Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.08.1990, Síða 4

Bæjarins besta - 29.08.1990, Síða 4
BÆJARINS BESTA NYJAR MYNDIR VIKULEGA UPPÁLÍFOG DAUÐA Paö er hlutskipti hermanns- ins að vera svikinn. Þeim mönnum sem lifðu af fyrri heimsstyrjöldina var heitið landi sem væri hetjum samboðið. Þeir hlutu atvinnuleysi og fátækt. Rauben gegndi herþjónustu í breska hernum, bæði á Noröur-írlandi og á Falklandseyjum. Og nú hefur hann fengið nægju sína. Hann hyggst leggja frá sér byssuna. En það má ekki verða. Vinirnir þarfnast hans og lögreglan sömuleið- is. Vonbrigði eftirstríðsár- anna hafa markað sín spor og brátt stendur Rauben á mörkum hins lögmæta og ólögmæta - og brátt er hann hundeltur maður. tobrooklyn ______ $iíBtw£mSiir- ' LAST EXIT TO BROOKLYN Myndin er byggð á hinni umdeildu metsölubók eftir Hubert Selby yngri, en hún var í fyrstu bönnuð vegna meintra brota á klámlöggjöf- inni. Brooklyn hverfið í New York árið 1952.Tralala er vændiskona og Vinnie er hinn grimmlundaði dólgur hennar. Georgette og Regina eru fataskiptingar á uppleið. JR-VIDEO VIÐ NORÐURVEG S 4299 Yestfirðir / gæsaveiði: Gæsin er stygg en það er mikið afhenni - yfír 50 gæsir veiddar í síðustu viku YESTFIRSKAR gæsaskyttur hafa ekki setið aðgerða- lausar frá því gæsaveiðitímabilið byrjaði þann 20. ágúst s.l. Vitað er um að felldar hafa verið yfflr 50 gæsir í síðustu viku sem vitað er um hér á suður og vestanverðum Vest- fjörðum. Þær gæsaskyttur sem BB hafði samband við vilja náttúrulega ekki láta uppi hvar aflinn sé fenginn en afrakstur ferðanna mátti láta uppi. Tómas Árdal með fallega veiði eftir morgunflug, sex gæsir. Hann fékk þrjár til viðbótar skömmu síðar í sömu ferð. Tómas Árdal, verkstjóri á Bíldudal fór í eina ferð á mánudagsnóttina í síðustu viku og kom hann heim und- ir morgun með 9 gæsir í skottinu. Hann fékk sex í morgunflugi og þurfti að skríða að þremur. „Þctta eru sæmilegar gæsir en ungarnir eru heldur í smærri kantin- um. Þeir eru svipaðir núna eins og 15 til 20. september í fyrra en ég hef heyrt að ung- arnir fyrir sunnan séu mjög smáir og allt að því ófleygir." sagði Tómas Árdal en hann veiddi 36 gæsir á síðasta ári hér á Vestfjörðum í fáeinum ferðum. Fleiri skyttur voru á ferð fyrir helgi m.a. Grétar Schmidt og Jón Víðir Njáls- son. Þcir fengu 13 gæsir á fjórum dögum og voru þeir hinir ánægðustu eftir veiði- túrinn. Þá fór Salmar Jó- hannsson í Straum ásamt tveimur vinum sínum í tveggja daga veiðiferð og höfðu þeir líka 13 gæsir upp úr krafsinu og einn skarf. Síðan höfum við frétt af hinum og þessum veiði- mönnum sem fengið hafa eina til þrjár gæsir í ferð. Gæsin virðist verð nokkuð stygg þessa dagana enda hef- ur hún vcrið á flótta undan gæsaskyttunum síðustu daga. Bændur eru hinir ánægðustu yfir þessu því gæsirnar skemma túnin hjá þeim og hafa þeir lítinn tíma til að styggja hana burt. Grétar Schmidt gæs af 13. með Jón Víðir Njálsson heldur á nýskotinni gæs. RITSTJORN Haustþankar Sumarið kom með vorinu og hefur varað sfðan. Elstu menn muna vart aðra eins samfellda veðurblíðu. En nú styttist í að sumrinu góða ljúki. Sumrinu góða, sem var svo gott, að menn hafa nánast gleymt hinum harða vetri er var undanfari þess. Haustið siglir í kjölfar sumarsins. Koma þess boðar marg- vísleg umskipti. Náttúran skiptir litum og óneitanlega eru haustlitirnir meðal þess fegursta sem náttúran skartar. Smámsaman leggjast sumarleikir barnana af og einn góðan verðudag er bjöllunni hringt. Skólinn byrjaður. Óumflýjan- leg staðreynd, einum gleði öðrum kvíði. Á haustdögum hrúgast vandamálin upp innan skólanna. Með hverju árinu sem líður verður æ erfiðara að fá kennara til starfa. Þrátt fyrir allan tilkostnað við að mennta kennara hverfa þeir til annara verka. Vissulega öfugsnúið eins og margt annað í þjóðfélaginu. Milli ái*-,tíða og margvíslegra umskipta í mannlífinu eru órjúfanleg tengsl. Störf bindast sumri og vetri. Á sama hátt fléttast fastmótaðir lífshættir hver sinni árstíð. Yfir sumartímann hvílum við okkur gjarnan á félaga- og fundastússi, en um leið og haustar lifnar heldur betur yfir þessu fjölbreytta fyrirbrigði samfélagsins og það svo um mun- ar. Veðurblíðan á sumrinu góða kom ekki í veg fyrir storma á vettvangi þjóðmála. Þannig hafa ýmsar uppákomur hjá landsstjórninni leitt til vangaveltna um líf hennar eða dauða. Þegar fram líða stundir þarf engum að koma á óvart þótt söguritarar teldu hana haft yfir að ráða fleiri lífum en köttur- inn. Það á svo eftir að koma í ljós, hvort þau hefðu betur mátt vera færri eður ei. Þá hefur ekki vantað og vantar ekki litskrúðið innan sveit- arstjórna í fjórðungnum okkar. Og enda þótt blæbrigði þeirra séu á engan hátt samanburðarhæf við litríki haustsins, þá eru þau skondin, svo ekki sé meira sagt. Á komandi hausti fáum við sem áður margþætt og marg- vísleg verkefni við að glíma. Við skulum vona að haustið verði í takt við sumarið og með þá von í huga sláum við botn- inn í þessar bollaleggingar á hinum fyrstu dögum þess. s.h. BÆJARINS BESTA, óháð vikublað á Vestfjörðum. Útgefandi: H-PRENT hf, Sólgata 9, 400 ísafjörður, S 94-4560. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson S 94-4277, S 985-25362 og HalldórSveinbjörnsson S 94-4101, S 985-31062. Blaðamaður: Róbert Schmidt S 94-3516. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Upplag: 3800 eintök. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Sólgötu 9, sími 94-4570. TelefaxS 94-4564. Setning, umbrotog prentun: H-PRENT hf, Sólgata 9,400 Isafjörður. BÆJARINS BESTA er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsf réttablaða og Upplagseft- irliti Verslunarráðs. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.