Morgunblaðið - 24.11.2020, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá
Íslandssjóðum, segir Kína og mörg
önnur ríki Asíu hafa náð að endur-
ræsa hagkerfi sín mun hraðar, í kjöl-
far kórónuveirufaraldursins, en ríki
Evrópu og Bandaríkjanna. Það sé
lykilþáttur í hækkandi hrávöruverði.
Eins og sýnt er á grafinu hér til
hliðar hefur álverð hækkað úr rúm-
um 1.460 dölum tonnið í byrjun apríl í
tæpa 2.000 dali, samkvæmt upplýs-
ingum frá kauphöllinni með málma í
Lundúnum.
„Álið fylgir öðrum málmum nema
hvað verð á áli og kopar hefur
hækkað hraðar upp á síðkastið. Það
er tengt því að iðnframleiðsla er að
fara af stað í Asíu. Olíuverð hefur
hækkað eftir tíðindin af bóluefnum,
og væntingar um meiri eftirspurn, en
þar hefur líka áhrif að olíuríkin hafa
dregið töluvert úr framleiðslu. Menn
sjá fram á að það muni ganga á
heimsbirgðirnar á næstunni. Þess ut-
an hefur gengi bandaríkjadals lækk-
að. Þar sem flestar hrávörur eru
gerðar upp í dollurum hefur það já-
kvæð áhrif á eftirspurn “ segir Brynj-
ólfur um þetta orsakasamhengi.
Krefjandi aðstæður
Spurður hvaða áhrif hækkandi ál-
verð hafi á íslenskan áliðnað bendir
Brynjólfur á að framleiðslan hafi ver-
ið stóraukin í Kína á síðustu árum og
framboð á áli aukist mikið sem geri
aðstæður á álmarkaði krefjandi. Hins
vegar séu hækkanir síðustu daga án
efa góðar fréttir fyrir framleiðendur.
Brynjólfur kveðst aðspurður gera
ráð fyrir að olíuverð muni hækka eftir
því sem hagkerfin taka við sér í vor.
Hins vegar sé útlit fyrir óverulegar
hækkanir.
„Olíuframleiðsluríkin geta þó flest
aukið töluvert við framleiðslu sína
sem mun koma í veg fyrir skarpar
hækkanir. Kornverð hefur líka hækk-
að upp á síðkastið. Það er að koma til
baka með krafti,“ segir Brynjólfur
um verðþróunina.
Yngvi Harðarson, hagfræðingur
og framkvæmdastjóri Analytica, seg-
ir tíðindin af nýjum bóluefnum hafa
skapað væntingar um efnahagsbata.
Það muni væntanlega birtast í þróun
hrávöruverðs, sem aftur geti leitt til
hækkunar á innflutningsverðlagi á
næstu mánuðum.
Ferðatakmarkanir höfðu áhrif
Hann rifjar upp að miklar verð-
lækkanir hafi orðið á hrávörumörk-
uðum eftir að takmarkanir voru sett-
ar á ferðalög á milli Bandaríkjanna og
Evrópu um miðjan mars. Meðal ann-
ars hafi álverð tekið dýfu en það rokið
upp að undanförnu.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð-
ingur Íslandsbanka, segir sterkt
samhengi milli þróunar olíuverðs síð-
ustu vikur og tíðinda af þróun bólu-
efna. Fréttir af bóluefnum Pfizer [9.
nóvember] og Moderna [16. nóvem-
ber] hafi aukið bjartsýni um að far-
aldurinn verði senn að baki. Sama sé
uppi á teningnum eftir fréttir af bólu-
efni AstraZeneca.
Flugumferð aukist fyrr
„Það skapar aftur væntingar um að
flugumferð og almenn spurn eftir
eldsneyti muni mögulega aukast fyrr
en menn höfðu verðlagt inn í olíuverð-
ið. Að sama skapi vekur það vonir um
að eftirspurn í heimshagkerfinu og
eftir framleiðsluvörum muni fara að
glæðast,“ segir Jón Bjarki.
Sama megi almennt segja um hrá-
vöruverð „sem hafi verið að stíga
nokkuð hratt undanfarið“. „Álverð
hefur notið góðs af sterkari efnahags-
bata í Kína en vænst var fyrst eftir að
kórónuveirukreppan skall á þar í
landi. Kínverjar nota mikið af hrá-
vöru og á tímabili þurftu þeir að flytja
inn ál þrátt fyrir að vera risastór ál-
framleiðandi.“
Hvað snertir áhrifin af hækkandi
álverði á íslenska hagkerfið bendir
Jón Bjarki á að dregið hafi verið úr
tengingu við álverð í raforkusamn-
ingum. Það dempi áhrifin af hækk-
andi álverði á íslenskt efnahagslíf.
„Á meðan ekki verða verulegar
breytingar á framleiðslunni er virðis-
aukinn af álframleiðslunni á Íslandi
tiltölulega stöðugur,“ segir Jón
Bjarki um áhrifin á Ísland.
Álverðið á hraðri uppleið
Heimsmarkaðsverð á áli og bensíni
Frá 2. janúar til 20. nóvember 2020
2.100
1.940
1.780
1.620
1.460
1.300
50
40
30
20
10
0
LME álverð $/t RBOB bensín US cent/l
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv.
LME álverð $/t RBOB bensín US cent/l
Heimild:
Refinitiv/Analytica
1.993
31,05
1.46210,88
1.804,5
45,02
Hefur hækkað úr tæpum 1.500 dölum, þegar faraldurinn hófst, í tæpa 2.000 dali
Sérfræðingar segja tíðindi af bóluefnum gegn veirunni auka bjartsýni um bata
Tengjast þær helst uppbyggingu og
viðhaldi veitukerfanna, vatnsveitu,
fráveitu, hitaveitu og rafveitu, fjár-
festingu í nýjum borholum á Heng-
ilssvæðinu ásamt tengingu heimila í
Árborg og Reykjanesbæ við ljósleið-
ara. Þá hafi mikið púður farið í við-
skiptaþrófun Carbfix. Eignir Orku-
veitunnar eru í lok níu mánaða upp-
gjörs metnar á ríflega 395 milljarða
og hafa aukist um 25,3 milljarða á
árinu. Skuldir félagsins hafa aukist
um 20,2 milljarða á sama tímabili og
námu 207,8 milljörðum í lok sept-
ember.
Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur
nam ríflega 1,6 milljörðum á þriðja
ársfjórðungi samanborið við ríflega
milljarðs hagnað á sama tímabili í
fyrra. Námu rekstrartekjur félagsins
10,8 milljörðum, samanborið við 10,1
milljarð yfir sama fjórðung í fyrra.
Það sem af er ári nemur hagnaður
OR 744 milljónum en nam 4,4 millj-
örðum á fyrstu níu mánuðum ársins
2019.
Benda forsvarsmenn fyrir-
tækisins á að mikið hafi verið fjár-
fest á vettvangi OR á árinu og nema
fjárfestingarnar 11,4 milljörðum.
Hagnaður OR 1,6 milljarðar króna
Rekstrartekjur aukast um 6,9%
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Innviðir Orkuveita Reykjavíkur er að 93,5% hluta í eigu Reykjavíkurborgar.
Akraneskaupstaður á 5,5% og Borgarbyggð tæpt 1%.
24. nóvember 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 135.96
Sterlingspund 180.43
Kanadadalur 104.15
Dönsk króna 21.655
Norsk króna 15.129
Sænsk króna 15.783
Svissn. franki 149.21
Japanskt jen 1.3094
SDR 193.73
Evra 161.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 195.4022
Hrávöruverð
Gull 1867.0 ($/únsa)
Ál 1984.0 ($/tonn) LME
Hráolía 44.15 ($/fatið) Brent
Nasdaq Iceland
fagnar því, í um-
sögn um drög að
frumvarpi til laga
um breytingu á
lögum um tekju-
skatt og lögum um
staðgreiðslu
skatts á fjár-
magnstekjur, að
til standi að jafna
skattalega með-
höndlun fjárfestinga í hlutafé og
vaxtaberandi fjárfestingarkostum,
með því að láta frítekjumark fjár-
magnstekna einnig ná til úthlutaðs
arðs og söluhagnaðar félags sem
skráð er á skipulögðum verðbréfa-
markaði.
Segir Nasdaq Iceland að breytingar
sem þessi séu til þess fallnar að styðja
við hagvöxt og gagnsæi í atvinnulífinu
og skapa grundvöll fyrir öflugri við-
spyrnu eftir höggið sem hagkerfið hef-
ur orðið fyrir vegna Covid-19.
Þarfnast útvíkkunar
Í umsögn sinni segir Nasdaq Ice-
land að brýnt sé að útvíkka þessa til-
lögu með þeim hætti að frítekjumarkið
nái einnig til úthlutaðs arðs og sölu-
hagnaðar félags sem er skráð á mark-
aðstorg fjármálagerninga, eins og
First North-markað Nasdaq. „Þátt-
taka almennings skiptir sérstaklega
miklu máli fyrir lítil og meðalstór vaxt-
arfélög, sem eru líklegri til að byrja á
því að vera skráð á markaðstorg fjár-
málagerninga fremur en skipulegan
verðbréfamarkað,“ segir í umsögninni.
Nasdaq
fagnar
jöfnun
Viðskipti Auka
þarf áhuga.
Vilja ganga lengra
í skattbreytingum
Landsbankinn hefur auglýst 12,1%
eignarhlut sinn í fjárfestingafélag-
inu Stoðum hf. í sölu. Félagið er í
meirihlutaeigu einkafjárfesta.
Segir í auglýsingu frá bankanum
að söluferlið fari fram í samræmi
við stefnu bankans um sölu eigna
og að öllum sem uppfylli skilyrði
um að teljast hæfir fjárfestar sé
fært að taka þátt.
Stærstur hluti félagsins er í
höndum einkaaðila, m.a. Jóns Sig-
urðssonar, stjórnarformanns fé-
lagsins og áður forstjóra FL Gro-
up, Einars Arnar Ólafssonar,
fyrrverandi forstjóra Skeljungs,
og Örvars Kjærnested fjárfestis.
Stoðir eiga 5% hlut í Arion
banka, 15% hlut í Símanum, 10%
hlut í TM, 30% hlut í Ortus Sec-
ured Finance í Bretlandi og félag-
ið Bywater sem er fasteignafélag
einnig í Bretlandi.
Samkvæmt hálfsársuppgjöri fé-
lagsins nam eigið fé þess 24,7
milljörðum króna 30. júní síðastlið-
inn en félagið tapaði 477 milljónum
króna á fyrri árshelmingi, sam-
anborið við tveggja milljarða
hagnað yfir sama tímabil í fyrra.
Um mitt ár í fyrra var ákveðið
að ráðast í hlutafjáraukningu í
Stoðum. Var bókfært virði hins
nýja hlutafjár 25% lægra en áætl-
að bókfært virði félagsins á þeim
tíma. Landsbankinn var eini stóri
hluthafi félagsins sem ekki tók
þátt í hlutafjáraukningunni. Sé
mið tekið af eiginfjárstöðu félags-
ins um mitt ár nemur hlutdeild
Landsbankans í því 3 milljörðum
króna. Tilboðsfrestur í hlutinn
rennur út 8. desember næstkom-
andi.
Vill út úr Stoðum
Landsbankinn setur eignarhlut sinn í félaginu í sölu
Bókfært virði hlutarins miðað við eigið fé er 3 milljarðar
Morgunblaðið/Golli
Fjársterkt Stoðir skulda lítið sem
ekkert og eignirnar eru miklar.