Morgunblaðið - 24.11.2020, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020
✝ Ragnar Guð-mundur Jón-
asson fæddist í
Hafnarfirði 5. sept-
ember 1927. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 7. nóv-
ember 2020.
Foreldrar Ragn-
ars voru Ragnheið-
ur Friðrika Guð-
mundsdóttir, f. 1891,
d. 1953 og Jónas
Sigurðsson, f. 1903, d. 1962. Hálf-
systkini Ragnars sammæðra voru
Dorothy Elsie, Birgitta, Ilse Gert-
rud, Kristján og Gerald. Hálf-
bræður Ragnars samfeðra voru
Leifur og Kristján Tryggvi. Al-
systkini Ragnars voru Jón Snorri
og Ingibjörg.
Ragnar giftist Bjarnheiði
Hannesdóttur 26. desember 1948.
Hún var fædd 31. janúar 1930 og
lést 10. mars 2012. Foreldrar voru
Arnbjörg Sigurðardóttir, f. 1887,
d. 1981 og Hannes Einarsson, f.
1878, d. 1947.
Synir Ragnars og Bjarnheiðar
eru:
1) Ragnar Gerald, f. 1948, d.
2016, maki Guðrún Árnadóttir.
Börn þeirra eru Ragnheiður
Guðný (d. 2013), Inga Birna, Árni
og Einar. Barnabörnin eru átta
mundsdóttir. Börn þeirra eru:
Guðmundur Óskar, Hermann
Ragnar og Una María. Barna-
börnin eru átta.
Ragnar ólst upp á Suðureyri
við Súgandafjörð til 17 ára aldurs
en þá fór hann á vertíð í Sand-
gerði og kynntist Bjarnheiði ári
síðar. Þau felldu hugi saman,
eignuðust níu drengi og bjuggu
sér fallegt heimili í Keflavík þar
sem þau bjuggu alla sína ævi.
Ragnar vann framan af við ýmis
störf til lands og sjávar en hóf
störf sem slökkviliðsmaður hjá
slökkviliðinu á Keflavík-
urflugvelli árið 1964 og starfaði
þar í 32 ár. Ragnar var virkur í
frímúrarareglunni Sindra frá
1972 og var reglusamur og
hraustur alla sína ævi. Hann
stundaði skíði af kappi og fór í
síðustu skíðaferðina erlendis átt-
ræður að aldri. Þá hafði hann
einnig yndi af því að syngja og
dansa, en þau hjónin sýndu dans
við góðan orðstír í mörg ár. Síð-
ustu æviárin bjuggu þau á Hrafn-
istu í Hafnarfirði.
Útför Ragnars fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
24. nóvember 2020, og hefst kl.
13. Vegna aðstæðna verða aðeins
nánustu aðstandendur viðstaddir
en athöfninni verður streymt á
slóðinni: https://www.facebo-
ok.com/groups/UtforRagnarsJon-
assonar
Stytt slóð á streymið:
https://tinyurl.com/y3ktcy9e Nálg-
ast má virkan hlekk á streymið á:
https://www.mbl.is/andlat
og eitt barna-
barnabarn. 2) Hann-
es Arnar, f. 1949, d.
1950. 3) Hannes
Arnar, f. 1950, maki
Halldóra S. Lúðvíks-
dóttir. Börn þeirra
eru: Helgi, Bjarn-
heiður og Arnar
Dór. Barnabörnin
eru sex. 4) Jónas, f.
1951, maki Ragn-
hildur Sigurðar-
dóttir. Börn þeirra eru: Sigríður
Ragna, Ragnar Guðmundur og
Arna Björg. Barnabörnin eru
fimm. 5) Guðmundur Ingi, f. 1954,
maki Sigrún Kristjánsdóttir. Barn
þeirra er Jón Snorri. Barnabörnin
eru tvö. 6) Hermann, f. 1955, maki
Sóley Víglundsdóttir. Börn hans
eru: Sigurður Arnar, barnsmóðir
Guðrún Birna Sigurðardóttir, og
Helga Sigrún, barnsmóðir Hauð-
ur Helga Stefánsdóttir. Barna-
börnin eru þrjú. 7) Halldór Karl, f.
1957. Börn hans eru: Heiðar Lár,
Sigrún og Halldór Karl, barns-
móðir Helga Sigurðardóttir.
Barnabörnin eru fjögur. 8) Sig-
urður Vignir, f. 1960, maki Valdís
Inga Steinarsdóttir. Börn þeirra
eru: Camilla Petra, Viktoría og
Leonard. Barnabörnin eru tvö. 9)
Unnar, f. 1962, maki María Guð-
Nú er höfðinginn fallinn, hann
var nú alveg til í að verða 100 ára,
var ekki leiðari en það á lífinu, enda
mjög jákvæður maður og farsæll
enda vandaði hann sig í að verða sá
maður sem hann varð. Hann var
mikil fyrirmynd fyrir okkur öll,
enda heiðarlegur og góður maður,
sem vék alltaf góðu að fólki og
hægt að treysta á í leik og starfi.
Hann var gríðarlega duglegur og
reglusamur enda fyrir stórri fjöl-
skyldu að sjá, hann kvartaði aldrei
um þreytu, þoldi reyndar ekkert
kvart og kvein, við vorum 11 í
heimili og bjuggum í 60 fermetr-
um. Það var nú ekki alltaf logn
enda vildi hann að hver stæði fyrir
sínu en á sama tíma að við stæðum
saman sem einn maður. Við byrj-
uðum snemma að vinna strákarnir
og leggja til heimilisins enda ekki í
nein önnur hús að venda, svolítið
eins og „do or die“. Þótt pabbi ynni
mikið gaf hann sér alltaf tíma til að
leika við okkur, sýndi okkur helj-
arstökk, flikkflakk, gekk á höndum
upp og niður stéttina heima, enda
vel á sig kominn alla tíð. Hann var
æfingastjóri í slökkviliðinu á Kefla-
víkurflugvelli þar sem hann vann í
34 ár, kæmi mér ekki á óvart að
hann hefði gert miklar kröfur um
líkamlegt atgervi sinna manna.
Pabbi stundaði skíði fram undir
áttrætt. Mamma og pabbi keyptu
sér bústað á Þingvöllum þar sem
þau áttu sín bestu ár, þar kom fjöl-
skyldan reglulega í heimsókn og
það voru góðar stundir þótt þröngt
væri, enda bústaðurinn 24 fermetr-
ar, en okkur fannst þetta vera höll
sem það og var. Við vorum með
hraðbát sem við strákarnir keypt-
um og drógum kallinn á sjóskíðum
þvert og endilangt um vatnið þótt
hann væri farinn að nálgast sjö-
tugt. Pabbi átti erfiða æsku og fór
að heiman aðeins 16 ára gamall til
Sandgerðis á vertíð, en hann var
reglusamur og duglegur og kom
standandi frá þessu og átti farsælt
líf og heilbrigt enda vel af guði
gerður. Hann talaði aldrei illa um
annað fólk né gerði á hlut annarra,
en á móti þoldi hann aldrei ósann-
girni og yfirgang og var ekkert
lamb að leika við væri honum mis-
boðið.
Hvíl í friði elsku pabbi minn, bið
að heilsa mömmu og bræðrum
mínum Ragga og Hannesi.
Hannes Arnar Ragnarsson.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um, elsku pabbi minn, langar mig
að minnast þín með örfáum orðum.
Pabbi var Súgfirðingur. Hann
ólst upp við erfiðar aðstæður því
amma var lömuð en afi drykkfelld-
ur og fyrirferðarmikill með víni.
Pabbi afréð að fara suður til Sand-
gerðis 17 ára og réð sig á vertíð.
Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir
ungling að búa í verbúð, þar sem
mikil óregla og ófriður fylgdu þá
verbúðalífi, þekkja engan, vera
einn og umkomulaus.
Stuttu síðar kynnist hann svo
mömmu, ástir þeirra voru ósviknar
og fallegar þó ólík væru, allt þar til
hún lést 2012, og þökk sé forsjón-
inni það lán að þau spunnu sinn
æviveg saman. Þau eignuðust okk-
ur níu drengi á 14 árum. Mér verð-
ur hugsað til æskuáranna á Kirkju-
veginum í Keflavík, húsið var lítið,
rúmir 60 fermetrar, en þar bjugg-
um við saman þegar mest var,
bræðurnir átta, mamma og pabbi
og Arnbjörg amma, og var okkur
bræðrunum staflað í kojur. Óinn-
réttaður kjallari var undir húsinu
þar sem mamma hafði þvottaað-
stöðu, og yfir köldustu vetrarmán-
uðina fékk einstæðingur og utan-
garðsmanneskja, sem Dóra hét, að
kúra þar. Annars réðum við bræð-
ur ríkjum í kjallaranum þar sem
við gerðum upp hjól, smíðuðum
báta og fleira.
Pabbi var meðalmaður að hæð,
sterklega byggður, en samsvaraði
sér vel og var fjallmyndarlegur.
Hann hafði mikið skap sem hann
fór þó mjög vel með, nema ef hon-
um var sýndur hroki eða yfirlæti,
það leið hann engum.
Sjálfur átti hann slíkt ekki til.
Hann var oftast í þremur
vinnum, enda marga munna að
metta en samt fann hann sér tíma
til að taka þátt í leikjum og vera
með okkur strákunum og veitti
okkur það svigrúm sem kraftmiklir
krakkar þurfa. Hann var strangur
en ávallt sanngjarn og átti það til
að líta undan þó við værum með
prakkaraskap, ef honum fannst
skemmtunin saklaus. En ef hann
greindi hjá okkur illkvittni, þá
brást hann mjög hart við.
Pabbi bjó yfir mjög góðri dóm-
greind og þegar maður átti í vanda
eða erfiðleikum var gott að leita til
hans. Alltaf reyndist hann mér
ráðagóður og áttum við oft og tíð-
um tveggja manna tal sem geymd-
ist með okkur tveimur.
Þegar ég var 12-13 ára var ég
eitthvað að vorkenna mér en þá
sagði pabbi:
„Dóri minn, þegar ég var 17 ára
á vertíð í Sandgerði og í beitningu
fyrir hálfan hlut, þá var það í land-
legu einn sunnudaginn, það var fal-
legt veður, sól og blíða, og þá settist
ég á stein í fjörunni, horfði í hendur
mér, allar útstungar og blóðugar
eftir önglana í beitningunni, ég
hugsaði heim til Súganda og fékk
mikla heimþrá og fór að gráta. En
þá varð mér hugsað til mömmu
minnar sem sat heima lömuð upp í
háls en ég heyrði hana aldrei
kvarta eða sýna sjálfsvorkunn. Ég
hét því þá, að ég, fullfrískur mað-
urinn, skyldi aldrei vorkenna sjálf-
um mér aftur. Þannig að, Dóri
minn, þú getur vorkennt öllum öðr-
um en sjálfum þér.“
Og hann klappaði mér á kinnina
og bætti við:
„Hafðu þetta hugfast, Dóri
minn.“
Pabbi varð fyrir því óláni að
keyrt var á hann, hann lærbrotnaði
og gat ekki unnið um hríð. Trygg-
ingar voru litlar í þá daga svo þetta
var mikið áfall fyrir heimilið. Mér
er minnisstætt þegar séra Björn
kemur í heimsókn. Hann segir að
kirkjusöfnuðinn langi til að styðja
við bakið á fjölskyldunni á þessum
erfiðu tímum með smá fjárfram-
lagi, leggur umslag á borðið. Pabbi
horfir á hann, ýtir svo umslaginu til
baka og segir:
„Ég ætla að biðja þig fyrir hlýjar
kveðjur til safnaðarins og fallegar
hugsanir en lærbrotið er ekki al-
varlegt og ég kemst fljótt á fætur
aftur, þetta verður allt í lagi.“
Pabbi smakkaði aldrei vín,
kannski minnugur æskuáranna, en
var þó hrókur alls fagnaðar, söng-
maður góður, mikill íþróttamaður,
stundaði sund og skíði en fannst þó
skemmtilegast að dansa.
Þau mamma gengu saman sitt
æviskeið hönd í hönd með það eitt
að leiðarljósi að koma okkur strák-
unum til manns.
Elsku pabbi, ég mun sakna þín
og mun ylja mér með fallegum
minningum um þig, hversu ein-
stakur faðir þú varst og vinur.
Nú þegar þú ferð á betri stað
munu mamma og Ragnar bróðir
umvefja þig og veita þér góðar
móttökur.
Hvíl í friði, pabbi minn.
Þinn sonur,
Halldór Karl.
Það var árið 1966, nánar tiltekið
28. október, sem ég hitti ástæran
tengdapabba minn í fyrsta skipti.
Við Ragnar vorum þá nýtrúlofuð.
Á þeim tíma bjuggu tengdaforeldr-
ar mínir á Kirkjuvegi 4 í Keflavík
ásamt átta sonum sínum og móð-
urömmu Ragga. Það var líflegt á
Kirkjuveginum þar sem lítið var
um pláss en nóg af kærleika. Mér
var vel tekið og þarna myndaðist
samband við hann sem aldrei bar
skugga á. Hann vann lengst af í
slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli,
alls 32 ár. Hann var hrókur alls
fagnaðar hvar sem hann kom, fyr-
irmynd ungra manna og ég veit
ekki um nokkurn sem hafði slæmt
orð um hann að segja. Hafði sterk
gildi, vinmargur og spilaði vel úr
sínu. Hann var á því að maður
þyrfti að hafa fyrir því að ná ár-
angri í lífinu. Hafði dugnað að leið-
arljósi og vildi að drengirnir sínu
bæru honum gott vitni. Það er því
ekki ofsögum sagt að hann tengda-
pabbi hafi spilað vel úr sínu. Ragn-
ar sleit barnsskónum á Suðureyri
við Súgandafjörð, hann var næst-
yngstur í sínum systkinahópi og til
Suðureyrar var alltaf sterk tenging
en þar bjó Ingibjörg systir hans
með sinni fjölskyldu og það voru
ógleymanlegar stundir sem við átt-
um þar. Minningarnar reika víða
þegar ég kveð tengdaföður minn,
böll í Ungó, þar sem hann og Heiða
unnu bæði og tóku gjarnan sporið á
dansgólfinu, útilegur í Húsafelli og
sumrin á Þingvölum en þar áttu
þau sælureit þar sem öll fjölskyld-
an kom saman og barnabörnin
söfnuðu minningum. Tengdapabbi
dansaði og söng alla sína ævi, allt til
síðustu ára sinna á Hrafnistu.
Hann var alla tíð stórglæsilegur,
bar höfuðið hátt, alltaf vel tilhafður
og hugsaði vel um heilsuna. Hann
stundaði skíði af kappi og fannst
ekkert skemmtilegra en að fara til
Austurríkis á skíði. Börnin mín
voru svo lánsöm að fá að stunda
skíði með afa sínum. Tengdapabbi
var rúmlega sjötugur þegar þau
hjónin fluttu á Hrafnistu í Hafn-
arfirði. Þegar Heiða tengda-
mamma fékk símtalið um að þau
hefðu fengið íbúð þar var hann
staddur í einni af sínum mörgum
skíðaferðum í Ölpunum. Heiða
gerði sér lítið fyrir og flutti þau á
meðan hann var erlendis og hann
labbaði inn á nýja heimilið þeirra á
Hrafnistu, sáttur við lífið og til-
veruna. Engum líkur hann Raggi.
Hann var alltaf ánægður á Hrafn-
istu og tók virkan þátt í öllum við-
burðum þar, dansaði og söng við
hvert tækifæri. Hann kvartaði
aldrei, hrósaði starfsfólki og að-
stöðunni, já þetta var hótel Hrafn-
ista í hans augum. Eftir andlát
tengdamömmu héldum við Raggi
góðu sambandi, hringdumst á og
ég kíkti til hans á Hrafnistu. Ekki
er langt síðan ég fékk síðasta sím-
talið frá honum. Ég kveð í dag
elskulegan tengdaföður minn. Það
var sannkallaður heiður að fá að
fylgja honum í þessu lífi. Ferðalag
hans var stórfenglegt og hann get-
ur sannarlega verið stoltur af öllu
fólkinu sínu. Veit að þau eru stolt af
honum. Góða ferð í Sumarlandið,
elsku Raggi, það verða fagnaðar-
fundir með Heiðu þinni, Ragga og
Röggu okkar.
Láttu smátt, en hyggðu hátt.
Heilsa kátt, ef áttu bágt.
Leik ei grátt við minni mátt.
Mæltu fátt og hlæðu lágt.
(Einar Benediktsson)
Guðrún Árnadóttir.
Afi minn, nú er komið að hinstu
kveðjustund. Um þig á ég margar
góðar minningar. Ég man hins veg-
ar ekkert eftir því þegar ég fædd-
ist. En þá fórst þú og keyptir malt
og vindla handa vinum og kunn-
ingjum þegar þér fæddist alnafni.
Þú fórst strax að kenna mér að
ganga á höndum þegar ég var varla
farinn að geta gengið venjulega.
Svo á ég ljúfar minningar úr sveit-
inni hjá þér og ömmu Heiðu. Veiðin
við vatnið, og þú á sjóskíðum. Einn-
ig man ég þegar þú varst að kenna
okkur frændunum að róa árabát í
víkinni á Þingvöllum, þá fimm ára
gamlir. Sennilega eru mér þó
minnisstæðastar skíðaferðirnar
okkar saman bæði í Bláfjöllum og
Austurríki. Ég gleymi því ekki
heldur þegar þú dast og hand-
leggsbrotnaðir í Bláfjöllum, en
keyrðir samt heim og lést mig vera
á gírstönginni. Svo eftir að þú hætt-
ir í slökkviliðinu, þá fékk ég vinnu
hjá þér við að bóna bíla. Þú tókst
þetta eins og slökkviliðsbílana og
kenndir mér ýmsar lexíur. Vinnan
mín, sagðirðu stundum, og lagðir
áherslu á að maður skildi þannig
við að það væri eftirsjá í manni. En
það er eins og þér væri það eðl-
islægt að skilja við flest í betra
ástandi en þegar þú tókst við því.
Og alltaf þegar ég fór frá þér fékk
ég einhverja visku eða heilræði í
veganesti. Maður ætti aldrei að
vorkenna sér, og gera sér grein
fyrir því að maður er allt lífið að
sanna sig. En fyrir utan alvöruna
þá varst þú alltaf hress og kátur, og
vékst alltaf góðu að fólki. Þú varst
stuðbolti og séntilmaður, alltaf til í
dans og söng. Já afi minn, ég hef
vart getað hugsað mér betri fyr-
irmynd, enda ber ég nafn mitt með
stolti. Takk fyrir lífið og samveruna
elsku afi minn. Hvíl í friði í Jesú
nafni, amen.
Ragnar G. Jónasson yngri.
Elsku afi Raggi hefur nú kvatt
þennan heim og hugurinn reikar til
baka.
Þegar ég var lítil stelpa, fimm
ára eða svo, fengu afi og amma sér
bústað við Þingvallavatn. Þetta var
nú ekki stór bústaður eða um 30
fermetrar en alltaf var nóg pláss.
Þau áttu þennan bústað örugglega
í um 20 ár. Ein af mínum uppá-
haldsminningum úr æsku er þegar
ég fór með afa og ömmu í bústað-
inn, en þær ferðir voru mjög marg-
ar. Við Inga Birna frænka mín fór-
um oftast saman með þeim og þær
ferðir eru ógleymanlegar. Við
veiddum síli í vatninu, höfðum bú
undir bústaðnum og ekki má
gleyma ótal sundferðum og söng-
stundum í sveitinni. Ég elskaði að
vera þarna með þeim því þar hafði
afi tíma. Þar var hann á staðnum
og lék sér og hjálpaði okkur krökk-
unum að losa fasta öngla á botni
Þingvallavatns þegar við vorum að
veiða. Í dag eru Þingvellir minn
uppáhaldsstaður á jarðríki og það
hefur allt að gera með minningarn-
ar sem ég á þaðan með ömmu og
afa.
Nú á efri árum og eftir að amma
dó fyrir átta árum eru það þessar
minningar sem við afi töluðum um
þegar ég fór til hans á Hrafnistu.
Þá rifjaði hann upp þegar þau voru
með bústaðinn og hvað allt var
gaman. Mér fannst svo gott að eiga
þessar minningar með honum.
Gott að vita um hvað hann var að
tala og sameinast honum í gleðinni
þegar við rifjuðum upp tímana frá
því í gamla daga.
Elsku afi minn, alltaf varstu
glaður, alltaf svo þakklátur og tal-
aðir um að ein þín mesta gæfa hefði
verið að þú smakkaðir aldrei
áfengi. Þú hafðir svo gaman af líf-
inu, elskaðir að dansa og syngja og
stundum þannig að ömmu fannst
nóg um. Nú ertu farinn til ömmu,
elsku afi minn, ömmu sem þú sakn-
aðir mikið. Nú getið þið dansað aft-
ur saman eins og þegar þið hittust
fyrst. Ég bið að heilsa.
Þín
Sigríður Ragna
Jónasdóttir (Sirrý).
Afi minn, Ragnar Guðmundur
Jónasson, er fallinn frá 93 ára að
aldri. Afi smakkaði aldrei vín alla
sína ævi og ól upp níu hrausta
drengi ásamt elsku ömmu og var
duglegasti maður sem ég þekki.
Afi var annálað glæsimenni og
stundaði sjóskíði á Þingvöllum þar
sem þau áttu sumarbústað alla tíð
og hann stundaði fjallaskíði af
kappi og var í skíðaferðum erlendis
langt fram á áttræðisaldur.
Afi var alltaf í toppformi og ég sá
hann aldrei ógreiddan eða í fýlu –
hann var alltaf brattur og brosandi
og á stífbónuðum bíl.
Afi var einnig afar skynsamur
maður og átti einkar auðvelt með
að sjá stóru myndina á málunum
og fannst mér því afar gott að ræða
við hann um viðfangsefni sem ég
var að fást við þá stundina.
Það var oft sagt um afa að það
„gáraði ekki hjá honum tjörnin“ og
eru það ein bestu meðmæli sem
nokkur maður getur fengið í lífinu.
Þannig maður var afi minn – ein-
stakur maður á alla vegu.
Góða ferð, elsku afi, og takk fyr-
ir samfylgdina alla mína ævi þar
sem aldrei bar skugga á. Ég var al-
gjör ömmustrákur og takk fyrir að
þola það alla tíð og láta mér alltaf
líða þannig að mér fannst ég vera
hjartanlega velkominn.
Já, þú varst virkilega stór mann-
eskja, elsku afi minn.
Knúsaðu ömmu innilega frá mér
og ég mun ávallt minnast þín með
mikilli gleði – því þú varst algjör
gleðigjafi – og ég man að þú sagðir
mér að þegar þú féllir frá þá yrði
það ekki sorgarstund – það yrði
gleðistund – því þú áttir svo far-
sæla ævi og ég man að þú vildir að
jarðarförin yrði í raun og veru flott-
ir tónleikar.
Já, afi var einstakur maður –
yfirburðamaður – og blessuð sé
minning hans afa um aldur og ævi.
Ég færi pabba og bræðrum
hans og fjölskyldum innilegar sam-
úðarkveðjur en þeir voru allir mjög
nánir alla tíð.
Heiðar Lár Halldórsson.
Elsku afi minn, þú varst flottast-
ur. Myndarlegi töffarinn sem ark-
aði alltaf hnarreistur á sundskýl-
unni hring eftir hring á
sundlaugarbakkanum í hvaða veðri
sem er, slökkviliðsmaðurinn sem
bjargaði mannslífum, íþróttakapp-
inn sem gekk á höndum fram eftir
öllum aldri, ofurhuginn sem fór á
sjóskíði á Þingvallavatni og svigsk-
íði í Ölpunum og gleðigjafinn sem
söng manna hæst og dansaði okkur
unga fólkið í kaf. Svona man ég þig
afi; lífsglaðan, jákvæðan og reglu-
saman dugnaðarfork. Sannkölluð
fyrirmynd í einu og öllu. Ég minn-
ist bústaðaferða til ykkar ömmu á
Þingvelli, skemmtilegustu jólaboð-
anna í Fagragarðinum þar sem öll
stórfjölskyldan kom saman og bíl-
ferðanna okkar þegar þú tókst að
þér það hlutverk einn veturinn að
skutla mér til Reykjavíkur í ballett
sex sinnum í viku. Aldrei var það
neitt mál, bóngóður og jákvæður
með eindæmum, nema þegar ein-
hver var með tyggjó eða gerði eitt-
hvað á þinn hlut, þá gat fokið í þig.
Elsku afi minn, ég veit að amma
hefur tekið vel á móti þér í sum-
arlandinu og ég vona að stemning-
in hinumegin sé nokkurn veginn
svona:
Og svo dönsum við dátt, það er
gaman
uns dagur í austrinu rís.
Þá leiðumst við syngjandi saman
út í sumarsins paradís.
(Magnús K. Gíslason frá Vöglum)
Hafðu þökk fyrir allt og farðu í
friði.
Arna Björg Jónasdóttir.
Ragnar Guðmund-
ur Jónasson
HINSTA KVEÐJA
Þú léttfættur á jörðu varst,
vinahót og gleði barst
í okkar allra hjörtu.
Nú skilið við oss hefur þú
en þökk sé þér við eigum trú
og minningarnar björtu.
Minningar um mætan mann
sem mikla ást oss allra vann
og virðingu alla daga.
Þú studdir ávallt börnin þín
og þegar ég varð dóttir þín
þá hófst mín gleðisaga.
Gleði yfir návist þinni,
þú vaktir yfir velferð minni
og allra minna niðja.
Elsku tengdafaðir minn,
með þökk í huga og tár á kinn,
þér velferðar vil biðja.
Á slóðum sem nú bíða þín,
þar brosmild bíður frúin þín
og faðmlag ljúft þér veitir.
Fingurkoss ég sendi þér
og þakka allt sem liðið er,
þín minning huggun veitir.
(Í. Dungal)
Þín tengdadóttir,
María Guðmundsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Ragnar Guðmund Jón-
asson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.