Bæjarins besta - 17.12.1990, Qupperneq 4
4
BÆJARINS BESTA
Óháð vikublað
á Vestfjörðum
Útgefandi:
H-prent hf.
Sólgata 9, ísafjörður
S 4560
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
S 94-4277 & 985-25362
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson og
Halldór Sveinbjörnsson
S 94-4101 & 985-31062
Bladamaður:
Róbert Schmidt
@ 94-3516
Útgáfudagur:
Miðvikudagur
Upplag:
3800 eintök
Ritstjórnarskrifstofa
og auglýsingamóttaka:
AðSólgötu9S 94-4570
Fax S 4564
Setning, umbrot
og prentun:
H-prent hf.
BÆJARINS BESTA er aðili að
samtökum bæjar- og
héraðsfréttablaða og
upplagseftirliti
Verslunarráðs.
Eftirprentun, hljóðritun,
notkun ljósmynda og
annars efnis er oheimil
nema heimilda sé getið.
Krakkar mínlr komið þið sæl, ég er jólasveinninn...
Kveikt á jólatrénu
á Austurveíli
ÞAÐ VAR margt um
manninn á Austurvelli á
laugardaginn, en þá var
kveikt á jólatrénu, sem er
gjöf frá vinabæ ísafjarðar,
Koskilde í Danmörku. Kut
Tryggvason afhenti gjöflna
og var það Ólaíur Helgi
Kjartansson, forseti bæjar-
stjórnar, sem veitti gjöfinni
viðtöku fyrir hönd ísfirð-
inga.
Ólafur Helgi flutti þakk-
arávarp og að því loknu lék
Lúðrasveit ísafjarðar nokk-
ur jólalög og barnakór Tón-
listarskólans og blandaður
kór Sunnukórsins sungu fyrir
gesti. Síðan sást í eitthvað
hvítt og rautt á ferli skammt
hjá. Jú, þarna voru þá jóla-
sveinarnir komnir.
Peir stukku upp á vöru-
bílspall og tóku lagið með
gestum við harmónikkuund-
irleik. Eins og sjá má á með-
fylgjandi myndum var kátt á
hjalla og höfðu börnin
greinilega gaman að jóla-
sveinunum og tóku vel undir
með þeim í jólasöngvunum.
-r.
• Þessi hnáta var auðsjáanlega
dáleidd af jólasveininum.
Forsíðan:
Forsíðumyndina að
þessu sinni tók Hrafn
Snorrason, Ijósmyndari.
Hrafn hefur átt forsíðu-
myndir síðustu þriggja
jólablaða.
Kunnum við honum
bestu þakkir fyrir.
• Harmónikuleikararnir taka lagið með jólasveinunum og öllum
viðstöddum.
RITST J O KN
Gleymum því ekki
Þegar þetta eintak af Bæjarins besta kemur
fyrir auglit þitt, lesandi góður, hefur þú vænt-
anlega kveikt á kertinu á fallega aðventu-
kransinum þínum til að taka á móti hinum
þriðja sunnudegi í aðventu, og búa þig á tákn-
rænan hátt undir komu hans, sem aðventan
boðar að sé á næsta leiti, þ.e.a.s. af þú átt þá
einhvern aðventukrans.
Þegar orð þessi festust á blaðið hefur þú að
öllum líkindum verið búinn að kynna þér
rækilega bóka- og gjafaflóðið, hverra hol-
skeflur eru með hinum stærri er sögur fara af,
og er þá ekki við lítið að jafna, til að vera tím-
anlega undirbúinn með gjafir handa ættingj-
um og vinum þ.e.a.s. ef hvort tveggja er til
staðar, ættingar og vinir annars vegar og á
hinn bóginn geta til að taka þátt í gjafadansin-
um.
Þegar hér er komið að lestri ert þú, lesandii-
góður, áreiðanlega farinn að velta vöngum
yfir undarlegri byrjun á leiðara, sem í ofaná-
lag birtist í jólablaði. Blaði sem af tilefninu
fær forskeyti hátíðarinnar og ætti því að vera
yfirhlaðið af hugrenningum og boðskap um
undrið stóra sem tengist jólunum.
Á undanförnum árum höfum við lagt
dæguramstrið til hliðar í leiðara jólablaðsins
og leitt hugann að aðventunni og jólunum
sjálfum, undirbúningi fyrir komu þeirra og
innihaldi. Við höfum síður en svo amast við
jólagjöfum og tilstandi sem við teljum af hinu
göða fái skynsemin að ráða. En hvers vegna
þá svartnættis efasemdir? Eins og allir eigi
ekki aðventukrans og allir fái ekki jólagjafir
og allir eigi ekki einhverja ættingja!
Jólin eru til að gleðjast og fagna og þau
færa okkur frið. Á jólunum gleðjumst við í
faðmi fjölskyldu og vina. Kirkjur landsins
fyllast af prúðbúnu fólki til að fagna komu
Meistarans. Undir jólaboðskapnum leggjum
við kritur hversdagsins til hliðar. Þótt það
hljómi barnalega þá verðum við betri meðan
hátíðin varir.
En hvað þá?
Þrátt fyrir fallegu umgjörð jólanna hjá
flestum okkar eru víða alvarlegir brestir í
rammanum. Fátækt, cinsemd og veikindi hafa
fylgt mannkyninu frá örófi alda. Nær og fjær
eru átaldir, sem af margvíslegum ástæðum
fara á mis við flest það sem jólin annars færa
okkur. Þessa er hollt að minnast þegar helgar
klukkur taka að hringja inn hátíðina miklu.
Bæjarins besta sendir lesendum sínum og
landsmönnum öllum hugheilar jólaóskir.
s.h.
ísafjörður: