Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Síða 17
á ferðinni. Og þar með höfðu þeir styrk til að kalla eft-
ir viðurkenningu annarra á því að lækning væri hinn
kosturinn við Bakkus. Ekki væri fullyrt að vandinn
yrði úr sögunni, en hann yrði héðan af undir eftirliti
þess sýkta og með traustum bakstuðningi hans. Stóri
sigurinn fólst í því að það var ekki lengur þjóðfélags-
legur dauðadómur að viðurkenna að maður „hefði
veikleika“ en einnig styrk til að halda honum í órafjar-
lægð.
Fyrstu heimilin sem gáfu drykkjumönnum önnur
skjól en bátskrifli í Örfirisey voru í fyrstu að með-
höndla vanda en ekki sjúkdóm. Sú greining veltur
mest á hinum sýkta. Umræðan nú á auðvitað ekki að
vera neitt feimnismál. En hún verður að vera í sam-
hengi. Bréfritari þekkir ekki til þessara málavaxta né
sögulegra forsendna. En það þarf ekki að fara 70 ár
aftur í tímann til að skynja hve úrræðin voru átakan-
lega fá og fordómarnir miklir. Það á við um svo margt.
Þjóðirnar eru að slást við veiruna. Við líka. Enn lifir
fólk sem lifði það að Ísland varð fullvalda. Það man
sjálfsagt ekki til þess. Það ár dóu tæplega 500 mann-
eskjur úr faraldri, spænsku veikinni. Það svarar til
þess að 3.500 manneskjur hefðu dáið vegna kórónu-
veirunnar núna! Það varð ekki mörgum vörnum kom-
ið við. Þá eins og nú fékk almenningur góð ráð til að
fara eftir. Eitt það mikilvægasta var: Ekki láta ykkur
verða kalt. Það var hægara sagt en gert. Hús voru illa
einangruð og eldsneyti var af skornum skammti í lok
heimsstyrjaldar. Þessi ógnarfjöldi sem féll fyrir veir-
unni á Íslandi þá var enn tilfinnanlegri þar sem svo
margt ungt fólk, í blóma lífsins, féll frá á örfáum dög-
um.
Ef við höldum núverandi stöðu gegn faraldrinum
má að lokum fagna góðum varnarsigri, þótt hver og
einn sem veiran tekur sé þjóðinni harmsefni.
Umræðan verður ljósari
Arnar Þór Jónsson, lögfræðingur og héraðsdómari,
hefur skrifað merka ritgerð í tímaritið Þjóðmál sem
allir þeir sem vilja vera tækir í umræðu um mikilvæg-
ustu hagsmuni þjóðarinnar á lögfræðilegum grund-
velli gerðu rétt í að kynna sér vel.
Í aðfaraorðum greinarinnar segir: „Með fullgild-
ingu EES-samningsins 1993 undirgekkst íslenska
ríkið nýja skipan mála varðandi regluverk og innleið-
ingu erlendra reglna. Grein þessi er rituð með skír-
skotun til þess áhrifaleysis sem framkvæmd EES-
samningsins hefur opinberað í tilviki Íslands. Að mati
höfundar eru álitamál sem tengjast stöðu íslenskrar
löggjafar og innleiðingarferlinu í heild af þeirri
stærðargráðu að engin þjóð sem vill teljast sjálfstæð
getur látið þau liggja í þagnargildi. Með skírskotun til
þeirra meginstoða um lýðræði, fullveldi og temprun
valds sem stjórnskipun Íslands hvílir á er hér undir-
strikað að innleiðingarferli erlendra reglna getur
ekki og má ekki vera hömlulaust.
Greinin er rituð sem innlegg í gagnrýna umræðu
um hlutskipti Íslands í samhengi EES.“
Þessi aðfaraorð benda réttilega á mikilvægi þess-
arar umfjöllunar og hvaða hagsmunir eru í húfi og
hversu mikið er undir. Greinin sjálf og sterkur raka-
grundvöllur hennar er aðgengileg og ljós og veitir
sennileg svör við áleitnum spurningum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
15.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17