Morgunblaðið - 24.11.2020, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.11.2020, Qupperneq 25
Þau bjuggu á Siglufirði og síðar í Hafnarfirði. Börn Rutar og Bolla eru: 1) Dagný, f. 9.11. 1979, mál- fræðingur, kennari og markþjálfi í Garðabæ, gift Hugin Frey Þor- steinssyni, f. 29.12. 1978, heim- spekingi og ráðgjafa hjá Aton.JL. Þau eiga börnin Bolla Stein, f. 25.11.2000, Gunnar Bjart, f. 19.11. 2005, Freyju, f. 22.9. 2009, og Indriða Hrafn, f. 10.8. 2011. 2) Birna, f. 10.6. 1989, lista- og menningastjóri, í sambúð með Joakim Wallin, f. 10.2. 1988, at- vinnutrommuleikara. Þau eru bú- sett í Stokkhólmi í Svíþjóð og eiga Eskil Wallin, f. 28.9. 2017. 3) Dagur, f. 21.11. 1991, stefnumót- unarsérfræðingur, umhverfisstjóri hjá Búseta, í sambúð með Söru Teresu Jónsdóttur, f. 9.10. 1992, sálfræðinema. Þau eiga dótturina Bríeti Maríu, f. 19.6. 2019. Systkini Rutar eru Guðbjörg, f. 28.4. 1945, d. 3.5. 2010, öldr- unarhjúkrunarfræðingur í Dan- mörku; Kristín María, f. 2.9. 1947, d. 29.11. 1950; Jóhann Fróði, f. 5.9. 1948, vélfræðingur í Assens í Danmörku; Kristján Marinó, f. 26.5. 1951, viðskipta- fræðingur í Hafnarfirði; drengur óskírður, f. 16.4. 1952, d. 20.6. 1952; Kristín María, f. 29.6. 1953, þroskaþjálfi og kennari í Hafnar- firði; Guðmundur Hólm, f. 23.8. 1954, útgerðatæknir í Hafn- arfirði; Ragnar, f. 6.4. 1957, stýri- maður í Garðabæ, og Birgir, f. 20.4. 1958, stýrimaður í Reykja- vík. Foreldrar Rutar eru hjónin Hólmfríður Soffía Jóhannsdóttir, f. 21.5. 1924, d.9.4. 2007, verka- kona á Þórshöfn og í Hafnarfirði, og Indriði Guðmundsson, f. 7. 11. 1914, d. 18.7. 1976, vélstjóri og útgerðarmaður á Þórshöfn. Rut Indriðadóttir Guðbrandur Guðbrandsson bóndi á Syðri-Brekkum og víðar á Langanesi Margrét Jónsdóttir húsm. á Syðri-Brekkum á Langanesi Guðmundur Guðbrandsson sjómaður og sigmaður á Skálum á Langanesi Guðbjörg Óladóttir húsm. á Brimnesi á Langanesi Indriði Guðmundsson vélstjóri og útgerðarmaður á Þórshöfn Óli Jóhannes Jónsson bóndi og söðlasmiður í Sveinungsvík í Þistilfirði Þórunn Gunnarsdóttir húsm. í Sveinungsvík í Þistilfirði Stefán Jónsson b. á Læknesstöðum á Langanesi Hólmfríður Soffía Helgadóttir húsmóðir á Læknesstöðum á Langanesi Jóhann Stefánsson bóndi á Skálum á Langanesi María Friðriksdóttir húsm. á Skálum á Langanesi Friðrik Jónatansson útvegsbóndi og hreppstjóri í Efri-Sandvík í Grímsey Kristrún Konkordía Stefánsdóttir húsmóðir í Efri-Sandvík í Grímsey Úr frændgarði Rutar Indriðadóttur Hólmfríður Soffía Jóhannsdóttir verkakona á Þórshöfn og í Hafnarfirði DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020 LJÓSAKRÓNUR Í ÚRVALI Ármúla 24 • rafkaup.is „ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ TALA VIÐ RAFVIRKJA.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem hjálpar mér í gegnum vinnudaginn. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HEHEMM… VOFF HVAÐ VAR NÚ ÞETTA? SÝNISHORN AF ÞVÍ SEM KOMA SKAL AMLÓÐI, ÉG VIL AÐ ÞÚ LÆRIR ALLT UM FELUBÚNINGA… OG ÞESS VEGNA ÁTTU AÐ KOMA MEÐ Í RÁNSFERÐINA Á MORGUN! HÉR! Æ, PABBI… AMLÓÐI? HVAR ERTU? FYLGSTU MEÐ ÖÐRU FÓLKI ÚR ÖRUGGRI FJARLÆGÐ 50 KR. Helgi R. Einaesson yrkir „Einaleiðundalimru“: Nær yfir Ásdísi leið er Ási villtist af leið. Fyrir það leið, varð fokreið um leið, en nú Ásdís ei lengur er leið. Það er nú gott að hún jafnaði sig. Ragnar Ingi Aðalsteinsson orti um „metoo-byltinguna“: Móðir, kona og meyja margt hef ég við þig að segja; ég hef ýmislegt gert sem er ámælisvert. Þakka þér fyrir að þegja. Björgólfur Þorvarðarson yrkir svo um þríeykið: Þríeykið er lausnalið, lyftir grettistaki, Covid 19 kannast við með Kára sér að baki. Gunnar Hólm Hjálmarsson yrkir á Boðnarmiði með þeirri athugasemd, að Brynjar Níelsson ætli ekki að láta bólusetja sig við kórónuveirunni: Brynjar minn böl þitt ég þekki bundinn í sérvisku hlekki. Ég bóluset mig sem björg fyrir þig. Það er smámál svo – smitist þú ekki. Hallmundur Guðmundsson yrkir um „Þrautaráð Klausturbandalags- ins“: Þegar Vigdís til sæmdar sótti, settist að flokknum ótti. Þá formaður fann að varaformann, fjarri því þurfa þótti. Friðrik Steingrímsson rifjaði upp, að hann orti um klausturmálið á sín- um tíma: Með orðbragði undan sér skáru og æran er nú fyrir bí á klaustri var borð fyrir Báru en bjánarnir viss’ekk’af því. Jón Atli Játvarðarson yrkir með þessari athugasemd: „Bara halda sig við norgarmálin. Þá verður allt notalegt“: Vigdís létt með lundargeð en leiðist brokkið Faxa. Heldur Degi hangir með og hlustar á grasið vaxa. Hér eru tvær öfugmælavísur gamlar: Til altaris ég úlfinn sá, asnann prestinn skrýða, örn og smyril arni á af sér fiðrið svíða. Eldi er best að ausa í snjó, eykst hans log við þetta, gott er að hafa gler í skó þá gengið er í kletta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ein leiðindalimra, þríeykið og klausturbandalagið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.