Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Page 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2020 Fjölmiðlanefnd fann að því ískýrslu um Ríkisútvarpið(Rúv.), að það hefði fólk innan vébanda stofnunarinnar í gerviverk- töku, flokkaði greiðslurnar sem kaup á efni frá sjálfstæðum fram- leiðendum og hefði í þokkabót lagst í blekkingaleik með það. Þar á meðal voru burðarþættir í dagskránni á borð við Vikuna, Silfrið, Menning- una, Landann og Gettu betur. Rúv. er skylt samkvæmt þjónustusamn- ingi við ríkið að verja 10% heildar- tekna sinna til innkaupa á dagskrár- efni utan múra. Bylgja kórónuveirusmita hélt áfram að hjaðna, þó það gerðist hægar og skrykkjóttar en flestir kysu. Tíu hafa látist af hennar völd- um í þessari bylgju, jafnmargir og féllu í valinn í vor. Kórónuveiran hefur víða áhrif, en þannig kom á daginn að um 500 manns eru á biðlista eftir að komast í bílpróf og löng bið framundan. Heiða Björg Hilmisdóttir var end- urkjörin varaformaður Samfylking- arinnar með nokkrum mun atkvæða á rafrænum landsfundi flokksins, en Logi Einarsson formaður var end- urkjörinn mótframboðslaust.    Nýtt bóluefni, sem bandaríski lyfjarisinn Pfizer hefur þróað og prófað í samvinnu við þýska líf- tæknifyrirtækið BioNTech, mun koma á markað fyrir árslok í ár. Það verður þó ekki fyrr en á nýju ári sem framleiðsla, dreifing og bólusetning kemst á almennilegan skrið. Dreifing þess er vandasöm, þar sem halda þarf efninu kældu, en eins þarf að sprauta fólk tvisvar með því. Heimsþing kvenleiðtoga í stjórn- málum var haldið í Hörpu frá mánu- degi til miðvikudags, en það var haldið með fjarfundabúnaði. Sam- hliða var haldinn ársfundur heims- ráðs kvenleiðtoga, en honum stýrði Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra, sem er formaður heimsráðs- ins. Fulltrúar stærstu hótelkeðja lands- ins og Samtök ferðaþjónustunnar hafa óskað eftir því við sveitarfélög, að greiðslu fasteignagjalda gistihúsa verði frestað með útgáfu tiltölulega langra skuldabréfa, en Lánasjóður sveitarfélaga lánaði sveitarfélög- unum fjárhæð sem svaraði hinum ógreiddu fasteignagjöldum, svo tekjur þeirra raskist ekki. Ríkisútvarpið sendi umsögn um fjárlagafrumvarpið, þar sem kvartað var undan tekjufalli og kostnaðar- auka vegna kórónuveirunnar. Er þess þar farið á leit að ríkissjóður bæti það að fullu með 600 milljónum króna. Matvælastofnun undirbýr skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum, en stökkbreytt afbrigði veirunnar hefur breiðst út í minkabúum í Dan- mörku. Ekki er grunur um að hún hafi slegið sér niður hér á landi en allur sé varinn góður. Níu minkabú eru í landinu. Hvanneyrarprestakall verður sam- einað Reykholtsprestakalli, en síra Geir Waage lætur af störfum í árs- lok eftir að hafa setið staðinn í 42 ár. Til stendur að leyfa fólki að draga gjafafé til góðgerðarmála frá tekjuskatti, allt að 350 þúsund krón- ur á ári.    Námsráðgjafar segja að framhalds- skólanemar hafi sýnt mikið þolgæði í erfiðum aðstæðum faraldursins, en þó sé farið að gæta þreytu gagnvart fjarfundum og námið sé erfiðara en í venjulegu skólahaldi. Ekki hafa þó komið fram vísbendingar um aukið brotthvarf úr námi. Þrátt fyrir faraldurinn eða mögu- lega vegna hans – neysluhættir eru með mjög öðrum hætti en endranær – þá hugar fólk vel að sínu heima. Fasteignamarkaður er líflegri en ráð mátti gera fyrir og t.d. seldist ný blokk í Hafnarfirði upp á fimm dög- um og mikil ásókn er í þakíbúðir við Hlíðarenda. Sömuleiðis rokseljast húsgögn og heimilistæki. Sagt var frá ömurlegum aðstæðum og vanrækslu vistmanna á vistheim- ilinu Arnarholti á Kjalarnesi fyrir hálfri öld. Vonir um bóluefni juku bjartsýni í ferðaþjónustunni um að senn vori í þeirra veröld. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að ef næsta sumar yrði þokkalegt ætti ferðaþjónustan að geta rétt úr kútnum tiltölulega skjótt. Engin sauðfjárvarnargirðing í landinu er fjárheld alla leið, svo ráð- gert er að bæta þar úr. Riða hefur komið upp á bæjum í Skagafirði, sem gerir það brýnna en ella.    Malasíski viðskiptajöfurinn Vincent Tan vill reisa munaðarhótel á Mið- bakka við Reykjavíkurhöfn og segist þegar vera með tugi milljarða króna til reiðu til þess. Borgaryfirvöld eru hins vegar tregari til eða meirihlut- inn í borgarstjórn alltjent, því málið hefur ekki verið borið undir stjórn Faxaflóahafna. Nýtt fjölmiðlafrumvarp er í bí- gerð hjá ríkisstjórnarflokkunum, en sem kunnugt er hefur frumvarp um beina fjárstyrki til einkarek- inna fjölmiðla ekki komist í gegn- um þingið. Í stað þess að nota styrki stendur til að beita skatt- kerfinu til þess að skjóta styrkari stoðum undir rekstrarumhverfi fjölmiðla. Neysluveislan hélt áfram á degi ein- hleypra, en þá varð mikill upp- kippur í sölu á alls kyns varningi sem einhleypir gefa sjálfum sér. Lömbin eru þögnuð, en í lok slátur- tíðar er ljóst að lömb hafa aldrei verið þyngri en í haust. Slátrunin heldur hins vegar áfram að dragast saman, enda hefur lömbum fækkað um 75 þúsund á þremur árum. Komin er fram tillaga að deiliskipu- lagi Laugavegar milli Klapparstígs og Frakkastígs. Breytingarnar fel- ast helst í því að gera göngugötuna þar og niður Vatnsstíg varanlega, auk ýmissa endurbóta til þess að gera umhverfið vistlegra. Páll Bergþórsson gaf út óvenjulega langtímaspá í vikunni, en hann telur að hnattræn hlýnun kunni að seinka næstu ísöld. Fasteignaverð hækkaði.    Íslendingar töpuðu fyrir Ungverjum í fótbolta karla í Búdapest 2:1, svo draumurinn um Evrópumeistaramót varð að engu. Þrátt fyrir mun minni framleiðslu á lambaketi stefnir samt í að upp hlað- ist ketfjall, enda varð mikill sam- dráttur á sölu innanlands í sumar og margir hefðbundnir útflutnings- markaðir lokaðir vegna heimsfarald- ursins. Lagt hefur verið til að stöðva ketinnflutning tímabundið meðan grynnkað er á birgðunum hér. Fjölmiðlafyrirtækið Sýn sendi fjár- laganefnd andsvar við umsögn Rík- isútvarpsins við fjárlagafrumvarpið og gagnrýndi harðlega málatilbúnað þess. Það virtist telja sig, einn fjöl- miðla, hafa orðið fyrir búsifjum af völdum kórónuveirunnar, og vildi skekkja samkeppnisstöðu sína enn frekar á kostnað annarra fjölmiðla og skattgreiðenda. Umboðsmaður Alþingis telur sig ekki geta sinnt frumkvæðisathug- unum vegna mannaskorts og pen- ingaleysis. Á daginn kom að stöðugildum rík- isins hefði fjölgað um rúm 10% frá árinu 2013. 71% allra ríkisstarfa eru unnin á höfuðborgarsvæðinu. Skýrsla um fjöldasmit kórónuveir- unnar á Landakotsspítala, sem dregið hafa tíu sjúklinga þar til dauða, var gerð opinber, en þrátt fyrir margvísleg svör vakti hún einn- ig spurningar. Þar var helst tínt til að um mætti kenna ástandi hús- næðis, loftræstingu og öðrum að- búnaði, sem væri ófullnægjandi með tilliti til sóttvarna. Nýjar sóttvarnareglur, sem gilda frá næsta þriðjudegi, voru kynntar á föstudag. Þar voru þrjár breytingar helstar, að rakarar og nuddarar mættu opna á ný, að allar íþróttir barna væru heimilar og fjöldatak- mörk í framhaldsskólum voru rýmk- uð. Fjölskylduhjálpin hóf að afhenda matargjafir frá Kaupfélagi Skag- firðinga til þeirra sem örðugt eiga á dögum faraldursins. Það er höfð- inglegasta góðgerð hér á landi og mun standa fram að jólum. Í fréttum var þetta helst Hús á horni Skólavörðustígs og Týsgötu var útbíað í veggjakroti um skuldir. Mögulega er þar um að ræða nýjar aðferðir handrukkara, en þar mun Stjórnarskrárfélagið þó ekki hafa verið að verki enda prýðilega fjáð. Morgunblaðið/Árni Sæberg 8.11.-13.11. Andrés Magnússon andres@mbl.is Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.