Morgunblaðið - 24.11.2020, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020
Ég hóf nýlega störf sem
íþróttablaðamaður. Á tímum
kórónuveirunnar hefur það verið
sérlega áhugavert. Ég hlaut
eldskírn mína á knattspyrnuleik í
byrjun október þar sem ég fór
með beina textalýsingu og tók
viðtöl.
Í kjölfar þessa leiks sá ég
fram á að taka nokkra leiki í við-
bót í síðustu umferðum Pepsi
Max-deilda karla og kvenna.
Daginn eftir leikinn var sett upp
plan í því skyni og ég fullur til-
hlökkunar að fá að fara á fleiri
leiki og lýsa þeim.
Degi síðar var allri íþrótta-
iðkun frestað og því skyndilega
engir leikir til að fara á. Um
mánuði síðar var sett upp nýtt
plan með nýjum dagsetningum,
aftur átti ég að fara á knatt-
spyrnuleiki, lýsa þeim og taka
viðtöl.
Örfáum dögum síðar var
það plan aftur að engu orðið
þegar Íslandsmótinu í knatt-
spyrnu var aflýst með öllu. Fjöl-
breytt verkefni hafa komið í kjöl-
farið á íþróttadeildinni en ég
viðurkenni fúslega að ég sakna
þess að fara á leiki.
Nú bíður maður og vonast
eftir því að handboltinn og
körfuboltinn fái að fara af stað á
næstunni. Enn hefur nýtt leikja-
plan ekki litið dagsins ljós enda
mega leikmenn ekki einu sinni
æfa sökum sóttvarnareglna.
Þær tilslakanir sem búist er
við að verði tilkynntar í lok mán-
aðarins gefa vonandi íþrótta-
hreyfingunni gaum og leyfa æf-
ingar og kappleiki að nýju.
Þegar nýtt leikjaplan lítur
svo dagsins ljós þyrfti kannski
að fara varlega í að setja upp
plan fyrir mig að fara á leiki, því
það hefur hingað til ekki kunnað
góðri lukku að stýra.
BAKVÖRÐUR
Gunnar Egill
Daníelsson
gunnaregill@mbl.isJón Stefán Jónsson, annar þjálfara
kvennaliðs Tindastóls í knatt-
spyrnu, hefur sagt starfi sínu lausu.
Ástæðuna segir hann vera þá að
hann geti ekki verið búsettur á
Sauðárkróki allan ársins hring
vegna dagvinnu sinnar. Tindastóll
vann 1. deildina í sumar og komst
upp í efstu deild í fyrsta skipti í sög-
unni og þjálfaði Jón liðið ásamt
Guðna Þór Einarssyni. Í yfirlýsingu
frá Tindastóli er Jóni Stefáni þakk-
að fyrir ómetanlegt starf og greint
frá því að leit að eftirmanni hans sé
þegar hafin.
Jón yfirgefur
Tindastól
Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson
Sauðárkrókur Tindastóll fær nýjan
þjálfara fyrir næsta tímabil.
Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn
100. leik í ensku úrvalsdeildinni í
fótbolta í gærkvöld er Burnley náði
í sinn fyrsta sigur, 1:0, gegn Crystal
Palace. Chris Wood skoraði sigur-
markið snemma leiks. Jóhann er
sjöundi Íslendingurinn sem nær 100
leikjum í deildinni.
Wolves og Southampton skildu
jöfn, 1:1, í hinum leik gærdagsins.
Theo Walcott kom Southampton yf-
ir í seinni hálfleik en varamaðurinn
Pedro Neto jafnaði fyrir Southamp-
ton stundarfjórðungi fyrir leikslok
og þar við sat.
AFP
Hundrað Jóhann Berg hefur leikið
100 leiki í ensku úrvalsdeildinni.
Jóhann Berg
lék 100. leikinn
GOLF
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá
Björgvinsdóttir úr Keili náði sínum
besta árangri frá upphafi á Evrópu-
mótaröðinni í golfi á The Saudi La-
dies Team International-mótinu á
Royal Greens-vellinum í Sádi-Arabíu
á dögunum.
Guðrún Brá hafnaði í 39. sæti en
hún lék fyrsta hringinn á þremur
höggum undir pari og var í þriðja
sæti eftir fyrsta keppnisdag. Henni
fataðist hins vegar flugið þegar leið á
mótið og lék á samtals þremur högg-
um yfir pari.
Kylfingurinn, sem varð Íslands-
meistari þriðja árið í röð í sumar,
keppti einnig á Saudi Ladies Int-
ernational-mótinu í Sádi-Arabíu,
dagana 12.-15. nóvember, en þar náði
hún sér ekki á strik.
„Ég er mjög sátt með árangurinn
á síðasta móti þótt maður geti auðvit-
að alltaf gert betur,“ sagði hin 26 ára
gamla Guðrún Brá í samtali við
Morgunblaðið.
„Ég spilaði ekki nægilega vel á
fyrra mótinu en það má kannski
skrifa það aðeins á leik- og keppnis-
æfingu ef svo má segja. Ég var kom-
in betur í gang á seinna mótinu og
það sást á spilamennskunni. Mér
gekk virkilega vel á fyrsta keppnis-
degi en á öðrum keppnisdegi var ég
með rástíma fyrri part dags og það
byrjaði að hvessa mikið seinni part-
inn og hringirnir tveir voru því erf-
iðari en fyrsti hringurinn.
Ég ætla ekki að fara að nota það
sem einhverja afsökun en vindurinn
spilaði klárlega inn í. Þá var pútter-
inn ekki alveg jafn heitur eins og
fyrri daginn og á þessu stigi golfsins
er oft mjög lítill munur á því að spila
illa og vel. Ég vil þess vegna ekki
ganga svo langt og tala um vonbrigði
á seinni keppnisdeginum en ég er al-
veg tilbúin að segja það upphátt að
ég hefði getað spilað betur.
Eins og ég sagði í viðtölum fyrir
mótið þá hafði ég í raun ekki spilað
neitt golf af viti mánuðinn áður en ég
fer út, og það hefur alltaf áhrif þegar
á hólminn er komið,“ bætti Íslands-
meistarinn við.
Kylfingurinn fékk ekki mörg tæki-
færi til þess að upplifa Sádi-Arabíu
enda strangar sóttvarnareglur þar í
landi vegna kórónuveirufaraldurs-
ins.
„Það var frábært að fá tækifæri til
þess að taka þátt í fyrsta kvenna-
golfmótinu sem fer fram í Sádi-
Arabíu. Þeir eru með herferð í gangi
núna þar sem þeir hvetja konur til að
taka þátt í golfíþróttinni og konum
var t.d. boðið frítt ár- og félagsgjald
hjá stærstu golfklúbbunum í landinu.
Það voru einhver 1.000 pláss í boði
og það fylltist strax þannig að að-
sóknin og áhuginn er svo sannarlega
til staðar. Þetta er allt á réttri leið í
landinu og konur mega t.d. keyra
núna en ég get alveg viðurkennt að
það er erfitt að tengja við þetta. Það
virðist hins vegar vera fólk þarna
sem er að kalla eftir breytingum og
þetta er á leið í rétta átt.
Sjálf fann ég ekki mikið fyrir
þessu enda mjög strangar sóttvarna-
reglur í gangi vegna kórónuveiru-
faraldursins. Ég var nánast ein-
göngu á golfvellinum og svo í
„búbblu“ á hótelinu en þetta hefur
vissulega verið skrítið. Maður er orð-
inn aðeins vanur þessu en það er
skrítið að geta ekki borðað með vin-
konum sínum eða spilað æfinga-
hringi með þeim og þess sakna ég
mest.“
Erfitt og krefjandi
Guðrún viðurkennir að kórónu-
veirufaraldurinn hafi gert henni erf-
itt fyrir og að veiran hafi haft mikil
áhrif á keppnistímabilið.
„Ég vann mér inn fullan keppnis-
rétt á Evrópumótaröðinni í ár en í
staðinn fyrir að keppa á yfir tuttugu
mótum á árinu hef ég spilað á ein-
hverjum sjö mótum eins og staðan er
í dag. Það er gríðarlega erfitt að
ferðast á milli landa í dag vegna far-
aldursins og flugferðir falla niður
hægri vinstri þannig að þetta hefur
verið mjög erfitt og krefjandi.
Peningalega séð hefur þetta verið
mikið hark og ég hef þurft að vinna
með golfinu þegar ég hef verið
heima á Íslandi í Kúnígúnd í Kringl-
unni. Forskot, styrktarsjóður kylf-
inga á Íslandi, hefur staðið mjög þétt
við bakið á mér í ár og það er í raun
þeim að þakka að ég hef getað stund-
að golfið eins og ég hef gert á tíma-
bilinu.
Þetta eru erfiðir og krefjandi
tímar en það eru allir í þessari stöðu
og sama hvað þú ert að gera þá er
óvissa hjá öllum. Það hjálpar ekki að
stressa sig á hlutum sem ekki er
hægt að stjórna og þetta er sama
hugsun og í golfinu í raun. Mitt sæti
á Evrópumótaröðinni á næsta ári er
öruggt og eftir að ég fékk þær fréttir
hefur stressið minnkað til muna.
Ég á svo von á því að fá mótanið-
urröðun fyrir næsta tímabil í vik-
unni. Planið er að byrja hægt og svo
fer allt af stað eftir maímánuð. Það
verður mestmegnis spilað í Evrópu
en það er erfitt að festa eitthvað
enda mikil óvissa sem ríkir í heim-
inum í dag,“ bætti Guðrún við.
Meistarinn þarf að
vinna fyrir sér á Íslandi
Ljósmynd/LET
Högg Guðrún Brá Björgvinsdóttir slær af braut í Sádi-Arabíu.
Guðrún Brá náði sínum besta árangri á Evrópumótaröðinni í Sádi-Arabíu
Dagný Brynj-
arsdóttir, lands-
liðskona Íslands í
knattspyrnu og
leikmaður Sel-
foss, er á leið í
Val samkvæmt
heimildum
mbl.is.
Dagný, sem er
29 ára gömul,
sneri heim úr at-
vinnumennsku síðasta haust og
samdi við Selfoss. Hún lék þrettán
leiki með liðinu í úrvalsdeildinni,
Pepsi Max-deildinni, í sumar þar
sem hún skoraði fimm mörk.
Miðjumaðurinn þekkir vel til á
Hlíðarenda en hún lék með liðinu
frá 2007 til ársins 2013 og varð þrí-
vegis Íslandsmeistari með liðinu,
2007, 2008 og 2009. Þá varð hún
einnig bikarmeistari með liðinu
2010 og 2011. Dagný hefur leikið
með Bayern München og Portland
Thorns á atvinnumannaferli sínum
en hún á að baki 118 leiki í efstu
deild þar sem hún hefur skorað 44
mörk. Þá á hún að baki 90 A-lands-
leiki þar sem hún hefur skorað 29
mörk. Dagný verður þriðji leikmað-
urinn sem skrifar undir samning
við Hlíðarendaliðið á stuttum tíma
en þær Mary Vignola og Anna Rak-
el Pétursdóttir leika báðar með lið-
inu á næstu leiktíð.Valskonur höfn-
uðu í öðru sæti Íslandsmótsins í ár.
bjarnih@mbl.is
Frá Selfossi
á Hlíðarenda
Dagný
Brynjarsdóttir
„Maður er alltaf hissa þegar maður vinnur svona
verðlaun en á sama tíma erum við búin að eiga
frábært tímabil,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir,
þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið en hún
var útnefnd þjálfari ársins í Svíþjóð um helgina.
Kristianstad, sem var stofnað árið 1998, hafn-
aði í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á ný-
liðnu tímabili en þetta er besti árangur liðsins
frá upphafi. Þá leikur liðið einnig í Meistaradeild
Evrópu í fyrsta sinn á komandi keppnistímabili.
Beta, sem er 44 ára, tók við þjálfun liðsins árið
2009 og var því að ljúka sínu tólfta tímabili sem
þjálfari liðsins en hún var einnig útnefnd þjálfari
ársins árið 2017.
„Þó að nafnið mitt sé skráð fyrir þessari viður-
kenningu þá eru þetta fyrst og fremst verðlaun
fyrir allt þjálfarateymið. Við höfum unnið ótrú-
lega vel saman á þessu ári og ég deili þessum
verðlaunum með þeim.
Það var gaman að vinna verðlaunin árið 2017
en mér fannst ég satt best að segja varla eiga
það skilið á þeim tíma. Linköping varð meistari
það ár með miklum yfirburðum en í ár áttum við
svo sannarlega frábært tímabil og það er
kannski stærsti munurinn á viðurkenningunum
tveimur.“
Það hefur ýmislegt breyst í þjálfaratíð Betu í
Kristianstad.
„Ég var ung þegar ég kom hingað fyrst og ég
ætlaði að gera allt í sjötta gír. Ég ætlaði mér að
sigra heiminn og var ef til vill hálfhrokafull líka í
minni nálgun á verkefnið. Ég hef lært mikið og
það hefur ýmislegt breyst, þar með talin ég og
auðvitað ýmislegt í kringum félagið líka,“ bætti
þjálfarinn við. bjarnih@mbl.is
Ljósmynd/@_OBOSDamallsv
Útnefnd Elísabet er þjálfari ársins í Svíþjóð.
Ætlaði að gera allt í sjötta gír