Morgunblaðið - 11.11.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.11.2020, Blaðsíða 25
Örlygur var alltaf reiðubúinn til að gera bækurnar, þar undir myndskreytingar, sem bestar úr garði. Sama gilti um t.d. Ensk- íslensku orðabókina sem hefði mátt styrkja betur. „Vegleg hljóta verkin þín virðing þjóðarinnar.“ Jón Ögmundur Þormóðsson. Örlygur Hálfdanarson var öt- ull hugsjóna- og atorkumaður og verka hans mun lengi sjá stað. Örlygur var ekki lítilþægur og kraup ekki fyrir neinum en löng- un til góðra verka var honum í blóð borin. Hann var kominn af harðgerðu fólki og má vitna til afa hans austur í Skaftafellssýslu. Hann var sendur í illviðri til læknis eftir meðölum fyrir sjúk- ling á bæ í sveitinni og varð hold- votur. Þegar hann sneri aftur, rennandi blautur eftir farsælan leiðangur, var honum vísað til gistingar í köldu útihúsi og við það fékk hann lungnabólgu sem varð honum að bana. Örlygur ólst upp í glaðri bernsku í þorpinu á Sundbakka í Viðey. Á fullorðinsárum var hann brautryðjandi og í forystu fyrir því að varðveita minjar og fróð- leik um það fjöruga mannlíf sem þreifst þar. Bókaútgáfan Örn og Örlygur var stofnuð 1964 og 1966 kom út Landið þitt, uppsláttarverk um Ísland, sögu og sérkenni. Höf- undur máls og mynda var Þor- steinn Jósepsson blaðamaður. Árið 1968 kom svo út seinna bindi verksins, eftir Steindór Stein- dórsson skólameistara. Önnur út- gáfa, Landið þitt Ísland, sex bindi, kom síðan út 1980-1985. Árið 1980 hófst vinna hjá Bókaútgáfunni Erni og Örlygi að því grundvallarverki sem að lok- um varð Ensk-íslensk orðabók með alfræðilegu ívafi, að stofni þýðing Sörens Sörensonar á bandarískri orðabók fyrir mið- skóla/menntaskóla. Það verk varð mikið að umfangi, 1.241 blaðsíða í stóru broti. Orðabókin er ómetanlegt verk enn í dag og verður framvegis. Fullyrða má að enginn getur fyllilega unnið með enskan og íslenskan texta án þess að nýta sér hana. Örlygur Hálf- danarson segir í formála: „Ég hefi allt frá unglingsárum dáðst að víðfeðmi enskunnar og fegurð en hef jafnframt lært því meir sem á ævina leið að meta „ást- kæra, ylhýra málið“ og gert mér grein fyrir að líf okkar sem sér- stæðrar og jafnvel sjálfstæðrar þjóðar byggist á því að það haldi áfram að hljóma, haldi áfram að vera lifandi og sæki styrk í upp- runa sinn og lagi sig með eðlileg- um hætti að breyttum tímum.“ Vinna við Íslensku alfræði- orðabókina hófst 1987 og hún kom út 1990, þrjú bindi í stóru broti, alls 606 blaðsíður. Lögð var til grundvallar Fakta, alfræði- orðabók frá Gyldendal-bókaút- gáfunni í Danmörku. Fimmtán manna ritstjórn var að starfi og 105 sérfræðingar sem þýddu er- lenda efnið og sömdu íslenskt við hæfi. Örlygur Hálfdanarson segir í formála: „Alfræðiorðabókin er fyrsta íslenska bók sinnar teg- undar og veitir upplýsingar á ís- lensku jafnt um íslenskt efni sem alþjóðlegt. Með henni er lagður grunnur að íslenskri alfræðiorða- bókagerð.“ Hér hefur aðeins það stærsta verið nefnt í starfi Örlygs Hálf- danarsonar. Margir ágætir bóka- útgefendur hafa starfað á Íslandi, gefið út vönduð afbragðsverk á flestum sviðum lífs og lista. Tveir þeirra skara fram úr að mínu mati, annar starfaði nærri upp- hafi prentlistar og þeirri miðlun menningar sem hún hafði í för með sér, hinn stóð nærri breyt- ingum sem sér ekki fyrir endann á, í inntaki og miðlun menningar- innar. Ég nefni hinn fyrri, Guð- brand Þorláksson, hinn – Örlyg Hálfdanarson. Helgi Magnússon. Meira: mbl.is/andlát MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020 ✝ Baldur Hall-dórsson Aspar prentari fæddist 8. desember 1927 á Akureyri og ólst þar upp. Hann lést á Landakoti 2. nóv- ember 2020. Foreldrar hans voru Halldór Hjálmars Guð- mundsson Aspar, f. 25. maí 1894 í Stað- arsveit á Ströndum, d. 22. febr- úar 1935, framkvæmdastjóri á Akureyri, og kona hans Krist- björg Torfadóttir, f. 5. maí 1902 í Asparvík í Bjarnarfirði, d. 22. maí 1987, húsmóðir og verka- kona á Akureyri og síðar í Reykjavík. Systkini Baldurs voru Björn Kristinn H. Aspar, f. 7.3. 1920, d. 18.11. 1951, verslunarmaður á Akureyri; Guðrún H. Aspar, f. 2.1. 1922, d. 25.7. 2014, húsmóðir á Akureyri; Anna H. Aspar, f. 7.1. 1923, d. 1.9. 1999, húsmóðir á Skagaströnd; Kristín H. Aspar, f. 25.12. 1923, d. 21.5. 2014, hús- móðir í Reykjavík; Jón Eymund- ur H. Aspar, f. 24.1. 1925, d. þar síðan. Hann vann við iðn sína í ýmsum prentsmiðjum í borginni, m.a. hjá Ísafold, Her- bertsprenti og Prentsmiðjunni Leiftri, en lengst starfaði hann hjá Prentsmiðjunni Eddu á sjö- unda og áttunda áratugnum og síðan aftur á þeim tíunda, alls í hálfan annan áratug. Baldur hóf snemma afskipti af verkalýðsmálum og sinnti þeim af brennandi áhuga. Hann starfaði í Hinu íslenska prent- arafélagi, átti m.a. sæti í trún- aðarmannaráði HÍP, var vara- maður í prófnefnd og varaend- urskoðandi og aðalendur- skoðandi Lífeyrissjóðs prentara. Eftir stofnun Félags bóka- gerðarmanna (FBM) árið 1980 átti hann sæti í varastjórn og að- alstjórn þess félags og var starfsmaður á skrifstofu félags- ins um skeið. Hann ferðaðist einnig á vegum FBM bæði innan- lands og utan. Bálför Baldurs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 11. nóvember 2020, klukkan 13, að viðstöddum aðeins nánustu að- standendum og vinum. Athöfn- inni verður streymt á slóðinni: https://youtu.be/WbqQJHMGbpQ Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á https://www.mbl.is/andlat 18.11. 2010, skrif- stofustjóri á Ak- ureyri; Baldur H. Aspar, f. 4.10. 1926, d. 22.5. 1927. Baldur kvæntist 1. október 1949 Þóru Guðnadóttur, f. 17.2. 1931, hús- móður og fyrrver- andi móttökuritara í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Guðni Jónsson, f. 22.7. 1901, d. 4.3. 1974, prófessor og ættfræð- ingur í Reykjavík, og Jónína Margrét Pálsdóttir, f. 4.4. 1906, d. 2.10. 1936, húsmóðir. Barn þeirra var Guðni, f. 4.3. 1950, d. 8.7. 2017, viðskiptafræðingur í Reykjavík og fyrsti formaður Samtakanna ’78. Maki hans var Helgi Viðar Magnússon, f. 11.3. 1955, d. 17.12. 2003. Baldur hóf nám í prentiðn í Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri árið 1945 og tók sveinspróf í þeirri iðn árið 1951. Hann vann síðan hjá Birni Jóns- syni um eins árs skeið eftir sveinsprófið en fluttist þá til Reykjavíkur og starfaði og bjó Árið er 1982. Frá Skagaströnd brunar brúndröppuð Lödubifreið og beygjan er tekin út á mölina til norðurs út á Skaga. Í gegnum rykmökkinn sem þyrlast upp má greina Baldur og Þóru, samrýnd hjón á leið til veiða í Skagaheið- inni. Það er eftirvænting í loftinu enda veiðin með því skemmtilegra sem þau taka sér fyrir hendur. Ladan er vel aftursigin enda full af alls konar dóti, stígvélum, búss- um, veiðistöngum, maðka- og nestisboxum, anorökkum, ullar- sokkum og torkennilegum flösk- um í brúnum bréfpokum. Innan um allt dótið má, ef betur er að gáð, greina ljósan 10 ára gamlan glókoll sem er örugglega spennt- astur af öllum í bílnum. Baldur og Þóra eru komin norður til að veiða og þá er sko gaman. Ferðinni er því heitið út að Tjörn til þess að fá leyfi hjá honum Sveini bónda. Fyrir ungan dreng tekur spjallið við Svein óþarflega langan tíma enda um frátafir frá veiðum í hans huga um að ræða. Flöskurnar í brúnu pokunum eru teknar upp og jafnvel sígarettur reyktar. Loksins kemur Baldur aftur inn í bílinn og veiðiskapurinn getur hafist von bráðar. Stöngin er þrædd, flotholtið og krókurinn græjaður og álitlegur maðkur þræddur á. Fyrir drenginn er síð- an fátt betra en sitja í rólegheitum á milli þúfna og fylgjast með flot- holtinu. Svo þarf auðvitað að fá sér kaffi og meðlæti og ekki sakaði ef amma hafði stungið súkkulaði, eða bolsíum eins og hún sagði, með í nestistöskuna. Drengurinn í þess- ari sviðsmynd er auðvitað sá sem ritar þessa grein. Baldur og Þóra voru mér nánast eins og afi og amma. Þessar stundir okkar voru dásamlegar og fyrir þær verð ég ævinlega þakklátur. Eðlilega hefur veiðiferðunum norður hin síðari ár fækkað og því miður ekki verið mögulegar í nokkuð mörg ár af hálfu Baldurs og Þóru. Í heimsóknum til þeirra hefur þó verið ljóst hvar hugurinn dvaldi. Það kom alltaf blik í auga Baldurs frænda þegar veiðiskap- ur barst í tal og skipti þá ekki máli hvort það var silungur, rjúpa eða handfæraveiðar. Yfir elsku Þóru færðist alltaf dásamleg gleði þeg- ar henni var færður silungur úr Skagaheiðinni. Nú væri sko hægt að bjóða til veislu. Það hefur verið okkur feðgum sönn ánægja og gleðiefni að geta séð Baldri og Þóru fyrir jólarjúpunum í gegnum árin. Hefur þessi hefð í raun færst á milli þriggja kynslóða. Fyrst pabbi, svo ég og svo hann Páll son- ur minn. Hefðin hefur auðvitað skapað fjölmargar ánægjulegar heimsóknir til þeirra hjóna í des- ember ár hvert. Það er skrítið til þess að hugsa að nú sé Baldur farinn frá Þóru sinni. Í mínum huga og hjarta verðið þið alltaf eitt. Samrýndari hjón hefur verið erfitt að finna enda fetað veginn saman yfir 70 ár. Missir Þóru hlýtur að vera mikill. Ástin og hlýjan sem hefur streymt frá þeim hjónum í garð minn, barna minna og fjölskyldu er ómetanleg. Fyrir það allt vil ég þakka. Ég er hins vegar þess full- viss að Baldri var vel tekið á nýj- um stað enda margir sem taka honum fagnandi. Bleikjan á himn- um er örugglega gráðug allt árið um kring og margt sem þarf að ræða. Þangað til næst. Kveðja, þinn Halldór Gunnar Ólafsson. Elskulegur móðurbróðir okkar Baldur Aspar hefur nú lagt í sigl- inguna miklu. Kannski inn á sum- arheiðarnar þar sem allt er fullt af veiðivötnum og fiskurinn tekur í hverju kasti sem ætti vel við minn mann. Baldur frændi og Þóra voru sumargestirnir á æskuheim- ili okkar og sjaldan var annað þeirra nefnt öðruvísi en hitt fylgdi með enda afar samrýnd hjón. Kær minning um að síminn í Stórholti hringi og önnur okkar svarar. „Halló frænka mín, hvað segirðu gott?“ segir glaðleg rödd Baldurs frænda og hann spjallar og spyr frétta af unglingnum sem færir þá upplifun að hann sé áhugaverð manneskja. Spjallað er í smá stund en svo kemur „jæja vinan, takk fyrir spjallið, en hefurðu nokkuð hana systur mína eða mág hjá þér?“ Eftir símtalið koma fréttirnar sem gleðja alla, „Baldur og Þóra eru að koma og ætla í veiði út á Skaga í nokkra daga“. Baldur var þá að forvitnast um hvernig Skagavötnin kæmu und- an vetri og ekki leið á löngu þar til Ladan birtist í Bankastrætinu og glaðbeitt hjónin stíga úr yfirhlöðn- um bílnum og nú skyldi sko veitt. Við eldhúsborðið var rætt um í hvaða vatn ætti fyrst að fara og eftirvænting á hástigi. „Ég er með maðkinn,“ upplýsir Baldur sem var búinn að koma sér upp ákveðnum stöðum í höfuðborginni til maðkatínslu og þarna skreið hann, um miðja nótt, með vasaljós og dollu, rígfullorðinn maðurinn og tíndi maðka upp í silunga norð- ur í Skagavötnum sem fúlsuðu ekki við góðgætinu. Móðursystkin okkar, Asparkrakkarnir, ásamt Kristbjörgu ömmu þurftu virki- lega að standa saman því árið 1935 misstu þau föður og eiginmann úr berklum á besta aldri, aðeins 41 árs og frá sex börnum. Elsta barn- ið Björn um 14 ára og yngstur var Baldur um 8 ára og við teljum vandfundinn sex barna systkina- hóp og einstæða móður sem vorur eins náin og þau voru út allt líf sitt. Amma hélt hópnum sínum saman af einstökum dugnaði og allir hjálpuðust að í Þingvallastræti 6 og þar ríkti umhyggja, hlýja, gest- risni, gleði, smá stríðni og stöku karp sem minnkaði ekki sam- heldnina. Baldur frændi óx upp úr þessum jarðvegi og var alla tíð einstaklega jákvæður, skemmti- legur og hjálpsamur maður með sterkar skoðanir á málefnum og lét þær heyrast. Það var gott veganesti fyrir okkur að hafa fæðst inn í þessa samheldnu og sterku Asparfjölskyldu og lán að hafa átt góða samleið með öllum móðursystkinum okkar og fjöl- skyldum þeirra. Mikill var missir þeirra hjóna þegar Guðni einka- sonur þeirra lést og fundum við mikið til með þeim. Elsku Þóra, við systur og fjölskyldur okkar vottum þér og fjölskyldu þinni innilega samúð með þökkum fyrir allar góðu og gefandi stundirnar með þér og Baldri frænda. Halla, Þórunn (Tóta) og fjölskyldur. Baldur frændi minn og fóstri er nú kominn í sumarlandið þar sem veiðileyfin eru ókeypis og alltaf er gott veiðiveður. Ég var sautján ára þegar þau Þóra og Baldur tóku mig inn á heimili sitt og hjá þeim bjó ég í þrjá vetur. Þau komu alltaf fram við mig eins og ég væri annar sonur þeirra og ólu mig upp á þessum tánings- og mótunarár- um mínum. Að því hef ég búið alla tíð síðan. Baldur var afskaplega ljúfur maður og hjálpsamur en stóð fast á sínum skoðunum. Eftir að ég stofnaði fjölskyldu hér á Skaga- strönd komu þau hjón oft í heim- sókn. Það var alltaf tilhlökkunar- efni, ekki síður hjá börnunum mínum og barnabörnum, sem litu á Baldur og Þóru sem svona auka afa og ömmu. Þegar þau renndu í hlaðið á drekkhlaðinni Lödunni var hrópað: „Þau eru komin“ og rokið út til að taka á móti þeim. Baldur hafði yndi af að veiða. Rjúpnaveiði, fara á sjó með mér á trillunni minni, bæði til að veiða þorsk í soðið og til að skjóta svart- fugl, og stöku sinnum fórum við saman í lax. Silungsveiði var þó Baldurs ær og kýr. Að eyða deg- inum á bakkanum við eitthvert vatnið á Skaganum var hans mesta gleði og hann var svo hepp- inn að Þóra hafði gaman af þessu líka og var með honum í veiðinni. Okkur sem fórum með honum í veiði fannst það afar gott því hann var alltaf til í að eiga það sem við veiddum líka því honum og Þóru fannst silungur herramannsmat- ur. Ekki þurfti að hafa áhyggjur af risnu þeirra vegna í þessum heimsóknum, því þau komu alltaf með bílinn hlaðinn af nesti sem Þóra útbjó á kvöldin fyrir næsta veiðidag. Baldri tókst að smita veiði- áhuganum yfir í tengdafjölskyldu sína og í mörg sumur kom stór- fjölskyldan norður til veiða og gisti þá í skíðaskálanum í Spá- konufellinu. Þar var oft glatt á hjalla í lok góðs veiðidags enda þar mikið gleðifólk á ferð. Um leið og ég kveð Baldur frænda minn og vin langar mig að þakka honum fyrir allt sem hann gaf mér og kenndi. Takk fyrir að taka mig, sveitastrákinn, með á völlinn, takk fyrir þolinmæðina við mig óreyndan á flestum sviðum. Takk fyrir sundlaugaferðirnar okkar og fyrst og fremst takk fyr- ir að taka mér eins og öðrum syni í ykkar fjölskyldu. Þóra mín. Hugur minn er hjá þér á þessum erfiða tíma þegar huggunin felst í að rifja upp minn- ingar um góðan mann. Ólafur Bernódusson (Óli Benna). Baldur mágur minn er fallinn frá á 93. aldursári. Hann lést á Landakoti eftir skammvinna bar- áttu við kórónuveiruna sem herjar nú á landið. Eftir erfið veikindi Baldurs síðustu tvö ár var viðbúið að veiran hefði betur. Eftir situr Þóra og saknar lífsförunautar síns til meira en sjö áratuga. Við í fjöl- skyldu Þóru söknum góðs vinar og litríks fjölskyldumeðlims. Baldur og Þóra kynntust ung að árum, þau trúlofuðu sig á gamlaárskvöld 1947, hún 16 ára og hann tvítugur, og giftu sig tveimur árum síðar. Þau hófu bú- skap á Akureyri en fluttu til Reykjavíkur 1952 og bjuggu þar æ síðan. Fyrstu árin leigðu þau á ýmsum stöðum í borginni og lífs- baráttan var oft hörð, en 1963 eignuðust þau eigin íbúð í Sól- heimum 25 og þar hefur heimili þeirra staðið síðan. Þóra og Bald- ur voru einstaklega samrýnd hjón alla tíð og því er örðugt að minnast annars án þess að geta hins um leið. Allt frá mínum fyrstu árum man ég ekki eftir þeim öðruvísi en saman. Það verður því erfitt og einmanalegt fyrir Þóru systur að vera án Baldurs. Þóru og Baldri fæddist einka- sonurinn Guðni árið 1950. Hann var fyrsta barnabarnið í fjölskyldu Þóru og augasteinn foreldra sinna frá fyrstu tíð. Ég tel mig vita að þau óskuðu sér þess að eignast stóra fjölskyldu, enda bæði alin upp í stórum systkinahópi, en þannig æxlaðist líf þeirra ekki og Guðni varð þeim eitt og allt. Hann varð með aldrinum brautryðjandi og baráttumaður fyrir mannrétt- indum samkynhneigðra og varð fyrsti formaður Samtakanna ’78, sem barðist ötullega fyrir mál- staðnum. Þáttur hans í réttinda- baráttu og sýnileika samkyn- hneigðra á Íslandi hefur þegar skipað honum sess í Íslandssög- unni. Baldur og Þóra studdu son sinn með ráðum og dáð í þeirri baráttu. Guðni lést fyrir aldur fram 2017 og var þeim mikill harmdauði. Baldur og Þóra voru einstak- lega frændrækin og höfðu alla tíð mikið samband við systkini sín og afkomendur þeirra. Þau tóku systkinabörn Baldurs utan af landi í fóstur meðan á skólagöngu stóð og fóstruðu einnig börn vina sinna ef svo bar undir. Heimili þeirra stóð öllu frændfólki þeirra opið og þar áttu ýmsir úr fjöl- skyldunni árvisst heimboð á að- fangadagskvöld. Ekki er hægt að minnast Bald- urs án þess að geta um sterkar skoðanir hans á stjórnmálum, einkanlega verkalýðsmálum sem áttu hug hans allan. Hann var eld- heitur baráttumaður fyrir réttind- um stéttar sinnar og starfaði fyrir stéttarfélag prentara í áratugi. Hann gaf lítið eftir ef þessi mál bar á góma og svo harður var hann í horn að taka að flestir í fjöl- skyldunni létu vera að rökræða þau við hann í fjölskylduboðum. Baldur var heiðarlegur og hjálp- fús, ljúfur í viðmóti og léttur í lund, gamansamur og gestrisinn. Það var alltaf ánægjustund að vera með þeim Þóru og alltaf var manni tekið fagnandi. Fjölskylda mín naut þess að þau kenndu okk- ur fyrir mörgum árum að skera laufabrauð að norðlenskum sið og áttum við saman árvissa ánægju- stund við þá iðju á jólaföstu í ein þrjátíu ár. Þeirra stunda verður minnst með gleði og söknuði. Við Nenni vottum Þóru systur okkar dýpstu samúð. Jónína Margrét Guðnadóttir. Lífsljós Baldurs Aspar er slokknað. Hann hafði átt við veik- indi að stríða um skeið, en hann lést 2. nóvember sl. Við hjónin kynntumst Baldri og Þóru Guðna- dóttur þegar við fluttum í Sól- heima 25. Það leið ekki langur tími þar til myndaðist mikil og farsæl vinátta okkar á milli. Sú vinátta varir yfir landamæri lífs og dauða. Baldur var fæddur fyrir seinni heimsstyrjöldina, á Akureyri. Faðir hans, Halldór Aspar, lést þegar Baldur var sjö ára árið 1935 og ólst hann því upp í skjóli móður sinnar. Það hlýtur að hafa verið erfitt að vera sonur einstæðrar móður, yngstur sex systkina eftir fráfall föður hans. En drengurinn var kjarkmikill og duglegur og tókst á við það sem hann stóð gagnvart. Hann fór í sveit í nokkur sumur og var þar að auki sendisveinn á Ak- ureyri. Hann óx úr grasi og lærði prentiðn og starfaði við hana æ síðan. Hann var verkalýðssinni og barðist fyrir hagsmunum sinnar stéttar. Eitt sinn var honum sagt upp starfi og þá fór hann í mál við sinn vinnuveitanda. Og hann vann auðvitað málið. Sannast sagna er ekki hægt að skrifa um Baldur án þess að Þóra sé nefnd um leið. Þau gengu í hjónaband 1. október 1949 og voru því gift í 71 ár. Aldrei höfum við kynnst jafn mikilli gagnkvæmri virðingu og hjá þeim hjónum. Baldur og Þóra eignuðust einn son, Guðna, og var hann umvafinn ást þeirra alla tíð. Hann lést langt fyrir aldur fram árið 2017. Minn- ingu hans er alltaf haldið á lofti hjá þeim hjónum, fjölskyldu og vinum hans. Við hjónin eigum margar minn- ingastundir frá samvistum við Baldur og Þóru. Bílferðir um Vesturbæinn þar sem Þóra minnt- ist gamalla tíma, ferð á Stokkseyri þar sem komið var við Í fjöruborð- inu og borðuð humarsúpa og sannast sagna er ekki til neinn kynslóðamunur á milli okkar þó að aldursmunurinn sé töluverður. Baldur og Þóra voru töluvert fyrir útivist á árum áður og fóru í veiði- ferðir og til berja fram á níræð- isaldur. Frændur hans á Skaga- strönd voru oft með í för. Þá eru ekki mörg ár síðan Baldur hætti að fara reglulega í sund. Oft fórum við og nutum gest- risni þeirra hjóna heima í Sól- heimum. Það voru alltaf ljúfar og skemmtilegar stundir. Einu sinni var eitthvert ólag á sjónvarpinu hjá þeim, þegar söngvakeppni sjónvarpsstöðva stóð yfir. Þá komu þau yfir til okkar og kvöldið varð ógleymanlegt fyrir okkur og vini okkar sem voru með okkur á þessu kvöldi. Glettni og létt lund þeirra féll vel að hópnum. Níræð- isafmælisveisla Baldurs var ævin- týralega skemmtileg og þar kynntumst við mörgum ættingj- um þeirra hjóna. Og þar var fjör eins og alltaf í kringum þau. Börn okkar og barnabörn nutu einnig velvildar þeirra. Við höfum alltaf talað um Bald- ur og Þóru. Þau eru í raun ein órjúfanleg heild. Og enda þótt Baldur sé kominn á annan stað er dagljóst að þau eigi eftir að hittast aftur í öðrum heimi. Við munum styðja Þóru eins vel og okkur er unnt. Öllum ættingjum hans sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Guð blessi Baldur. Ljós hans mun lifa. Anna og Sigurður. Baldur H. Aspar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.