Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Qupperneq 30
Kaíró. AFP | Morðóðar múmíur,
hryllingshús, bráðvel gerðar brellur
og drungaleg tónlist setja mark sitt
á nýja egypska þáttaröð, sem nefnist
„Paranormal“ eða „Yfirskilvitlegt“
og efnisveitan Netflix veðjar á að
muni slá í gegn um allan heim.
Þættirnir eru byggðir á metsölu-
bókum eftir egypska rithöfundinn
Ahmed Khaled Tawfik. Þættirnir
urðu aðgengilegir á Netflix á níu
tungumálum í um 190 löndum í lið-
inni viku.
„Í ljósi þess hvað aðdáendurnir
eru margir var rökrétt fyrir okkur
að vera með,“ sagði Ahmed Shar-
kawi, yfir maður arabísks og afrísks
efnis hjá Netflix, í samtali við AFP
og vísaði til vinsælda unglingabók-
anna. „Við erum spennt fyrir því að
aðdáendurnir fái að sjá uppáhalds-
persónurnar sínar, skrímsli og
drauga, lifna við.“
En „Paranormal“, sem er fyrsta
egypska verkefni Netflix, markar
einnig tímamót í afþreyingariðn-
aðinum í Egyptalandi og víðar í
arabaheiminum. Egyptaland hefur
löngum verið atkvæðamikið í menn-
ingu í sínum heimshluta og árlega
framleitt tugi kvikmynda auk gríp-
andi sjónvarpsþátta, með bæði gríni
og alvöru.
Rís hnignandi grein á ný?
Gullaldarárin voru frá fimmta til sjö-
unda áratugarins, en gagnrýnendur
eru þeirrar hyggju að á undan-
förnum árum hafi Egyptum verið
farið að förlast í kvikmyndagerð.
Margir binda vonir við að upp-
gangur þáttaraða á streymisveitum
muni blása nýju lífi í greinina og
koma egypskum leikurum á fram-
færi við stærri hóp áhorfenda.
„Við höfum tekið eftir því að sum-
ir kvikmyndagerðarmenn eru farnir
að sniðganga fjármögnunarleiðir á
vegum ríkis og einkaaðila og leita
beint til Netflix,“ sagði Marwan
Kraidy, sérfræðingur um arabíska
fjölmiðla og rektor Northwestern-
háskóla í Katar.
„Paranormal“ er í sex þáttum og
gerist á sjöunda áratugnum. Þar
segir frá ævintýrum Refaats Ismails
blóðfræðings, sem Ahmed Amin
leikur. Hann lendir í ýmsum ofur-
náttúrulegum ævintýrum og þarf að
leysa handanheimaráðgátur ásamt
sínum trausta aðstoðarmanni,
skoska vísindamanninum Maggie
Mackillop, sem bresk-líbanska leik-
konan Razane Jammal leikur. Leiðir
þeirra liggja vítt og breitt um Kaíró
og allt inn í eyðimerkur Líbíu.
„Við vildum búa til gæðaefni án
þess að glata egypskum anda efnis-
ins,“ sagði Amr Salama, leikstjóri
þáttanna. Hann hefur gert myndir á
borð við „Sheikh Jackson“ og hafa
þær verið fastir liðir á kvik-
myndahátíðum.
Brúa bil austurs og vesturs
Myndin hefur fengið misjafnar við-
tökur hjá Egyptum á félagsmiðlum.
Sumir gera grín að brellunum, aðrir
dásama leik Amins.
Amin gengur með gleraugu og
liggur lágt rómur. Hann varð fræg-
ur í Egyptalandi fyrir grínatriði á
netinu. Í samtali við AFP talaði
hann af ákefð um að hann vildi koma
Egyptalandi á kortið.
„Fyrir mig fylgir það að leika í
„Paranormal“ áskorun um að koma
egypskri leiklist á hið alþjóðlega
svið,“ sagði hann. „Þetta er próf-
steinn á það hvort við séum sam-
keppnishæf og getum höfðað til
áhorfenda utan arabaheimsins.“
Jammal vonar að þættirnir verði
til þess að áhorfendur um heim allan
sjái efni þar sem farið er út fyrir ste-
reótýpur Hollywood af arabískum
persónum.
„Ég vona að sviðsljósið beinist nú
að þeim hæfileikum, sem hér er að
finna,“ sagði hún. „Ég vona að þetta
veiti okkur tækifæri til að brúa bilið
milli austurs og vesturs.“
Leikararnir Razane Jammal
og Ahmed Amin í hlut-
verkum sínum í egypsku
þáttunum „Paranormal“.
AFP
REIMLEIKAR OG RÁÐGÁTUR Í KAÍRÓ
Binda vonir við
egypska þætti
Leikarar og starfslið þáttanna „Paranormal“ sem byggðir eru á vinsælum ung-
lingabókum og gerast að mestu í Kaíró í Egyptalandi fyrir hálfri öld.
AFP
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2020
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
BÍLA-SÉRBLAÐ
BÍLA
fylgir Morgunblaðinu
þriðjudaginn 17. nóvember 2020BLAÐ
08.00 Strumparnir
08.20 Blíða og Blær
08.45 hópurinn og sópurinn
09.10 Mæja býfluga
09.20 Adda klóka
09.45 Zigby
09.55 Mia og ég
10.20 Lína langsokkur
10.45 Latibær
11.05 Lukku láki
11.30 Ævintýri Tinna
12.00 Nágrannar
12.20 Nágrannar
12.40 Nágrannar
13.05 Nágrannar
13.25 Nágrannar
13.50 Impractical Jokers
14.10 Supernanny
14.55 Kviss
15.40 Your Home Made Per-
fect
16.40 60 Minutes
17.35 Víglínan
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.40 Ísland í dag
19.05 The Great Christmas
Light Fight
19.50 Eurogarðurinn
20.20 Beartown
21.05 Ummerki
21.35 The Sister
22.25 The Third Day
23.20 Keeping Faith
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Sögur frá Grænlandi –
þáttur 5
20.30 Heimildamynd
21.00 Tónlist á N4
Endurt. allan sólarhr.
17.00 Times Square Church
18.00 Tónlist
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Blönduð dagskrá
21.00 Blönduð dagskrá
22.30 Gegnumbrot
23.30 Tónlist
24.00 Joyce Meyer
18.00 21 – Úrval á föstudegi
18.30 Atvinnulífið
19.00 Matur og heimili
19.30 Þjóðleikhúsið í 70 ár
20.00 Mannamál (e)
20.30 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta (e)
21.00 Fjallaskálar Íslands (e)
21.30 Þjóðleikhúsið í 70 ár
10.25 The Block
11.25 The Block
12.30 Dr. Phil
13.15 Dr. Phil
14.00 Dr. Phil
14.45 Superstore
15.10 90210
16.30 Family Guy
16.50 The King of Queens
17.10 Everybody Loves Ray-
mond
17.35 Kevin (Probably) Saves
The World
18.20 This Is Us
20.00 Venjulegt fólk
20.35 The Block
21.55 Catherine the Great
(2019)
22.55 Love Island
23.50 Blue Bloods
06.55 Bæn og orð dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Á tónsviðinu.
09.00 Fréttir.
09.03 Svona er þetta.
10.00 Fréttir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Dóm-
kirkjunni.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Glans.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Úr tónlistarlífinu: Sögu-
stund með Elmari Gil-
bertssyni.
17.00 Icemaster: Smásaga.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Það sem breyt-
ingaskeiðið kenndi
mér.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Skuggi arnarins.
20.35 Gestaboð.
21.30 Fólk og fræði.
22.00 Fréttir.
22.10 Meistaraverk Beetho-
vens.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Tulipop
07.19 Kalli og Lóa
07.30 Klingjur
07.41 Lalli
07.48 Friðþjófur forvitni
08.10 Nellý og Nóra
08.17 Robbi og Skrímsli
08.39 Hæ Sámur
08.46 Unnar og vinur
09.09 Flugskólinn
09.31 Múmínálfarnir
09.53 Millý spyr
10.00 Þvegill og skrúbbur
10.05 Geimfarar – Erfiðasta
starf í alheiminum
11.00 Silfrið
12.10 Moldvarpan
13.15 Moldvarpan
14.20 Gamalt verður nýtt
14.25 Vestfjarðavíkingur
15.15 Guðrún Sóley grillar
15.20 Lamandi ótti – Ditte
15.35 Live from Reykjavík
17.05 Landakort
17.15 Sagan bak við smellinn
17.20 Menningin – samantekt
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 Lífsins lystisemdir
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir á sunnudegi
19.40 Veður
19.50 Landinn
20.20 Óperuminning
20.25 Ólympíukvöld fatlaðra
21.10 Snilligáfa Einsteins
22.00 The Square
00.25 Silfrið
12 til 16 Þór Bæring Besta blandan af tónlist á
sunnudegi og létt spjall með Þór Bæring. Hækkaðu í
gleðinni með K100.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 með Dj Dóru Júlíu. Einn
vinsælasti plötusnúður landsins kynnir 40 vinsælustu
lög landsins á hverjum einasta sunnudegi. Tónlistinn
er eini opinberi vinsældalisti landsins.
18 til 00 K100 tónlist Besta tónlistin dunar í allt
kvöld.
Anna Lóa í Ham-
ingjuhorninu
ræddi við þau í
morgunþætt-
inum Ísland
vaknar um vin-
skap. Þar út-
skýrir hún hvern-
ig hægt sé að
líkja vinskap við
tré. „Sumir vinir
eru eins og lauf-
blöð, þeir bara fjúka í burtu, þeir koma og þeir fara.
Aðrir eru svolítið eins og greinarnar á trjánum, þær
kannski bogna svolítið og sveigjast til og frá og svo
kemur mikið álag og þá brotna þær, en skilja samt eft-
ir sig ákveðinn lærdóm. Svo eru aðrir vinir sem eru
bara eins og ræturnar. Þú getur hringt í þá hvenær
sem er og þarft ekki að hafa áhyggjur af því þó þú haf-
ir ekki heyrt í þeim lengi, þú veist nákvæmlega hvað
þið hafið.“ Viðtalið við Önnu má nálgast á K100.is.
Sumir vinir koma og fara