Morgunblaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is NÚ FÁST BOSCH BÍLAVARAHLUTIR HJÁ KEMI TUNGUHÁLSI 10 Stærstur hluti leið- sögumanna missti vinnu sína í upphafi kórónuveirufaraldurs- ins, snemma á árinu 2020. Ekki þarf að fjöl- yrða hér um komur er- lendra ferðamanna til Íslands á þessu ári en það gefur augaleið að tekjufall leiðsögu- manna hefur verið al- gert. Í síðustu útfærslu ríkisstjórn- arinnar á úrræðum vegna faraldursins kom m.a. fram í orðum fjármálaráðherra að þar væri gert ráð fyrir úrbótum fyrir leiðsögumenn – en ennþá bólar ekkert á þeim. Stærstur hluti leiðsögumanna er tímabundið ráðinn og miðast ráðning- artíminn við hverja ferð með erlenda ferðamenn. Ferð getur verið allt frá einum degi upp í þrjár vikur eða meira, og hver vinnudagur er oftast mun lengri en hefðbundinn vinnu- tími. Ferð getur t.d. verið 18 dagar þar sem vinnutíminn er 12 klukku- stundir á dag og enginn frídagur í þessari nær þriggja vikna vinnutörn. Leiðsögumenn gangast inn á þetta og sinna starfi sínu með gæði og fag- mennsku að leiðarljósi, enda mjög margir langskólagengnir í viðbót við sitt fagnám í leiðsögn. Inn á milli ferða eru leiðsögumenn „atvinnuleitendur“. Í venjulegu ár- ferði bóka leiðsögumenn sig fyr- irfram í ferðir fyrir allt árið, eða allt sumarið, fyrir einn eða fleiri atvinnu- rekanda. Vinnuumhverfi leiðsögu- manna er því afar óhefðbundið og passar alls ekki inn í rammann sem atvinnuleysisbætur eru reiknaðar út frá. Þetta kom rækilega í ljós þegar þessi stóri hópur missti vinnu sína á einu bretti, þ.e. vegna „aflabrestsins“ sem varð þegar ferðamennirnir hættu að mestu að koma. Vinnu- málastofnun hafði ekki „rétt form“ til að flokka þessa óreglulegu stétt í og því var ekki hægt að greiða fólkinu atvinnuleysisbætur. Eftir ómælda vinnu, og í sumum tilfellum mjög langan tíma, tókst að finna lausn og flestir leiðsögumenn fengu greiddar atvinnu- leysisbætur, tekju- tengdar í þrjá mánuði eins og lög gera ráð fyr- ir. Eitt af úrræðum rík- isstjórnarinnar vegna faraldursins var að lengja í sex mánuði tím- ann sem atvinnuleys- isbætur væru tekju- tengdar. En það gilti bara fyrir þá sem voru á þannig atvinnuleysisbótum 1. sept- ember. Leiðsögumenn misstu vinnu sína svo snemma á árinu að hinn 1. september voru þeir búnir að missa réttinn til að fá tekjutengdar atvinnu- leysisbætur og falla því ekki undir þetta úrræði. Þegar fjármálaráð- herra nefndi úrbætur fyrir leið- sögumenn í nýjustu úrræðum rík- isstjórnarinnar vonuðu þeir auðvitað að a.m.k. þessi leiðrétting yrði gerð, þ.e. að leiðsögumenn fengju tekju- tengdar bætur í sex mánuði eins og aðrir atvinnulausir. En nú eru leið- sögumenn farnir að halda að Bjarni hafi gleymt þeim. Þegar þetta er ritað er um mán- uður til jóla og landsmenn eru hvattir til að njóta aðventunnar eins og hægt er í ljósi faraldursins. Það er ekki auðvelt fyrir atvinnulausa leið- sögumenn á strípuðum atvinnuleys- isbótum! Fjármálaráðherra er hvatt- ur til að íhuga hvernig jólasteik og jólagjafir hann gæti keypt fyrir þá upphæð. En fyrst og fremst er hann hvattur til að sjá til þess að úrbætur fyrir leiðsögumenn komist á sem allra fyrst. Bjarni – gleymdirðu okkur nokkuð? Eftir Bryndísi Kristjánsdóttur » Vinnuumhverfi leið- sögumanna er því afar óhefðbundið og passar alls ekki inn í rammann sem atvinnu- leysisbætur eru reikn- aðar út frá Bryndís Kristjánsdóttir Höfundur er leiðsögumaður. Viðtal Morgunblaðs- ins hinn 25. október sl. við sr. Óskar Inga Ingason, sóknarprest í Ólafsvík, hefði átt að vekja eftirtekt alls þjóðkirkjufólks og reisa upp af svefni. Lýsir hann alvarlegu ástandi innan þjóð- kirkjunnar og segir þar ríkja þöggun og ótta, myrkur og ómenningu. Sannarlega er um stór orð að ræða en fyrir vikið verð- skulda þau líka nána skoðun. Ástæðuna fyrir ástandinu segir sr. Óskar vera að finna hjá yfir- stjórn þjóðkirkjunnar, sem hann m.a. sakar um að viðhafa alræð- istilburði og að sýna söfnuðum margskonar lítilsvirðingu. Til- greinir hann að margir hafi sagt sig úr sóknarnefndum vegna þess að þeir hafi gefist upp á vinnubrögð- unum innan kirkjunnar. „Þess ut- an,“ segir hann, „hefur kirkju- stjórnin engan áhuga á að vernda sitt starfsfólk,“ og lýsir hvernig það er að vera „gjörsamlega virtur að vettugi“ þegar upp koma úrlausn- arefni sem krefjast samráðs og samvinnu. Kulnun Fyrir fáeinum misserum var á menntadögum presta fjallað um kulnun í starfi. Vildi fyrirlesarinn m.a. leiðrétta þann útbreidda mis- skilning að ástæður kulnunar væru almennt þær að fólk ynni langan eða strangan vinnudag. Þess í stað var á það bent að kulnun ætti sér oftar en ekki rætur í erfiðum starfsskilyrðum, s.s. þegar fólk er ekki haft með í ráðum og þarf ítrekað að hlíta vanhugsuðum fyr- irmælum og illa ígrunduðum ákvörðunum óhæfra yfirmanna. Kulnun í starfi er því ekki algeng meðal æðstu stjórnenda en þeim mun meira ber á henni á meðal millistjórnenda og lægra settra, sem í störfum sínum þurfa að fram- fylgja því sem þeir eru ósáttir við og gengur jafnvel gegn sannfær- ingu þeirra. Þegar viðtalið við sr. Óskar er lesið fer ekki hjá að fjölmargar al- varlegar fullyrðingar um starfshætti innan þjóðkirkjunnar eru þar settar fram. Eru sum- ar þeirra rökstuddar með dæmum en aðrar ekki. Greinarhöfundur, sem því miður þekkir of vel til slæmra stjórnunarhátta innan þjóðkirkj- unnar í tíð núverandi biskups Ís- lands, telur þó ástæðulaust að draga fullyrðingarnar í efa. Lýsir sr. Óskar ástandi þar sem prestar og söfnuðir ýmist mæta tómlæti og sinnuleysi kirkjuyfirvalda ellegar þá að þeir finna sig standa frammi fyrir yfirgangi og valdníðslu. Ekki þarf að koma á óvart að í viðtalinu má greina fjölmörg atriði sem ljós- lega gefa til kynna að innan þjóð- kirkjunnar sé að finna kulnun í bland við uppgjöf og ótta, þöggun og sundrungu. Eftirfarandi fullyrðingar í viðtal- inu við sr. Óskar Inga eru allrar at- hygli verðar: „Allt ber að sama brunni, kirkjustjórnin vill hafa al- ræðisvald yfir prestum og sóknum.“ „Við skiptum engu einasta máli og engin ástæða til að hafa samráð við okkur eða sóknirnar.“ „Réttindi okkar eru að engu höfð ef það hent- ar.“ „… ástandið innan kirkjunnar með þeim hætti að mjög hefur dregið af fleiri prestum og sókn- arnefndarfólki.“ „Er undarlegt að þetta ástand ræni mann gleðinni?“ Við lestur viðtalsins verður sú hugsun áleitin að prestar séu orðnir áhugalitlir ef ekki allt að því upp- gefnir. Sjálfur segist sr. Óskar vera orðinn uppgefinn og segist honum svo frá að hann hafi mátt líða slíkt virðingarleysi í samskiptum við yf- irstjórn kirkjunnar að bæði and- legri og líkamlegri heilsu sé stefnt í voða. Segir hann kulnunar- einkennin augljós. Til viðbótar seg- ir af prestum sem heilsu sinnar vegna vantreysta sér til samtals við yfirstjórnina auk þess sem ein- hverjir þeirra hyggjast við starfslok segja sig úr þjóðkirkjunni. Þá und- irstrikar það áhugaleysið að svo dræm hafi mæting presta verið á síðustu prestastefnu að biskup hafi sent þeim skammarbréf og sagt þá skylduga til að mæta. Greinilegt er að af er sem áður var þegar prestar nutu þess að hittast og ræða mál- efni kirkju og kristni þegar biskup stefndi þeim til sín. Viðbrögð biskupanna Af framansögðu má ljóst vera að viðtalið við sr. Óskar Inga er það athyglisvert að það ætti að verða tilefni til skilningsríkra viðbragða kirkjuyfirvalda. Fátækleg viðbrögð biskupanna þriggja, þ.e. biskups Ís- lands og vígslubiskupanna tveggja á Hólum og í Skálholti, eru því sér- lega eftirtektaverð en þeir bregðast við gagnrýni sr. Óskars Inga með aðsendri blaðagrein án þess þó að nefna hann á nafn, sem eitt og sér sýnir virðingarleysi í hans garð. Í grein biskupanna, sem ber yf- irskriftina „Þjóðkirkjan er kirkja fólksins í landinu“ og birtist í Morg- unblaðinu, er farið mjög almennum orðum um þær breytingar sem eru að verða á stöðu kirkjunnar gagn- vart ríkinu auk þess sem þar segir lauslega frá sameiningum presta- kalla og kynslóðaskiptum innan kirkjunnar. Allt er það gott og gilt svo langt sem það nær – en þó ekki, því greinin kemur upp um skiln- ingsskort biskupanna. Blasir við af framsetningu þeirra að þeir átta sig engan veginn á þeim vanda sem við er að glíma auk þess sem ljóst má vera að þeim finnst framkomin gagnrýni lítt svaraverð. Hugum nánar að framsetningu þeirra í ljósi þess sem áður segir um helstu ástæður kulnunar. Eftir að hafa nefnt breytingar til sögunnar, og talið þá upp sem ábyrgð bera á þeim, s.s. kirkjuþing, kirkjuráð og embætti biskups Ís- lands, láta biskuparnir þrír eftirfar- andi setningu frá sér fara: „Eðlilegt er að mörgum reynist erfitt að taka breytingum sem viðkomandi hefur ekkert um að segja en aðrir ákveða.“ Er um athyglisverða setn- ingu að ræða, sem í raun varpar ljósi á ástandið innan kirkjunnar. Í fyrsta lagi er á það að benda að þjóðkirkjan byggist á lýðræði og því þurfa ákvarðanatökur að grund- vallast á upplýsingagjöf og umsögn- um, gegnsæi og opinni umræðu. Eiga allir í söfnuðum landsins að geta haft sitt að segja. Staðreyndin er hins vegar sú að í tíð núverandi biskups Íslands hafa grundvall- arreglur lýðræðisins verið þver- brotnar og breytingar keyrðar áfram í trássi við vilja safnaða og heimafólks. Má segja að lýðræðið innan kirkjunnar sé sýndarlýðræði en ítrekað er þannig staðið að breytingum og ákvörðunum að „við- komandi hefur ekkert um að segja en aðrir taka“, eins og bent er á í skrifum biskupanna. Þá er í svari biskupanna beinlínis að finna upp- skrift að kulnuninni innan kirkj- unnar, þótt þeir geri sér ekki grein fyrir því. Æðruleysisbænin Biskuparnir þrír staðfesta svo enn frekar skilningsskortinn með lokaorðum sínum. Þar draga þeir fram að miklar breytingar eigi sér stað um heim allan, m.a. vegna veirufaraldursins, og að öllum breytingum fylgi mikil óvissa. Segja þeir að „óöryggi og ótti“ sé „sam- mannleg viðbrögð við hinu óþekkta“ og í framhaldinu kjósa þeir að vitna í æðruleysisbænina, sem þeir segja góða áminningu á breytingatímum: „Guð, gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og visku til að greina þar á milli.“ Beita þeir fyrir sig merkri og mik- ilvægri bæn til að segja fólki að hafa hægt um sig. Um misnotkun á bæninni er að ræða sem ekki sæmir biskupum. Eftir Kristin Jens Sigurþórsson » „Þá er í svari bisk- upanna beinlínis að finna uppskrift að kuln- uninni innan kirkj- unnar, þótt þeir geri sér ekki grein fyrir því.“ Kristinn Jens Sigurþórsson Höfundur er síðasti sóknar- presturinn sem sat Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. kristinnjens@icloud.com Þjóðkirkjan kulnað skar eða kyndill vonar? Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.