Morgunblaðið - 11.11.2020, Side 31
ÍÞRÓTTIR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020
UMSPIL
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Þetta er auðvitað mikilvægur leikur
fyrir bæði lið og það er allt undir í
Búdapest; annaðhvort ferð þú á EM
eða ekki. Þetta er algjör úrslita-
leikur,“ sagði Gábor Király, leikja-
hæsti leikmaður í sögu ungverska
landsliðsins, í samtali við Morgun-
blaðið um leik Íslands og Ungverja-
lands í umspili um sæti á lokamóti
EM karla í fótbolta. Verður leikið í
Búdapest á fimmtudag og fer sigur-
vegarinn á lokamót EM en tapliðið
situr eftir með sárt ennið. Király er
elsti leikmaður í sögu Evrópumótsins
en hann var 40 ára og 86 daga gamall
er hann lék með Ungverjum gegn
Belgum á EM í Frakklandi 2016.
„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir
Ungverja að komast á EM. Við vor-
um á síðasta EM, í Frakklandi 2016,
og það var æðislegt fyrir bæði leik-
menn og stuðningsmenn. Stemn-
ingin, bæði í Ungverjalandi og í
Frakklandi, var ótrúleg og þetta var
eins og ein stór veisla. Þetta var
skemmtilegt sumar fyrir fólkið í
Ungverjalandi. Að komast aftur á
EM myndi gera mjög mikið fyrir
fólkið í Ungverjalandi á þessum erf-
iðu tímum. Það myndi lyfta fólkinu
upp,“ sagði Király sem var þekktur
fyrir að leika ávallt í gráum síðbux-
um.
Ungverjaland verður að vinna
Hann segir ungverska liðið verða
að spila mjög vel til að fara á loka-
mótið á kostnað íslenska liðsins.
„Þetta er einfalt, Ungverjaland verð-
ur að vinna Ísland,“ sagði Király og
hló áður en hann hélt áfram: „Það
vita allir hvað Ísland er með sterkt lið
og Ungverjaland verður að spila
mjög vel til að eiga möguleika á að
fara á EM.“
Íslenska liðið er ekki mikið breytt
síðan á EM í Frakklandi, en allir sem
voru í byrjunarliðinu gegn Ungverj-
um á EM eru í hópnum fyrir leikinn í
Búdapest. Ungverska liðið er hins
vegar töluvert breytt og leikmenn
eins og Roland Juhász, Zoltán Gera,
Tamás Priskin og Király sjálfur eru
hættir og yngri leikmenn komnir inn
í liðið í staðinn.
„Liðið hefur breyst mikið síðan á
EM og síðan það mætti Íslandi síð-
ast. Liðið er yngra og það er mjög
spennandi. Leikmenn eins og Dom-
inik Szoboszlai eru mjög góðir og
spennandi. Það eru allir í ungverska
liðinu með sama markmið og það er
að fara á EM, það er það eina sem
skiptir máli. Ef Ungverjaland spilar
illa en vinnur samt verðum við öll
hæstánægð. Mér er sama hvernig, ég
vil bara sjá Ungverjaland vinna Ís-
land.“
Stressaður fyrir
aukaspyrnu Eiðs Smára
Ísland og Ungverjaland mættust
síðast í riðlakeppninni á lokamóti EM
í Frakklandi 18. júní 2016. Lauk
leiknum með 1:1-jafntefli en Gylfi
Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir með
marki úr víti á 40. mínútu áður en
Ungverjar jöfnuðu á 88. mínútu með
sjálfsmarki Birkis Más Sævarssonar.
Király rifjaði upp leikinn við Morg-
unblaðið.
„Ég man vel eftir þessum leik.
Þetta voru sanngjörn úrslit og jafn-
tefli voru góð úrslit fyrir bæði lið. Ég
man að bæði lið spiluðu varfærnis-
lega og biðu eftir að hitt liðið gerði
mistök. Við unnum Austurríki í
leiknum á undan og íslenska liðið var
mjög skipulagt. Auðvitað vildum við
vinna, en eftir að við lentum undir
var gott að ná í jafnteflið í blálokin.
Tilfinningin var æðisleg. Ég man að
rétt áður en við skoruðum fékk Ís-
land aukaspyrnu á hættulegum stað
og Eiður Smári tók hana. Ég var svo-
lítið stressaður, en við vörðumst
henni og skoruðum stuttu seinna og
það var stórkostlegt,“ sagði hann
kátur.
Búið var að selja 20.000 miða á
leikinn áður en ákvörðun var tekin í
vikunni um að leikið yrði án áhorf-
enda vegna kórónuveirunnar sem
hefur verið í sókn í Ungverjalandi.
„Það er leiðinlegt. Það hefði verið
gaman að fá stuðningsmenn beggja
liða á völlinn því stuðningsmenn Ís-
lands eru mjög háværir og skemmti-
legir. Ég man vel eftir víkingaklapp-
inu þeirra á EM. Það hefðu verið
fullkomnar aðstæður til að spila fót-
bolta ef stuðningsmenn beggja liða
fengju að vera á vellinum. Því miður
er svo ekki og við þurfum að lifa með
því aðeins lengur.“
Stofnaði sitt eigið félag
Király hóf ferilinn árið 1993 með
uppeldisfélaginu Haladás sem er
staðsett í Szombathely, þar sem
markvörðurinn fyrrverandi fæddist.
Hann lagði hanskana og síðbuxurnar
á hilluna eftir fjögur ár hjá sama liði,
en þess á milli lék hann með liðum á
borð við Hertha Berlin, Crystal Pal-
ace, Burnley og 1860 München. Hann
lætur sér ekki leiðast eftir knatt-
spyrnuferilinn.
„Ég byrjaði að skipuleggja lífið eft-
ir knattspyrnuferilinn fyrir 18 árum
og ég stofnaði mitt eigið knatt-
spyrnufélag, það spilar í 4. efstu deild
Ungverjalands. Ég stofnaði líka
íþróttafyrirtæki í leiðinni og ég vann í
því meðfram því að spila fótbolta. Við
erum með markvarðaskóla líka og
endurhæfingarmiðstöð. Þetta er
stórt fyrirtæki og eftir fótboltann hef
ég haft meiri tíma til að sinna fjöl-
skyldunni og fyrirtækinu. Núna vinn
ég daglega á fótboltavellinum að
þjálfa markverði og fylgjast með lið-
inu mínu. Líf mitt hefur ekki breyst
það mikið síðan ég hætti að spila fyrir
utan að ég æfi minna sjálfur. Líf mitt
snýst enn þá að mestu leyti um fót-
bolta. Ég flyt líka ræður í skólum og
hjá fótboltaliðum og svo tek ég að
mér verkefni hjá Crystal Palace og
hitti stuðningsmenn á heimaleikjum.
Lífið er fótbolti,“ sagði Ungverjinn.
Það er allt undir í Búdapest
Leikjahæsti landsliðsmaður Ungverja býst við erfiðum leik Man vel eftir
leiknum í Frakklandi Er elsti leikmaðurinn í sögu lokakeppni Evrópumótsins
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Evrópumótið Gabór Király í leik Ungverja og Íslendinga í Marseille á EM í Frakklandi sumarið 2016.
Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrm-
isson er í liði fyrstu og annarrar
umferðar undankeppni Evrópu-
mótsins í handbolta eftir frammi-
stöðuna í 36:20-sigrinum á Litháen í
Laugardalshöll síðasta miðvikudag.
Hákon gerði sér lítið fyrir og skor-
aði átta mörk í átta skotum í sínum
fyrsta landsleik en sjö markanna
gerði hann í fyrri hálfleik. Evr-
ópska handknattleikssambandið
birti myndband með liði umferð-
anna á twitter og er Hákon þar í
félagsskap með mönnum á borð við
Kiril Lazarov.
Hákon Daði í liði
umferðarinnar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mark Hákon Daði Styrmisson
klikkaði ekki á færi gegn Litháen.
Hollenski knattspyrnudómarinn
Björn Kuipers mun dæma leik Ung-
verjalands og Íslands í umspili um
laust sæti á EM í Búdapest í Ung-
verjalandi á fimmtudaginn kemur.
Leikurinn fer fram á Puskás
Aréna í Búdapest en aðstoðardóm-
arar Kuipers verða samlandar hans
þeir Sander van Roekel og Erwin
Zeinstra. Dómaratríóið er Íslend-
ingum vel kunnugt en þeir dæmdu
leik Frakklands og Íslands í París í
átta liða úrslitum EM í Frakklandi
árið 2016. Þá verður Pol van Boe-
kel VAR-dómari. bjarnih@mbl.is
Sami dómari og
gegn Frökkum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
EM 2016 Björn Kuipers í leik
Íslands og Frakklands á EM.
Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gísla-
son hefur lagt skóna á hilluna, 32 ára
gamall. Hann greindi frá þessu í sjón-
varpsþættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í
gær. Rúrik lék síðast með Sandhausen
í þýsku B-deildinni. „Fótboltalega séð
er akkúrat ekkert fram undan. Ég tók
þá ákvörðun fyrir dálitlu að skórnir
færu bara einfaldlega á hilluna. Það er
stór ákvörðun og auðvitað útilokar
maður aldrei að skórnir verði teknir
niður af hillunni einhvern tímann aftur,
það verður ekki núna,“ sagði Rúrik.
Rúrik, sem er uppalinn hjá HK, lék 53
landsleiki fyrir Ísland og skoraði þrjú
mörk. Hann lék einnig með liðum eins
og Anderlecht, Charlton, Viborg, OB,
FC Kaupmannahöfn, Nürnberg og loks
Sandhausen.
GR-ingarnir Guðmundur Ágúst
Kristjánsson og Haraldur Franklín
Magnús munu báðir keppa á Áskor-
endamótaröðinni í golfi í vikunni.
Næsta mót á Áskorendamótaröð Evr-
ópu, Challenge Tour, hefst á morgun í
Cadiz á Spáni og mun Ísland sem sagt
eiga tvo fulltrúa. Guðmundur á meiri
keppnisrétt á mótaröðinni en Haraldur
en Haraldur komst inn í þetta sinn.
Síle varð í gær 32. og síðasta þjóðin
sem fær sæti á HM karla í handknatt-
leik sem fram fer í Egyptalandi. IHF,
Alþjóðahandknattleikssambandið, til-
kynnti þetta í gær. Verða þátttöku-
þjóðir heimsmeistaramótsins 32 í
fyrsta skipti í Egyptalandi en þær hafa
verið 24 á síðustu mótum. Stóðu tvö
sæti laus þar sem ekki tókst að ljúka
undankeppnum í Norður- og Suður-
Ameríku. Bandaríkin fengu á dögunum
annað sætið og Síle hefur nú verið út-
hlutað hinu. Síle hefur leikið á fimm
síðustu heimsmeistaramótum en allt-
af endað á meðal neðstu liða.
Heimsmeistaramótið verður flautað á
13. janúar.
Síðasta laugardag var til umfjöll-
unar leikur Vals og Glagsow City sem
fram undan er í Meistaradeild kvenna í
knattspyrnu. Í greininni var sagt að
liðin væru ellefu ár frá því Valskonur
léku síðast í Evrópukeppni þar til á
dögunum. Það er rangt. Hið rétta er að
liðin eru níu ár en árið 2011 mættust
þessi sömu lið.
Knattspyrnumaðurinn Finnur Orri
Margeirsson er genginn til liðs við
uppeldisfélag sitt Breiðablik og
greindi félagið frá því á samfélags-
miðlum í gær. Finnur Orri kemur til fé-
lagsins frá KR og skrifar hann undir
tveggja ára samning við Kópavogs-
liðið. Finnur lék í sex ár með Breiða-
bliki áður en hann hélt út í atvinnu-
mennsku til Noregs
þar sem hann lék
með Lilleström árið
2015. Þegar hann
sneri aftur heim til
Íslands samdi
hann við KR þar
sem hann hefur
leikið frá 2016
en hann varð Ís-
landsmeistari
með liðinu á síð-
ustu leiktíð.
Finnur Orri á að baki
229 leiki í efstu deild
þar sem hann hefur
skorað eitt mark
en hann er 29 ára
gamall.
Eitt
ogannað