Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Síða 29
15.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu
SJÓNVARP Handritshöfundurinn og
framleiðandinn David E. Kelley á
marga aðdáendur hér á landi eftir
þætti á borð við Ally McBeal, Bost-
on Legal og Big Little Lies. Nýj-
ustu þættirnir hans kallast Big Sky
og verða frumsýndir í Bandaríkjunum
eftir helgina. Þar er hermt af leit lög-
reglu og einkaspæjara að tveimur
systrum sem trukkabílstjóri á að hafa
rænt í Montana. Grunur leikur á að
bílstjórinn sé raðmorðingi. Í helstu
hlutverkum eru Kylie Bunbury og
Ryan Philippe.
Kylie Bunbury
leikur í nýju
þáttunum.
AFP
BÓKSALA 4.-10. NÓVEMBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson
2 Þagnarmúr Arnaldur Indriðason
3 Fjarvera þín er myrkur Jón Kalman Stefánsson
4 Næturskuggar Eva Björg Ægisdóttir
5 Fávitar Sólborg Guðbrandsdóttir
6 Berskjaldaður Gunnhildur Arna Gunnarsd.
7 Gata mæðranna Kristín Marja Baldursdóttir
8 Eldarnir Sigríður Hagalín Björnsd.
9 Brúðkaup í desember Sarah Morgan
10 Vetrarmein Ragnar Jónasson
1 Þín eigin undirdjúp Ævar Þór Benediktsson
2 Jól í Múmíndal Tove Jansson
3 Nornasaga 2 – nýársnótt Kristín Ragna Gunnarsdóttir
4
Herra Bóbó Amelía og
ættbrókin
Yrsa Sigurðardóttir
5 Íslandsdætur Nína Björk Jónsdóttir
6 Krakkalögin okkar Jón Ólafsson/Úlfur Logason
7
Fíasól og furðusaga um
krakka með kött í maga
Kristín Helga Gunnarsdóttir
8 Nærbuxnavélmennið Arndís Þórarinsdóttir
9
Eddi glæsibrók og
hryllingsleikföngin
Andy Riley
10 Ísskrímslið David Walliams
Allar bækur
Barnabækur
Ég hef alla tíð verið forfallinn bóka-
nörd og reyni því að lesa eins mikið
og ég mögulega get. Lestrarmark-
miðið mitt fyrir 2020, eins og síð-
ustu ár, var að lesa a.m.k. 100 bæk-
ur og náði ég því um daginn. Hérna
eru nokkrar af áhugaverðustu bók-
unum sem ég hef lesið undanfarið.
Ég byrjaði nýlega að hlusta á
hljóðbækur og er eiginlega í sjokki
að ég hafi ekki byrjað á því fyrr
enda er það alveg
æðislegt að geta les-
ið á meðan maður
gerir hversdagslega
hluti eins og að elda
eða brjóta saman
þvott. Ein fyrsta
hljóðbókin sem ég
hlustaði á er sjálfsævisaga Bruce
Springsteen Born to Run lesin af
sjálfum stjóranum. Ég hef alltaf
verið mikill Springsteen-maður og
hef séð hann tvisvar á tónleikum
og þessi bók er algjör skyldulesning
fyrir alla Springsteen-aðdáendur.
Stjórinn er bæði fyrsta flokks sögu-
maður og frábær stílisti og hann
lýsir ævi sinni á hátt sem rímar full-
komlega við tónlistina hans með
hreinskilnum lýsingum á daglegu
striti fólks, meðvitund fyrir þeim
pólitísku öflum sem móta samtím-
ann og óþrjótandi von gagnvart
mannkyninu.
Greinasafnið
Trick Mirror eftir
blaðamanninn Jia
Tolentino er önnur
hljóðbók sem ég er
að hlusta á. Gegn-
umgangandi þemu
í bókinni eru sjálfið
á tímum internetsins, neysluvæð-
ing femínismans og samfélags-
staða ungs fólks á tímum síðkapí-
talisma. Í einni af fyndnustu og
áhrifamestu greinum bókarinnar,
„The Story of a Generation in Se-
ven Scams“, fjallar Tolentino um
heimsmynd þúsaldarkynslóð-
arinnar (sem bæði ég og hún til-
heyrum) í gegnum sjö mismunandi
svindl, allt frá hinu mislukkaða
Fyre Festival yfir í kosningu
Donalds Trumps.
The Midnight Library eftir Matt
Haig er ein besta skáldsagan sem
ég hef lesið í ár. Bókin fjallar um
Noru Seed, 35 ára konu sem er
með nagandi eftirsjá gagnvart nán-
ast öllu sem hún hefur eða hefur
ekki gert í lífinu. Nora fær tækifæri
til að takast á við þessa eftirsjá
þegar hún rankar við sér í
miðnæturbókasafninu í eins konar
millibilsástandi á milli lífs og dauða
þar sem bækurnar tákna enda-
lausar mismunandi útgáfur af lífi
hennar sem hefðu getað orðið.
Að lokum langar mig að nefna
uppáhaldsljóðabókina mína í ár,
1900 og eitthvað
eftir Ragnheiði Lár-
usdóttur sem nýlega
hlaut bókmennta-
verðlaun Tómasar
Guðmundssonar. Ég
er vissulega ekki
hlutlaus hvað hana
varðar enda er höfundurinn
mamma mín og það gladdi mig
einstaklega mikið að sjá hana fá
þessi verðlaun fyrir sína fyrstu
ljóðabók. Í bókinni fjallar Ragn-
heiður um æsku sína sem prests-
dóttir á Vestfjörðum á sjöunda og
áttunda áratug síðustu aldar, í
heimi sem er kunnuglegur mörg-
um af eldri kynslóðum en mjög
framandi fólki á mínum aldri og
yngri.
ÞORVALDUR SIGURBJÖRN ER AÐ LESA
Búinn með 100 bækur
Þorvaldur
Sigurbjörn
Helgason er
rithöfundur.
Æðisgengin leit að systrum
um, hundurinn með hattinn, Spori,
og aðstoðarmaður hans, kettlingur-
inn Tási, þurfa að leysa dularfullt
hundshvarf á voldugu sveitasetri. Úr
vöndu er að ráða og allir liggja undir
grun,“ segir Guðni.
– Þetta hljómar svolítið eins og
Agatha Christie?
„Já, þetta er ráðgátusaga í anda
Hercule Poirot og Sherlock Holmes;
skrifuð eins og fullorðinsglæpasaga
en hönnuð fyrir lesendur sem ekki
eru tilbúnir í stórar hlussubækur.
Eigum við að segja sjö ára og upp
úr? Í og með er ég að búa krakkana
undir áhuga á sakamálasögum og
ráðgátum. Og að sjálfsögðu er ekk-
ert gefið upp fyrr en í blálokin.“
Bráðum Áðan – sem er mergjaður
titill – er ævintýrabók fyrir ung-
menni tíu ára og eldri enda þótt
Guðna sé kunnugt um níu ára les-
anda sem át bókina upp til agna.
„Bráðum Áðan er skrifuð til að
fylla upp í gat. Það er ekki mikið að
koma út af ungmennabókum eftir ís-
lenska höfunda. Sú deild er oft út
undan. Sagt er að mörg börn hætti
að lesa um þrettán ára aldurinn og
þess vegna hafa menn ekki fyrir því
að skrifa fyrir þann hóp. Ég held
hins vegar að þetta sé kjúklingurinn
og eggið – ef ekkert er skrifað fyrir
þennan hóp þá les hann ekki.“
Bráðum Áðan er fantasía um
tímaflakk sem gerist á Íslandi. Eins
og svo oft þegar hann sest við skrift-
ir spurði Guðni sig fyrst: Hvað hefði
ég sjálfur viljað lesa á þessum aldri?
„Þessi tímaflakkssaga hefur þá
sérstöðu að aðalpersónurnar ferðast
fram í tímann til að komast aftur til
nútíðar. Hitt stóra elementið í sög-
unni er alkemía eða gullgerðarlistin
og inn í þetta þvælast skrímsli og yf-
irnáttúrulegir hlutir og risastórar
persónur frá ýmsum tímum,“ segir
Guðni og bætir við að sagan sé inn-
blásin af ærslateiknimyndum á borð
við Rick & Morty og japönsku
Anime og Back to the Future-
kvikmyndunum. „Það sem skiptir
mestu máli er að lesandinn týni sér í
sögunni.“
Sjaldan eða aldrei hefur verið
mikilvægara að skrifa bækur fyrir
ungmenni enda samkeppnin um at-
hygli þeirra gríðarleg á tækniöld.
„Það er miklu auðveldara að ýta
bara á „play“ og liggja eins og skata.
Ekkert við því að segja í sjálfu sér en
það þýðir hins vegar að við rithöf-
undarnir þurfum að skrifa skemmti-
legri bækur og vera duglegir að
halda þeim að krökkunum sem val-
kosti. Bráðum Áðan er til dæmis sér-
hönnuð fyrir krakka sem alla jafna
nenna ekki að lesa.“
– Þið bræður skrifið fyrir sama
hópinn. Er mikil samkeppni á milli
ykkar?
„Það er engin leið að keppa við
Ævar,“ svarar Guðni hlæjandi. „Við
erum báðir að þvælast í ævintýrum
og fantasíum en í mínum huga erum
við ekki að berjast um lesendur;
miklu frekar að berjast í sameiningu
við að fá fleiri krakka til að lesa, eins
og aðrir höfundar sem skrifa barna-
og ungmennabækur. Öll höfum við
þörf fyrir að skrifa fyrir börn til að
halda lestraráhuga gangandi.“
Guðni segir þá bræður alltaf hafa
lesið mikið; til að mynda byrjað „allt
of ungir“ að lesa Stephen King og
slíka höfunda. „Við ólumst upp í
sveit og vorum með annan fótinn á
bókasafninu í Borgarnesi, þannig að
skrifin voru alltaf eðlileg fyrir okkur.
Lífið snýst um sagnagerð. Sjálfur
hef ég stigið út og inn úr þessu og
finna að ég þarf að skapa og skrifa
og mun halda því áfram. Mínu verki
er hvergi nærri lokið.“
Guðni Líndal Bene-
diktsson segir mik-
ilvægt að halda lestrar-
áhuga barna gangandi.
Ljósmynd/Lara Cappelli