Morgunblaðið - 24.11.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.11.2020, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020 Ragnhildur Þrastardóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir „Nákvæmlega hvað við fáum mikið af hverju eða hvaða bóluefni við fáum held ég að sé of snemmt að segja,“ segir Ingileif Jónsdóttir, pró- fessor í ónæmisfræði. Tilkynnt var í gær að bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla veiti um 90% vörn gegn kórónuveirunni ef það er gefið í réttum skömmtum. Ingileif segir kosti bóluefnisins marga, t.a.m. hafi AstraZeneca gefið það út að bóluefnið verði selt á kostn- aðarverði og bóluefnið sé auðvelt að geyma en það er hægt að geyma í venjulegum ísskáp í sex mánuði. Ís- land hefur nú aðgang að fjórum bólu- efnum í gegnum Evrópusambandið, þar á meðal umræddu bóluefni frá AstraZeneca. Ingileif segir óljóst hvort Íslendingar fái nokkrar teg- undir bóluefna eða bara eina. Það geti t.d. farið eftir framleiðslugetu. Alls greindust þrjú kórónuveiru- smit innanlands í fyrradag. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu en sá þriðji utan sóttkvíar. 10 greindust smitaðir í landamæraskimun, í einu tilviki mældist mótefni en ekki í hinum. 45 liggja á sjúkrahúsi veikir af Co- vid-19, þar af tveir á gjörgæslu. Fram kom á upplýsingafundi al- mannavarna að núgildandi sam- félagstakmarkanir gilda til 1. desem- ber og hyggst Þórólfur skila tillögum um framhaldið til heilbrigðisráð- herra um helgina. Vildi hann lítið segja um hvað hann hyggst leggja til, annað en að líklegt verði að þær takmarkanir muni gilda út árið. Þá sé unnið að almennum leiðbeiningum er varða veisluhöld í kringum hátíð- irnar, sem verði birtar í vikunni. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði að þeir sem ætluðu að halda jól á Íslandi þyrftu að fljúga heim í síð- asta lagi 18. desember til þess að eiga möguleika á að vera lausir úr sóttkví á aðfangadag. Nýjar takmarkanir muni gilda út árið  Jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis  Horft til jólahátíðar 1.900 763 806 659 198 eru með virkt smit og í einangrun 0-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60-69 ára 70-79 ára 80-89 ára 90 ára + 1.900 763 806 659 479 184 86 34 Fjöldi kórónuveirusmita og -dauðsfalla eftir aldurshópum H ei m ild : c ov id .is 3 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring 1 2 4 13 6 Uppsafnaður fjöldi smita innanlands frá 28. febrúar: 26 einstaklingar eru látnir5.289 staðfest smit Uppsafnaður fjöldi smita Fjöldi látinna Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Norska fiskeldisfyrirtækið Måsøval gerir ráð fyrir að leitað verði leiða til að efla samstarf austfirsku fiskeldis- fyrirtækjanna Laxa fiskeldis og Fiskeldis Austfjarða. Norska félagið á meirihluta hlutafjár í Löxum og hefur nú eignast meirihlutann í Fisk- eldi Austfjarða. „Ég tel að þetta sé gríðarlega já- kvætt skref fyrir greinina í heild og okkur hér fyrir austan. Måsøval hef- ur verið kjölfestufjárfestir Laxa fisk- eldis og stutt vel við bakið á okkur,“ segir Jens Garðar Helgason, fram- kvæmdastjóri Laxa fiskeldis, spurð- ur um áhrif kaupa norska félagsins á Fiskeldi Austfjarða. Styrkir fjárfestinguna Midt-Norsk Havbruk, dótturfyrir- tæki fiskeldissamstæðunnar NTS, hefur átt meirihluta hlutafjár í Fisk- eldi Austfjarða og Måsøval Eiendom AS á meirihlutann í Löxum fiskeldi. Måsøval átti hlutabréf í Norway Ro- yal Salmon, NRS, og Havbruks- invest AS og skiptu fyrirtækin á þeim hlutabréfum og eignarhlutnum í Fiskeldi Austfjarða. Þetta eru við- skipti upp á hátt í 20 milljarða ís- lenskra króna. Þegar þau verða gengin í gegn mun Måsøval eiga 55,6% hlut í Ice Fish Farm sem er norsk eignarhaldsfélag um Fiskeldi Austfjarða og er skráð á Merkur- markaðnum í kauphöllinni í Osló og Midt-Norsk Havbruk fer út úr félag- inu. „Måsøval sá fram á tækifæri til að kaupa þennan hlut í Ice Fish Farm AS, það var tækifæri til þess að styrkja rekstur okkar og fjárfest- ingar á Íslandi með slíkum hætti að við gátum ekki hafnað því,“ segir í fréttatilkynningu sem Måsøval sendi frá sér í gærmorgun. Vísað er til fisk- eldisleyfa og umsókna Fiskeldis Austfjarða. Sjálfstæð til að byrja með Laxar eru með höfuðstöðvar á Eskifirði og Fiskeldi Austfjarða á Djúpavogi. Þau standa saman að laxasláturhúsinu Búlandstindi á Djúpavogi. Spurður hvort líkur séu á sameiningu fyrirtækjanna segir Jens Garðar að of snemmt sé að segja til um það. Þau verði áfram rekin sem sjálfstæð fyrirtæki, að minnsta kosti til að byrja með. Hins vegar telur hann að frekari samvinna geti skapað mikil tækifæri til uppbyggingar fisk- eldis á Austfjörðum. Måsøval er tiltölulega lítið fisk- eldisfyrirtæki á norskan mælikvarða. Það er fjölskyldufyrirtæki sem verið hefur í fiskeldi frá árinu 1973 og er nú í eigu Lars og Anders Måsøval sem eru af þriðju kynslóð fiskeldis- manna. Måsøval er með höfuðstöðvar á eyjunni Frøya í Þrændalögum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Berufjörður Fiskeldi Austfjarða er með heimahöfn á Djúpavogi. Stefnt að auknu samstarfi félaga  Ráða báðum fiskeldisfyrirtækjunum „Það gengur allt ljómandi vel núna. Það eru rétt um 20 manns í húsinu sem þykir lítið miðað við það sem á undan er gengið,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, um- sjónarmaður farsóttarhússins við Rauðarárstíg. Farið er að hægja á starfsemi farsóttarhússins eftir annasaman októbermánuð. Af þeim 20 sem nú dvelja í húsinu eru 13 sýktir en aðrir í sóttkví. Að sögn Gylfa voru mest um hundrað manns í tveimur farsóttar- húsum í síðasta mánuði. „Frá því seinni bylgja hófst 15. júní hafa 797 manns dvalið hjá okkur og þar af hafa 355 verið Covid- jákvæðir. Við toppum Landspítalann hvað það varðar,“ segir Gylfi. Hann segir að með auknu flugi hingað til lands í kringum jólin megi búast við að fleiri fái þar inni. Þó sé líklegt að flestir sem komi hingað yfir hátíðirnar geti verið í sóttkví á þeim stað sem þeir ætli að dveljast á. Aðeins 20 í farsóttarhúsi FARIÐ AÐ HÆGJA Á STARFSEMINNI EFTIR ANNIR Í OKTÓBER Gylfi Þór Þorsteinsson Mikið óveður gekk yfir Færeyjar um helgina. Það olli því að skipið Tuk- uma Arctica, sem lá við bryggju í Þórshöfn, losnaði frá hafnarbakk- anum aðfaranótt laugardags, færðist til í höfninni og skorðaðist við hinn enda hennar. Tukuma Arctica er eitt af þremur skipum í samsiglingum Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line. Þegar veðrinu slotaði var skipið fært að réttri bryggju og skemmdir kannaðar. Engin slys urðu á fólki og engar skemmdir á farmi ásamt því að engar vísbendingar voru um olíuleka. Viðgerð á skipinu lauk í gærmorg- un og hélt það úr höfn áleiðis til Dan- merkur á tíunda tímanum. Um borð eru m.a. vörur sem lestaðar voru á Íslandi og verður einhver töf á af- hendingu þeirra. Brúarfoss, hið nýja skip Eim- skips, kom til Færeyja í fyrrakvöld. Skipið gat ekki lagst að bryggju fyrr en Tukuma Arctica var farið, því að- eins er pláss í höfninni fyrir eitt skip í þessum strærðarflokki. Hin nýju skip Eimskips eru 26.169 brúttó- tonn. Því verður seinkun á því að Brúarfoss komi til Reykjavíkur í fyrsta sinn og er hann væntanlegur á miðvikudaginn. sisi@mbl.is Morgunblaðið/sisi Tukuma Arctica Skipið kom í fyrsta skipti til Reykjavíkur í apríl sl. Óhapp tafði för  Grænlenska skipið Tukuma Arctica slitnaði frá bryggju  Brúarfossi seinkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.