Morgunblaðið - 11.11.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.11.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Túnikur • Bolir • Blússur Peysur • Klútar • Silkislæður Snyrtivörumerkin okkar eru: M a d e i n I c e l a n d HAUSTVÖRUR Glæsilegar komnar Póstsendum Það fer blaðamönnum einkar illaað breytast á örskotsstund í hjörð. En það er jafnan stutt í það.    Þó eru enn hressi-legar undan- tekningar. Páll Vil- hjálmsson skrifar:    Biden forsetaefnitilkynnti á kjör- dag að öll atkvæði skyldi telja. Fimm dögum síðar taldi Biden óþarfi að telja atkvæðin, hann væri sigurvegari samkvæmt fjölmiðlum.    Líkt og bylting er valdarán lög-mætt þá og því aðeins að það heppnist.    Meginforsenda er að sitjandivaldhafi gefist upp, flýi eða drepist. En Trump gafst ekki upp, flúði ekki og er enn með jarðvist. Þeir sem hafa hagsmuni af því að forsetinn haldi völdum vakna til lífs- ins.    Á þriðjudegi eftir valdaránshelg-ina er komin óvissa í stað sigur- vissu í herbúðum Bidens og fjöl- miðla. Það veit ekki á gott að sitjandi forseti nái vopnum sínum.    Næstu sólarhringar skera úr umhvort valdaránið renni út í sandinn. Varaáætlun Bidens og demókrata er að fá völdin með lög- mætum hætti 20. janúar 2021 þegar öll atkvæði eru talin og vafamál út- kljáð fyrir dómstólum.    Í því ferli verður misheppnaðavaldaránið eins og myllusteinn um háls Bidens. Öldungurinn þarf á öllum sínum lyfjum að halda til að bugast ekki.“ Eiga Moggi og FB að úrskurða úrslit STAKSTEINAR Páll Vilhjálmsson Joe Biden Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri telur fulla ástæðu til varfærinnar bjartsýni vegna frétta af því að bóluefni gegn kór- ónuveirunni kunni að vera innan seilingar, en lyfjarisinn Pfizer greindi frá því á mánudag að til- raunir með bóluefni gæfu góða raun. „Ég hef alltaf verið bjartsýnn á að ferðaþjónustan geti tekið hratt við sér þegar hættan líður hjá,“ segir Skarphéðinn í samtali við Morgunblaðið. „Mér hefur sýnst að það sé mikill ferðavilji hjá fólki, þannig að þegar það sér að veiran er hætt að hrella menn og það er óhætt að ferðast á ný, þá mun fólk leggjast í ferða- lög aftur og vera fljótt að taka við sér. Það bendir allt til þess.“ Hann telur jafnvel ástæðu til bjartsýni á það. „Við höfum verið með minni árstíðasveiflur en gengur og gerist, svo það er viðbúið að um leið og ástandið lagast förum við að fá ferðamenn. Við eigum að geta verið í fyrra fallinu í því,“ segir Skarphéðinn. Eftir sem áður muni mest velta á næsta sumri. Ástandið hafi verið mjög erfitt í ferðaþjónustu hér sem annars staðar, en hún sé samt sem áður vel undir það búin að taka við ferðamönnum. „Ef þetta fer af stað í vor og við fáum þokkalegt sumar á þetta allt að vera í lagi, en ef sumarið bregst erum við komin í verri mál.“ Von um bóluefni vekur bjartsýni  Telur að ferðamenn muni skila sér hratt  Allt velti á góðu sumri 2021 Skarphéðinn Berg Steinarsson Magnús Hallgrímsson verkfræðingur lést á Landakoti 8. nóvember sl., 88 ára að aldri. Magnús fæddist á Akureyri 6. nóvember 1932, sonur hjónanna Hallgríms Einarssonar ljósmyndara og Lauf- eyjar Jónsdóttur hús- freyju. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1952, fyrrihlutaprófi í verk- fræði frá HÍ og meist- araprófi í byggingar- verkfræði við Poly- teknisk Læreanstalt DTK 1963. Magnús stundaði margvísleg verkfræðistörf hér á landi sem er- lendis sem mörg tengdust virkj- unum og raflínum þeim tengdum. Hann stofnaði Verkfræðistofuna Hönnun, ásamt fleirum, 1963 og starfrækti hana til 2000. Stóran hluta starfsævinnar var hann við ýmis hjálparstörf erlendis, starfrækti flóttamannabúðir og skipulagði neyðarhjálp á vegum Rauða krossins í Indónesíu, Eþíópíu, Erítreu, Jórdaníu, Írak og Aser- baídsjan. Einnig starfaði hann við friðargæslu og uppbyggingu innviða á vegum Sþ og NATO, bæði í Líb- anon og í ríkjum gömlu Júgóslavíu. Þá stýrði hann fjármögnun, skipu- lagningu og uppbyggingu raforku í Kosovo, 1999-2003. Milli þessara verkefna sá hann m.a. um fram- kvæmd Kristnihátíð- arinnar á Þingvöllum fyrir forsætisráðu- neytið árið 2000. Magnús var braut- ryðjandi í vetrar- skíðaferðum um há- lendi Íslands og félagi í ÍSALP, Íslenska alpa- klúbbnum. Hann var ævilangt skáti, einn af stofnendum Flug- björgunarsveitarinnar á Akureyri 1951 og sat í stjórn Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Hann sat um tíma í stjórn Landverndar og Vatnajökuls- þjóðgarðs, og var varaformaður Jöklarannsóknarfélagsins um langt árabil. Hann kenndi björgunar- sveitum snjóflóðabjörgun og björg- unartækni í frístundum um áratuga skeið. Magnús fékk margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín og var m.a. sæmdur gullmerki Bandalags íslenskra skáta, heiðursmerki Verk- fræðingafélagsins, gullmerki Flug- björgunarsveitarinnar, jöklastjörnu Jöklarannsóknarfélagsins og ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 2003. Eiginkona Magnúsar var Hlíf Ólafsdóttir lífeindafræðingur. Synir þeirra eru Hörður og Hallgrímur. Andlát Magnús Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.