Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Side 15
15.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
síðasta ári og fjórmenningarnir fóru í hljóðver
í Sundlauginni í Mosfellsbæ í febrúar síðast-
liðnum. Ekki náðist þó að ljúka upptökum
vegna kórónuveirunnar fyrr en í maí.
„Það er alltaf svolítið skrýtið að tala um nýja
plötu,“ útskýrir Addi. „Maður er búinn að vera
svo lengi inni í henni sjálfur og er byrjaður að
taka skrefið í burtu þegar aðrir byrja að kynn-
ast henni. Ég er þó í ágætri æfingu að tala um
þessa plötu, tók einhver sjötíu viðtöl við er-
lenda miðla á netinu í ágúst. Það var full vinna.
Við náðum líka að gera tvö myndbönd í sumar
og vonumst til að geta túrað plötuna í fyllingu
tímans, stefnum alla vega að því þegar að-
stæður leyfa.“
Samvinna liðsheildarinnar
Ekki er laust við að Endless Twilight og Co-
dependent Love sé þyngri en síðustu plötur,
Sólstafir nudda sér jafnvel utan í svartmálm-
inn sem þeir eru sprottnir úr. Þarna kemur þó
saman þyngra og mýkra efni og kennihljóm-
urinn góði er á sínum stað. „Við þurftum að
hætta að spila þungt til að fíla það aftur. Núna
erum við búnir að spila Fjöru í tíu ár, sem er
mjög gaman líka, þannig að tími var kominn til
að prófa eitthvað annað. Annars finnst mér
ekki vera neitt nýtt á þessari plötu, þannig lag-
að. Að því sögðu þá kemur aldrei alveg það
sama frá okkur, við erum hvorki Iron Maiden
né AC/DC. Það besta sem við höfum gert
gegnum tíðina er þegar við höfum allir fjórir
verið saman í herberginu og hent hugmyndum
á milli okkar. Þá verður þetta samvinna liðs-
heildarinnar.“
Hann segir nýja manninn, Hallgrím Jón
Hallgrímsson trymbil, síður en svo liggja á liði
sínu en hann á bæði lög á plötunni og talsvert í
textunum. „Við Hallgrímur kynntumst í hljóð-
náminu úti í Glasgow og höfum verið góðir vin-
ir síðan. Þegar hljómsveitir hafa starfað svona
lengi er ekki sjálfgefið að finna nýjan mann
sem passar inn, bæði tónlistar- og félagslega.
Það er ekkert pláss fyrir farangur og Hall-
grímur er ekki týpan sem er með vesen. Hefur
smellpassað inn í hópinn.“
Sólstafir syngja mest á íslensku og titill nýju
plötunnar sætir því tíðindum en síðustu plötur
hétu Köld, Svartir sandar, Ótta og Berdreym-
inn. Ein af eldri plötum
sveitarinnar ber hins veg-
ar erlendan titil, Mast-
erpiece of Bitterness frá
2005. Að sögn Adda er tit-
illinn Endless Twilight of
Codependent Love hálf-
gert slys; menn hafi kast-
að ýmsum íslenskum
nöfnum á milli sín en ekk-
ert fest við plötuna. „Okk-
ur fannst þetta til að byrja með bæði skrýtinn
og langur titill en síðan vann hann á. Og við
létum slag standa.“
Meðvirkni frekar nýtt orð
– Þetta er mikill titill, Eilíft sólarlag með-
virkrar ástar, í lauslegri þýðingu. Hvað eruð
þið að segja?
„Já, hann er það. Til útskýringar nota ég
stundum annan enskan titil, Eternal Darkness
of Toxic Relationships, og hann skilst strax
betur. Meðvirkni er frekar nýtt orð í íslensku,
alla vega yngra en „bátur“. Meðvirk ást getur
til dæmis átt við þegar þú elst, tíu ára gamall,
upp við það að pabbi þinn er alkóhólisti og þeg-
ar þú kemur heim er mamma þín aftur og aft-
ur grátandi með glóðarauga. Hvað gerir þú
þá? Ferð beint inn í herbergi og gerir þig
ósýnilegan. Veist að það er þér fyrir bestu.“
Við horfumst í augu og Addi veit hvað ég er
að fara að spyrja um áður en ég kem orðum að
því.
„Nei, þessi saga byggir ekki á mínu lífi held-
ur lífi fólks í kringum mig. Flest þekkjum við
þennan tíu ára krakka, ef við erum hann ekki
sjálf. Meðvirknin verður meiri og meiri – þú
þorir ekki að rugga bátnum og reita fólk til
reiði. Þóknast þess í stað öðrum. Síðan verður
þú þrítugur og fertugur og skilur ekki hvað
amar að þér. Þú ert svo vanur að fela allt. Það
er ákveðið tabú að tala um þessa hluti og núna
þegar við erum sjálfir á ýmsan hátt búnir að
taka til í okkar lífi þá langar okkur að vekja at-
hygli á þessu. Í grunninn erum við ekki póli-
tískt band en skilaboðin eru þau að það sé eng-
in skömm fólgin í því að vera í myrkrinu.
Sjálfir höfum við glímt við alkóhólisma, kvíða
og þunglyndi og farið með lyftunni niður í
svartasta myrkrið. Ekki bara óvart. Við höfum
þurft að hafa fyrir því að anda. Neyslan var
minn djöfull, ég deyfði mig með áfengi og lyfj-
um, og maður hugsar sig ekki einn og óstudd-
ur út úr slíkum aðstæðum. Þess vegna er svo
mikilvægt að leita sér hjálpar og huga að sínu
geðheilbrigði.“
Í sjöunda himni
Í dag líður Adda vel í eigin skinni. „Ég er
hundrað prósent sáttur við viðsnúninginn í
mínu lífi. Ég var á vissan hátt heppinn að eng-
inn dró mig út úr partíinu. Ég fór sjálfur. Ég
þekki menn sem eru djúpt sokknir, pissublaut-
ir og langar að kála sér. Ég finn til með þeim
og vona að þeir sjái ljósið áður en það verður
um seinan. Línan hjá manni verður ekkert flöt
þótt maður hætti að drekka. Maður þarf bara
að endurstilla sig. Lífið hefur upp á svo margt
að bjóða.“
Sólstafurinn í lífi Adda í dag er dóttir hans,
Eva Rut Aðalbjarnardóttir, sem fæddist 17.
apríl sl. Hans fyrsta barn. Þau barnsmóðir
hans voru aðeins saman til skamms tíma og
sambandinu var lokið áður en Eva Rut fædd-
ist. Hún býr hjá móður sinni en Addi hefur
fengið að verja drjúgum tíma með henni.
„Það er svo merkilegt að ég fæddist 7.7 ’77
og þegar ég er búinn að vera edrú í sjö ár þá
eignast ég barn. Tilviljun?“ spyr hann með
bros á vör. „Annars hélt ég að ég myndi aldrei
eignast barn; fannst ég vera búinn að missa af
því tækifæri, kominn yfir fertugt, og var satt
best að segja búinn að sætta mig við það. Síðan
var ég allt í einu viðstaddur heimafæðingu og
kominn með krílið á brjóstkassann. Það er
ekkert sem býr mann undir þá tilfinningu. Því-
líkt kraftaverk að upplifa. Ég hafði aldrei skipt
á barni en tók þetta nýja hlutverk strax föstum
tökum; í dag skiptir ekkert meira máli í lífinu
en að veita dóttur minni ást og umhyggju og
bera á henni ábyrgð.“
Hann er afar þakklátur fyrir að vera edrú
þegar hann tekst þetta verðuga verkefni á
hendur. „Ég þekki marga alkóhólista og hef
heyrt mjög sorglegar lýs-
ingar á því hvernig börnin
voru fyrir meðan þeir voru
að drekka. Hugsaðu þér af
hverju þetta fólk missti!
Sjálfum finnst mér ekkert
jafnast á við að leika við
dóttur mína hérna á stofu-
gólfinu. Það eru ómet-
anlegar stundir. Ég
hlakka mjög til að gera alls
konar hluti með henni í framtíðinni. Það er
eins gott að henni líki Gibson-gítarar,“ segir
hann en gott safn er að finna í húsinu. „Nú
endar plötusafnið mitt heldur ekki í Góða hirð-
inum; það er kominn erfingi.“
Það kom Adda í opna skjöldu að hann varð
alveg ofboðslega „óléttur“ sjálfur meðan á
meðgöngunni stóð. „Ég grét af minnsta tilefni,
það var eins og ýtt hefði verið á einhvern takka
sem vonlaust var að slökkva á,“ rifjar hann
upp hlæjandi. „Þetta voru bara tár, tilfinn-
ingar og fleiri tár. Alveg stórkostlega skrýtið.“
Addi er ekki eini hljómsveitarliðsmaðurinn í
þessum sporum en Hallgrímur trymbill eign-
aðist son í sumar með eiginkonu sinni. „Kötu
pönk frá Neskaupstað. Þú verður að skrifa
það. Hún verður brjáluð,“ segir Addi sposkur
en við erum að tala um hina ástsælu söngkonu
Katrínu Halldóru Sigurðardóttur.
Ólst upp í Gamla bakaríinu
Þegar ein saga hefst þá lýkur annarri, eins og
gengur í þessu lífi. Þannig var tilkynnt á dög-
unum að Gamla bakaríinu á Ísafirði hefði verið
lokað en það hefur lengi verið í eigu fjölskyldu
Adda. „Öll mín æska var í gamla bakaríinu.
Tryggvi Jóakimsson, langafi minn, keypti
Gamla bakaríið og gerði það upp eftir bruna
snemma á síðustu öld. Þegar afi minn og al-
nafni dó árið 1970 þá tók Árni föðurbróðir
minn við og amma Ruth [Tryggvason] vann
þarna fram á síðasta dag. Hún var búin að
gera lista yfir allt sem hún ætlaði að gera þeg-
ar hún yrði gömul en hafði aldrei tíma í það;
vann tíu tíma á dag þangað til hún dó, 89 ára
fyrir tæpum tíu árum. Fyrst þegar ég vann í
Gamla bakaríinu, sumarið 1995, man ég að ég
labbaði þangað klukkan fjögur að nóttu frá
Maju frænku með fyrstu Sólstafademóin í
vasadiskóinu mínu. Síðast vann ég þarna í
sumar, tók nokkrar vaktir við að þrífa af borð-
um. En nú er búið að loka Gamla bakaríinu og
það er til sölu. Við lifum á öld stórmarkaðanna
og það verður sífellt erfiðara að reka bakarí.“
Í blálokin spyr ég Adda hvort hann sjái ekki
fyrir sér að starfrækja Sólstafi áfram. „Jú, ég
geri það,“ svarar hann ákveðinn. „Við höfum
verið til í 25 ár og aldrei stoppað í mánuð, hvað
þá meira. Ég spyr strákana stundum hvort
þeir vilji halda áfram og svarið er alltaf já.
Hvers vegna ættum við svo sem að hætta?
Þetta er orðið aðeins meira en hobbí. Persónu-
lega er þetta það sem mig dreymdi alltaf um
að gera, ekkert annað, og ég er að gera það.
Lifa drauminn. Við höfum ferðast um allan
heim og að heyra hundruð manna syngja lögin
okkar á íslensku á fjarlægum stöðum eins og
Bógóta er ólýsanleg tilfinning. Á því augna-
bliki leið okkur eins og Queen á Live Aid!
1985.“
Nýr dagur er runninn upp þegar ég kveð
Adda og hverf út í blauta og dimma nóttina. Er
það ekki á einhvern ljóðrænan hátt ein-
staklega fallegt og viðeigandi í ljósi þess sem
okkur fór á milli? Nýr dagur.
Morgunblaðið/Eggert
Sólstafir hafa mjög afgerandi stíl og hefðu tekið sig vel út í einhverjum hveitilengjuvestranum. F.v.:
Svavar Austmann, Hallgrímur Jón Hallgrímsson, Aðalbjörn Tryggvason og Sæþór Maríus Sæþórsson.
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
’Síðan var ég allt í einuviðstaddur heimafæð-ingu og kominn með kríliðá brjóstkassann. Það er
ekkert sem býr mann undir
þá tilfinningu. Þvílíkt
kraftaverk að upplifa.