Morgunblaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020 þetta, þetta er stærra, dýpra og erfiðara en nokkuð annað. Ég sakna þín svo sárt, svo mikið, svo djúpt að það nær alveg í gegn, gegnum allar taugar, alla vöðva og öll bein. Ég á erfitt með að anda. En veistu mamma, í dag áttu afmæli. 75 ára afmæli og við elskum að eiga afmæli og þess vegna hef ég ákveðið að skrifa til þín afmæliskveðju. Ekki minn- ingarorð. Elsku fallega mamma mín. Innilega til hamingju með 75 ára afmælið þitt. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér, sagt mér, gert með mér og farið með mér – ég elska tímann okkar, minning- arnar okkar. Þú ert án alls vafa ein sú fallegasta manneskja sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Þú ert ekki bara sæt og geggjuð pæja, þú ert líka með fallegasta hjarta sem til er og það geta allir sem þekkja þig staðfest. Þú ert svo dásamleg fyrir- mynd og hefur kennt mér svo vel á lífið og fyrir það er ég svo þakklát. Ég ætla svo sannarlega að vera eins og þú þegar ég verð stór því ef ég mun ná að tileinka mér allt það sem þú hefur kennt mér þá veit ég að lífið verður gott, þú kannt bara svo vel á lífið. Ég elska stóra fallega brosið þitt, sönginn þinn og geggjuðu danstaktana þína, þú hefur sung- ið og dansað allt lífið og það er svo frábært þó svo að á ákveðnum tímapunkti í mínu lífi hafi mér fundist það svolítið vandæðalegt. En það leið fljótt hjá. Það eru nokkrir hlutir sem þurfa að koma hér fram og þú þarft að vita. Ég er betri manneskja út af þér, þú kenndir mér allt sem ég kann og ég ætla að halda áfram að dansa og syngja, trúa ávallt á það góða í fólki, segja börnunum mínum mörgum sinnum á dag hvað ég elska þau mikið og brosa þó svo að það sé stundum erfitt. Ég mun eins og þú halda partí við hvert tækifæri sem mér gefst því eins og við höfum svo oft rætt þá er ekkert betra en að hitta fjölskyldu og vini og njóta þess að vera saman og fagna lífinu. Takk mamma fyrir að vera besta amma sem til er. Það sem börnin mín eru heppin að eiga ömmu eins og þig og ég er að segja þér það, mamma, það er umtalað! Þú ert þeim svo mikil fyrirmynd og þau eru búin að læra svo mikið af þér og fatta mjög vel af hverju mamma þeirra er eins og hún er. En ég heyri svo oft „þið amma eruð al- veg kreisí“ og veistu – ég dýrka það. Því það þýðir að þau sjá þig í mér og það er dýrmætara en allt. Mamma, enn og aftur til ham- ingju með daginn þinn. Þessi dagur er ekki alveg eins og við vorum búnar að plana en í tilefni dagsins verða haldnir fallegir tónleikar í Vídalínskirkju þér til heiðurs og þó svo að við getum ekki boðið öllum, eins og maður á alltaf að gera og þú hefur ávallt kennt mér, þá geta allir horft á netinu. Já mamma, á internetinu þar sem Facebook er. Hafðu engar áhyggjur af pabba, við krakkarnir pössum hann. Við munum öll passa upp á hvert annað. Við vitum að fjöl- skyldan okkar er það mikilvæg- asta sem þú átt og hún er það mikilvægasta sem við eigum. Ég passa strákana og pabba og strákarnir og pabbi munu passa mig – treystu mér. Mamma, ég elska þig út fyrir endamörk alheimsins og aftur til baka. Þín Lovísa Anna. Elsku amma mín, fyrst vil ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur veitt mér, ástina og umhyggj- una. En alls ekki má gleyma öllu sem við upplifðum saman, úti- legunum og einnig ferðunum sem við fórum saman til út- landa. Ég trúi því hreinlega ekki að þú sért að kveðja okkur, þín verður sárt saknað. Ég man sérstaklega eftir því þegar við fórum saman til Te- nerife. Sú ferð var skemmtileg- asta útlandaferð sem ég hef nokkurn tímann farið í, við fór- um á ströndina, versluðum, út að borða og ekki má gleyma þegar við keyrðum hringinn um eyjuna og þú söngst og trallaðir og sagðir brandara mestallan tímann, það gat ekki orðið skemmtilegra. Útilegurnar voru svo kósí, þú söngst, við hlust- uðum og við borðuðum öll sam- an, það var notalegt. Það var eitt skipti sem ég og Máni fórum saman í flugvél til Ísafjarðar til að koma og njóta með ykkur, og þið tókuð á móti okkur, og við gistum hjá ykkur, þetta var besta upplifun í heimi, sofa með ömmu og afa í hjólhýsinu. Leið- in heim var aldeilis mögnuð, amma stjórnaði tónlistinni og raulaði með alla leiðina, hún sofnaði ekki, hún tók undir hvert og eitt einasta lag og ég veit að afi sofnaði aldrei undir stýri þegar amma var með í bíl- ferðum, bara vegna þess hvað honum fannst skemmtilegt að hlusta á hana syngja og halda uppi fjörinu. Alltaf þegar ég kom í heim- sókn passaðir þú upp á að eng- inn væri svangur, gafst mér að borða þrátt fyrir að ég væri ekki svangur, trikkið var bara að þú vissir hvað ég vildi og sagðir svo alltaf að ég væri að stækka og ég þyrfti að borða. Svo á meðan ég beið eftir að þú gerðir matinn fyrir okkur krakkana sló ég á létta strengi á píanóinu og þú raulaðir með og kenndir mér, einu sinni velti ég fyrir mér hvað þú í raun gætir ekki gert og komst að því að þú gætir allt. Amma mín ég elska þig og sakna þín. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þinn Dagur Logi. Elsku besta amma mín, það er ólýsanlega sárt og óraun- verulegt að hugsa til þess að nú sértu farin frá okkur. Hjartað mitt er brostið. Mér líður ennþá eins og ég geti rennt í hlað í Holtsbúðinni og þar takir þú á móti mér, alltaf jafn glöð að sjá mig með bros á vör, jafnvel syngjandi og tilbúin til þess að gera allt fyrir mig svo mér líði sem allra best. Það lýsir þér svo vel amma að þú varst alltaf tilbúin til þess að gera allt fyrir alla, leggja þitt af mörkum og tókst á móti öllum með opnum örmum, ást og umhyggju. Þegar ég hugsa til baka til þín elsku amma er ekki annað hægt en að brosa og oftar en ekki skelli- hlæja í gegnum tárin að öllum minningunum og ómetanlegu stundunum sem við áttum sam- an. Þú trúir því ekki hvað ég er þakklátur elsku amma, þakklát- ur fyrir að eiga þig sem ömmu, þakklátur fyrir allan þann tíma sem ég fékk með þér og allar stundirnar sem við áttum saman og þakklátur fyrir að geta átt þig sem fyrirmynd. Takk elsku amma mín. Ég gleymi því ekki þegar ég og Ester vorum hjá þér í hádeg- inu á föstudegi eitt sumarið. Við vorum bæði í vinnu, Ester kom og kíkti í heimsókn í hádegis- hléinu sínu og ég var að fara að vinna um kvöldið og við nennt- um þessu vinnustússi alls ekki. Það var sól og logn og við vorum úti í garði hjá þér í sólbaði og þú svoleiðis snerist í kringum okk- ur, komst með kökur og djús og ég veit ekki hvað og hvað þann- ig að við myndum nú örugglega ekki farast úr hungri þarna í garðinum í Holtsbúðinni. En á milli þess sem þú gafst okkur að borða hafðirðu þvílíkar áhyggjur af jarðarberjaplönt- unni þinni; hún þurfti að fá vatn að drekka og sína umhyggju því þetta var jú jarðarberjapl- antan hennar ömmu. Við frændsystkinin vorum þarna í hláturskasti yfir þessu öllu saman því þetta voru áhyggjurnar sem þú hafðir þennan sumardaginn og okkur fannst það alveg stórkostlegt. Við fórum frá þér skælbrosandi og í frábæru skapi eftir þetta hádegishlé. Við rifjum þetta reglulega upp og getum alltaf hlegið jafn mikið að þessu, þetta var stórkostlegt ná- kvæmlega eins og þú elsku amma mín, stórkostleg. Elsku amma mín, ég minnist þín með sól í hjarta, úti í garði í glampandi sól með bros á vör, syngjandi og dansandi alveg eins og þér einni var lagið. Ég elska þig amma mín. Þegar ég var að skrifa þenn- an texta byrjaði lagið Minning með Björgvini Halldórssyni og Mugison í útvarpinu og finnst mér það eiga vel við á þessum erfiðu tímum. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar. Þakklæti og trú. Guð geymi þig elsku amma mín. Þinn Pálmi Fannar. Anna Lóa elskaði að syngja. Hún hafði frá því að hún var lít- il stúlka hlustað á söng pabba síns þegar hann æfði með karlakórnum sínum. Þess vegna kunni hún bassalínurnar í svo mörgum íslenskum lögum. En með okkur söng hún sópr- an! Kammerkórinn Ópus 12 var stofnaður af 6 bræðrum í Odd- fellowstúkunni Þorgeiri nr. 11 og fengu þeir 6 eiginkonur bræðra úr stúkunni til þess að syngja með sér. Á árunum 2004 til 2016 æfðum við reglulega og héldum tónleika og sungum við ýmis tækifæri. Best þótti okkur þó að hittast með mökum okkar í heimahúsum og syngja saman okkur sjálfum til skemmtunar. Óhætt er að segja að þar var Anna Lóa hrókur alls fagnaðar enda kunni hún öll lög gömul og ný, og ekki spillti fyrir að hún gat rifjað upp og sungið hvort sem var sópran eða bassalínu! En nú er söngurinn þagnaður. Síðustu tónleikar kórsins voru um jólin 2016, haldnir til minn- ingar um Sigríði Gröndal, eina söngkonuna sem hafði þá látist eftir erfið veikindi. Nú hefur Anna Lóa einnig lotið í lægra haldi í baráttunni við krabba- meinið. Enn á ný kveðjum við kæra vinkonu. Við félagarnir í Kammerkórnum Ópus 12 send- um Pálma og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Blaka ég ljóðvængjum. – Bládjúp himins eru mig allt um kring, og í ljósöldum lofthafsins mikla baða ég sál mína og syng. – Blaka ég ljóðvængjum. – Berst ég glaður upp yfir storð og stund. Hverfur og gleymist í himinljóma húm yfir harmanna grund. Moldin er sterk og margt, sem bindur. – Viskunni er varnað máls. Blaka ég ljóðvængjum. Bresta hlekkir jarðar – og ég er frjáls. (Grétar Fells) Blessuð sé minning hennar. F.h. hópsins, Anna Karlsdóttir. Með tárin í augunum kveð ég elskulegu tengdamóður mína eftir erfið veikindi. Maður er aldrei tilbúinn að sleppa takinu en ég veit að núna líður henni betur. Ég var svo heppin að koma inn í þessa fjölskyldu þeg- ar ég kynntist manninum mín- um honum Marinó, frumburðin- um hennar, fyrir rúmum 37 árum og fékk því að hafa hana í mínu lífi svona lengi. Það eru forréttindi að kynnast svona manneskju á lífsleiðinni sem var alltaf glöð og sá alltaf það góða í fólki. Hún elskaði að dansa og syngja og notaði hvert tækifæri til þess. Við vorum alltaf saman á áramótunum og hún fór alltaf dansandi og syngjandi inn í nýtt ár og Pálmi horfði alltaf á hana hugfanginn og hefur örugglega hugsað: mikið var ég heppinn að hafa náð í þessa glæsilegu konu fyrir næstum 60 árum. Strák- arnir okkar, Marinó og Hinrik Hrafn, missa mikið að missa ömmu sína sem var alltaf svo stolt af þeim og lét þá óspart vita af því. Hún var svo spennt að fá að sjá langömmustrákinn sinn sem Marinó og Anna Sigga eiga von á í byrjun desember. En ég veit að hún vakir yfir þeim og minning um góða ömmu er dýrmætust. Missirinn er mik- ill en við lofum að halda heiðr- inum hátt á lofti og pössum upp á Pálma afa og Lóu sem missa svo mikið. Hún var sannkölluð ættmóðir eins og séra Jóna Hrönn sagði svo fallega. Þín verður sárt saknað og minning um góðhjartaða konu gleymist aldrei. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl í friði elskuleg og takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Þín tengdadóttir, Guðbjörg. Elsku amma, það að setjast niður og skrifa þessi orð er okk- ur óbærilega sárt. Við erum sár, reið og okkur þykir þetta af- skaplega ósanngjarnt. Á sama tíma og við upplifum þessar til- finningar erum við svo ólýsan- lega þakklát – þakklát fyrir þig, elsku amma. Þú varst glæsilegasta, falleg- asta, glaðasta, hjartahlýjasta kona sem við höfum kynnst á ævi okkar. Það að fá að kalla þig ömmu okkar, og fá að læra af þér, eru algjör forréttindi og getum við ekki verið annað en þakklát fyr- ir þá gjöf sem við fengum. Það var alltaf svo fallegt and- rúmsloft í kringum þig, það var alltaf þessi hlýja – þessi tilfinn- ing að allir væru velkomnir. Holtsbúðin hefur alltaf verið staður þar sem dyrnar voru opnar hvenær sem var sólar- hrings. Þar vissum við að ömmufang tæki á móti okkur, hvort sem við þurftum að hlæja, gráta eða bara sitja í sófanum og spjalla um allt og ekki neitt. Fá ráð – eða bara tala við þig um hlutina fram og til baka. Það sem var alveg einstakt við þig var að það var alveg sama hvaða viðmót þú fékkst, alltaf varstu jákvæð. Þú sást alltaf það fallega og góða í öllu og öllum. Þú kenndir okkur að lífið væri ekkert alltaf bara ein- falt, eða létt – en við myndum ákveða sjálf hvernig við tækj- umst á við hlutina. Amma elskaði fátt meira en söng og dans, og spurði mann mjög reglulega hvort við værum ekkert að fara á dansiball eins og hún kallaði það – það var þannig sem þið afi kynntust. Þegar afi skutlaði þér á ball, sótti þig svo og skilaði þér svo aldrei aftur. Það verður sárt að geta ekki komið upp í Holtsbúð og eytt heilu dögunum með þér, hlustað á þig syngja, dansa, baka pönnukökur, hafa það notalegt í pottinum og við gætum talið endalaust áfram. Við erum þakklát fyrir allar minningarnar sem við eigum og munu þær ylja okkur um ókomna tíð. Amma bakaði líka bestu skúffu í heimi. Og vitum við öll hvaða kaka það er. Skúffa hjá ömmu var eitthvað sem klikkaði ekki. Það er bara svo margt við elsku fallegu ömmu. Margt sem hægt er að skrifa niður og ennþá fleira sem erfitt er að koma niður á blað. Minningarnar eru endalaus- ar. Elsku fallega amma okkar. Takk fyrir allt. Takk fyrir að ráðleggja okkur, fyrir að kenna okkur, fyrir að leiðbeina okkur og vera alltaf flottasta fyrir- myndin okkar sem gafst aldrei upp. Við lofum að við munum halda gildunum þínum á lofti. Syngja, dansa, segja sögur, kyssa, knúsa og elska – við mun- um passa hvert annað og elsku afa okkar, við vitum að þú munt halda áfram að leiðbeina okkur – og fylgist með okkur. Elskum þig að eilífu, amma. Sandra Rós, Ester Ósk, Anna Lóa, & Þorbergur Þór Steinarsbörn. Það er svo erfitt að kveðja fólkið sitt og því miður höfum við hjónin þurft að gera það allt of oft á síðustu árum og það venst bara aldrei, verður bara æ erfiðara. Og í dag eru spor okk- ar þung, svo þung, þegar við kveðjum elsku Lóu okkar, syst- ur og mágkonu og eiginlega bara mömmu því að hún var dugleg að leggja okkur lífsregl- urnar svo okkur farnaðist sem best á lífsleiðinni. Elsku Anna Lóa, þú átt svo stóra skúffu í huga okkar með endalausum minningum: Lóa að syngja, Lóa að dansa, töffarinn Lóa á flotta vínrauða mótorhjól- inu, Lóa komin „med det samme“ ef eitthvað var að eða eitthvað nýtt kom á heimilið, nýtt barn, köttur, hjólhýsi, bíll. Lóa með bleika hattinn í flaks- andi kjól eins og hefðarfrú klippt út úr bresku konungsfjöl- skyldunni. Lóa alltaf til staðar þegar maður þurfti og alltaf til í allt, jafnvel að taka að sér að halda ræðu í okkar stað og bæta um betur og syngja fyrir ný- stúdentinn barnabarnið okkar. Já, Lóa vílaði ekkert fyrir sér. Það er svo margt eftirminnilegt eins og helgileikirnir sem hún fékk allt ungviði stórfjölskyld- unnar til að taka þátt í á þrett- ándanum, og veislurnar hennar og nú í lokin þegar elsku Lóa hafði ekki þrek til að elda eða baka, þá tók bara Pálmi við og við hjónin fengum sko að njóta þess að vera í mat með þeim hjónum „a la Pálmi“ og ef við hringdum og buðum þeim til okkar þá var ekkert hik bara sagt „já takk, við komum“. Úff það þarf bara að vera hetja til að ganga í gegnum veikindaferli eins og elsku Lóa okkar háði í hartnær þrjú ár og það rættist sem hún þráði mest, að komast heim og vera með fólkinu sínu. Og hún bara kom sér heim með hjálp sinna og þar fékk hún hvíldina sem hún var farin að þrá svo í lokin. Hún heyrði í okkur öllum allt til hinstu stundar, það var fjöl- skyldupartí við hennar hinstu för alveg eins og hún vildi, alltaf fullt af fólki, alltaf partí – það var Lóa. Hvíldu í friði, elsku systir og mágkona – þú átt risaskúffu í huga okkar – söknum þín enda- laust. Sigrún og Gunnbjörn. Elsku frænka mín, hún Anna Lóa, hefur kvatt okkur eftir erf- ið veikindi. Hún kvaddi á heimili sínu í faðmi fjölskyldu sinnar. Ég var svo lánsöm að fæðast inn í stóra og samheldna föð- urfjölskyldu, Anna Lóa var yngsta systirin, alltaf kát og syngjandi. Ung kynntist hún honum Pálma og var ég svo heppin að vera lítil stelpa sem fékk að vera dekruð af þeim, þvílík heppni, ég fékk að fara með þeim á rúnt- inn. Alltaf var gott að koma til þeirra og leitaði ég mikið þang- að hvort sem það var til að leika við frændur mína eða bara að fá knús og spjalla. Anna Lóa var hreinskilin og sagði það sem henni fannst um hlutina, sem var bæði gott og erfitt að heyra. Þegar pabbi veiktist átti hún líka erfitt og hún sagði mér að hún væri ekki tilbúin að missa stóra bróður sinn, og þegar hún veiktist var ég ekki tilbúin að missa hana. En hún hjálpaði okkur í sorg- inni og þegar mamma veiktist var hún líka til staðar fyrir okk- ur og mömmu, þær voru miklar vinkonur. En hún var ekki bara frænka mín, hún var líka góð vinkona. Hún hvatti mig til að ganga í Oddfellow og er ég henni æv- inlega þakklát fyrir það. Hún stappaði í mig stálinu þegar ég átti erfitt og gladdist þegar allt gekk vel. Eins og hún sagði við mig: „Lífið er núna,“ njótum og ver- um glöð. Anna Lóa var mikill fjöl- skyldumanneskja og elskaði að hafa alla hjá sér. Á þrettándanum komum við saman öll föðurfjölskyldan mín, syngjum, dönsum og höfum gaman, það verður mikill sökn- uður, engin Anna Lóa til að syngja og dansa og drífa allt í gang, það gerði hún, allt varð að vera fínt. Nú er bara að halda áfram og þakka fyrir allar góðu stundirnar og fallegu minning- arnar sem við eigum. Nú syngur og dansar Anna Lóa með þeim sem undan eru farnir. Söknuðurinn er sár. Takk fyrir allar góðu stund- irnar, elsku frænka. Guðrún Helga Theodórsdóttir. Elsku Anna Lóa mín, nú hef- ur þú fengið hvíldina eftir bar- áttu þína við illvígan sjúkdóm. Það er sárt að sjá á eftir þér og ótal minningar streyma fram í hugann. Efst í huga mér er þakklæti. Þakklæti til þín fyrir þær stundir sem við áttum sam- an. Þú varst alltaf svo hress, skemmtileg og traust vinkona. Þær minningar sem ég varðveiti mest eru ferðalögin sem við vor- um duglegar að fara í með fjöl- skyldum okkar. Við fórum oft í Galtalæk og þar var mikið hleg- ið og mikið fjör. Ekki má gleyma að tala um hvað þú hafð- ir alltaf gaman af því að syngja, sem unun var að hlusta á. Elsku Anna Lóa mín, mig langar að þakka þér fyrir sam- fylgdina í þau 60 ár sem ég hef þekkt þig. Megi guð geyma þig. Að lokum vil ég votta fjölskyldu þinni innilega samúð. Minningin um góða konu lifir. Þín vinkona, Sigurbjörg (Sibba).  Fleiri minningargreinar um Önnu Lóu Marinós- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Anna Lóa Marinósdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.