Morgunblaðið - 11.11.2020, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020
✝ Örlygur Hálf-danarson fædd-
ist 21. desember
1929 í Viðey á
Kollafirði og ólst
þar upp og á Sel-
tjarnarnesi. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni í
Reykjavík 30. októ-
ber 2020.
Foreldrar Örlygs
voru Hálfdan Hall-
dórsson verslunarstjóri í Viðey
og Jóhanna Guðlaug Bjarnadótt-
ir húsfreyja. Systkini Örlygs sem
öll eru látin voru: Bjarney Valdi-
marsdóttir; Hulda Sigríður Guð-
mundsdóttir; Matthías Þorbjörn
Guðmundsson; Guðmundur Guð-
mundsson og Sveinn Bjarnar
Hálfdanarson.
Örlygur kvæntist 19. sept-
ember 1953 Þóru Þorgeirs-
dóttur, f. 31. janúar 1933. For-
eldrar hennar voru Þorgeir
Jónsson bóndi í Gufunesi og
Guðný Guðlaugsdóttir hús-
freyja. Synir Örlygs og Þóru
eru: 1) Þorgeir, f. 1952, maki Ið-
unn Reykdal. 2) Örlygur Hálf-
dan, f. 1956, maki Guðbjörg
Geirsdóttir. 3) Matthías, f. 1962,
landshandbókin, Íslenska
alfræðiorðabókin, Ferða-
handbókin, Vegahandbókin,
Dýraríki Íslands, Landið og
landnáma, Ferðabók Eggerts og
Bjarna, Ferðabók Sveins Páls-
sonar, Skútuöldin, Íslenskir
sögustaðir og Úr torfbæjum inn í
tækniöld, þriggja binda ritverk
sem kom út árið 2003, og er þá
fátt eitt talið.
Örlygur var einnig umsvifa-
mikill útgefandi orðabóka og má
þar nefna Ensk-íslenska orðabók
sem út kom árið 1984, Ensk-
íslenska skólaorðabók, Ensk-
íslenska viðskiptaorðabók, Ís-
lensk-enska viðskiptaorðabók og
Fransk-íslenska orðabók. Örlyg-
ur hafði ávallt töluverð afskipti
af félagsmálum. Hann var meðal
annars formaður Sambands
ungra framsóknarmanna 1960-
1966, átti sæti í miðstjórn Fram-
sóknarflokksins frá 1956-1966,
var um skeið forseti Slysavarna-
félags Íslands, formaður Félags
íslenskra bókaútgefenda, beitti
sér fyrir stofnun Viðeyingafé-
lagsins, átthagafélags Viðey-
inga, og var lengi formaður
þess.
Útför Örlygs fer fram Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 11.
nóvember 2020, klukkan 13.
Streymt verður frá útförinni á
https://www.sonik.is/orlygur
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á
https://www.mbl.is/andlat
d. 2014. Maki hans
var Elva Sigtryggs-
dóttir en Matthías
var áður í sambúð
með Kolbrúnu
Ólafsdóttur. 4) Arn-
þór, f. 1970.
Örlygur gekk í
Viðeyjarskóla,
stundaði síðar nám
við Héraðsskólann
á Núpi í Dýrafirði,
lauk verslunarprófi
frá Samvinnuskólanum í Reykja-
vík 1953 og framhaldsdeild-
arprófi frá sama skóla ári síðar.
Að námi loknu hóf Örlygur
störf sem fulltrúi í sjódeild
Samvinnutrygginga, var eftir
það fulltrúi og deildarstjóri í
fræðsludeild SÍS, ritstjóri Hlyns,
blaðs samvinnustarfsmanna, og
blaðamaður á Samvinnunni.
Ásamt svila sínum Erni Mar-
inóssyni stofnaði Örlygur árið
1966 Bókaútgáfuna Örn og Ör-
lyg hf. og var umsvifamikill
bókaútgefandi um áratuga
skeið. Meðal helstu ritverka sem
Örlygur gaf út á ferli sínum sem
bókaútgefandi má nefna ritverk-
in Landið þitt – Ísland, Reykja-
vík – Sögustaður við Sund, Ís-
Örlygur afi minni var merki-
legur maður fyrir margar sakir.
Hann var hávaxinn og myndar-
legur, orðheppinn og hafði mikla
frásagnargáfu en það heyrði ég
oft þegar hann sagði frá í Viðeyj-
arferðunum. Hann hafði einstak-
an áhuga á sögu lands og þjóðar
og var á árum áður stórvirkur
brautryðjandi í bókaútgáfu á efni
sem því tengdist. Ég nýt þess að
eiga bækur sem hann gaf út og
voru honum kærar eins og Ís-
landshandbókin, Landið þitt Ís-
land og Alfræðiorðabækurnar.
Auk þeirra á ég líka þónokkrar
barnabækur sem hann gaf út og
ég hef lesið fyrir allar dætur mín-
ar. Yngsta dóttir mín sem er 6 ára
gleðst mikið þegar hún sér bækur
sem eru með Hraundrangamerk-
inu hans langafa. Hann var
áhugamaður um íslenskt mál og
leiðrétti mig þegar honum þótti
viðeigandi. Í bílferðum þegar ég
var barn lagði hann sig fram um
að kenna mér hin ýmsu örnefni
og benti t.d. á fjöll og spurði hvort
ég vissi nöfn þeirra. Mér fannst
það ekki alltaf skemmtilegt en
skil það vel sem fullorðin mann-
eskja og legg mig fram um að
kenna dætrum mínum það sama.
Fyrir tæpum 20 árum bjó ég í
rúmt ár á Hornafirði og afi og
amma ákváðu að fara í ferðalag
og heimsækja mig. Afi var sér-
staklega áhugasamur um stað-
hætti og allt sem ég vissi um stað-
inn. Heimsóknin sem varði í tvo
daga var hin ánægjulegasta. Fyr-
ir nokkrum árum bjuggum við
Njáll í Danmörku og þá fékk ég
jólagjöf frá afa og ömmu sem er
mér mjög minnisstæð en þau
sendu okkur hangikjöt sem
bragðaðist einstaklega vel á er-
lendri grund. Mér þótti afar vænt
um sendinguna og hef grun um að
það hafi verið afa hugmynd að
senda okkur hangikjötið þó að ég
hafi aldrei spurt sérstaklega að
því. Líklega hefur honum fundist
ómögulegt að við héldum jól án
þess að geta borðað hangikjöt
með öllu tilheyrandi. Afi var yf-
irleitt að grúska í einhverju
tengdu gömlum ljósmyndum eða
bókum þegar ég kom í heimsókn
til hans og ömmu. Þegar eldri
dætur mínar voru litlar og for-
eldrar mínir bjuggu í Luxem-
borg, leitaði ég mikið á Hjarðar-
hagann til þeirra. Afi og amma
voru alltaf tilbúin til þess að að-
stoða mig ef þess þurfti og í eitt
skiptið mættu þau bæði til mín
seint um kvöld til þess að aðstoða
mig þegar elsta dóttir mín veikt-
ist nokkurra mánaða og ég var
ein heima með hana. Hún fór líka
með þeim í nokkur skipti út í Við-
ey þegar við foreldrarnir vorum í
próflestri. Síðustu tvö til þrjú ár-
in hægði mikið á afa og hann átti
orðið erfiðara með allar athafnir
en áður. Í sumar fór hann inn á
öldrunardeild á Grensási og var
nýfluttur inn í Sóltún þegar hann
lést. Minningin um afa lifir áfram
og ég mun hugsa sérstaklega til
hans þegar ég horfi yfir sundin og
út í Viðey.
Hvíl í friði elsku afi,
Þóra Þorgeirsdóttir.
Elsku Örlygur frændi minn,
bróðir afa míns, er fallinn frá.
Þær eru ófáar minningarnar sem
ég á með þér og Þóru úti í Viðey.
Allar fjáraflanirnar sem við héld-
um, ég og Þóra, í félagsheimilinu í
gamla vatnstankinum að selja
vöfflur og með því, þú með leið-
söguferðir um eyjuna. Ég er
óendanlega þakklát fyrir þessar
samverustundir og það sem þú
kenndir mér. Þú hafðir þann
hæfileika sem ekki margir hafa
að þegar þú talaðir þá hlustaði
fólk og bar virðingu fyrir þér.
Mér er virkilega minnisstætt
þegar ég sat minn fyrsta fund
með þér hjá Reykjavíkurborg til
að ræða framtíð Viðeyjar. Það
varð mér þá strax ljóst að þar var
á ferðinni maður með bein í nef-
inu sem var óhræddur við að láta í
ljós skoðanir sínar. Enda varstu
frumkvöðull sem barðist alla tíð
fyrir hugsjónum þínum og sterk-
asta taugin var Viðey. Ég hef allt-
af litið upp til þín og er þakklát
fyrir það sem þú hefur kennt mér
og mun ég varðveita þær minn-
ingar vel og koma þeim áfram til
barnanna minna.
Minn Jesús, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta eg geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna eg burt úr heimi.
(Hallgrímur Pétursson)
Olga Kristrún Ingólfsdóttir.
Ég átti nokkur samskipti við
Örlyg að bókagerð í tvo áratugi.
Áður hafði ég kynnst honum lít-
illega sem hernámsandstæðingi.
Seinna urðum við félagar í Vest-
urbæjarlaug og ferðamátar á há-
lendinu. Margt mætti um Örlyg
segja og verður ugglaust gert því
hann kom víða við. Hann var yf-
irleitt farsæll og hafði gaman af
lífinu. Hann kom sem viss víga-
hnöttur inn í íslenska bókaútgáfu
fyrir rúmlega hálfri öld og hún
stóð fjóra áratugi. Hann einbeitti
sér af miklum metnaði að ýmist
frum- eða endurútgáfu merki-
legra ferðabóka um Ísland ásamt
vönduðum orðabókum, ævisögum
og þjóðlegum fróðleik. Öflun
myndefnis var honum einnig hug-
leikin. Auðvitað þurfti hann líka
eins og aðrir að gefa út margs
kyns léttmeti til að standa undir
rekstrinum. Hann gætti sín í
fyrstu ekki alltaf nægilega við að
fá nógu hæfa fræðimenn til ráðu-
neytis og fyrir bragðið hlaut hann
stundum aðkast fyrir skort á ná-
kvæmni. Reyndar var aldrei um
stórvægileg atriði að ræða en
hann tók þetta nærri sér því hon-
um var annt um vandvirkni. Hann
gerði sér enda fljótt far um að
bæta úr þessu og bækurnar urðu
sífellt til meiri fyrirmyndar.
Viðey og saga hennar var ann-
að hjartans mál Örlygs enda bor-
inn þar og barnfæddur. Viðeyjar-
stofa var þar ekki undanskilin.
Honum þótti umgengni fyrir-
tækja og yfirvalda í og umhverfis
eyjuna oft til lítils sóma. Hann lét
sér einkar annt um arfleifð Skúla
fógeta Magnússonar og fannst of-
ríki Stephensena og Briema á
hans kostnað stundum ganga úr
hófi. Hann var holdgervingur Við-
eyingafélagsins og lét fyrir rúm-
um fjórum áratugum gera hinn
gamla vatnstank Miljónafélagsins
að félagsheimili þess. Þar sátu
vinir hans stundum veislu. Viðeyj-
arjarl hét hann okkar á meðal.
Í Vesturbæjarlaug var Örlygur
ókrýndur höfðingi Húnahópsins
en svo voru þau nefnd sem komu
strax klukkan hálfsjö á morgnana
og aðrir sögðu hanga á hurðar-
húninum þar til opnað væri. Mörg
þeirra eru nú fallin frá. Enn
stendur skiltið Örlygshöfn við
innsta pottinn sem sett var upp
fyrir tveim áratugum. Þar var nú
ekki töluð vitleysan þótt alvöru-
leysi gæti brugðið fyrir. Margs
kyns efni andleg og líkamleg voru
til umfjöllunar, djarft spaug og
kveðskapur og sumt var harð-
bannað að nefna utan potts.
Þórsnes syðst á Viðey var eitt
hugðarmála hans. Þetta er eina
Þórs-örnefnið í landnámi Ingólfs,
og eitt af því fáa sem ritað finnst
um háttu Ingólfs Arnarsonar er
að hann var blótmaður mikill.
Þingstöðum og helgistöðum í
heiðni virðist gjarnan hafa verið
valinn staður þar sem auðvelt var
að verjast truflunum. Nefna má
Spöngina á Þingvöllum og Árnes í
Þjórsá. Okkur þótti ekki fjarri
lagi að nafnið benti til þess að Ing-
ólfur hefði valið Þór slíkan stað á
nesinu. Málið var reyndar komið
á þann rekspöl að Páll Guðmunds-
son listamaður frá Húsafelli hafði
hannað hellu á hörg og Hilmar
allsherjargoði var búinn að helga
tangann. Aðeins átti eftir að
sækja formlega um leyfi Reykja-
víkurborgar til að reisa hörginn.
Örlygur ætlaði svo sannarlega að
vera viðstaddur vígsluna ef til
kæmi og verður þar ugglaust í
anda.
Árni Björnsson.
Við fráfall góðs vinar og
frænda koma í hugann margar
ljúfar minningar. Ég var þeirra
gæfu aðnjótandi að kynnast Ör-
lygi og Þóru í barnæsku. Það var
einstaklega gott að fá að dvelja á
heimili þeirra. Þessi samheldnu
hjón voru höfðingjar heim að
sækja og Þóra smitaði út frá sér
gleði og kærleika. Ég dvaldi fyrst
hjá þeim á bænum Gufunesi og
síðar á heimili þeirra á Hagamel.
Þar fékk ég ásamt Hálfdani það
verkefni að dreifa bæklingum um
Vesturbæinn vegna forsetafram-
boðs Gunnars Thoroddsen sem
Ölli stóð fyrir útgáfu á. Þarna
varð ég strax var við eljusemi Ölla
í öllu því sem hann tók sér fyrir
hendur.
Lengstum hluta starfsævinnar
varði hann á vettvangi bókaút-
gáfu. Þar skorti hann ekki stór-
hug, hann lagði ótrúlegan metnað
í útgáfu fjölmargra lykilverka.
Örlygur var hugsjónamaður sem
vildi leggja sitt af mörkum fyrir
samfélagið.
Leiðir okkar Ölla og Þóru lágu
mörgum árum síðar saman í Við-
eyingafélaginu. Þau hjón höfðu
staðið fyrir stofnun þessa átt-
hagafélags og lögðu mikla vinnu
og ræktarsemi við félagið. Það
var einstaklega ánægjulegt að
mæta á samkomur félagsins og
finna þann samhug og vinarhug
sem þar ríkti. Fólkið sem bjó í
þorpinu var eins og ein fjölskylda.
Ég man eftir mörgum ferðum þar
sem farið var út í eyju á vorin til
að gera félagsheimilið og aðra að-
stöðu klára fyrir sumarið. Matt-
hías sonur þeirra hjóna var að
öðrum ólöstuðum prímus mótor í
þessari vinnu enda handlaginn,
vandvirkur og útsjónarsamur.
Það var öllum sem þekktu Matta
mikið áfall þegar þessi góði
drengur féll frá eftir erfið veikindi
langt fyrir aldur fram.
Í Viðey var Örlygur á heima-
velli, þar naut hann þess að segja
gestum frá staðháttum og sögu
eyjarinnar. Ölli var fjölfróður, af-
ar minnugur og góður sögumað-
ur.
Á kveðjustund er gott að deila
þessum góðu minningum. Ég vil
þakka fyrir vináttu, stuðning og
tryggð og sendi Þóru og fjölskyld-
unni hlýjar kveðjur.
Ingólfur Guðmundsson.
Örlygur Hálfdanarson er lát-
inn á háum aldri. Hann fæddist í
Viðey, ólst þar upp og fullyrða má
að honum hafi enginn staður á
landinu verið jafnkær og þar með
á kringlu heimsins allri er vér
mannfólkið byggjum, svo gripið
sé til orða Snorra Sturlusonar.
Hann gerði ýmislegt þessari fæð-
ingar- og fósturey sinni til góða.
Má þar nefna að hann stóð fyrir
stofnun Viðeyingafélagsins en fé-
lagsmenn voru að mestu þeir sem
í Viðey voru fæddir og uppaldir og
gættu þess sem þeir máttu að þar
væri allt til prýði og sóma. Má
nefna sérstaklega að á vegum
þess félags var innréttað ágætt
félagsheimili í gömlum vatnstanki
þar sem félagið átti sér athvarf. Í
þessu öllu var Örlygur potturinn
og pannan eins og oft var sagt
fyrr á tíðum.
Mér er það minnisstætt að ein-
hverju sinni var ég staddur úti í
Sorpu, þeim góða og gagnlega
stað, og sá þá bifreið með skrá-
setningarnúmerið Viðey og hugs-
aði með mér hvort þessu númeri
hefði verið nappað á undan Örlygi
og þannig að mínu mati stolið af
honum. Rétt í því kom Örlygur að
bílnum og sagði ég honum þá frá
þessum fáránlegu hugsunum
mínum. Sagði hann að ef svo hefði
verið hefði þrjóturinn fengið
rækilega ráðningu fyrir eigna-
stuld.
Örlygur helgaði bókaútgáfu
stærstan hluta starfsævi sinnar
undir merkjum félagsins Örn og
Örlygur. Auk þess að gefa út
bækur af ýmsu tagi réðst hann í
allmörg stórvirki á útgáfusviðinu
og nægir þar að nefna Ensk-ís-
lensku orðabókina sem ég tel að
flestum hafi orðið happafengur,
ekki síst þeim sem kenna ensku
eða fást við þýðingar úr því
tungumáli. Ég hef það á tilfinn-
ingunni að þegar Örlygur réðst í
slík stórvirki hafi honum ekki ver-
ið efst í huga hvort þegar upp var
staðið yrði hagnaður af útgáfunni
eða ekki. Metnaðurinn til þess að
skila af sér góðu og vönduðu verki
var meiri en svo að það væri sér-
stakt áhyggjuefni, koma tímar og
koma ráð. Ég er hálfhræddur um
að þessi hugsunarháttur, hvort
sem telja má hann jákvæðan eða
neikvæðan, sé mjög á undanhaldi
í íslenskri bókaútgáfu og nú sé
a.m.k. um sinn kvaddur sá sem
svo var stór í hugsun og verki. Ef
til vill sá síðasti.
Örlygur verður ekki kvaddur
án þess að nefna hans góðu konu,
Þóru Þorgeirsdóttur, til sögunn-
ar. Hún hefur áreiðanlega verið
honum sú stoð og stytta sem
hinn önnum kafni útgefandi
þurfti á að halda. Létt lund Þóru
hefur örugglega hjálpað Örlygi
til að komast eða komið honum
yfir þá örðugu hjalla sem bóka-
útgefendur standa örugglega
frammi fyrir oft og tíðum.
Örlygur átti við vanheilsu að
stríða síðustu árin sem fylgdu
ýmis vandamál eins og gerist og
gengur. Þóra var þá eins og
klettur sem sér ekki vandamálin
heldur aðeins lausnirnar og
næsta víst er að þá hefur hið
létta lundarfar Þóru orðið þeim
báðum að liði.
Allt hefur sinn enda og að leið-
arlokum Örlygs viljum við Mar-
grét senda Þóru og fjölskyldu
hennar innilegar samúðarkveðj-
ur.
Friðgeir Björnsson.
Sálmur úr Örlygshöfn
(Þýskt vísnalag frá 16. öld = Í
Betlehem er barn oss fætt)
Þetta sálmalíki ásamt skýr-
ingartexta var flutt 19. desember
2014 á hinum árlegu Litlu jólum
fastagesta í Vesturbæjarlaug
sem síra Ólafur Jóhannsson hef-
ur staðið fyrir árum saman á
Kaffivagninum seinasta föstu-
dag fyrir jól. Að þessu sinni var
það tveim dögum fyrir 85 ára af-
mæli Örlygs. Þess skal getið til
skýringar að Örlygur gekk í
Samvinnuskólann og varð um
tíma handgenginn Jónasi frá
Hriflu skólastjóra. Um árabil var
hann formaður Sambands ungra
framsóknarmanna og Ólafur
Ragnar Grímsson fetaði að
nokkru í fótspor hans. Sjötta
versið lýtur að ágreiningi hans
við Þóri Stephensen staðarhald-
ara um fyrirkomulag í Viðeyjar-
stofu.
Sólhvarfadagurinn var til-
nefndur sem afmælisdagur Jesú
frá Nasaret fjórum öldum eftir
fæðingu hans. Vegna gamallar
reikniskekkju töldu tímatals-
fræðingar í Rómarborg um það
leyti að sólhvörfin bæri upp á 25.
desember. Örlygur fæddist hins-
vegar í Viðey á hinum stjörnu-
fræðilega kórrétta sólhvarfadegi
21. desember 1929.
Í Viðey fæddist :/:barnið blítt:/:
Það lofa skal um veröld vítt.
Öllijújá
Af Hriflufræðum :/:varð hann vís:/:
og víða fór á snærum SÍS.
Öllijújá
Hann Ólaf Ragnar :/:ala upp hlaut:/:
og fleytti honum á framabraut.
Öllijújá
Hann merkar bækur :/:birti þjóð:/:
sem mörg hver þótti mæt og góð.
Öllijújá
Í Viðey gerir :/:vinum kátt:/:
og merki Skúla heldur hátt.
Öllijújá
Hann varast andleg :/:íhaldsfen:/:
og einkum síra Stephensen.
Öllijújá
Þá lengsta nóttin :/:líður dimm:/:
verður Ölli áttatíuogfimm.
Öllijújá
Eftirlifandi í Húnahópnum:
Árni Björnsson,
Guðmundur Lýðsson,
Jón Kristjánsson, Oddur
Björnsson, Ólafur
Jóhannsson, Ólafur
Grétar Kristjánsson,
Pétur Þorsteinsson,
Reynir Jónasson,
Þór Magnússon.
„Vegleg hljóta verkin þín
virðing þjóðarinnar.“
M.a. Vegahandbókin, Landið
þitt, Heimurinn þinn, Ísland,
Reykjavík: Sögustaður við Sund,
Íslandshandbókin og Íslenska
alfræðiorðabókin.
Örlygur
Hálfdanarson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA H. SIGURJÓNSDÓTTIR,
Sóleyjarima 21, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 29. október á Hrafnistu.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 13. nóvember og hefst athöfnin klukkan 13.
Vegna aðstæðna munu eingöngu nánustu ættingjar verða
viðstaddir. Athöfninni verður streymt á facebooksíðunni:
https://www.facebook.com/groups/702466750383651
Hrönn Scheving Björn Björnsson
Kristín V. Samúelsdóttir Kjartan Viðarsson
Bára Scheving Kjartan S. Guðjónsson
barnabörn, langömmubörn
og fjölskyldur
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar ástkærrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður
og ömmu,
ERLÍNAR ÓSKARSDÓTTUR,
Eystri-Hellum, Flóahreppi.
Ástráður Stefán Guðmundsson
Vilborg M. Ástráðsdóttir Sigurður U. Sigurðsson
Katrín Ástráðsdóttir Hans A. Tómasson
G. Andri Ástráðsson
og barnabörn