Bæjarins besta - 17.12.1990, Síða 9
BÆJARINS BESTA
Forréttur:
Innbakaður lax
400 gr. laxaflök
250 gr. smjördeig
1 bolli soðin hrfsgrjón
100 gr. rækjur
2 meðalstórir laukar,
smátt saxaðir
250 gr. ferskir sveppir,
saxaðir 4 ananashringir,
smátt saxaðir
1 eggjarauða
Sósan:
1 dl. hvítvín
1 bolli fiskisoð
sósujafnari
Krydd:
karrý, paprika, picanta,
salt og pipar
Laxaflökin snyrt og
roðflett. Smjördeigið flatt
út þannig að auðvelt sé að
pakka flakinu í það, skilja
eftir afgang til þess að
skreyta með. Laxinn lagð-
ur á deigið. Hrísgrjónin
eru því næst steikt í smjöri
á pönnu ásamt lauk, an-
anas, sveppum, karrýi,
papriku og rækjum þar til
grænmetið er orðið mjúkt
og bragðbætt með
picanta. Maukið er síðan
lagt yfir laxinn. Smjör-
deiginu lokað. Skreytt
með útskornu smjördeigi
og penslað með eggjar-
auðu og bakað í ofni við
u.þ.b. 180 til 200° C. íu.þ.b.
30 mín. eða þar til deigið er
orðið fallega bakað.
Sósan:
Laukur og hvítvín sett í
pott og soðið niður um 1/
3, bætt við bolla af vatni
og fiskikrafti og soðið í
smá stund, bragðbætt
með salti, pipar og karrý
eftir smekk. Sósan síðan
jöfnuð með sósujafnaran-
um.
Aðalréttur:
Léttsteiktar rjúpur
6 rjúpur
salt og pipar
1. tsk. timian
mysingur
1 dl. sherry
rifsberjasulta
laukur
sellery
piparkorn
gulrætur
smjör, vatn
rjómi ,200 gr.
sýrður rjómi
100 gr. majones
50 gr. valhnetur
2 sellerystilkar
300 gr. vínber
sykur
Rjúpurnar eru skornar
á beininu og beinin
steikt í smjöri ásamt lær-
unum, grófskornum lauk.
frá
gulrót, sellerystilk. Síðan
fært í pott með 2 bollum
af vatni og piparkornum
og soðið í ca. 1 klst.
Rjúpubringurnar eru
steiktar í smjöri á pönnu
og kryddaðar með salti,
pipar og timian í u.þ.b. 3
mín. á hvorri hlið. Þær
eru síðan teknar af og
geymdar á heitum stað.
Sherry sett á pönnuna og
soðið niður og bætt út í
rjúpusoði. Soðið í smá-
stund, bætt með mysing,
rifsberjasultu og kryddi
eftir smekk jafnað út og
bætt með rjóma.
Borið fram með sykur-
brúnuðum kartöflum,
léttsoðnum gulrótum og
eplasalati, en það er lagað
með 2 hlutum af sýrðum
rjóma, einum hluta af
majonesi. Þessu hrært
saman, söxuðum eplum
bætt út í ásamt 300 gr. af
steinhreinsuðum vínberj-
um, sellerystilk auk 50 gr.
af valhnetum. Bragðbætt
með sykri.
Eftirréttur:
Gamaldags Sherry
Triffle
1 lítri mjólk
10 matarlímsblöð
6 eggjarauður
1 tsk. vanilludropar
1/2 bolli sykur
1/4 lítri þeyttur rjómi,
auk þess rjómi
til að skreyta
skálina með.
100-200 gr.
makkarónukökur
1/2 bolli sherry
6-8 msk. góð
ávaxtasulta
Makkarónurnar settar í
skál, vætt í með
sherryinu. Sultan er sett
ofan á,í... Matarlímið sett
í bleyti í kalt vatn í 5 mín.
Mjólkin er hituð að suðu.
Eggjarauðurnar eru
hrærðar með sykrinum,
þar til þær verða ljósrauð-
ar. Síðan er mjólkinni
bætt út í smátt og smátt.
Eggjahrærunni hellt aftur
í pottinn og hitað þar til
hún byrjar að þykkna.
Gæta þarf þess vel að ekki
sjóði í pottinum. Matar-
límið og vanilludroparnir
eru sett út í. Blandan er
látin kólna þar til hún er
um það bil að þykkna.
Þeytta rjómanum er þá
bætt út í. Kreminu hellt í
skálina, yfir makkarón-
urnar. Skreytt með þeytt-
um rjóma.
Búðingurinn geymist
vel í 2-3 daga í kæli.
Marengskökur
Það er tilvalið að gera
marengskökur úr eggja-
hvítum.
Jólamaturinn
Góða rétti
gjöraskal...
Hátíðarréttir hjónanna Ásdísar Alfreðsdóttur
og Ólafs Amar Ólafssonar, hótelstjóra á Hótel ísafirði
• Áslaug Alfreðsdóttir.
• Ólafur Örn Ólafsson.
6 eggjahvítur
300 gr. sykur
Ofninn settur á 50° C.
Eggjahvíturnar eru
þeyttar og sykrinum er
bætt í smátt og smátt.
Gæta þarf þess að skálin
sé vel hrein og engin fita í
henni því þá þeytist hvítan
ver. Þegar hræran er orð-
in mjög stíf er hún sett á
með tveimur teskeiðum
eða sprautað á bökunar-
pappír á bökunarplötu.
Bakað þar til kökurnar
eru þurrar og stökkar.