið veiðisumar, þar sem laxveiðin var víðast slök, er hvort hafið hafi tekið illa á móti seiðum um vorið. Sú virðist þó ekki hafa verið raunin með seiðin frá Eystri-Rangá, sem gengu enda seint og hafa fræðimenn til að mynda bent á það í samtali við blaðamann að þá hafi staðan í hafinu mögulega verið vænlegri fyrir þau. „Þau hafa örugglega hitt á betri sjó en seiðin sem fóru fyrr út eins og frá Ytri- Rangá,“ telur Jóhannes. Tapið í sumar var tugir milljóna Veitt er á 16 stangir í Ytri-Rangá. Vegna veirufaraldursins skiluðu erlendir veiðimenn sé illa en þeir eru rúmlega helmingur þeirra sem veiða ána á besta tíma, í júlí og ágúst. „Það var gríðarlegt tap á sumrinu,“ segir Jó- hannes. „Bara tapið vegna Covid-19 nemur tugum milljóna. Svo kom niðursveiflan í veið- inni líka niður á sölu haustveiðileyfanna – á góðum veiðiárum hefur oft verið uppselt inn í október. En við höfum mjög góðar væntingar fyrir næsta sumar þar sem aftur var beitt réttri aðferð við seiðasleppingarnar,“ segir hann. Færðu seiðasleppingar í fyrra horf  Síðustu ár var fyrirkomulagi við sleppingu gönguseiða í Ytri-Rangá breytt og er því kennt um verri heimtur laxa  Miklu betri veiði var í Eystri-Rangá í sumar  Búast nú við betri heimtum Breytingar „Við höfum mjög góðar vænt- ingar,“ segir Jóhannes Hinriksson sem er hér með fyrsta laxinn sem hann veiddi í sumar. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Mjög lág tilboð bárust í dýpkunar- framkvæmdir á Viðeyjarsundi og er ljóst að Faxaflóahafnir spara sér hundruð milljóna króna með því að semja við lægstbjóðanda. Er þá miðað við kostnaðaráætlun verks- ins. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu og voru tilboð opnuð hjá Faxaflóahöfnum 22. októ- ber sl. Alls bárust átta tilboð, sex frá erlendum fyrirtækjum og tvö frá íslenskum. Lægsta tilboðið var frá Jan De Nul, 663.487 evrur, eða 108,8 milljónir íslenskra króna á við- miðunargengi. Var tilboðið 23,8% af áætluðum verktakakostnaði sem var um 2,8 milljónir evra eða 457,8 millj- ónir. Hér munar um 349 milljónum á kostnaðaráætlun og lægsta boði. Næstlægsta tilboðið var frá Rhode Nielsen a/s, 151,5 milljónir eða 33,1% af kostnaðaráætlun. Lægsta íslenska tilboðið átti Sjó- tækni ehf., 267,9 milljónir, sem var 59% af kostnaðaráætlun. Björgun ehf. bauðst til að vinna verkið fyrir 526 milljónir. Langhæsta tilboðið átti Rederiet Höj a/s, 981 milljón. Samkvæmt upplýsingum Ingu Rutar Hjaltadóttur, forstöðumanns tæknideildar Faxaflóahafna, er nú unnið að því að ganga frá samningi við lægstbjóðanda, Jan De Nul. „Sýgur“ efnið af hafsbotni Fyrirtækið mun nota öflugt dýpk- unarskip, Taccola, sem „sýgur“ efn- ið upp af botninum og um borð í skipið. Skipið siglir með efnið á los- unarsvæðið og losar það niður um skrokk skipsins. Taccola er vænt- anlegt til Reykjavíkur í dag en framkvæmdin hefst ekki fyrr en upp úr 20. nóvember. Aðspurð segir Inga að kostnaðar- áætlun hafi verið gerð miðað við þau tæki sem hafa verið notuð við dýpk- anir undanfarin ár í verkum hjá Faxaflóahöfnum. Þau tæki sem boð- in eru í lægstu tilboðunum eru mun afkastameiri og þurfa þar af leið- andi mun styttri tíma til að klára verkið. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu ætla Faxaflóhafnir að ráðast í gerð nýrra hafnarbakka og land- fyllingar í Sundahöfn. Samhliða verður ráðist í dýpkanir í Viðeyjar- sundi og Kleppsvík og verður hluti efnisins sem þannig fæst nýttur í landgerðina. Þessi dýpkun er nauð- synleg vegna tilkomu nýrra og stærri skipa Eimskips sem eru með meiri djúpristu en þau gömlu. Dýpkunarefni úr Viðeyjarsundi verður losað í aflagða efnisnámu á hafsbotni suðaustur af Engey en þar hefur verið losað efni síðan árið 2005. Alls hafa þegar verið haug- settir rúmlega 1.000.000 rúmmetrar af dýpkunarefni í þessa námu sem hætt var að nýta til efnistöku fyrir meira en 20 árum. Samkvæmt upplýsingum sem finna má á Wikipediu var Jan De Nul stofnað í Belgíu árið 1938 og er mjög umsvifamikið á sviði dýpkunar og landgerðar um allan heim. Þar á meðal er gerð manngerðu pálmaeyj- unnar í furstadæminu Dubai. Hefur fyrirtækið yfir að ráða 75 skipum af ýmsum gerðum. Starfs- menn eru 6.200 talsins. Árið 2015 bauð Vegagerðin út dýpkun Landeyjahafnar næstu þrjú árin. Jan De Nul átti lægsta tilboð af þremur og fékk verkið. Var skipið Galilei 2000 notað við verkið. Jan De Nul hefur ekki áður unnið fyrir Faxaflóahafnir. Spara hundruð milljóna í útboði  Belgíska fyrirtækið Jan De Nul átti lægsta tilboðið í dýpkun Viðeyjarsunds  Var 23,8% af kostn- aðaráætlun  Nota öflugt skip við verkið  Belgarnir hafa áður unnið við dýpkun Landeyjahafnar Ljósmynd/Jan De Nul Dýpkunarskipið Hið öfluga skip Taccola er 4.683 brúttótonn. Jan De Nul mun nota það við dýpkun á Viðeyjarsundi. Fyrirhuguð þróun Sundahafnar Skarfabakki Klepps- spítali Sundabakki Vogabakki Lenging Skarfabakka Sæbraut Vatnagarðar Klettagarðar Lenging Sundabakka Viðeyjarsund Elliðavogur Lenging Vogabakka D ý p k u n a r s v æ ð i Dýpkunarsvæði Fyrirhugaðar landfyllingar Nýr Kleppsbakki Morgunblaðið/Eggert Dýpkun Galilei 2000 vann í Land- eyjahöfn fyrir nokkrum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.