Morgunblaðið - 24.11.2020, Síða 24
R
ut Indriðadóttir fædd-
ist 24. nóvember 1960
í Mörk á Þórshöfn á
Langanesi og ólst þar
upp til 15 ára aldurs.
„Það var yndislegt að alast upp á
Þórshöfn og ég tala ennþá um að
fara heim til Þórshafnar. Æsku-
vinkonur mínar hafa fylgt mér alla
ævi, því þessi fyrstu tengsl eru svo
sterk.“
Rut gekk í Grunnskóla Þórs-
hafnar en ákveðið var að hún
skyldi fara í Kvennaskólann í
Reykjavík. Þegar að því kom flutti
fjölskyldan suður, en faðir Rutar
ekki við góða heilsu. „Ég fór í
Kvennó, en fannst ekkert ægilega
gaman. Guðrún Helgadóttir skóla-
stjóri reyndist mér samt af-
skaplega vel, en eftir að pabbi dó
fékk ég að hætta og ljúka náminu í
Hagaskólanum. Síðan flutti
mamma í Hafnarfjörð og ég fór í
Flensborg. Þar kynntist ég mann-
inum mínum, Bolla, þegar ég var
að verða 17 ára gömul og við erum
búin að vera saman í 43 ár.“
Stofnaði snyrtistofu erlendis
Unga parið ákvað að leigja sam-
an og áttu þar fyrsta barnið, dótt-
urina Dagnýju, veturinn 1979. Eft-
ir stúdentsprófið fór fjölskyldan til
Danmerkur, en þar fór Bolli að
læra arkitektúr. Rut vann á skóla-
dagheimili og í tískuverslun og
endaði á því að læra snyrtifræði og
opnaði í kjölfarið snyrtistofuna La
Bella Donna á Friðriksbergi í
Kaupmannahöfn. „Það var bara allt
svo spennandi og við vorum ung og
mér fannst ekkert mikið mál að
stofna fyrirtæki. Ég var með stofu
í sama húsnæði og hárgreiðslustofa
og þetta gekk vel.“ Rut rak stof-
una í tvö ár, en þá var dóttir þeirra
komin á níunda ár. „Þá urðum við
að ákveða hvort hún yrði dönsk
eða íslensk og við ákváðum að fara
heim. Dagný var mjög ánægð með
að koma til Íslands en talaði fyrst
aðeins bjagaða íslensku. Í dag er
hún málfræðingur og mjög mikil
íslenskukona,“ segir Rut.
Þegar fjölskyldan var búin að
vera á Íslandi í nokkur ár fór Rut í
Kennaraháskólann. „Það var alveg
ofboðslega gaman og síðan þá hef-
ur kennsla verið mitt helsta
áhugamál.“ Eftir námið fór hún að
kenna í Öldutúnsskóla í Hafnar-
firði og var þar í þrjú ár, en þá
var haft samband við hana um að
koma heim til Þórshafnar. Rut
varð skólastjóri við Grunnskóla
Þórshafnar og Bolli vann fjar-
vinnu og börnin voru orðin þrjú.
Eftir tvö ár á Þórshöfn sá Rut
auglýst eftir skólastjóra og sveit-
arstjóra í Hrísey og þau hjónin
sóttu um. „Við áttum fjögur
dásamleg ár í Hrísey, sem svo
sannarlega er perla Eyjafjarðar.“
Þegar Hrísey var farin að þrengja
að yngri börnunum tveimur, sem
vildu læra dans og tónlist, var far-
ið yfir til Akureyrar. Þar var fjöl-
skyldan í tólf ár og Rut var deild-
arstjóri í Giljaskóla og kenndi
síðar í Brekkuskóla. En þá var
kominn tími til að flytja. „Birna
okkar var komin til Svíþjóðar í
nám og Dagur í háskóla fyrir
sunnan og Dagný og barnabörnin
öll í Reykjavík. Við ákváðum að
elta börnin – og ekki síst barna-
börnin – suður.“
Rut fór að kenna við Öldusels-
skóla árið 2015. „Ég held ég sé
mjög farsæl í starfi og þótt starfið
sé stundum erfitt er það samt svo
ansi skemmtilegt og gefandi. Svo
er kennsla líka ekkert eins og
önnur störf. Maður er meira eins
og prestur í stól eða leikari á
sviði, og stundum er gengið
hressilega á orkuforðann. En
þetta er merkilegt starf og mér
finnst kennarar vera svo gott fólk.
Það fer enginn í þetta starf nema
hafa brennandi áhuga.“
Rut reynir að lesa sem mest
þegar tími gefst og svo hefur hún
gaman af öllu matarstússi. „Ég
hef mjög gaman af matseld. Það
er mín slökun.“
Fjölskylda
Eiginmaður Rutar er Pétur
Bolli Jóhannesson, f. 15.7. 1959,
arkitekt. Foreldrar hans eru hjón-
in Guðrún Þórhallsdóttir, f. 24.10.
1925, d. 3.1. 2015, kennari og Jó-
hannes Finnbogason Jónssonar, f,
26.2. 1926, d. 15.7. 1987, kennari.
Rut Indriðadóttir kennari – 60 ára
Fjölskyldan Hér er fjölskyldan fyrir utan Birnu sem var í Svíþjóð. F.v.:Gunn-
ar Bjartur, Bolli Steinn, Bolli, Dagur, Dagný – Indriði, Rut, Freyja og Bríet.
Kennsla er ekki eins og önnur störf
Systkinin í Mörk 1961 Efri röð: Guðbjörg, Kristín María, Guðmundur
Hólm, Kristján Marinó. Neðri röð; Rut, Birgir, Ragnar og Jóhann Fróði.
Svíþjóð Hér eru
Joakim Wallin,
Birna Bolladóttir
og Eskil Wallin en
þau búa í Svíþjóð.
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Aðrir treysta á að þú skipuleggir
hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur
eykur hugsanlega tekjur þínar.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú lætur fólk fara í taugarnar á þér.
Bíddu með að láta skoðanir þínar í ljós,
sérstaklega ef þú ert ósammála. Að því
loknu geturðu um frjálst höfuð strokið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu það ekki setja þig úr jafn-
vægi, þótt eitt og annað gangi á í kringum
þig. Með alla þessa orku að vopni gerirðu
breytingar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert með svo mörg járn í eld-
inum að þér er nauðugur einn kostur að
fækka þeim. Farðu þér hægt og kannaðu
alla málavöxtu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Einhver er tilbúinn að rétta þér
hjálparhönd í dag. Ný kynni gætu einnig
verið á næsta leiti. Leggðu þitt af mörkum
til að styðja góð málefni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur komið þér vel fyrir og
mátt þess vegna gefa þér tíma til að njóta
ávaxtanna af erfiði þínu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Um leið og þú lætur álit þitt í ljós
máttu líka eiga von á viðbrögðum við
þeim. Láttu þessar aðstæður ekki leiða
þig út í eitthvað sem þér er á móti skapi.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það skiptir öllu máli að vera
sannur gagnvart sjálfum sér og öðrum.
Löngun þín til skipulagningar er aðdáun-
arverð.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Haltu ró þinni á hverju sem
gengur og líttu bara á bjartar hliðar tilver-
unnar. Leggðu þitt af mörkum til að bæta
heiminn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þig langar til að hafa muni er
tengjast fortíðinni í kringum þig. Netið
geymir alls konar fróðleik og bókin er við
höndina.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ef aðstæður valda þér óþæg-
indum skaltu endilega endurskoða þær og
nú með hjartanu en ekki skynseminni.
Horfstu í augu við raunveruleikann og
leystu málin.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er ómögulegt að gera svo öll-
um líki enda ekki í þínum verkahring að sjá
til þess að allir séu hamingjusamir.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Selena Zuzanna Graj-
ewska fæddist 4. janúar 2020 kl.
14.45. Hún vó 2.576 g og var 45
cm löng. Foreldrar hennar eru
Sylwia Wanda Grajewska og
Andrzej Grajewski.
Nýr borgari
30 ára Kristján er bor-
inn og barnfæddur Bol-
víkingur. Hann er vél-
smiður í Vélsmiðjunni
Mjölni. Helsta áhuga-
mál Kristjáns er hesta-
mennska og er hann
með þrjá hesta. Hann
er í hobbíbúskap á bænum Meirihlíð með
foreldrum sínum og frændfólki.
Maki: Hildur Ágústsdóttir, f. 1988, kenn-
ari.
Börn: Heiðar Ágúst Bragason, f. 2016 og
Ársæll Rökkvi Kristjánsson, f. 2019.
Foreldrar: Jón Pálmi Bernódusson, f.
1962, vélsmiður í Mjölni, og Guðlaug
Brynhildur Árnadóttir, f. 1963, verkstjóri í
Mjólkurstöðinni Örnu.
Kristján
Jónsson
30 ára Aníta Lára ólst
upp hjá ömmu sinni og
afa í Reykjavík og býr
enn í höfuðborginni.
Aníta er í meist-
aranámi í áhættu-
hegðun og velferð
ungmenna í Háskóla
Íslands. Hún lauk við uppeldis- og mennt-
unarfræði og í því námi var einn áfangi
um áhættuhegðun sem heillaði hana.
Helstu áhugamál Anítu Láru eru hestar,
en hún er að rækta hesta og á tíu hesta.
Þeir sem eru á tamningaraldri eru Víði-
dalnum, en yngstu hestarnir eru í Gríms-
nesinu.
Foreldrar: Ólafur Lárus Baldursson, f.
1946, leigubílstjóri og Jóhanna Lára Árna-
dóttir, f. 1948, vann hjá Morgunblaðinu.
Aníta Lára
Ólafsdóttir