Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.11.1990, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 14.11.1990, Blaðsíða 2
2 BÆJARINS BESTA Vestfirðir: Fréttakorn Kaupir Skotfélagið kirkjuna? I Á AÐALFUNDI Skotfélags ísafjarðar sem haldinn var á Hótel ísafirði í síðustu viku voru ýmsar hugmyndir reifaðar varðandi æfingaraðstöðu fyrir félagsmenn til inniskotsæf- inga. Fjölmargar hugmyndir komu fram þ.á.m. ein forvitni- leg. Hún var þess efnis að Skotfélagið leggi sitt fram til lausnar á kirkjumálinu og kaupi kirkjuna, taki hana í sundur og noti hluta efnisins til að reisa æfingaaðstöðu til inni- skotæfinga. Með kaupum á kirkjunni telja skotveiðimenn kirkjumálið vera leyst en hver myndi trúa því að skotæfingar hæfust í húsi Guðs? Þrír slást um annað sætið hjá krötum I FUNDUR í kjördæmisráði Alþýðuflokksins á Vestfjörð- um verður að öllum líkindum haldin nú fyrir helgina þar sem tekin verður ákvörðun um röðun á lista flokksins fyrir kom- andi alþingiskosningar. Sighvatur Björgvinsson er talinn ör- uggur með fyrsta sæti á listanum en heimildir blaðsins segja að hörð barátta verði um annað sætið þar sem þrír hafa gefið kost á sér í það. Þessir þrír eru Kristján K. Jónasson, fram- kvæmdastjóri Djúpbátsins hf. á ísafirði og fyrrverandi for- seti bæjarstjórnar á ísafirði, Pétur Sigurðsson, forseti AI- þýðusambands Vestfjarða og Björn Ingi Bjarnason frá Flateyri. Er búist við átakafundi þar sem línurnar um listann munu skýrast. Ritgerðarsamkeppni meðal framhaldsskólanema I ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til ritgerðarsamkeppni meðal framhaldsskólanema í tilefni af 60 ára afmæli Lands- spítalans. Markmiðið með samkeppninni er að vekja nem- endur til umhugsunar um aðdraganda stofnunar spítalans og þær geysimiklu framfarir er orðið hafa hvað snertir aðbúnað og lífshorfur sjúklinga á þeim 60 árum er spítalinn hefur ver- ið starfræktur. Þá og ekki síður hvern þátt starfsfólk spítal- ans á í því að hið margþætta hlutverk hans, sem sjúkrahúss, kennslu- og rannsóknastofnunar, er vel af hendi leyst. Reyndar svo vel að þjóðin öll má vera stolt af þessum „spít- ala allra landsmanna". Ritgerðarefnin eru: 1. Börn á sjúkrahúsi -1930-1990. 2. Hvers vegna bar brýna nauðsyn til að reisa Landspítala? 3. Hlutverk Landsspítala að 25 árum liðnum. 4. Ástæður þess að ég vil starfa á sjúkrahúsi? 5. Smásaga sem gerist á sjúkra- húsi. Ritgerðunum skal skila vélrituðum eða í tölvuútskrift undir dulnefni en nafn höfundar fylgja í lokuðu umslagi. Skilafrestur er til 20. janúar 1991 og úrslit verða kunn mán- uði síðar. Æskileg lengd er 4-8 síður (A4). Við mat ritgerða verður fyrst og fremst höfð hliðsjón af efnistökum, málfari og stíl og frágangi öllum. Höfundar þeirra þriggja ritgerða, sem þykja bera af, fá í sinn hlut góð peningaverðlaun, innistæður á Kjörbókum, sem Landsbanki Islands gefur. Fyrstu verðlaun eru kr. 50.000.- 2. verðlaun kr. 30.000,- og 3. verðlaun kr. 20.000.-. Auk þeirra fá tíu höfundar vegleg bókaverðlaun fyrir verk sín. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í samkeppninni er bent á að utanáskrift samkeppninnar er: Landspítalinn v/ ritgerðarsamkeppni, b.t. Árna Björnssonar, yfirlæknis, 101. Reykjavík. L Vestfirðir: Þrennt fékk gaseitran RIR starfsmenn fisk- vinnslufyrirtækisins ís- vers voru fluttir á Fjórðungs- sjúkrahúsið á ísafirði á fimmtudaginn í síðustu vegna klórgaseitrunar. Einn mann þurfti að flytja með sjúkraflugi til Reykjavíkur með innvortis meiðsl. Hann er enn á sjúkrahúsi en er á batavegi. Fólkið andaði að sér klór- gasi sem er mjög slæmt fyrir öndunarfæri og lungu. Einn YESTFJARÐARMÓT í skák var haldið í Grunnskólanum á ísafirði sunnudaginn 4. nóvember. Keppt var í tveimur aldurs- flokkum, 12 ára og yngri og 13-16 ára og voru þátttakend- ur alls tíu. í flokki 12 ára og yngri varð Andri Þorsteinsson í fyrsta sæti með þrjá vinninga eftir fjórar skákir og í öðru sæti varð Atli Jakobsson með einn vinning. Fleiri var lagður inn á Fjórðungs- sjúkrahúsið á ísafirði en sá þriðji fékk að fara heim að lokinni skoðun. Talið er að pakkning á stút hafi gefið sig. Þann sama dag varð einnig vinnuslys hjá Frosta hf. í Súðavík. Ung stúlka lenti með vinstri hendi í færi- bandi og missti við það baug- fingur. Líðan hennar er góð eftir atvikum. -s. þátttakendur voru ekki í þessum flokki. I flokki 13-16 ára sigraði Guðmundur Daðason. Hann sigraði 2-1 í bráðabana við Elvar Sigurðsson eftir átta umferðir, þeir voru báðir með 6,5 vinninga. í þriðja sæti varð Sæþór Harðarson með fjóra vinninga. Það var Taflfélag ísafjarðar sem hélt mótið og gaf verðlaunin. -r. FOKKER vél Flugleiða hlekktist á í lendingu á ísafjarðarflugvelli laust fyrir klukkan fimm í gær, þriðjudag. Vélin var þétt- setin farþegum og var að koma frá Reykjavík. Flugvélin rak stélið í flugbrautina í lendingu með þeim afleiðingum að gúmmípúði, sem staðsett- ur er aftan undir stéli vél- arinnar, rifnaði. Ekki er vitað um orsök atviksins en samkvæmt heimildum blaðsins var vindur innan hættumarka. Mjög hvasst var í ísafjarðardjúpi þenn- an dag en síðdegis dró verulega úr vindi. Engan sakaði við lendinguna og aðrar skemmdir urðu engar. -r. ísafjörður: Guðmundur og Andri Vestfjarðameistarar í skák ísafjörður: Skipt um nafn • EINS og kunnugt er keypti Togaraútgerð ísafjarðar hf. rækjuskipið Hafþór RE-140 af sjávarútvegs- ráðuneytlnu fyrir stuttu. Sklpinu hefur verið geflð nafnið Skutull ÍS-I80 og var meðfylgjandi mynd tekin síðastliðinn sunnudagsmorgun þegar feðginin Friðrik Bjarnason og Bjamdís Friðrlksdóttir málara- meistarar máluðu nýja nafnið á skipið. Framundan em ýmsar breytingar á skipinu sem væntanlega fer á veiðar upp úr næstu áramótum.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.