Morgunblaðið - 24.11.2020, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020
✝ GuðmundurHeiðar Guð-
mundsson fæddist í
Reykjavík 6. sept-
ember 1947. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 12. nóv-
ember 2020.
Foreldrar hans
voru Áslaug Sig-
urðardóttir, f.
1907, d. 1997, og
Guðmundur Magnússon, f.
1904, d. 2003. Önnur börn
þeirra eru Eygló Fjóla, Erla
Sæunn, Gestur Óli, Anna
Maggý, Áslaug Gyða, Magnús,
Hrönn og Sigurður. Guð-
mundur Heiðar var sjötti í röð
systkinanna en sá fyrsti sem
fellur frá.
Guðmundur Heiðar giftist
Kristínu Láru Magnúsdóttur, f.
25.2. 1947, hinn 24.9. 1966.
Börn þeirra eru: 1) Kolfinna, f.
Ragnhildur Bergþórsdóttir,
börn þeirra eru Magnea Ýr
Atladóttir, Sóley María og Lára
Björg.
Guðmundur Heiðar ólst upp
í Reykjavík, gekk í Laugarnes-
skóla og Langholtsskóla. Tók
gagnfræðapróf frá Gagnfræða-
skóla verknáms. Hann útskrif-
aðist sem rennismiður frá Iðn-
skólanum í Reykjavík og
stundaði flugnám í framhaldi
af því en starfaði lengst af sem
jarðvinnuverktaki með eigin
rekstur. Síðustu starfsárin
vann hann hjá Orkuveitu
Reykjavíkur.
Guðmundur Heiðar var virk-
ur í Kiwanisklúbbnum Elliða
og einnig söng hann með ýms-
um kórum í gegnum tíðina.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskapellu í dag, 24. nóv-
ember 2020, klukkan 13. Í ljósi
aðstæðna verða eingöngu nán-
ustu ættingjar viðstaddir. Út-
förinni verður streymt á fa-
cebookhópnum „Jarðarför
Guðmundar Heiðars“. Virkan
hlekk á slóð má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
Stytt slóð á streymi:
https://tinyurl.com/y2y268v6
1965, maki Guð-
mundur Ingi
Bjarnason, börn
þeirra Guðmundur
Ragnar, giftur
Söru Lárusdóttur,
börn þeirra Adam
Leví, Róbert Leó
og Daníel Líam;
Ásþór Bjarni, sam-
býliskona Helena
Fanney Sölvadótt-
ir; Freyja Kristín.
2) Sigrún, f. 1967, maki Tómas
Kristjánsson, börn þeirra eru
Elna María, sambýlismaður
Arnór Þórsson, börn þeirra eru
Rósey Nótt, Stormur Máni og
Aría Myrk; Jón Atli, sambýlis-
kona Dagmar Þöll Halldórs-
dóttir; Heiðar Snær og Tómas
Þór. 3) Sólveig, f. 1974, sam-
býlismaður Hilmar Ingi Óm-
arsson, börn þeirra eru Manda
Konný Sæmundsdóttir og Mán-
ey Rán. 4) Þórir, f. 1978, maki
Elsku Heiðar minn, hvað nú?
Hvað geri ég nú þegar þú,
eiginmaður minn, besti vinur og
sálufélagi til 57 ára, hefur verið
kallaður til starfa á nýjar lendur
og eftir sitjum ég börn, tengda-
börn, barnabörn og langafa-
börn?
Já hvað nú, en við erum sterk
samann og vinnum úr erfiðum
tilfinningum með því að minnast
þín og þinna gilda í lífinu.
Á stundum sem þessum er
gott að ylja sér við minning-
arnar um allar þær stundir sem
við áttum saman bæði í leik og
starfi með börnum, vinum og
vandamönnum við allskyns
skemmtilegar og gefandi sam-
verustundir, það eru minningar
sem ekki gleymast.
Þú varst ekki alltaf maður
margra orða en því gátum við
treyst að segðist þú ætla að
gera eitthvað þá var það gert.
Það sem einkenndi þig mest
var ástríki, tryggð, heiðarleiki,
velvild og festa. Tækir þú
ákvörðun þá stóð það, þú þoldir
ekki að ganga á bak orða þinna,
orð skulu standa var þitt mottó.
Við höfum mikið yndi af
ferðalögum bæði innanlands og
utan og höfum við notið þess
með fjölskyldunni og góðum
vinum.
Það var mikið gæfuspor þeg-
ar við komum okkur upp sælu-
reitnum Ljósheimum, þar var
gott að vera og allra best þegar
fjölskyldan kom öll og sofið var
alstaðar þar sem hægt var að
koma því við bæði innan húss og
utan, það voru dýrðarstundir.
Þú naust þess að taka á móti
gestum, ekki síst í bústaðnum,
þá var oft sungið svo undir tók í
fjöllunum og borðaður góður
matur og pottast fram á rauða-
nótt.
Við höfum notið þess að
syngja í hinum ýmsu kórum,
þar höfum við kynnst mörgum
af okkar bestu vinum og öllu því
góða fólki sem við kynntumst í
gegnum Kiwanishreyfinguna og
eigum sem kæra vini að
ógleymdum öllum okkar vinum
þar fyrir utan.
Síðustu mánuðir hafa verið
fjölskyldunni og þér fyrst og
fremst erfiðir, aldrei höfum við
séð annað eins æðruleysi eins
og þú hefur sýnt í öllum þessum
veikindum, ég get endalaust
dáðst að því hversu ótrúlega
sterkur þú varst og hvað þú
varst mér góður, þegar ég var
að því komin að bugast yfir að
horfa á þig þjást þá varst það
þú sem stappaðir í mig stálinu,
ég vona að ég hafi líka verið þér
sá bakhjarl sem ég vildi vera.
Það var óumræðilega fallegt
hvernig þú kvaddir börnin þín
og baðst fyrir kveðjur til alls
þíns fólks, okkar síðustu stundir
mun ég geyma í hjarta mér allt-
af. Þar sem þú gekkst aldrei á
bak orða þinna þá veit ég og
finn fyrir návist þinni, enda
varstu búinn að segja að þetta
yrði allt í lagi, guð væri með
okkur og þú yrðir alltaf hjá
mér, það hjálpar mér í gegnum
þessa daga og svo eigum við
þessa stóru sterku fjölskyldu,
eins og við sögðum oft að það
væri okkar mesta gæfa í lífinu
öll þessi heilbrigðu og vel gerðu
börn svo ég stend ekki ein og
þarf ekki að kvarta.
Í fyllingu tímans verður gott
að koma til þín og heyra þig
segja aftur, það er gott að fá þig
heim.
Farðu í friði, vinur minn kær,
og hafðu þökk fyrir allt og allt,
við sjáumst aftur þegar minn
tími kemur.
Kristín L.
Magnúsdóttir.
Hann pabbi minn var sérlega
fær vélamaður og stundaði jarð-
vinnu mestallan sinn starfsald-
ur. Hans verk eru víða, allt frá
undirvinnu fyrir mannvirkja-
gerð í virkjunum í Þórisósi og
Sigöldu, sjóvarnargörðum,
vegagerð og húsgrunnum
stórum og smáum til garðvinnu
ýmiss konar að ónefndum snjó-
mokstri þar sem hann fór á fæt-
ur um miðjar nætur svo búið
væri að ryðja snjó af bílaplönum
þegar fólk mætti til vinnu. Hann
gerði meira og minna sjálfur við
tækin sín ef þau biluðu, þótt
verkstæði eignaðist hann ekki
fyrr en á síðari árum.
Hann var flinkur á skautum
og skíðum og snillingur í að
fleyta kerlingar.
Hann var alveg sérlega bón-
góður og var bara yfirleitt til í
allt sem manni gat dottið í hug
að biðja hann um aðstoð við.
Þótt hann væri ekki beinlínis
sjálfur í hestamennsku taldi
hann ekki eftir sér að renna
með mig á vörubílnum austur í
sveit til að sækja hey, eða fara
með hestakerru til að hjálpa til
við að forfæra hross á milli
haga.
Hér á Snæfelli væri öðruvísi
um að litast ef hans hefði ekki
notið við, trén væru eflaust mun
færri og húsakosturinn fátæk-
legri. Það er skrítið að þú komir
aldrei aftur inn í kaffisopa eftir
að vera búinn að stússa í vélinni
eða að rétta okkur hjálparhönd.
Ég vildi að ég hefði lagt bet-
ur á minnið sögurnar úr sveit-
inni þinni á Rauðamel og allar
vísurnar sem þú varst alltaf að
fara með.
Pabbi hafði mjög fallega
bassabaritónsöngrödd og varla
vorum við fyrr komin upp í bíl
en þau mamma voru byrjuð að
syngja. Elsku pabbi minn, það
er víst alveg sama hversu heitt
og mikið maður óskar þess og
biður að veikindin hefðu upp-
götvast fyrr og við værum ekki
á þessum stað núna þá breytir
það engu. Ég hugga mig við að
nú ertu þrautalaus og bið þig
fyrir kærar kveðjur í Sumar-
landið.
Kolfinna.
Með trega í hjarta kveðjum
við elskulegan bróður og mág,
Guðmund Heiðar Guðmundsson.
Það var gott að umgangast
Heiðar bróður, hann var fjöl-
fróður og skemmtilegur.
Hjálpsemi var honum í blóð
borin og alltaf var Heiðar tilbú-
inn að rétta hjálparhönd við
smærri og stærri verk. Áhugi
hans á fjölbreyttum fram-
kvæmdum var mikill og smit-
andi, hann bjó yfir yfirgripsmik-
illi þekkingu og sinnti hverju
verkefni af alúð og samvisku-
semi.
Það var ekki ónýtt að eiga
stóran bróður sem átti gröfu,
vörubíl og alls kyns tæki og tól.
Þegar litli bróðir fékk úthlutað
lóð fyrir húsi í Reykjavík var
leitað til Heiðars sem tók beiðn-
inni vel og sá um að grafa
grunninn og keyra í hann efni,
einnig var leitað til hans við
bílaviðgerðir og ráðleggingar af
ýmsum toga. Sumar-
bústaðabakterían bankaði upp á
hjá okkur og þá var Heiðar ekki
langt undan, með góð ráð og
ómetanlega aðstoð.
Við fórum með Heiðari, Stínu
og börnum í mörg skemmtileg
ferðalög um landið. Það var allt-
af gleði í kringum þau hjón,
söngur og dans á þorrablótum
og ýmsum veislum.
Þegar foreldrar þessa stóra
systkinahóps kvöddu tók Heiðar
að sér að vera límið í fjölskyld-
unni, hringdi alltaf á afmælis-
dögum og var einstaklega við-
ræðugóður og umhyggjusamur.
Við og börnin okkar kveðjum
með söknuði kæran bróður og
vin og sendum Stínu, börnum
þeirra og fjölskyldum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Sigurður og Sigurlín.
Fallinn er frá minn kæri
mágur Heiðar, herramaður,
duglegur, klettur.
Heiðar háði harða baráttu
hina síðustu mánuði í stríði sem
við munum öll að lokum heyja
og verða sigruð í, ég trúi því að
Heiðar sé nú kominn á stað þar
sem hann er laus frá þjáningum
og pínu.
Ég vil þakka þér fyrir 53 ára
samfylgd þar sem við tengda-
fjölskylda þín höfum verið afar
stolt af ykkur Stínu í lífshlaupi
ykkar, hvort sem það var í
rekstri farsæls fyrirtækis, bygg-
ingu Grjótaselshallarinnar, sum-
arhússins Ljósheima eða í upp-
eldi vel heppnuðu barnanna
ykkar og í raun hverju því sem
þið hjónin stóðuð í gegnum lífið.
Ég minnist þess sérstaklega
að það kom ávallt sérstakt blik
af stolti í augu pabba og
mömmu þá rætt var um ykkur
Stínu.
Þú varst og ert viðmið
margra, þar á meðal mitt, í iðju-
semi og ósérhlífni við fyrirtækj-
arekstur.
Ég minnist sérstaklega ná-
kvæmni þinnar og jafnvel list-
næmis við grjóthleðslu sem þú
gerðir fyrir mig í Dalsbyggð-
inni.
Heiðar, þú varst jafnan stillt-
ur í framkomu en gast svo dans-
að og sungið þegar tækifæri
gafst og þá smitað viðstadda af
gleði þinni.
Samheldni Stínu og Heiðars í
gegnum þykkt og þunnt er
aðdáunarverð.
Kæra systir og allir afkom-
endur, ég færi ykkur mína
dýpstu hluttekningu við fráfall
klettsins.
Við Selma kveðjum þig, kæri
mágur, með virðingu og vænt-
umþykju í brjósti.
Tryggvi Magnússon.
„Engin stund er ekki til.“
Þannig svaraði Heiðar mér,
móðurbróðir minn og þá vinnu-
veitandi. Þetta tilsvar hefur
fylgt mér í fjörutíu ár. Við vor-
um að vinna við að rífa Sænska
frystihúsið á horni Skúlagötu og
Kalkofnsvegar til að rýma fyrir
nýju húsi, Seðlabanka Íslands.
Það var hörkufrost og norðan
strekkingur af Esjunni og því
kælingin mikil þegar glussas-
langa gaf sig í Broyt X4-gröf-
unni sem við notuðum við að
moka á vörubíla. Grjótið var síð-
an notað fyrir aftan verbúðirnar
úti á Granda til að hlaða þar
sjóvarnagarða fyrir nýjar land-
fyllingar. Þetta var árið 1981.
Heiðar var eitthvað svekktur yf-
ir þessari vélarbilun og ég
reyndi að vera jákvæður og
hafði á orði að við skyldum bara
drífa í þessu því þetta tæki enga
stund. Þá féllu þessi orð í ör-
litlum þjósti, engin stund er
ekki til. Síðan dreif Heiðar bara
í viðgerðinni en mikið rosalega
var kalt.
Þegar móðir mín varð ekkja
22 ára gömul og með tvö ung-
börn þá hafði Heiðar bróðir
hennar, sem var þremur árum
yngri en hún, nægan tíma til að
skutla henni til vinnu og aðstoða
á allan hátt og þakkar fjölskyld-
an þann hlýhug.
Nú verða stundirnar ekki
fleiri en þótt tíminn geti verið
afstæður, ýmist fljótur eða lengi
að líða, lifir minningin um góðan
dreng með okkur alla tíð. Hug-
ur minn er hjá Stínu og frænd-
fólkinu og votta ég þeim inni-
lega samúð.
Guðmundur Steinþór
Ásmundsson.
Okkar ágæti félagi Guðmund-
ur Heiðar er fallinn frá.
Hann gerðist félagi í Kiw-
anisklúbbnum Elliða 1985 og
var forseti klúbbsins árin 1995-
1996 og 2010-2011. Guðmundur
tók mikinn þátt í allri fé-
lagsstarfsemi innan klúbbsins
og tók m.a. að sér flest embætti
innan hans. Þegar uppákomur
voru í klúbbnum var hann hrók-
ur alls fagnaðar.
Guðmundur Heiðar hafði
gaman af að koma í pontu á
fundum og segja frá ýmsu sem
á daga hans hafði drifið. Þegar
vantaði félaga til að fara upp í
pontu og flytja Elliðakorn, sem
er dagskrárliður á fundum, var
hann alltaf tilbúinn. Þá fór hann
í pontu, leit yfir hópinn, tók upp
veskið og fann þar lítinn miða
sem hann hafði skrifað kvæði
eða erindi á sem hann svo flutti.
Hann var mjög söngelskur
maður og alltaf tilbúinn að taka
lagið þegar svo bar undir. Söng-
ur á góðri stund var hans yndi,
þar naut hann sín. Þar var hann
á réttum stað.
Fráfall Guðmundar Heiðars
er mikill missir fyrir Elliða-
félaga.
Við sendum Stínu og fjöl-
skyldu hennar innilegar samúð-
arkveðjur.
Ég fel í forsjá þína
Guð faðir, sálu mína
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Elliðafélagar,
Lúðvík Leósson,
Ragnar Engilbertsson.
Guðmundur Heið-
ar Guðmundsson
Fleiri minningargreinar
um Guðmund Heiðar Guð-
mundsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSDÍS EYRÚN SIGURGEIRSDÓTTIR,
Skipastíg 22, Grindavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð
laugardaginn 14. nóvember.
Útförin hefur farið fram.
Innilegt þakklæti til starfsfólks Víðihlíðar fyrir góða umönnun.
Einar Björn Bjarnason Sæunn Kristinsdóttir
Guðrún Bjarnadóttir Pétur Gíslason
Þórkatla Bjarnadóttir Lúðvík Gunnarsson
Sigurgeir Þór Bjarnason Kristjana Halldórsdóttir
Sveinbjörn Bjarnason Ingibjörg S. Steindórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRIR SIGURÐSSON
frá Geysi í Haukadal,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
fimmtudaginn 19. nóvember.
Útförin fer fram frá Skálholtskirkju fimmtudaginn 26. nóvember
klukkan 14, að viðstöddum nánustu ættingjum. Streymt verður
frá athöfninni á facebooksíðu Skálholts.
Þórey Jónasdóttir
Sigrún María Þórisdóttir
Jónas Sigþór Þórisson Jessica Danielsson
Ágústa Þórisdóttir Einar Tryggvason
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og
afi,
HALLDÓR ÞÓR GRÖNVOLD
aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ,
lést á Landspítalanum 18. nóvember.
Útför auglýst síðar.
Greta Baldursdóttir
Eva Halldórsdóttir Björgvin Ingi Ólafsson
Arnar Halldórsson
barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
SIGURLAUG PÁLSDÓTTIR,
Dúa,
Laugatúni 11, Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
Sauðárkróki, sunnudaginn 22. nóvember.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðrún Sighvatsdóttir Ásgrímur Sigurbjörnsson
Páll Sighvatsson Margrét Grétarsdóttir
Gunnlaugur Sighvatsson Elín Gróa Karlsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
GUNNAR ÖRN GUÐSVEINSSON,
Lækjasmára 2, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans
laugardaginn 14. nóvember.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
25. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins
nánasta fjölskylda og vinir viðstödd útförina.
Útförinni verður streymt á vefslóðinni
https://youtu.be/IE4DNoNgTTg
Helga Þórunn Guðmundsdóttir
Fidel Helgi Sanchez og fjölskylda
Diana Guðsveinsson Mejnholt
og fjölskylda