Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.08.1990, Side 1

Bæjarins besta - 29.08.1990, Side 1
7. ÁRG ■ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGUST 1990 35. TBL. AÐILI AÐ SAMTÖKUM BÆJAR- OG HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA Skálavík um helqina Pöbbinn opinn föstudags- kvöldkl. 22 - 01. Dansleikur laugardagskvöld. Hljómsveitin Grétar á gröfunni spilar nýju og gömlu dansana SKÁLAVÍK kl. 23-03. Bolungarvík s 7130 í tilefni af opnun ísafjarðarflugvallar eftir framkvæmdirnar, komu þeir Jóhann H. Jónsson, framkvstj. flugvalladeildar og Guðmundur Matthíasson framkvstj. flugþjónustu til að líta á að- stæður eins og Iög gera ráð fyrir. ísafjarðarflugvöllur: ísafjarðarflugvöllur opnaður á ný eftir framkvæmdirnar „Þetta breytir öllu fyrir okkur, bæði hvað öryggisþáttinn varðar og fyrir flugrekstaraðila“ segir Guðbjörn Charlesson I^SAFJARÐARFLUGVÖLLUR var formlega opnaður í morgun á ný eftir að sett hafði verið bundið slitlag á hann. Völlurinn hefur verið lokaður frá 7. ágúst eða í 22 daga. Fram- kvæmdir fóru fram úr áætlun og setti veðurfar strik í reikning- inn, auk þess gekk frekar illa að ná upp því efni sem fara átti í völlinn. Hefðbundin flugáætlun hófst kl. 8:00 í morgun. Guðbjörn Charlesson, umdæmis- og flugvallarstjóri ísafjarðarflugvallar var spurður hvort þessar fram- kvæmdir við flugvöllinn breyttu ekki miklu fyrir Vestfirðinga? „Jú, þetta breytir öllu, bæði fyrir flugrekstraraðila hvað skemmdir á flugvélum og öryggisþáttarins. Öll vinnuaðstaða batnar við völlinn, það verður auðveld- ara að afvatna, ryðja og að halda honum í eðlilegu horfi í framtíðinni." Hvað var það sem tafði framkvœmdina? „Veðurfar hafði sitt að segja og svo gekk frekar hægt að dæla framan að, nú svo kom annað í ljós sem að menn vissu ekki fyrir, það var miklu meira sandmagn í hverri dælingu en gert var ráð fyrir og þurfti að sækja möl út á Skipeyrarodda til að bjarga því.“ Nú líður að því að ísafjarð- arflugvöllur verði 30 ára 2. október n.k. Verður einhvað gert í því tilefni? „Pað hefur verið lítillega rætt um það, að það verði eitthvað gert til þess að minnast þessa samgöngu- þáttar sem er ekki svo lítill í sögu okkar ísfirðinga og Vestfirðinga í heild. Það hef- ur ekki verið ákveðið endan- lega en það verður gert á næstunni." sagði Guðbjörn Charlesson að lokum. í gærkveldi komu þeir Jó- hann H. Jónsson, fram- kvæmdastjóri flugvallar- deildar og Guðmundur Matthíasson, framkvæmda- stjóri flugumferðarþjónustu til að líta á aðstæður, auk þeirra komu tveir aðilar frá Flugleiðum, þeir Andri Hrólfsson og Sverrir Jóns- son. ísafjarðardjúp: Manns er saknað eftir að bát hvolfdi í Djúpinu á sunnudag Bensíntankur fannst i fjörunm a Arnarnesinu LÖGREGLUNNI á ísafirði var tilkynnt um klukkan 21:00 á sunnudagskvöldið að manns væri saknað frá ísafirði. Maðurinn fór um morguninn á litlum vatnabát út á Djúpið til veiða og þegar hann hafði ekki skilað sér um kvöldið voru björgunarsveitir kallaðar út. Þá var lítil einkaflugvél fengin til þess að aðstoða við leitina og tilkynnti flugmaður vélarinnar kl. 21:50 að bátur væri á reki þrjár mílur út af Arnarnesi. Björgunarbáturinn Daníel Sigmundsson fór á vettvang og fann bátinn mannlausan á hvolfi skömmu síðar og tók hann um borð. Báturinn er aðeins 7 feta langur, eða 2,10 metrar. og hafði lítill 2,5 ha. utanborðsmótor sem átti að hafa verið í bátnum losnað af. Á milli 15 og 20 bátar voru á svæðinu við leitina auk varðskipsins Týs. Leitað var fram á nótt og svo aftur á mánudagsmorguninn en án árangurs. Þá voru gengnar fjörur og leitað í flæðarmálum á slöngubátum björgunarsveita alla leið frá ísafjarðarflugvelli og inn eftir öllum fjörðum og út á Snæfjallaströnd. Á þriðjudaginn fannst bensíntankur úr bátnum í fjörunni á Arnarnesi utan til við Vébjarnareyri. Þá voru fjörurnar gengnar aftur en án árangurs. Skipulagðari leit hefur ekki verið hætt eins og kom fram í Morgunblaðinu í vikunni. Henni verður haldið áfram fram undir helgi en þá verður staðan metin. Maðurinn sem saknað er heitir Hörður Karlsson 29 ára gamall, búsettur á Hlíðarvegi 5 á ísafirði. Hann á unnustu og eitt barn. ísafjörður: Kanínur ganga lausar TÖLUVERT hefur verið um kanínur á vappi fyrir ofan húsin á Urðarveginum í sumar. Þar eru á ferð kanín- ur sem hafa sloppið úr haldi frá næriiggjandi hverfi og ganga nú lausar. Þær virðast una sér vel og leita sérstaklega í garða til að afla sér ætis. Aðallega eru það blóm og plöntur sem þær éta og skemma fyrir garðeigendum. Þá hefur sést til kanínu við skíðaskálann á Seljalandsdal, þannig að þær fara víða um. Garðeigendur eru vissu- lega óhressir með þetta mál og vilja kanínurnar burt hið snarasta. Ekki er vitað með vissu hvernig þetta mál verð- ur leyst en víst er að dýrin verða einhvernveginn hand- sömuð eða skotin á færi. nema vetur konungur verði látinn sjá fyrir þeim endanlega. Kanínur lifa ekki villtar hér- lendis yfir vetrartímann, það er eitt sem víst er. En það verður fróðlegt að vita hvort rjúpnaskyttur verði varar við þessi dýr í vetur á fjöllum og í skóglendi.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.