Morgunblaðið - 11.11.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.11.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020 SINGLES DAY 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM NEMA SILKI MEÐ KÓÐANUM 'SINGLES' Á 11.11.2020 WWW.LIFSTYKKJABUDIN.IS Ólafur Karl Nielsen, rjúpnasérfræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands (NÍ), biður rjúpnaskyttur að senda sér annan væng af veiddum rjúpum til aldursgreiningar. Halda þarf saman vængjum af fuglum af sama svæði, merkja með nafni skyttu og veiðisvæði og senda NÍ á kostnað móttakanda. Eins er hægt að skila vængjunum beint. Allir fá upplýsingar um aldursgreiningu sinna vængja. Aldurshlutfallið er mikilvægur liður í mati á rjúpna- stofninum. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er 25 þúsund fuglar. „Flestir veiðimenn hafa hlýtt til- mælum sóttvarnayfirvalda og haldið sig heima,“ sagði Áki Ármann Jóns- son, formaður Skotvís og líffræð- ingur. Hann sagði það þó ekki algilt en veiðin hefur verið lítil hjá flestum sem gengið hafa til rjúpna það sem af er. „Þetta er svona kropp eins og við var að búast. Menn kvarta mikið yfir rjúpnaleysi, sérstaklega á Norð- vesturlandi,“ sagði Áki. Skotvís er komið með smáforrit fyrir Apple- síma sem gerir kleift að taka mynd af rjúpnavængjum og senda til ald- ursgreiningar. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Ingó Rjúpnaveiðar Margar rjúpnaskyttur hlýddu tilmælum sóttvarnayfirvalda um að vera heima. Veiðin hefur verið fremur dræm hjá þeim sem hafa farið. Flestir eru heima  Dræm rjúpnaveiði á Norðurlandi  NÍ vill fá rjúpnavængi til greiningar Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Nemendur framhaldsskóla sýna mikla seiglu og dugnað um þessar mundir við mjög erfiðar náms- aðstæður og meira álag á tímum veirufaraldursins og hertra sótt- varna. Þetta kemur fram í samtölum við náms- og starfsráðgjafa í nokkr- um framhaldsskólum landsins í gær. Námsráðgjafar kappkosta að hafa samband við nemendur, bjóða þeim aðstoð og fara yfir stöðuna og stappa í þá stálinu á hverjum degi. Allir að gera sitt besta „Að sjálfsögðu höfum við áhyggj- ur af krökkunum en þau eru samt ótrúlega seig,“ segir Hildur Halla Gylfadóttir, námsráðgjafi við Menntaskólann við Sund. Seiglan sé mikil þrátt fyrr óvissuna. „Þetta er mörgum þeirra erfitt. Bæði þau og forráðamenn þeirra eru dugleg að hafa samband og við erum öll að gera okkar besta, starfsmenn skólans og nemendur,“ segir hún. Síðasti kennsludagur í MS á haustönn var sl. föstudag og ætti fljótlega að koma í ljós þegar einkunnir verða birtar hvernig nemendum hefur reitt af á þessari óvenjulegu önn fjarnáms og takmarkana. Erfiðara en síðastliðið vor Of snemmt er að segja til um hvort brotthvarf úr skólum muni aukast í þessu erfiða námsumhverfi en enn eru þó fáar vísbendingar um aukið brotthvarf úr námi. Alls voru 22.644 nemendur í framhaldsskólum 1. október sl. skv. nýrri samantekt Menntamálastofnunar. „Það er mun erfiðara að vera í námi í fjarnámi en í dagskólanum. Þau eru í mörgum fögum og þess vegna verður dagurinn langur og engin skil á milli skóla og heimilis, þannig að þau eru að veltast í þessu allan daginn og þeim finnst þau vera í skólanum frá því að þau vakna og þangað til þau fara að sofa. Við sem erum fullorðin vitum að það er erfitt að vera lengi fyrir fram- an skjáinn og þess vegna erum við að reyna að skipta kennslunni til helm- inga þannig að þau þurfi að vera við skjáinn helming tímans og sinni síð- an verkefnavinnu en kennarinn er viðlátinn til að veita aðstoð. Þannig reynum við að að leysa þetta en þeg- ar nemendur eru í fullu námi er skóladagurinn þeirra frá átta til rúmlega fjögur og það er bara ansi langur tími þegar þau eiga svo eftir að læra heima,“ segir Fríður Reyn- isdóttir, námsráðgjafi við MH. Nær öll kennsla við skólann fer fram í fjarnámi. Hún telur að yfirstandandi önn sé mun erfiðari en síðastliðið vor, þá var komin upp rútína í náminu þegar faraldurinn reið yfir en núna hafa nemendurnir ekki fengið þá festu sem þarf alla önnina. „Mín upplifun er sú að þetta sé mun erfiðara og flóknara núna en var þá,“ segir hún. Flestir í MH segjast stefna á áframhaldandi nám Kannanir sem hafa verið lagðar fyrir nemendur við MH í haust og Bóas Valdórsson, sálfræðingur við skólann, hefur birt í hlaðvarpinu Dótakassanum leiða í ljós að nem- endur sofa mun betur og upplifa minni kvíða í haust. Þeir upplifa þó meira álag í tengslum við námið og vanlíðan þeirra er meiri en í fyrra. Þó ekki verri en árin þar á undan og bera þau sig vel. Athygli vekur að sögn Fríðar að flest segjast stefna á að koma aftur í skólann á næstu önn. Farið að bera á zoom-þreytu „Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Heimir Haraldsson, námsráð- gjafi við Menntaskólann á Akureyri, um fjarvinnu nemenda og starfs- manna en öll samskipti hafa vita- skuld breyst. Er farið að bera á zoom-þreytu meðal nemenda eftir alla fjarfundina sem þeir þurfa að taka þátt í frá heimilum sínum, sem reynir á, ekki síst vegna verkefna- álagsins, en kennarar skólans eru allir af vilja gerðir að finna leiðir og lausnir. „Nemendur sækja kannski minna til okkar þegar þeir eru ekki á staðn- um en við finnum fyrir því að mesta breytingin er fyrir nemendurna sjálfa og það álag sem þeir upplifa núna í þessu ástandi,“ segir hann. Fjarkennslan við þessar kringum- stæður hefur þó ekki eingöngu nei- kvæðar afleiðingar. Heimir bendir á að nemendur muni búa að því síðar að hafa þurft að tileinka sér meira sjálfsnám og sjálfstæð vinnubrögð og að vinna á annan hátt en þau eru vön undir álagi og með minni leið- sögn kennara. Það muni skila sér síðar meir, ekki síst þegar háskóla- nám tekur við. Hann segir þó ljóst að líðan nem- enda sé ekki góð, ekki síst fyrir þær sakir að þau fara á mis við félagslega þáttinn í skólanum sem hefur nánast verið tekinn frá þeim. „Heilt yfir tel ég að þetta hafi frekar vond áhrif á andlega líðan nemenda, þótt þeir séu líka til sem eru dauðfegnir að geta sinnt náminu með þessum hætti.“ Aðspurður á Heimir ekki von á miklu brottfalli nemenda úr MA þrátt fyrir þessar aðstæður. MA er bóknámsskóli og flestir nemendur einbeita sér að því að undirbúa sig fyrir háskólanám. „Í venjulegu ár- ferði er mjög lítið brotthvarf hjá okkur og þeir sem hætta í námi eru flestir komnir í skóla innan árs,“ seg- ir hann. Fjölbreyttur hópur Elísabet Vala Guðmundsdóttir, námsráðgjafi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, segir mikilvægt að hafa í huga að nemendahópurinn er mjög fjölbreyttur og staða þeirra því mjög mismunandi. „Ég hef beina reynslu af því að það eru margir sem standa sig mjög vel og gengur vel,“ segir hún. Námsráðgjafarnir við FB hafa tal- að við alla nýnema skólans til að fara yfir stöðu hvers og eins og segir El- ísabet að komið hafi ánægjulega á óvart hvað mörgum gengur vel þrátt fyrir þessar námsaðstæður. „Ég dreg ekki úr því að þetta ástand er mjög erfitt fyrir marga,“ segir hún. Sumir nemendur eigi í erfiðleikum og séu í viðkvæmri stöðu. Þá hefur nemendum sem þurfi meiri undirbúning og eru á fram- haldsskólabraut verið gert kleift að koma inn í skólann og stunda námið að hluta til þar auk fjarnámsins. „Sumum líður bara vel og það eru nemendur sem myndu gjarnan vilja fara í skólann en höndla samt að- stæðurnar og svo eru nemendur sem eiga mjög erfitt með þetta,“ segir hún. Að sögn hennar var ekki meira brottfall síðastliðið vor úr skólanum en á umliðnum árum þrátt fyrir lok- anirnar í fyrstu bylgju kórónuveiru- faraldursins. Sýna seiglu við erfiðar aðstæður  Meira álag og óvissa meðal framhaldsskólanema að sögn námsráðgjafa  Skóladagurinn er langur í fjarnámi og engin skil á milli skóla og heimilis  Í miklu sambandi við nemendur og stappa í þá stálinu Morgunblaðið/Eggert Grímuskylda Jón Arnór Styrmisson og Sveinbjörn Skúli Óðinsson í kennslustund í ljósmyndun í Borgarholtsskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.