Bæjarins besta - 17.12.1990, Side 22
22_____________________ BÆJARINS BESTA
HOLTAKJÖR 25
- BOLUNGARVÍK - F ÁRA
I tilefni af afmælinu veitum við
15% staðgreiðsluafslátt fimmtudaginn 20. desember
25% afslátt af konfekti og egg á kr. 250.- pr. kg.
Mikið úrval af fallegum dúkum og allskonar gjafavöru.
Já, það er ótrúlegt vöruúrval í lítilli búð.
OPIÐ:
Miðvikudaginn 19. des. kl. 10-22
Fimmtudaginn 20. des. kl. 10-22
Föstudaginn 21. des. kl. 10-22
Laugardaginn 22. des. kl. 10-24
Mánudaginn 24. des. kl. 10-12
Holtakjör þakkar viðskiptin síðastliðin
25 ár og óskar Vestfirðingum gleði-
legra jóla og gæfu í framtíðinni.
Af og til verður for-
svarsmönnum ríkis og
sveitarfélaga tíðrætt um
landsbyggðina og þau
vandamál sem við blasa
annars staðar á landinu
en á hinu margrómaða
suðvesturhorni. Reyndar
er ekki alltaf ljóst hvers
vegna suðvestrið er svo
eftirsóknarvert, sem raun
ber vitni. En í sjónvarpinu
- allra landsmanna var
fyrir skömmu rætt við
Kristján Oliversson, einn
af mörgum sérfræðingum
Byggðastofnunar. En það
er __ með sérfræðinga
Byggðastofnunar eins og
veðurfræðingana. Þó
veðurfræðingum fjölgi
batnar veðrið ekki hætis
hót. Sama er að segja um
sérfræðinga Byggða-
stofnunar. Fjölgun þeirra
sýnir sig ekki í betri hag
landsbyggðarinnar og
það er alveg á tæru að ekki
fjölgar fólkinu þar.
Þetta var einmitt það
sem nefndur Kristófer var
að leggja áherslu á síð-
astliðinn sunnudag í
Kastljósinu, að með
áframhaldandi þróun
óbreyttri þá verða íbúar
Reykjavíkur og nágrennis
200.000 árið 2010. Þeir
munu þá verða 2/3 hlutar
íbúa þessa lands. Þá hefur
íbúum landsbyggðar-
innar fækkað í tölum talið
og eru orðinn alger
minnihluti landsbúa. Það
eina sem vantaði var að
sérfræðingurinn benti á,
að þessi minnihluti væri
orðinn að annars flokks
þegnum í landinu.
Kjarni máls Kristófers
Oliverssonar var hins
vegar sá að benda á það,
að Reykjavík þyldi illa
þessa fjölgun og snúa
þyrfti við blaðinu í þessari
þróun. Svo benti hann á
þá staðreynd að flest ný
störf verða 'til í þjónustu-
geiranum og all mörg
þeirra hjá ríkinu. Þessi
nýju störf ættu framvegis
að verða til úti á lands-
byggðinni.
Flugið og
Flugleiðir
Undir þetta skal tekið
með þessum ágæta manni
úr stofnuninni hans góðu
sem nú rekur skrifstofu á
ísafirði. Þar má gjarnan
fjölga og það verða ein-
hver ráð með að finna
pláss fyrir þá starfsmenn
Byggðatofnunar sem vilja
setjast að á ísafirði. Þá
kemur að samgöngunum.
Flugið og Flugleiðir skipa
þar stóran sess. En við
erfiðar aðstæður duga
ekki stóru Fokkervélarn-
ar. Þá þarf meiri breidd og
fleiri möguleika til að
tryggja fólki öruggar
samgöngur við aðra
landshluta svo tryggja
megi sem tíðastar sam-
göngur. Mennimir verða
þó að minnsta kosti að
komast á fundina. Þar
koma landshlutaflugfé-
lögin til sögunnar. Sam-
gönguráðherra hefur
farið nýja en umdeilda
leið til að örva samkeppni
í innanlandsflugi, fyrst á
Vestmannaeyj aleiðinni
og svo milli Húsavíkur og
Reykjavíkur.
En ^uk þess að eiga ör-
uggar samgöngur í lofti
vísar er nauðsynlegt að
tryggja að verðlagning sé
með þeim hætti að við-
ráðanlegt reynist venju-
legu fólki að ferðast loft-
leiðis. Einstakhngur
greiðir rúmar 10 þúsund
krónur fyrir að fljúga fram
og til baka milli ísafjarðar
og Reykjavíkur og getur
ekki alltaf treyst á veður.
Ekki svo slæmt eða hvað?
Ef hjón með 2 börn annað
10 og hitt 14 ára ætla að
fljúga þessa leið þá kostar
það um 23 þúsund krónur.
Þegar svo er komið er
hætt við að flugið keppi
við einkabílinn. Flugleiðir
sem einkaleyfishafi í ísa-
fjarðarfluginu eru ekki
öfundsverðir af hlutskipti
sínu. En engu að síður er
þeim nauðsynlegt að leita
ahra ráða til að halda niðri
fargjöldum. Sumir vilja
meina að það verður betur
gert með minni flugvélum
og tíðari ferðum og þar af
leiðandi betri sætanýt-
ingu. Ekki skal um það
sagt hér. En öruggar og
ódýrar samgöngur eru
ein leiðin til að gera fólki
kleyft að búa á lands-
byggðinni. Annars er
spádómur Kristófers ekki
spádómur heldur stað-
reynd.